Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ___________________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Fæðingardagur Kjarvals Frá Evu Ragnarsdóttur: í MORGUNBLAÐINU 25. júní var skemmtileg grein og frásögn af viðgerð Gunnars Amar Gunnars- sonar á altaristöflu sem Jóhannes Kjarval hafði málað handa kirkju austur í Meðallandi. Eg les alltaf það sem Bragi Asgeirsson, sá fróði og gagnmerki listrýnir Morgun- blaðsins, skrifar, mér til fróðleiks og ánægju. Pað er nú í tilefni af misskilningi um fæðingardag Kjar- vals, sem mér finnst ástæða til að koma á framfæri leiðréttingu. Eg hafði raunar áður heyrt þetta í sjónvarpsviðtali við Vilhjálm Eyj- ólfsson á Hnausum. Þar sýndi hann afmælisdagabókina með nafni Kjarvals skráð við 7. nóvember, og hafði orð á því að listamaðurinn hefði eitthvað ruglast í ríminu, þegar hann setti nafn sitt við 7. nóvember. Faðir minn, Ragnar Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur hjá Búnaðar- félaginu, og Jóhannes Kjarval voru miklir vinir, og bjuggu þeir báðir í Danmörku í mörg ár og kynntust þar. Faðir minn var fæddur 6. nóv- ember en Kjarval 7. nóvember. Þeir höfðu það fyrir sið að halda upp á afmælin sameiginlega, ef þess væri nokkur kostur. Gekk það þannig í mörg ár; líka eftir að þeir fluttu heim til Islands. Arið 1935 varð Kjarval 50 ára. Var þá loksins komið að því að mæra meistarann opinberlega. Ekki veit eg hver fann upp á því að leita að upplýsingum um Kjarval í kirkjubókum, en upp úr dúrnum kom að hann væri fæddur 15. októ- ber. Að sögn föður míns tók Kjar- val þetta nærri sér, því alla tíð hafði hann trúað því sem móðir hans hafði sagt um fæðingardag hans. Nú vita víst margir að ekki er alltaf að treysta því, sem í kirkjubókum stendur. Margir prestar trössuðu að færa í bækur sín verk jafnóðum, en söfnuðu sam- an upplýsingum í bunkum. Frændi minn, Jóhann Gunnar Ólafsson, sýslumaður og fræðimaður mikill, sagði mér að starfsævi hans hefði verið lengd um heilt ár með þess- um hætti. Hann var fæddur 19. nóvember, 1901, en presturinn færði hann í bækur árið eftir, 1902, um leið og fermingarbörn vorsins voru færð inn. Tilgátan um hversvegna Kjarv'al * skrifaði sig í afmælisdagabókina 7. nóvember 1929 er dæmigerð nú- tímasagnfræði. Kjarval var við- kvæm sál, hæverskur maður, laus við allt stærilæti eða að sækjast eft- ir vegtyllum. Hann var greinilega ekki að velja sér Ijóð á bókinni, heldur aðeins að skrifa það sem hann sjálfur vissi réttast. EVA RAGNARSDÓTTIR, Kleifarvegi 12, Reykjavík. AUGLYSINGA ATVINNU- AUGLÝSINGAR EILBRIGÐISBTOFNUNIN / IsARJARÐARBÆ Hjúkrunarforstjóri heilsugæslusviðs Auglýst er laus til umsóknar staða hjúkrunar- forstjóra á heilsugæslusviði Heilbrigðisstofn- unarinnar, ísafjarðarbæ. Umsækandi hafi fram- haldsmenntun í heilsugæsluhjúkrun og hald- góða reynslu af stjórnunarstörfum á heilbrigð- issviði. Ráðið verður í stöðuna fljótlega eða skv. nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 20 ágúst nk. Umsóknir berist til framkvæmdastjóra, Guðjóns S. Brjánsson, sem einnig veitir nánari upplýsingar, netfang abrians@fsi.is, sími 450 4500/897 4661. Einnig veitir fulltrúi fram- kvæmdastjóra upplýsingar í síma 450 4500. Heilbrigðisstofnunin, ísafjarðarbæ, var stofnuð 1. janúar 1998, þegar sex stofnanir í ísafjarðarbæ voru sameinaðar í eina stjórnunarlega heild. Þetta eru heilsugæslustöðin á Flateyri og Þingeyri auk heilsugæsluselja á Suðureyri og í Súðavík. Samkvæmt skipuriti stofnunarinnar er henni skipt upp í tvö svið, heilsugæslusvið og sjúkrasvið. Gert ráð fyrir að á hvoru sviði starfi yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri. Eitt helsta mark- mið stjórnenda stofnunarinnar við sameininguna er að skapa aðstæður til að geta boðið metnaðarfulla þjónustu á starfs- svæðinu í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Annað markmið er að starfrækja stofnunina af hagkvæmni, samhliða því að hlúa að hagsmunum starfsmanna í hvívetna og skapa þeim gott vinnuumhverfi. Framundan er uppbyggingar- og mótunarskeið í starfi stofnunarinnar og nýráðinn hjúkrunar- forstjóri mun því takast á við spennandi og krefjandi verkefni, sem gera ríkar kröfur til lipurðar í samstarfi, ferskleika og skipulagshæfileika í góðum hópi fagfólks. Blaðbera vantar víðsvegar í Hafnarfirði. Upplýsingar gefnar í síma 569 