Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
3?
Andrés Pálsson
fæddist á
Hjálmsstöðum
Laugardal hinn 7.
júní 1919. Hann lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 12. júlí
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Páll Guð-
mundsson, f. 14.
febrúar 1873, d.
1958, og seinni
kona hans Rósa
Eyjólfsdóttir, f. 22.
október 1888, d.
1971. Andrés átti
sex alsystkini, fimm bræður og
eina systur. Af þeim lifa nú
þrjú, systirin og tveir bræður.
Háifsystkinin voru átta, fjögur
af hvoru kyni. Þau eru öll látin.
Andrés ólst upp að hætti
þeirra tíma við öll venjuleg
sveitastörf frá ungum aldri allt
hvað kraftar leyfðu og síðan
eftir föngum aðra vinnu til sjós
og lands.
Hann fór til náms á Laugar-
vatnsskóla og síðan Hólaskóia
og lauk þaðan prófi 1941. Eftir
það stundaði hann sjómennsku,
aðallega á togurum, uns hann
tók við búi foreldra sinna og
iengur þó með köflum.
Formlega hóf
hann búskap á
Hjálmsstöðum 1946
í félagi við Pálma
bróður sinn og ijöl-
skyldu hans og síð-
an með Páli syni
Pálma og Fanneyju
konu Páls, þar til
þau hjón tóku við
öllum búskap á
jörðinni 1982, utan
hvað hann hélt þó
áfram nokkrum
hestabúskap til hins
síðasta, enda hesta-
mennska hans upp-
áhalds tómstundaiðja.
Andrés var félagslyndur vel
en sóttist lítt eftir vegtyilum á
þeim vettvangi. Þó varð hann
ungur formaður ungmennafé-
lags sveitarinnar, nokkur kjör-
tímabil í hreppsnefnd, í stjórn
búnaðarfélagsins í sveitinni,
einn af stofnendum lionsklúbbs,
í sóknarnefnd Miðdalskirkju
lengi og organisti meðan heilsa
leyfði og eru þó ekki upp talin
öll þau félagsstörf er hann innti
af hendi á langri ævi.
títför Andrésar fer fram frá
Skálholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Jarð-
sett verður í Miðdal.
ANDRES
PÁLSSON
Mánudaginn 10. júlí hringdi
Hilmar Pálsson frá Hjálmsstöðum í
mig og sagði að bróðir hans,
Andrés, hefði dáið síðastliðna nótt.
Vitað var að Andrés hafði ekki
gengið heill til skógar hin síðustu
ár, en veikindi hans ágerðust uns
svona fór.
Eg tel mér ljúft og skylt að skrifa
nokkur minningarorð um þennan
merka mann, æskufélaga minn og
skólabróður og alla tíð nágranna.
Nú við fráfall Andrésar Pálssonar
er margs að minnast á okkar löngu
æfi. I uppvexti okkar voru svokall-
aðir farskólar í mörgum sveitum
landsins þannig að skólakennsla fór
fram á stærri heimilum sveitarinnar
og þá helst ef þar voru börn á skóla-
skyldualdri oft hálfan mánuð í einu,
síðan skipt yfir á önnur heimili eftir
ástæðum.
Hóflegt þótti að nemendur
gengju samtals 6-8 km hvem dag til
að sækja skólann, oft um vegleysu.
Þeir sem áttu ennþá lengri leið var í
> sumum tilfellum komið fyrir á þeim
stað er skólinn starfaði hverju sinni
eða nágrannabæjum.
Við skólaböm frá Útey sóttum
skóla að Hjálmsstöðum er hann var
þar starfandi. Það var löng leið og
ýmsar torfærur, svo sem vatn og
engjar. En á Hjálmsstöðum var
gott að vera. Þar var fyrir stór
bamahópur, félagslyndur og góður í
leik og starfi. Hjálmsstaðahjónin,
Rósa þessi milda og ljúfa húsmóðir
og Páll hinn snjalli hagyrðingur og
sögumaður. Þau ásamt bömum sín-
um, kennara og aðkomnum skóla-
börnum gerðu þennan hóp að einni
stórfjölskyldu, með glaðværð, sög-
um, leik og söng, en námið þó í önd-
"Vvegi.
Andrés var maður í hærra lagi,
herðabreiður og kraftalegur. Eftir-
minnilegt var hið hlýlega handtak
hans. Hann var sviphreinn og bjart-
ur yfirlitum, öllum leið vel í návist
hans. Hann var höfðingi heim að
sækja og skemmtilegur, hrókur alls
fagnaðar, gamansamur, glettinn og
skyggn á hið skoplega í lífinu ekki
síst í fari fólks. I völdum hópi gat
hann hermt svo listilega eftir rödd
og látbragði manns, að viðstöddum
þótti sem sá væri mættur á staðinn.
