Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
RETTINDI OG
DVALARSTAÐUR
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins synjaði 73 ára íslenzkum
ellilífeyrisþega, sem legið hefur fársjúkur í sjúkrahúsi í
Taílandi frá 19. maí sl., um yfirlýsingu um að hann nyti
sjúkratryggingar hjá stofnuninni og þar með ábyrgð á greiðslu til
heilbrigðisyfirvalda þar í landi. Synjunin byggist á þeirri
samþykkt tryggingaráðs, „að ekki þyki ósanngjarnt við
endurtekna dvöl erlendis að gera þá kröfu, að viðkomandi
einstaklingur dvelji a.m.k. 6 mánuði á ári á Islandi. Þegar
einstaklingur hefur dvalið erlendis lengur en 6 mánuði á ári, tvö
eða fleiri undanfarin ár, teljist hann hins vegar ekki lengur
sjúkratryggður." Tryggingastofnun vísar til lögheimilislaga frá
1990 og almannatryggingalaga frá 1993 til rökstuðnings úrskurði
sínum. Lögmaður sjúklingsins hefur vísað málinu til dómstóla og
krafizt ógildingar á úrskurðinum.
Islendingurinn, sem í hlut á, á lögheimili á Islandi samkvæmt
vottorði Hagstofunnar, á íbúð í Reykjavík, þar sem innbú hans og
aðrir persónulegir munir eru. Hann hefur alla sína tíð búið á
Islandi, hefur unnið fulla vinnu, nýtur nú eftirlauna frá
vinnuveitanda sínum og ellilífeyris frá Tryggingastofnun. Hann
greiðir skatta og önnur opinber gjöld hér á landi. Undanfarin tvö
til þrjú ár hefur hann dvalið langdvölum í Taílandi, en jafnan
komið heim og dvalið nokkra mánuði á sumrin.
Utanríkisráðuneytið hefur nú tekið af skarið og tilkynnt
viðkomandi aðilum í Taflandi, að ríkið ábyrgist kostnað vegna
læknisaðgerða á manninum og jafnframt er ljóst að í nýjum
lögum, sem tóku gildi fyrir skömmu er meiri sveigjanleiki til þess
að taka á málum sem þessum en afgreiðsla Tryggingastofnunar
byggðist á eldri lögum. Það er hins vegar afar brýnt, eins og
lífsmáta fólks er nú háttað, að þessar reglur séu alveg skýrar og
taki mið af gjörbreyttum aðstæðum. Töluverður hópur íslendinga,
ekki sízt eldri borgara, hefur á undanförnum árum fest kaup á
fasteignum í suðlægum löndum. Tilgangurinn með þeim kaupum
er ekki sízt sá að búa við betra og hlýrra veðurfar en hér tíðkast
yfir vetrarmánuðina. Að auki kemst fólk stundum betur af á
eftirlaunum sínum vegna lægra verðlags.
Það er ekki frambærilegt að svipta þetta fólk réttindum, sem
það hefur áunnið sér sem Islendingar, sem hafa lifað og starfað á
Islandi alla ævi, greitt hér skatta og skyldur en telur sér henta af
framangreindum ástæðum að búa töluverðan hluta árs í öðrum
löndum, þegar það er komið á eftirlaun. Það er satt að segja afar
erfitt að sjá efnisleg rök fyrir slíku og alveg ljóst að í því er engin
sanngirni. Slíkar ákvarðanir jafngilda því að fólk sé sett í
átthagafjötra. Ef ný lög og reglur eru ekki alveg skýr að þessu
leyti þarf að gera á þeim frekari breytingar.
