Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Palestínu- menn særðir Forseti Taívans ítrekar afstöðu sína í deilunni við Kínverja Segir sameiningu forsendu „eins Kína“ ÍSRAELSKIR hermenn skutu í gær gúmmíkúlum á tugi ungra Palestínumanna sem efndu til mótmæla á Gaza-svæðinu til að kreQast þess að Ehud Barak, for- sætisráðherra Israels, fyrirskipaði að hætt yrði við að stækka byggð- ir gyðinga á hernumdu svæðun- um. Níu Palestínumenn særðust. Hermennirnir hófu skothríð á ungliða í Fatah-hreyfíngu Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, sem söfnuðust saman við byggð gyðinga í Netzarim og grýttu her- mennina til að mótmæla bygging- arframkvæmdunum. Embættismenn heimastjórnar Palestínumanna sögðu í gær að Arafat hygðist ræða á næstunni við leiðtoga tveggja palestínskra hreyfínga, PFLP og DFLP, sem eru andvígar friðarsamningunum við ísraela. Þetta yrði fyrsti fund- ur Arafats með George Habash, leiðtoga PFLP, frá þvi' Arafat und- irritaði, fyrir hönd PLO, Frelsis- samtaka Palestínu, fyrsta friðar- samninginn við ísraela árið 1993. Taipei, Peking. Reuters. LEE Teng-hui, forseti Taívans, lét engan bilbug á sér finna í gær í deilunni við Kínverja um pólitíska stöðu eyjunnar og sagði að „eitt Kína“ væri aðeins mögulegt með „lýðræðislegiú sameiningu“ Taívans og kínverska meginlandsins. Þang- að til bæri að líta á Kína og Taívan sem tvö aðskilin ríki. „Kína er ekki eitt ríki núna,“ sagði Lee og áréttaði yfirlýsingu sína frá 9. júlí um að Taívanar höfn- uðu þeirri afstöðu að aðeins væri til „eitt Kína“ og Taívan og kínverska alþýðulýðveldið væru aðskildar „pólitískar einingar" innan eins rík- is. „Kína getur ekki verið eitt ríki nema með lýðræðislegri samein- ingu þegar fram líða stundir," sagði Lee. Forsetinn reyndi þó að full- vissa Kínverja um að þessi afstaða merkti ekki að Taívanar sæktust eftir fullu sjálfstæði. Kínverjar hafa sakað Taívana um að stefna að því að lýsa yfír sjálfstæði og hótað að beita hervaldi til að koma í veg fyr- ir það. Lee hafnaði þeirri afstöðu Kín- verja að með hugtakinu „eitt Kína“ væri eingöngu átt við kínverska al- þýðulýðveldið og að Taívan væri aðeins uppreisnarhérað í Kína. Her Kína segist ekki í við- bragðsstöðu Kínverski herinn neitaði í gær fréttum um að hann hefði fengið fyrirmæli um að vera í viðbragðs- stöðu vegna deilunnar um stöðu Taívans. Dagblað í Hong Kong, Wen Wei Po, sem styður stjórn Kína, hafði skýrt frá því að herinn væri í viðbragðsstöðu og byggi sig undir liðsflutninga til héraða í grennd við Taívan. Talsmaður kínverska hersins sagði að liðsflutningar hans væru aðeins liður í venjulegum heræfing- um. Helsta verkefni hersins væri nú að aðstoða yfirvöld í baráttunni við árleg flóð í Kína. Bandaríkjastjórn sagði í fyrra- dag ekkert benda til þess að Kín- verjar væru með mikinn hernaðar- viðbúnað vegna deilunnar um stöðu Taívans. Reuters Spratlyeyjar Kínverskum báti sökkt Manila. Reuters. SPENNAN í samskiptum Kína og Fiiippseyja vegna deilunnar um Spratlyeyjar magnaðist í gær þegar filippseyskt herskip sökkti kínversk- um fiskibáti í árekstri nálægt eyjun- um. „Við lítum þennan atburð mjög al- varlegum augum,“ sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins í Peking. Kínverjar sökuðu sjóher Filippseyja um að hafa sökkt tveim- ur bátum en Filippseyingar sögðu að aðeins einn bátur hefði sokkið og mannbjörg hefði orðið. Orlando Mercado, vamarmálaráðherra Fil- ippseyja, lýsti árekstrinum sem slysi og sagði að áhöfn bátsins hefði synt að nálægu rifi. Fyrir tveimur mánuðum sökk kín- verskur bátur eftir árekstur við fil- ippseyskt varðskip. Ahöfn bátsins var bjargað. Sex ríki - Kína, Filippseyjar, Taí- van, Víetnam, Malasía og Brúnei - hafa gert tilkall til Spratlyeyja, ým- ist til allra eyjanna eða nokkurra þeirra. Talið er að undir eyjaklasan- um séu olíusetlög og sérfræðingar í öryggismálum telja að deilan geti stigmagnast og leitt til átaka milli ríkjanna. Rússland Rafmagns- leysi lamar loftvarnir Moskvu. AP. LOFTVARNIR rússneska hersins við landamærin að Kína lömuðust um tíma í gær þegar rússneskt orkufyrirtæki rauf rafstrauminn vegna ógreiddra reikninga. Rafmagnsleysið varð meðal annars til þess að ratsjárstöð hersins í Khabarovsk-héraði við landamærin að Kína gat ekki fylgst með flugumferð á svæð- inu. Rafmagnslaust varð einnig í ýmsum herstöðvum, meðal annars bækistöðvum hersveita, sem stjóma kjarnorkueldflaug- um á svæðinu, að sögn rúss- nesku fréttastofunnar Interfax. Herinn skuldar orkufyrir- tæki héraðsins, Khabarovsk- energo, andvirði 420 milijóna króna. Rússnesk orkufyrirtæki hafa ítrekað tekið rafmagnið af rússneskum herstöðvum vegna skulda hersins., þrátt fyrir bann sem rússneska stjórnin hefur sett við slíkum aðgerðum. Blair og Ahern taka upp þráðinn í friðarumleitunum á N-írlandi George Mitchell kvaddur til leiks á ný London. Reuters. GEORGE Mitchell, bandaríski öld- ungadeildarmaðurinn fyrrverandi, samþykkti í gær að taka að sér hlut- verk milligöngumanns við endur- skoðun sem boðað hefur verið til á friðarsamkomulaginu á Norður-ír- landi. Mitchell kom til fundar við Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Bertie Ahern, forsætisráð- herra írlands, í London en markmið fundarins var að að reyna mjaka friðarumleitunum á N-írlandi af stað að nýju eftir að tilraunir til að mynda heimastjórn kaþólikka og mótmæl- enda fóru út um þúfur. Mitchell hóf þegar í gær viðræður við leiðtoga n-írskrá stjómmála- flokka og heldur til Belfast í dag til frekari fundahalds. Endurskoðun friðarsamkomulagsins á að ljúka í september og miðast við þrjár grundvallarforsendur; hvernig hægt sé að leysa vandamál er varða skip- un heimastjórnarinnar, afvopnun öfgahópa, og hvernig staðið skuli að þeirri afvopnun. Fyrir fundinn í gær viðurkenndi Blair að áætlun sín í síðustu viku, að þrýsta í gegn myndun heimastjórn- ar, hefði mistekist og kvaðst hann telja að flokkamir á N-írlandi hefðu ekki verið í stakk búnir til að taka skrefið fram á við. Virtist Blair með þessum orðum sínum gangast við gagnrýni sem David Trimble, leið- togi Sambandsflokks Ulsters (ÚUP), setti fram um helgina um að Blair hefði beitt of miklum og ótímabær- um þrýstingi og þannig valdið því að allt sigldi í strand. Ahern reynir að græða sárin Ahern hafði fyrr í gær hitt Trimble að máli og reyndi írski for- sætisráðherrann þar að bæta sam- band sitt við Trimble en á mánudag