Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI 20% hlutur Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa Meirihluti bæjarstj órnar samþykkti að selja bréfin Fulltrúar minnihlutans andvígir sölu MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi í gær að selja hlutabréf Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa, en fyrir fundinum lá tillaga Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra þessa efnis. Minnihluti bæjarstjómar, fulltrúar Framsóknarflokks og L- lista, lista fólksins greiddu atkvæði á móti tillögunni. Ásgeir Magnússon formaður bæjarráðs lagði í upphafl fundar fram tillögu um að bæjarstjórn samþykkti að selja hlutabréf bæj- arins í ÚA, fáist fyrir þau viðunandi verð. Um er að ræða hlut að nafn- virði 183,6 milljónir króna eða um 20% hlut í félaginu og er bæjar- stjóra falið að leita tilboða í bréfin. Andvirði bréfanna miðað við núver- andi gengi er um 1,2 milljarðar króna. Hlutverki Akureyrar- bæjar ekki lokið Jakob Björnsson oddviti Fram- sóknarflokks í bæjarstjóm Akur- eyrar gerði grein fyrir sjónarmið- um fulltrúa flokksins og lagði fram bókun þar sem ástæður þess að þeir telji ekki tímabært að selja hlut bæjarins í ÚA em tíundaðar. Fram kemur að á síðasta kjörtíma- bili hafi Akureyrarbær selt stóran hluta eignar sinnar í félaginu og þá ákveðið að eiga áfram sem næmi um 20% í því. „Ástæða þess var ekki hvað síst sú að skapa mögu- leika fyrir Akureyrarbæ að hafa áhrif í samræmi við eignaraðild sína á þróun fyrirtækisins í þeim breytingum sem fyrirsjáanlegt var að verða þyrftu á rekstri þess og vera um leið einn af traustustu hornsteinum og bakhjörlum félags- ins. Þessu hlutverki Ákureyrarbæj- ar er ekki lokið,“ segir í bókun full- trúa Framsóknarflokksins. Enn- fremur að þær breytingar og end- urskipulagning sem gripið var til séu fyrst nú á síðustu mánuðum að skila árangri. Einnig sé ljóst að ekki sjái fyrir endann á þeirri þró- un og öru breytingum sem að und- anförnu hafl einkennt íslenskan sjávarútveg. Jakob sagði að ekki lægi fyrir hvernig ráðstafa eigi þeim pening- um sem koma fyrir hlutabréfin, en lágmarkskrafa væri að svo væri. Óljósar hugmyndir væru uppi um að nota það til atvinnuuppbygging- ar. Frekar Ián en sölu eigna Oddur Helgi Halldórsson bæjar- fulltrúi L-lista lagði til að tillögu bæjarstjóra um sölu á hlutabréfun- um yrði vísað frá, en hún var felld með atkvæðum meirihlutans. I bók- un hans kemur fram að það hafi verið stefna L-listans að selja ekki hlutabréf Akureyrarbæjar í ÚA. „Við teljum rétt að bæjarstjórn hafi áhrif á stjórnun félagsins og gæti þar með hagsmuna bæjarbúa og þeirra Akureyringa sem eiga í ÚA sem og þeirra sem þar vinna,“ segir í bókuninni. Oddur telur fráleitt að bærinn geti ekki haft áhrif á stjómun fyrir- tækisins með 20% eignarhlut og sagði það mikinn styrk fyrir félagið að Akureyrarbær ætti svo stóran hlut. Vildi hann fremur taka fé að láni til að nota til framkvæmda en að selja hlutabréfin. Oktavía Jóhannesdóttir, Akur- eyrarlista, sagði listann standa heil- an á bak við ákvörðun um sölu bréf- anna, en aðdróttanir um annað hefðu komið fram. Hún benti á að ýmsar hugmyndir hefðu komið fram um hvernig verja ætti pening- unum, en betur ætti eftir að fara yf- ir þær í bæjarráði. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar rakti söguna frá því Akureyrarbær átti 80% hlut í félag- inu og hvernig bærinn hefði smám saman losað um þessa eign sína. Hann taldi engan vafa á því að fyr- irtækið yrði áfram í blómlegum rekstri þó bærinn ætti ekki hlut í því. Það fé sem fengist hafi fyrir sölu bréfa á síðasta kjörtímabili hafi verið notað til að minnka skuldir bæjarins og það hefði aukið svigrúm bæjarsjóðs og getu. Aldrei hefði hvarflað að meirihlutanum nú að selja hlutabréfin til að fegra reikninga bæjarins eins og fulltrúar minnihlutans hefðu ýjað að. VIS gefur þjálfurum reið- hjólahjálma GUNNAR Gunnarsson umferðar- öryggisfulltrúi á Norðurlandi er þessa dagana að færa knatt- spymuþjálfurum liða á Norður- landi reiðhjólahjálma. Hann byij- aði á að færa nokkrum af þjálfur- um KA á Akureyri hjálma í gær, en það er Vátryggingafélag Is- lands sem gefur hjálmana, alls um 50 stykki. „Eg mun næstu daga ferðast um fjórðunginn og hitta þjálfara að máli og færa þeim þessa reiðhjólahjálma,“ sagði Gunnar. „Þjálfaramir em fyrir- myndir bamanna og því mikilvægt að þeir noti hjálma þegar þeir em á ferðinni á reiðhjólum sínum. Það er ekki nóg að börnin noti hjálma