STAÐA KVENNA
STAÐA KVENNA í heiminum hefur verið eitt af þeim
málefnum sem smám saman hafa verið að koma upp á
yfirborðið á síðustu árum og áratugum. Umræðan tengdist lengst
af kvennahreyfingunum sem óx fiskur um hrygg á sjöunda og
áttunda áratugnum en með eflingu hinna svokölluðu kvennafræða
í háskólum víða um heim hefur umræðan fengið byr undir báða
vængi. Tekist hefur að gera mörg þau vandamál sem snúa að
bágri stöðu kvenna víða í heiminum sýnilegri og þar með
viðráðanlegri. Mörgum þykir þó engu að síður hægt hafa gengið
en eins og fram kom í fjórum greinum Kristínar Astgeirsdóttur,
sagnfræðings og fyrrverandi alþingismanns, sem birtar hafa verið
hér í blaðinu undanfarna daga er enn mikill kraftur í
kvennafræðunum og kvennabaráttunni. Það er enda enn ærið
verk að vinna við að rannsaka stöðu kynjanna á öllum tímum og
styrkja stöðu kvenna um allan heim.
í greinum Kristínar, sem fjalla um þrjár alþjóðlegar ráðstefnur
um stöðu kvenna, mannfjöldaþróun og kynheilbrigði, kemur fram
að ein af grunnforsendum þess að konur styrki stöðu sína sé aukin
menntun þeirra og fræðsla. Á Vesturlöndum hefur vissulega
mikið áunnist en í mörgum fátækari ríkjum heims er ástandið
átakanlegt, ekki síst hvað varðar þróun mannfjölda, ofbeldi og
kúgun gagnvart konum og börnum, fáfræði og trúarofstæki. Af
rannsóknum að dæma eru samt sömu grundvallarvandamálin að
hrjá flest öll lönd heims hvað varðar stöðu kvenna og
kynheilbrigði: skortur á upplýsingum og ráðgjöf, óöryggi um eigin
kynímynd, ofbeldi, unglingaólétta, kynsjúkdómar, endurteknar
fóstureyðingar og óábyrg hegðun í kynlífi. Eins og kemur fram í
umfjöllun Kristínar hefur reynslan þó kennt okkur að þar sem
fræðslan er mest eru vandamálin fæst.
í sumum tilfellum virðist erfitt og nánast ógerlegt að yfirstíga
þær hindranir sem eru í vegi fyrir því að konur fái að njóta réttar
síns sem einstaklingar, ekki síst vegna menningarlegra og
trúarlegra aðstæðna. Eins og margoft hefur verið bent á, þar á
meðal af indverska Nóbelsverðlaunahafanum Amartya K. Sen
sem nýlega var sagt frá hér í blaðinu, þá skiptir þekking mestu
máli í glímunni við slíkar tálmanir. Kvennafræðin eiga vafalaust
eftir að gegna æ stærra hlutverki í öflun þeirrar þekkingar,
kannski einkanlega vegna þess að þeim virðist hafa tekist að
sameina mörg sjónarhorn undir einum hatti.
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 29 ,
FJOLBREYTT HATIÐARHOLD UM VERSLUNARMANNAHELGINA
Akureyri
Mývatnssveit
Neskaupstaður
VatnaskógurA
▲ Kirkjubæjar-
klaustur
A Múlakot
krónur en frítt er fyrir 13 ára og
yngri. Boðið er upp á ókeypis sæta-
ferðir frá Síðumúla að Staðarfelli og
aftur heim að hátíð lokinni.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
Sem fyrr er dagskrá þjóðhátíðar
fjölbreytileg. Iþróttabandalag Vest-
mannaeyja stendur fyrir keppninni
og að sögn Birgis Guðjónssonar verð-
ur síðasta þjóðhátíð aldarinnar einnig
sú glæsilegasta og nefnir hann sér-
staklega góða bamadagskrá, nýtt
veitingatjald og glæsilega flugelda-
sýningu því til sönnunar.