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 i Reykjavík þar sem eru hátt i 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Rekstrarstjóri HK Handknattleiksfélag Kópavogs vantar rekstrar- stjóra fyrir Digranes (íþróttahús) og Fagralund (knattspyrnusvæði). I starfinu felst m.a. sam- skipti við skóla- og bæjaryfirvöld, verkstjórn, útleiga á sal, minniháttar viðhald o.fl. Laun skv. kjarasamningum starfsmannafélags Kópa- vogs og Kópavogsbæjar. Upplýsingar gefur Óskar eða Ómar í síma 554 2230. Skriflegum umsóknum skal skila fyrir 28. júlí, merktum: Rekstrarstjóri HK, pósthólf 529, Kópavogi 202. Einnig er hægt að senda umsóknir á netinu merktar: Rekstrarstjóri HK. Netfangið er hk@xnet.is. Vesturbyggð auglýsir störf: Aðstoðarskólastjóra á Patreksfirði, Bíldudal, Birkimel og í Örlygs- höfn laustil umsóknar. Upplýsingar um kjör og aðbúnað gefur undir- ritaður. Umsóknarfrestur er til 3. ágúst 1999. Vesturbyggð, 20. júlí 1999. Bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Jón Gunnar Stefánsson. Kirkjubæjarklaustur Leikskólastjóra bráðvantar við leikskólann Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri frá 1. ágúst nk. í boði er ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur. Leikskólinn Kæribærer 20 barna leikskóli með bæði heils- og hálfsdags vistun. Einnig er laus til umsóknar staða leikskóla- kennara við Kærabæ. Nánari upplýsingar veita formaðurfræðslu- nefndar, Jóna Sigurbjartsdóttir \ síma 487 4636 og sveitarstjóri Skaftárhrepps, Ólafía Jakobs- dóttir í síma 487 4840, heimasími 487 4763. Vélamenn/bílstjórar ístak óskar eftir að ráða vélamenn/bílstjóra til starfa strax. Upplýsingar veittar í símum 862 0303 og 896 0087. ÍSIAK TILBOÐ/ÚTBDÐ Húsnæði óskast Ungt reglusamt námspar óskar eftir litlu hús- næði á leigu í Reykjavík. Málfríður Vilbergsdóttir, sími 434 7774. Ódýrt — ódýrt Lagerútsala Leikföng, gjafavörur, sportskór. Opið frá kl. 13—18 miðvikudag, fimmtudag og föstudag, Skútuvogi 13 (við hliðina á Bónus). Rafeindaverkstæði á Suðurnesjum til sölu Verkstæðið þjónustar þjófa- og brunavarna- kerfi. Er með umboð á Suðurnesjum fyrir sömu kerfi. Er í eigin húsnæði. Innflutningurog upp- setning á gervihnattabúnaði. Einnig fylgir mikil vinna vegna sjónvarps- og kapalkerfa. Áhugasamir sendi nafn og símanúmertil afgreiðslu Mbl., merkt: „J — 8322", fyrir 27. júlí. Farið verður með fyrirspurnir sem trúnaðarmál. HÚSNÆÐI ÓSKAST Franska sendiráðið, verslunardeild, (reykjavik@dree.org-Dominique) óskar eftir húsi eða íbúð á leigu (minnst 3 svefnherbergi) fyrir nýja verslunarfulltrúann frá og með 1. september nk. Upplýsingar í símum 551 9833/34. SKAST KEVPT Veitingamenn/mötuneyti Óska eftir að kaupa bakaraofn, eldavél, uppþvottavél og kæliklefa fyrir veitingarekstur. Upplýsingar í símum 562 6307, 552 7011 og 699 2479. Vikurnám milli Þjórsár og Rangár og á Hafi norðan Skálarfells Mat á umhverf isáhrifum — frumathugun Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar21. júlítil 25. ágúst 1999 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofum Holta- og Landsveitar og Gnúpverjahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Allir hafa rétttil að kynna sérframkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 25. ágúst 1999 til Skipulags- stofnunar, Laugavegi 166,150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG ®ÍSLANDS MORKIHNI6 - SlMI 668-2533 Miðvikudagur 21. júlí kl. 20: Bláfjallahellar. Skemmtiieg hella- og fjölskylduferð. Hafið með Ijós og húfu. Verð. 1.200 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, austanmeg- in og Mörkinni 6. Spennandi helgarferðir: 1. 24.-25. júlí. Eyjabakkar — Snæfell — Dimmugljúfur. 2. 23.-25. júlí. Jökulheimar — Veiðivötn — Laugar. 3. 23.-25. júlí. Þórsmörk og Fimmvörðuháls. 4. 6.-8. ágúst. Á slóðum ér- bókar 1999. Dagsferðir í Þórsmörk mið- vikudaga og sunnudaga kl. 8. Pantanir og farmiðar á skrif- stofu að Mörkinni 6. Ný Hagavatnsferð kl. 9 á laugardag 24. júlí. Sjá ferðir á textavarpi bls. 619. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. . ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ____r KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Páll Friðriksson prédikar. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir syngur. Allir hjartanlega velkomnir. sik.torg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.