og telji að óhætt sé að hætta notk- un þeirra þegar þau eldast." Á myndinni afhendir Gunnar þjálfumnum Birni Björnssyni, Jóni Pétri Róbertssyni, Hlyni Jó- hannssyni, Slobodan Milisic og Jó- hanni Steinarssyni reiðhjóla- hjálmana. Bygging lagerhúss að Rangárvöllum Fjögur tilboð og öll yfír áætlun FJÖGUR tilboð bárust í byggingu verkstæðis- og lagerhúss að Rangár- völlum en það munu Hita- og vatns- GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK veita Akureyrar og Rafveita Akur- eyrar nota. Öll tilboðin voru yfir kostnaðaráætlun, en hún hljóðaði upp á rúmar 24,2 milljónir króna. Þeir sem buðu voru Katla ehf, en tilboð fyrirtækisins var upp á rúmar 28,5 milljónir króna, sem er 117,8% af áætluðum kostnaði. Páll Alfreðs- son ehf. bauð rúmar 28,9 milljónir, 119,5% af áætluðum kostnaði SS- byggir ehf. bauð um 30 milljónir króna í verkið sem er 124,1% af áætlun !og Fjölnir ehf. rúmar 32,8 milljónir, 135,5% af kostaðaráætlun. í verkinu felst jarðvinna, að steypa grunn, reisa límtrésgrind og klæða með einingum, innrétta húsið og fullgera það. Framkvæmdum á að ljúka 30. október næstkomandi. Bæjarlind — Kóp. Nýkomið eitt glæsilegasta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á þessum vinsæla stað í Kópavogi. Lyftur og glæsilegur frágangur. Húsnæðið er 2.200 fm og skiptist í ýmsar stærðir. Afh. tilbúið til innréttinga í ágúst. Til- valið fyrir banka, stofnanir, verð- bréfamiðlun, tryggingamiðlun, lög- menn, endurskoðendur, margmiði- un, tannlækna o.fl. Miðhraun — Garðabæ Til sölu í þessum glæsilegu húsum, 427 fm endabil, 287 fm endabil og 140 fm miðbil. Húsin eru iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði sem verða afhent tilbúin undir tréverk. Skúlagata 10 Vorum að fá í einkasölu glæsilega Ijósa- og snyrtistofu, sem er í fullum rekstri. Uppi. gefur l'sak. Valhöll, atvinnuhúsasala Síðumúla 27, sími 588 4477. Sölustjóri ísak Jóhannsson, gsm 897 4868. Morgunblaðið/Golli EINS og sjá má er hafnargarðurinn mjög illa farin. Ásgeir Logi Ásgeirsson bæjarstjóri Ölafsfjarðar stendur á þeim stað þar sem hafnargarðurinn er að liðast í sundur. Skemmdir á hafnargarði í Ólafsfírði og óttast er að höfnin geti lokast Viðgerðarkostnaður áætlaður um 45 millj. HAFNARGARÐURINN í Ólafs- firði hefur skemmst mikið af ágangi sjávar og er nú svo komið að sjórinn hefur grafið allar fyllingar undan framgarðinum. Þegar brimið er sem verst gengur hafnargarðurinn til og óttast menn að hann muni losna frá og þar með loka höfninni ef ekkert er að gert. Skelfileg tilhugsun Að sögn Ásgeirs Loga Ásgeirs- sonar, bæjarstjóra í Ólafsfirði, var höfnin ekki á framkvæmdaáætlun fyrr en árið 2002 en þeim hefði tek- ist að fá svokallaða flýtifjárveitingu. Hins vegar þarf Hafnasamlag Eyja- fjarðar að standa straum af fjár- magnskostnaði og segir Ásgeir Logi það vera allt of stóran bita fyrir Hafnasamlagið. Gert er ráð fyrir að viðgerð kosti um 45 milljónir króna. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er dýrt en við erum ekki að fara út í þessar framkvæmdir nema vegna þess að ástæðan er ærin. Ef höfnin lokast þá er lífæð þessa kaupstaðar farin. Hér snýst allt um sjávarútveg og það eru ekki bara skip og fiskvinnsluhús sem koma að sjávarútveginum heldur iðnaðar- menn og ýmiss konar þjónusta. Útsvarstekjur sjómanna eru stór hluti af fjármagni bæjarins og ég held að enginn þori að hugsa þá hugsun til epda að höfnin muni lok- ast,“ sagði Ásgeir Logi. Hann segir að margir skipstjórnarmenn í Ólafs- firði séu uggandi vegna ástandsins. „Þeir óttast það jafn mikið að lokast inni í höfninni eins og að lokast fyrir utan hana. Ef skipin lokuðust inn í höfninni væri ekki mikið gagn að þeim þar,“ sagði Ásgeir Logi. Hann sagði að vissulega væri hægt að vísa skipum til löndunar á Dalvík ef menn teldu of mikla áhættu að landa í Ólafsfjarðarhöfn. „Vandamálið á Dalvík er hins vegar smæð hafnarinnar, skipin gætu ekki legið þar, heldur yrðu að færa sig eftir löndun. Nú ef menn færu að landa inn á Akureyri þá misstum við afskipunargjöld og ýmislegt þess háttar þannig að vandamálið er stórt og mjög alvarlegt,“ sagði Ásgeir Logi. Framkvæmdum verði flýtt Ásgeir sagði að útboð hefði verið auglýst og að tilboð yrðu opnuð 10. ágúst næstkomandi. „Hvenær framkvæmdir hefjast og hvenær þeim lýkur verður síðan tíminn að leiða í Ijós, en hitt er ljóst að afar brýnt er að þessu máli verði hraðað svo sem kostur er,“ sagði Ásgeir Logi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.