Eins og vanalega verður húkkara-
ball á fimmtudagskvöldinu en þar
spila SSSól og Ensími. Aðrar hljóm-
sveitir sem spila á þjóðhátíð eru
Stuðmenn, Lands og synir, 8 villt,
Blístrandi æðarkollur, Mannekla,
Dísel, Víkingabandið frá Færeyjum
og fleiri. Einnig koma fram Geiri og
Villa, Bjartmar Guðlaugsson og Guð-
laug Ólafsdóttir.
Fyrir yngri kynslóðina og aðra er
boðið upp á brúðubílinn, Hirðfífl
hennar hátignar, sprell með Ladda,
atriði úr Ávaxtakörfunni og haldin
verður söngvakeppni barna.
Samkvæmt langri venju verður
einnig brekkusöngur, brenna á
Fjósakletti og fnimflutningur á þjóð-
hátíðarlagi.
Aðgangseyrir á þjóðhátíðina er
7.000 kr en fyrir 14-15 ára böm kost-
ar 4.000 kr. Herjólfur, Flugfélag ís-
lands og Islandsflug bjóða pakkaferð-
ir.
Bindindismótið
í Galtalæk
Dagskrá útihátíðarinnar í Galtalæk
er sniðin að áhuga og þörfum stór-
fjölskyldunnar. Haldnir verða úti-
dansleikir, unglingaböll, bama-
skemmtanir, kvöldvökur, íþrótta- og
þrautaleikir í vímulausu umhverfi. Af
einstökum dagskrárliðum má nefna
Spaugstofuna, hljómsveitina SAGA
KLASS, Síðan skein sól, trúðaparið
Barböm og Úlf, fjöllistahópinn
Imyndun, eldgleypi og margt fleira. I
Galtalæk eru einnig leiktæki fyi'ir
bömin, tívolí og hestaleiga.
Miðaverð fyrir 13-15 ára er 4.000
kr. en 3.300 kr. í forsölu. Fullorðins-
miði er á 5.000 kr. en 4.300 kr. í for-
sölu. Sætaferðir verða frá Reykjavík
og Keflavík.
Ólympíuleikar
á Kirkjubæjarklaustri
Fjölskylduhátíð verður á Kh'kju-
bæjarklaustri um verslunarmanna-
helgina. Þar verða „Litlu Ólympíu-
leikarnir" haldnir sem og götubolti
og róðrarkeppni. Einnig verða skipu-
lagðar gönguferðir, sögustundir,
varðeldur, flugeldasýning og fjölda-
söngur. Á svæðinu eru hestaleigur,
sundlaug og einnig sýning um eld-
virkni í Vatnajökli og Skaftárelda.
Ekkert kostar inn á fjölskylduhá-
tíðina í Kirkjubæjarklausturi en
greiða þarf fyrir gistingu og einstaka
dagskrárliði.
Landsmót hvítasunnumanna
í Kirkjulækjarkoti
Landsmót hvítasunnumanna verð-
ur haldið í fimmtugasta sinn um
verslunarmannahelgina og mun af-
mælisins minnst með ýmsum hætti.
Mótið verður sett fimmtudagskvöldið
29. júlí og því lýkur að morgni mánu-
dagsins 2. ágúst.
Samkvæmt umsjónarmönnum ein-
kennir mikill og líflegur söngur sam-
verustundimar ásamt góðri fræðslu
og fyrirbænaþjónustu. Samkomur á
mótinu fara fram í Örkinni en þar
rúmast 1.000 manns í sæti. Kvöldvök-
ur verða haldnar fyrir yngri kynslóð-
ina, kveiktur varðeldur auk annarra
atriða.
Sérstakt mót fyrir bömin verður
haldið líkt og verið hefur síðustu sex
ár. Þar verður boðið upp á leiki, fönd-
ur, fræðslu auk brúðuleikhúss.
Einnig verður dagskrá fyrir ungling-
ana t.d. samkomur, fótbolti, leikir,
gönguferðir og fleira. Verð fyrir eitt
barn á barnamótinu er 2.300 kr. og
veittur er sérstakur systkinaafslátt-
ur. Ekkert kostar fyrir fullorðna en
greiða þarf íyrir gistingu.