höfðu sambandssinnar gagnrýnt Ahern harðlega fyrir ummæli, sem hann lét falla á sunnudag, en þá sagði hann líklegt að Irski lýðveldis- herinn (IRA) myndi vilja meiri tíma til að afvopnast, en ákvæði friðar- samkomulagsins kveða á um, í kjöl- far þess að sambandssinnar komu í veg fyrir myndun heimastjórnar. Talsmenn Aherns fullyrða að rangt hafi verið eftir honum haft en ljóst var samt í gær að sambands- sinnar töldu Ahern þurfa að gera frekari grein fyrir afstöðu sinni. Þeir vilja að IRA byrji afvopnun áður en heimastjórnin er sett á laggirnar. Nú hefur Mo Mowlam, N-Irlands- málaráðherra bresku stjórnarinnar, hafið baráttu fyrir því að verða áfram í embættinu en líklegt hefur þótt að Blair flytti hana í annan ráð- herrastól í yfirvofandi uppstokkun á bresku stjórninni. í kjölfar þess að friðarumleitanir sigldu í strand er Mowlam hins vegar sögð ófús til að hlaupa frá hálfkláruðu verki. Fleiri börn fátæk FJÓRAR milljónir barna í Bretlandi búa við fátækt og er það þrisvar sinnum fleiri börn en fyrir tuttugu árum, að því er hagfræðirannsóknarhópur greindi frá í gær. Aukinn ójöfnuður og fjölgun heimila sem hafa enga fyrirvinnu eru meðal ástæðna þessa, segir í skýrlu frá rannsóknarhópnum. I skýrslunni er heimili talið fá- tækt séu tekjur þess innan við • helmingur meðaltekna í Bret- landi. Þá segir að fátækt á barnsaldri leiði oft til fátæktar allt lífið. í síðustu viku hétu bresk stjómvöld því að á næsta ári yrði einni milljón barna bjargað frá fátækt. Sagði Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, að hann vildi útrýma vandanum innan tutt- ugu ára. Suharto á sjúkrahúsi SUHARTO, fyrrverandi for- seti Indónesíu, var lagður inn á sjúkrahús í gær, en fregnum ber ekki saman um hver ástæð- an var. Læknir á sjúkrahús- inu í Jakarta sagði Su- harto hafa fengið vægt hjartaáfall, en að hann þyrfti ekki að gangast undir skurðaðgerð. Lögfræðingur forsetans fyrrverandi sagði hins vegar að Suharto hefði farið í fyrirfram áætlaða skoð- un í gær. Sex börn Suhartos og aðrir ættingjar komu að heim- sækja hann á sjúkrahúsið. B.J. Habibie forseti sendi Suharto blóm. 35 lík fínnast í Alsír LIK að minnsta kosti 35 manna, sem talið er að hafi orðið fómarlömb uppreisnar- manna, fundust á mánudag í tveim fjöldagröfum ekki fjarri Algeirsborg, að því er alsírskt dagblað hafði eftir embættis- mönnum í gær. Svæðið sem grafimar fundust á er af Alsír- búum oft kallað „þríhyrningur dauðans," sakir þess að fjölda óbreyttra borgara hefur verið rænt og þeir síðan myrtir á þessu svæði. Jerry Spring- er á þing? NOKKRIR demókratar í Ohio-ríki í Bandaríkjunum vinna nú að því að sjónvarps- maðurinn Jerry Springer fari í framboð fyrir flokkinn til Öld- ungadeildar Bandaríkjaþings á næsta ári. Springer er um- deildur sjónvarpsmaður, en í spjallþáttum hans kemur iðu- lega til hinna heiftarlegustu deilna og handalögmála í beinni útsendingu. Springer var borgarstjóri í Cincinatti áður en hann snéri sér að sjón- varpsstörfum. Stjómmála- skýrendur segja að fyrst Jesse Ventura, fyrrverandi glímu- kappi, hafi náð kjöri sem ríkis- stjóri í Minnesota geti Sprin- ger allt eins komist á þing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.