_ Ævinlega var þó þessi sem önnur
* glettni hans græskulaus og meiddi
engan.
Það kom fljótt í ljós að Andrés
var góðum gáfum gæddur. Snemma
vaknaði áhugi hans á bókmenntum,
fornum og nýjum, ekki síst kveð-
skap. Ungur lærði hann á hljóðfæri
og fékkst við tónlist alla sína æfi.
H^Hann var organisti í marga áratugi
í Miðdalskirkju, æfði með
kirkjukórnum, en hann var einn af
stofnendum hans. Með frændfólki
sinu og fleirum var hann með tón-
listaræfingar og kom kórinn meðal
annars fram á samkomum.
Organisti við Miðdalskirkju og víð-
ar var hann meðan heilsan leyfði.
Eftir barnaskólanám þeirra tíma
hóf Andrés nám við Héraðsskólann
á Laugarvatni, síðan fór hann í
Bændaskólann á Hólum. Mér er
kunnugt um að á skólunum hafi
hann kynnst fólki er urðu vinir hans
æfilangt. Slík var tryggð hans.
Andrés var í eðli sínu mikill rækt-
unarmaður. Virti og dáði landið
mjög í anda eldri ungmennafélag-
anna. Eg tel að stjómmálaskoðanir
hans hafi ekki fylgt föstum
flokkslínum en öllu fremur málefn-
um.
Það kom í hlut Pálma og Andrés-
ar Pálssona að gerast bændur á
Hjálmsstöðum, eftir að Páll og Rósa
bmgðu búskap þar, með Ijúfu sam-
þykki systkina sinna. Systkinahóp-
urinn var stór og hafði sterk fjöl-
skyldubönd og vom Hjálmsstaðir
ávallt þeirra annað heimili.
Alla búskapartíð bjuggu þeir
traustu félagsbúi og sagt var að þar
hefði aldrei borið skugga á. Þeir
vernduðu og ræktuðu jörð sína vel.
Skóginum var hlíft við ofbeit, túnin
stækkuð og búið varð arðsamt.
Andrés og Pálmi létu systkini sín
og nánustu ættingja fá land undir
sumarbústaði norðan við túnið á
Hjálmsstöðum. Þar era nú sumar-
hús ættarinnar, en ekki fleiri.
Andrés giftist ekki en bjó með
Þórdísi systur sinni í íbúðarhúsi
hans, rétt hjá húsi Pálma og Ragn-
heiðar konu hans frá Snorrastöðum.
Það hefur löngum verið sagt að
geðprýði væri eitt af mörgum góð-
um eiginleikum Hjálmsstaðafólks-
ins enda gekk félagsbúið vel.
Eftir að Andrés hætti búskap
sjálfur lét hann af hendi sinn hluta
jarðarinnar til Páls bróðursonar
síns og Fanneyjar konu hans. Sama
vinátta varð milli hins nýja bónda
og fjölskyldu hans eins og milli
bræðranna áður.
Eg kveð nú þennan góða vin minn
og votta Þórdísi systur hans og öðru
skyldfólki dýpstu samúð mína.
Eiríkur Eyvindsson
Hvað er hel?
Öllum líkn, sem lifa vel.
Þessi orð sr. Matthíasar
Jochumssonar koma mér í hug við
fráfall Andrésar Pálssonar. Hann
var fæddur á Hjálmsstöðum 7. júní
1919 og lést á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 12. júlí 1999. Honum auðnað-
ist að vera á fótum heima á Hjálms-
stöðum á áttræðisafmælisdaginn
sinn í faðmi fjölskyldu og vina.
Andrés var sonur Páls Guð-
mundssonar bónda á Hjálmsstöðum
og síðari konu hans, Rósu Eyjólfs-
dóttur. Hann var þriðji í aldursröð
sjö alsystkina, auk þess átti Páll
fyrir átta böm með fyrri konu sinni,
Þórdísi Grímsdóttur frá Laugar-
dalshólum, sem lést 1914. Á
Hjálmsstöðum var því mikið að
starfa og marga munna að metta.
En gáfur og glaðværð voru og era
einkenni Hjálmsstaðaheimilisins.