Flugsýning í Múlakoti
Eins og undanfamar verslunar-
mannahelgar koma allir flugáhuga-
menn og fjölskyldur þeirra saman til
hátíðarhalda að Múlakoti í Fljótshlíð.
Á mótinu gefst fólki kostur á að sjá
margar þekktar flugvélar og fara í
útsýnisflug um nágrenni Múlakots.
Á hátíðinni verður boðið upp á leiki
fyrir böm og fullorðna s.s. hveiti-
pokakastkeppni og lendingakeppni á
vélflugum, listsýningu, módelflug og
fleira, með fyrirvara um veður.
Einnig verður sameiginlegt grill og
kvöldvaka. Ekkert kostar á hátíðina
en greiða þarf fyrir gistingu og gi'fll-
mat.
Hátíð á Flúðum
Á Flúðum er löng hefð fyrir fjöl-
skylduhátíð um verslunarmannahelg-
ina. Lifandi tónlist verður alla helg-
ina og m.a. leikur Rúnar Júlíusson
fyrir gesti. Fastir liðir eins og varð-
eldur og brekkusöngur verða í Torf-
dalnum og sitthvað fleira. Stutt er í
HVERT
LIGGUR
LEIÐIN?
Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir
útihátíðir um verslunarmannahelgina.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði um allt
land vegna þessarar mestu ferðahelgi
ársins. Eyrún Baldursdóttir aflaði sér upp-
lýsinga um þær úti- og fjölskylduhátíðir
sem haldnar verða um helgina.
fræðslu, skemmtun, samvem og
helgiathöfnum. Boðið verður upp á
fyrirlestra af ýmsu tagi, námskeið,
svitahof, spflalestur, skyggnflýsingar,
talnaspeki og margt fleira. Fyrir
bömin verða sérstakar ævintýraferð-
h’, friðarathöfn, varðeldur og sam-
söngur. Tveir erlendir leiðbeinendur
verða á mótinu; Isabel Contreras
sem er viðurkenndur Louise L. Hay-
leiðbeinandi og Peggy Rada sem
kennir notkun blómadropa. Mann-
rækt undir Jökli er vímuefnalaust
mót. Aðgangseyrir er 3.500 krónur
og 3.000 í forsölu, en frítt er inn fyrir
böm yngri en 14 ára. Sætaferðir era
frá BSÍ og tekur akstur að Hellnum
frá Reykjavík um tvær og hálfa
klukkustund.
Sæludagar í Vatnaskógi 1999
Sæludagar hafa verið haldnir í
Vatnaskógi árlega síðan 1991, en að
þeim standa KFUM Vatnaskógi,
KFUM og KFUK í Reykjavík og
Samband íslenski-a kristniboðsfélaga.
Líkt og hefðbundið er, verður úrval
dagskrárliða fyrir alla aldurshópa.
Ævintýraferð og hæfileikakeppni
verður haldin fyrir böm og einnig
verður boðið tfl þátttöku í knatt-
spymu, Sæludagaleikum, kassabíl-
aralli, koddaslag, vatnasporti og
gönguferðum. Kristniboðsstund,
bænastundir og kvöldvökur verða
fyrir alla fjölskylduna sem og varð-
eldur og flugeldasýning við vatnið.
Þeir tónlistarmenn sem fram koma
á Sæludögum eru m.a. Laufey Geir-
laugsdóttir, Páll Rósinkranz og
Kangakvartetinn. Aðgangseyrh- er
2.500 kr. á mann en hámarksverð fyr-
ir fjölskyldu er 5.000 kr. Rútuferðir
eru frá BSÍ.
Mjólkurgleði SÁÁ
og Dalamanna
Vímuefnalaus fjölskylduhátíð verð-
ur haldin öðra sinni um verslunar-
mannahelgi á Staðarfelli í Dölum. I
ár verður dagskráin einkar fjöl-
breytileg og hentar öllum. Börnunum
verður boðið að fara á hestbak og að
taka þátt í ýmsum leikjum. Ratleikur,
fótboltamót og íþróttaleikir verða
handa þeim sem og hinum eldri. AA-
fundir verða haldnh', sameiginleg
gróðursetning á svæðinu og grill-
veisla. Skemmtikraftarnir Omar
Ragnarsson og Jóhannes Kristjáns-
son halda uppi gríninu og harmon-
ikkusveitin Nikkolína gefur fólki
tækifæri á að taka léttan snúning.
Auk þessa verður varðeldur og flug-
eldasýning og hljómsveitin Karma
leikur fyrh' dansi öll kvöldin.
Aðgangur að svæðinu er 3.000
UM SÍÐUSTU verslunar-
mannahelgi aldarinnar
munu íslendingar ekki
fara varhluta af skipu-
lögðu skemmtanahaldi. Hátíðarhöld
verða á yfir tuttugu stöðum og ættu
allir að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi í þeirri fjölbreyttu flóra.
Síðustu ár hefur fjölskyldu-
skemmtunum fjölgað og nú bjóða
nær allir upp á sérstaka barnadag-
skrá. Verslunarmannahelgin hefst
föstudaginn 30. júlí og stendur tfl 2.
ágúst en sums staðar er forskot tekið
á hátíðarsæluna.
Neistaflug ’99 á Neskaupstað
í ár verður Neistaflug á Neskaup-
stað haldið í sjöunda skipti. Að þessu
sinni verður Neistaflug með breyttu
sniði og mun það einna helst vera í
formi aukinnar íhlutunar heima-
manna í skemmtun hátíðarinnar;
„enda er af nógu tónlistar-, leiklistar-
og myndlistarfólki að taka hér í Nes-
kaupstað," segja skipuleggjendur
Neistaflugs.
Á Neistaflugi verður hljómsveitin
Amon Ra með Eirík Hauksson í
broddi fylkingar endurvakin og blús-,
rokk- og djassklúbburinn á Nesi
(BRJÁN) mun einnig skemmta
ásamt ýmsum söngvuram. Jóhannes
Kristjánsson verður með eftirhermur
og Bjami töframaður mætir á svæð-
ið. Þar að auki munu hljómsveitirnar
Stuðkroppamir og Sú Ellen leika fyr-
ir gesti.
Frítt er inn á svæðið og á tjald-
stæði, en einungis þarf að borga inn á
böllin.
Vopnaskak ’99 á Vopnafirði
Síðan 1994 hefur Vopnaskak verið
haldið árlega og verður sífellt fjöl-
skylduvænni hátíð.
Vopnafírðingar taka tæprar viku
forskot á verslunarmannahelgarsæl-
una með hagyrðingakvöldi, bridge-
móti og sagnakvöldi.
Þegar sjálf verslunarmannahelgin
gengur í garð munu hátíðargestir
fyllga liði í skrúðgöngu, njóta lifandi
tónlistar og grfllmatar í boði Vopna-
fjarðarbæjar. Meðal þess sem boðið
er upp á era skemmtiatriði úr
Ávaxtakörfunni, Skralli trúður og
annað fyrir börnin. Dorgveiðikeppni
og opið sjóstangveiðimót verður hald-
ið auk þess sem félagamir Stefán
Hilmarsson og Eyjólfur Krístjánsson
koma og syngja. Sérstakur Burstar-
feflsdagur verður haldinn en þá verð-
ur gamli tíminn endurvakinn að sögn
skipuleggjenda. Hljómsveitimar sem
spila á Vopnaskaki era Sixties, Sól-
dögg og Papamir.
Frítt er inn á Vopnaskak og ekkert
kostar á tjaldstæðið. Greiða þarf
2.000 kr. inn á böllin en 5.000 kr. fyrir
þau öU þrjú. Unglingar yngri en sext-
án ára verða að vera í fylgd með fuU-
orðnum.