Andrés gekk í barnaskóla á Laugar-
vatni. Þar var þá kennari Guðrún
Þorsteinsdóttir austan úr Múla-
sýslu. Hún var afar fjölhæf, kenndi
allar námsgreinar, líka söng og
nótnalestur. Á Hjálmsstaði kom
harmonium 1925 þegar Andrés var
sex ára. Þá þegar kom í ljós áhugi
hans og tónlistarhæfileikar. Þegar
hann var fimmtán ára var hann einn
mánuð í orgelnámi hjá Jóni Páls-
syni í Reykjavík - föðurbróður Páls
Isólfssonar - og svo ári síðar á org-
elnámskeiði hjá Páli ísólfssyni. Eft-
ir þetta spilaði hann öðra hverju við
athafnir í Laugardalnum. - Á
Hjálmsstöðum var mikið menning-
arheimili. Skáld og listamenn lögðu
þangað leið sína, máluðu myndir,
ortu um Laugardalinn og fleira.
Þarna í barnahópnum var líka jarð-
vegur fyrir tónlistina og var Andrés
alltaf liðtækur við orgelið, einnig ef
gesti bar að garði.
Andrés var einn vetur í heimavist
Héraðsskólans á Laugarvatni og fór
svo á Bændaskólann á Hólum. Síð-
an var hann til sjós, m.a. á toguram
á stríðsáranum. Hann kom heim
1946 og hóf þá búskap á Hjálms-
stöðum í tvíbýli við Pálma hálfbróð-
ur sinn. Hann byggði sér nýtt hús
og bjó þar fyrst með foreldram sín-
um og síðan Þórdísi systur sinni til
æviloka. Þangað var ætíð gott að
koma.
Andrés var mikið náttúrabam.
Hann var rómantískur, óvenju nær-
færinn og bamgóður. Hann var lag-
inn og óþreytandi við að örva til
dáða eldri og yngri í söng og hljóð-
færaslætti. Hann var einn af stofn-
endum Söngkórs Miðdalskirkju
1952. Andrés var organisti í Mið-
dalskirkju samfellt frá 1956-1994.
Hann sótti námskeið söngmála-
stjóra í Skálholti alltaf þegar hann
gat og kom svo með ný lög til kórs-
ins. Hann var afar næmur og
smekkvís á lagaval. Hann mat Hauk
Guðlaugsson mikils og veit ég að
það var gagnkvæmt. Þeir ferðuðust
saman um Þýskaland og suður til
Rómar með organistum og naut
Andrés þeirra ferða afar vel. Árið
1994 veiktist hann, einmitt þegar
hann var að spila við útför sveit-
unga síns í Selfosskirkju og kórinn
hans að syngja, en Andrés lauk sínu
hlutverki þar.
Andrés var í sóknarnefnd Mið-
dalssóknar í áratugi og tók m.a.
virkan þátt í endurbyggingu kirkj-
unnar sem lauk 1988. Kirkjugarð-
urinn í Miðdal var þá einnig slétt-
aður og stækkaður. Kom sér þá vel
að Andrés var allra manna fróðast-
ur um legstaði í garðinum og
skráði þá, ásamt fleirum, með Að-
alsteini Steindórssyni, umsjónar-
manni kirkjugarða. Þegar ákveðið
var að prýða kirkjugarðinn og um-
hverfi hans með hlöðnum grjót-
garði 1993, tók Andrés þátt í að
tína grjót inni á Rótarsandi og
vinna síðan að hleðslunni með
Sveini Einarssyni frá Hrjóti.
Þannig sameinaði hann alltaf hlut-
verk erfiðismannsins og organist-
ans, öllum til aðdáunar. Andrés var
afar félagslyndur. Hann sat í sveit-
arstjórn og var liðtækur í ýmsum
félögum innan sveitar. Hann var
hvarvetna vinsæll og traustur liðs-
maður og lífgaði allt í kringum sig
með góðlátlegri glaðværð sinni og
gamansemi.
Nú að leiðarlokum vil ég og fjöl-
skyldan á Bala þakka honum allar
samverastundir frá fyrstu kynnum
1970. Hann var sönn fyrirmynd,
ráðhollur og göfugur maður, sem
verður sárt saknað. En mestur er
missir Þórdísar systur hans. Megi
Guð vaka yfir henni og ástvinum öll-
um. Eg kveð með sálmi sem ég veit
að Andrés hafði miklar mætur á:
Hvað er hel?
ÖUumlíkii, semlifavel,
engill, sem til lífsins leiðir,
Ijósmóðir, sem hvílu breiðir.
Sólarbros, er birta él,
heitir hel.
Þögla gröf,
þiggðu duftið, þína gjöf.
Annað er hér ekki’ að trega,
andinn fer á munarvega,
þekkir ekki þína töf,
þögla gröf.
Eilíft líf, -
ver oss huggun, vöm og hlíf,
lif í oss, svo ávallt eygjum
æðra lífið, þó að deyjum.
Hvað er allt, þá endar kíf?
Eilíft líf.
(M. Joch.)
Rannveig Pálsdóttir.