Halló Akureyri í sjötta sinn
Ferðamálafélag Eyjafjarðar held-
ur fjölskylduhátíðina Halló Akureyri
í sjötta sinn um komandi verslunar-
Skipulögð hátíðarhöld
um verslunarmannahelgina
Siglufjörður
Skagaströnd
Flókalundur
Staðarfell
Hellnar
Vestmannaeyjar
Vopnafjörður
mannahelgi. Að sögn skipuleggjenda
hefur hátíðin vaxið árlega í umfangi
en áætlað er að þangað hafi
12-15.000 manns komið í fyrra.
í Sjallanum og KA-heimflinu spila
hljómsveitimar Sálin hans Jóns míns,
SkítamóraU, Land og synir og Sól-
dögg. Á sviði Halló Akureyri koma
fram auk fyrmefndra hljómsveita
Paparnir, Skriðjöklar, Stefán og
Eyvi, hljómsveitin
einn og sjötíu, Opíum,
Hundur í óskflum og
fleiri. Yngri spfluram
frá Akureyri og ná-
grenni verður einnig
gefið tækifæri á að
spreyta sig
Á Halló Akureyri
koma ennfremur fram
götuleikhópurinn
Zirkús Zímsen, söng-
hópurinn Brooklyn
fæv, leikbrúðumeist-
aramir Helga Arn-
alds og Bemd
Ogridnik, Pétur pók-
us, Bjami töframað-
ur, Steinn Armann,
Helga Braga og fjöldi
annarra. Þar að auki
er boðið upp á ýmis-
legt tfl skemmtunar
bæði inn í miðbænum
sem utan hans s.s.;
Sprell-leiktæki,
hestateymi, go-kart-
braut og akstur með
farþega í torfærabíl-
um í malarkrúsum of-
an Akureyri.
Hápunktur hátíðar-
innar er Hagkaups-
gangan og flugeldasýning í kringum
miðnætti á sunnudagskvöldið 1.
ágúst.
Allir geta komið og notið skemmt-
unar í miðbæ Akureyrar um verslun-
armannahelgina án endurgjalds, en
borga þarf sérstaklega fyrir tjald-
stæði og dansleiki.
Kántríhátíð á Skagaströnd
Að sögn aðstandenda verður kán-
tríhátíðin í ár sú veglegasta frá upp-
hafi. Skemmtidagskráin er fjölbreytt
og hentar stóram sem smáum. Fyrir
bömin verður á staðnum risarenni-
braut, hoppukastali ásamt rafmagns-
bílum og fleiri leiktækjum. Gestir fá
tækifæri tfl þess að spreyta sig í
keppnum af ýmsu tagi s.s mark-
hnútaveiði, kassabílarrallíi, ratleik og
kraftakeppni.
Línudans mun sem fyrr setja mik-
inn svip á hátíðina en Jóhann Öm
Ólafsson mun bæði kenna línudans
og stjóma keppni. Boðið er upp á út-
sýnissiglingu, hestaferðii’, skemmti-
dagskrá á útipalli og einnig verður
varðeldur og flugeldasýning.
Þeir sem sjá um tónlist á kántríhá-
tíðinni era hljómsveit Magnúsar
Kjartanssonar og Ruth Reginalds,
Mannakom, Lausir og liðugir og síð-
ast en ekki síst Lukkulákamir ásamt
Hallbimi Hjartai’syni. Við gospel-
messu, sem er hápunktur hátíðarinn-
ar, munu nokkrir af fyrrnefndum
tónlistarmönnum koma fram auk
Pálma Gunnarssonar og gospelkórs.
Engin aðgangseyrir er á hátíðina,
en tekið verður gjald fyrir tjaldstæði
og dansleiki. Ef veður bregst verður
nýtt íþróttahús notað íyrir þau atriði
sem annars era ætluð utandyra.
Hátíð í Mývatnssveit
Markmið Mývetninga um verslun-
armannahelgina er að koma tfl móts
við þarfir fjölskyldunnar og skapa
sem besta stemmningu í Mývatns-
sveit. Ferðamálafélag Mývatnssveit-
ar stendur fyrir uppákomunum ann-
að árið í röð. Lifandi tónlist verður
víða um sveitina og má t.d. nefna
Tjarnai’kvartettinn sem spilar í
Reykjahlíð. Boðið verður upp á
hestaferðir í kringum Mývatn, ferð
um Gjástykki, reiðhjólaferð um sveit-
ina, siglingu á Mývatni og margt
fleira. Einnig verður sérstakt kaffi-
hlaðborð, útigrfll og síðast en ekki
síst verður varðeldur með tilheyrandi
gítarspili og söng. Hápunktur helgar-
innar er kraftakeppnin Víkingar
norðursins sem haldin er vítt og
breitt um Norðurland, en ein grein
keppninnar verður haldin í Mývatns-
sveit.
Engin sérstakur aðgangseyiir er á
fjölskylduhátíðina í Mývatnssveit en
greiða þarf fyrir fáeina dagskrárliði.
Fjölskylduhátíð í Flókalundi
í Flókalundi verður skipulögð úti-
vistardagskrá um verslunarmanna-
helgina í fimmta skipti, undir nafninu
Fjölskyldan og Flóki. Dagskráin
hefst laugardaginn 31. júlí, og er
sniðin fyrir fjölskyldufólk. í Flóka-
lundi verður boðið upp á lengri og
styttri sjókajakferðir, gönguferðir
með landverði um Surtarbrandsgil og
fyrir yngstu kynslóðina verða leikir
skipulagðir og sandkastalakeppni
haldin. Helgistund verður í fjörunni
fyrir neðan Flókalund og þar verður
einnig varðeldur og söngur. Auk
þessa er boðið upp á litskyggnusýn-
ingu í matsal Hótels Flókalundar, af
sjókajakferð um Vestfirði.
Borga þarf fyrir tjaldstæði og
kajakferðir en annað er frítt. Rútu-
ferðir eru frá ísafirði, Patreksfírði,
og Reykjavík. Breiðafjarðarferjan
Baldur fer frá Stykkishólmi yfir á
Brjánslæk sem er sex kflómetram frá
Flókalundi.
Mannrækt undir Jökli ’99
á Snæfellsnesi
Á mótinu Mannrækt undir Jökli,
sem haldið er að Brekkubæ á Helln-
um í þrettánda skipti, safnast saman
áhugafólk um andleg og náttúruvæn
málefni. Mótið í ár fer fram með hefð-
bundnum hætti; samblandi af
+
hestaleigu og mikið er af gönguleið-
um um nágrennið. Þrettánda árið í
röð verður furðubátakeppni á Flúð-
um. Þar keppast ungir sem aldnir við
að búa tfl glæsflegustu og frumleg-^..
ustu farartækin og sigla þeim á Litlu-
Laxá. Sætaferðir að Flúðum era dag-
lega frá BSÍ. Ókeypis er inn á svæðið
en greiða þarf fyrir tjaldstæði.
Úthlíð í Biskupstungum
Líkt og Flúðir er Úthlíð í uppsveit-
um Árnessýslu og þar verður fjöl-
skylduhátíð um verslunarmannahelg-
ina eins og allmörg undanfarin ár.
Þeir sem spfla á dansleikjum í Úthlíð
era hljómsveitin Dans á rósum, Rún-
ar Júlíusson og Gildramezz. Grfll-
veisla verður haldin á staðnum, varð-
eldur kveiktur og flugeldum skotið á /
loft. Áætlunarferðir era daglega frá
BSI að Úthlíð og þar er ekkert gjald
inn á svæðið en greiða þarf fyrir gist-
ingu.
Undir bláhimni í Árnesi
Um verslunarmannahelgina verður
haldin söng- og hljóðfærasláttarhátíð
í Ámesi í Gnúpverjahreppi og er því
um að ræða þrjár hátíðh- í uppsveit-
um Amessýslu. Samkvæmt umsjón-
armönnum Undir bláhimni verður
reynt að skapa einstaka stemmningu
með linnulitlum söng- og hljóðfæra-
áslætti að erlendri þjóðhátíðafyrir-
mynd. Gestir hátíðarinnar era hvattir
til að hafa með sér hijóðfærin sín og
söngbækur og öllum er frjálst að \'
koma fram.
Fjöldi listamanna stígur á stokk
s.s. Bubbi Morthens, KK, Bjartmar
Guðlaugsson, Eyjólfur Kristjánsson,
Ólafur Þórðai’son, Wflma Young o.fl.
Einnig verða á hátíðinni hljómsveit-
irnar Súkkat og Geirfuglamir og
klassískir tónleikar Strengjatríósins
og jslenska tríósins era í boði.
I Árnesi verður farið í leiki, knatt-
spyrnu og einnig verður grillað.
Hestaleiga er á staðnum og fallegar
gönguleiðir um svæðið. Miðaverð er
2.000 kr. en á sérstaka dansleiki kost- *"
ar 300 kr.
Vík í Mýrdal
Um verslunarmannahelgina er
fólki á öllum aldri boðið að koma til
Víkur og njóta þess sem þar er í boði.
Ymislegt er þar tfl afþreyingar s.s.
hestaleiga, bátsferðir með hjólabát-
um út í Reynisdranga og Dyrhólaey,
styttri og lengri gönguferðir með
leiðsögn og margt fleh’a. Kaffi-
húsastemmning verður í Brydebúð,
sýningar af ýmsu tagi og óvæntar
uppákomur. Einnig verður varðeldur
á tjaldstæðinu í Vík öll kvöldin og
væntanlega mun þar ríkja góð
stemmning.
Ekki er um að ræða sérstakt móts- !
gjald heldur þarf að greiða fyrir það
sem tekið er þátt í.
Uppákomur
á Laugarvatni
Á Laugarvatni verða ýmsar uppá-
komur í tilefni verslunarmannahelg-
arinnar. Hefðbundnir dagskrárliðir
eins og samsöngur, varðeldur og
flugeldasýning mun ekki vanta.
Diskótek verða haldin öll kvöldin auk
þess sem verða óvæntar uppákomur
fyrir böm. Greiða þarf fýrir tjald-
stæði.
Skjálfti ’99
Skjálfti er nú haldinn öðra sinni. r
Um síðustu verslunarmannahelgi var
Skjálfti á Akureyri en nú fer hann
fram á umbrotasvæðinu Inghóli á
Selfossi. Að sögn Isa, eins sldpuleggj-
enda hátíðarinnar, er markmiðið að
halda siðmenntaða samkomu með
vandaðri danstónlist.
Tveir erlendir plötusnúðar, Erik
Rug og Kontrol, verða á Skjálfta ‘99
ásamt fjölda íslenskra plötusnúða s.s.
Áma Einari, Herb Legowitz, Mar-
geiri, Jóni AÚa „Rödd Guðs“, Andi’ési,
Þossa „Rauða stjaman", Habit, Pol-
aroid og fleiram. Hljómsveitimar Qu-
arashi og Northem Light Orchestra
munu spila og auk þess mun Daníel
Ágúst koma fram ásamt Alfred More
en þeir era báðir úr GusGus.
Ái-mband sem gfldir alla helgina
kostar 2.900 kr. en miði á hvert kvöld
kostar 1.500 kr. Sætaferðir eru oft á
dag frá BSI að Selfossi og nefnir ísi
að fólk geti einnig farið heim með
rútum eftir böllin. *