Genginn er á fund feðra sinna
höfðingi mikOl og góður drengur,
Andrés Pálsson, bóndi Hjálmsstöð-
um í Laugardal. Það var haustið
1939 sem leiðir okkar Andrésar
lágu saman á mennta- og menning-
arsetrinu Hólum í Hjaltadal ásamt
um tuttugu öðrum ungum mönn-
um. Að sjálfsögðu var þessi vaska
sveit þama mætt með það að
markmiði að nema búvísindi og
rækta landið. Síðan þetta var eru
senn 60 ár. Já tíminn, þetta ósýni-
lega, hefur liðið fram án þess að
festar verði á hann nokkrar hömlur
og við sem vorum ungir 1939 erum
nú orðnir vel við aldur og margur
lokið vera sinni hérna megin
tjaldsins. Þetta eru víst engin ný
vísindi, aðeins kaldur raunveruleiki
á gangi lífsins. Fljótlega veittu fé-
lagar Andrésar honum athygli fyr-
ir hve þróttmikill hann var, líflegur
og frjáls í fasi, hann var spaugsam-
ur og frjór í ýmsum græskulausum
uppátektum. I knattspyrnu var
hann erfiður andstæðingur, þá var
hann vel liðtækur tH annarra
íþrótta og ganga á höndum var
hans sérgrein. Næstu þrjú misseri
áttum við þama samleið, við nám,
starf og leik. En margt fer á annan
veg en til er stofnað því meira en
helmingur þessa hóps gaf sig að
öðram störfum en að yrkja landið.
Andrés lagði lykkju á leið sína að
loknu búfræðiprófi og gerðist sjó-
maður, dáða drengur um tíu ára
skeið þar sem hann kynntist háska
hafsins og m.a. varð hann fyrir því
áfalli að skip hans var keyrt niður
og þrír félagar hans fórust. Þótt
„Ægir“ gæfi gull í mund stóð hug-
urinn til sveitarinnar og heim í
Laugardalinn, þar sem vagga hans
stóð, og að því kom, um 1950, að
hann flutti heim á feðra slóð og hóf
búskap á Hjálmsstöðum, þar sem
hann undi hag sínum nánast til
hinstu stundar og naut ilmsins úr
jörðu og niðar lækjarins ásamt
hinu venjulega amstri og striti ein-
yrkjans í landbúnaði fyrir hinu
daglega brauði. Hann hafði mikla
ánægju af hestum og búinn að eiga
margan léttfættan fákinn og naut
þess að þeysa um lendur landsins á
„þarfasta þjóninum", sem eitt sinn
var. „Bóndi er bústólpi og bú er
landstólpi" stendur þar og víst er
að Andrés hefur verið sómi sinnar
stéttar og stólpi í sinni sveit þar
sem hann var virkur þátttakandi í
ýmsum sveitarmálum, þ.ám. í
sveitarstjórn. Kirkjuorganisti var
hann í áratugi og hóf það starf
raunar innan við tvítugsaldurinn
og var hann góður tónlistarmaður
og samdi lög sér til dægrastytting-
ar og ánægju. Óhætt er að segja að
umræddur árgangur Hólasveina
hafi haldið ótrúlega vel saman eftir
að skóla lauk og lengi vel komum
við saman með ákveðnu árabili og
mun Andrés venjulega hafa verið
með þeim fyrstu að tilkynna komu
sína á þessi mót. Þar hélt hann
uppi stemmningunni með söng og
glensi. Einhvern tímann snemma á
vordögum frétti ég af Andrési á
hjúkrunarheimdi Rauða krossins í
Reykjavík og gerði ég mér ferð
þangað til að hitta þennan skóla-
bróður minn. Eitthvað hafði
Andrés vikið sér frá svo það fórst
fyrir að fundum okkar bæri saman.
Kannski hefur þessi misheppnaða
ferð orðið mér hvatning til þessara
kveðjuorða sem mér er að sjálf-
sögðu ljúft að senda. Hér er ekki
ætlunin að segja ævisögu Andrésar
Pálssonar heldur örfá orð og minn-
ingarbrot um þennan eftirminni-
lega félaga. Þótt ég hafi ekkert um-
boð leyfi ég mér að senda hinstu
kveðju frá þeim skólabræðrum sem
enn eru ofan foldar, með kærri
þökk fyrir ánægjuleg kynni. Við
kveðjum þig með virðingu, gamli
félagi, og biðjum þann sem öllu
ræður að blessa þig og varðveita.
Aðstandendum færam við samúð-
arkveðjur.
Guðmundur Jóhannsson.
Það var svolítið skrýtið að þegar
ég gekk út og fór tO vinnu mánu-
daginn 12. júlí var eins og mér fynd-
ist fjöllin sem umlykja Laugardal-
inn annars á sinn tignarlega hátt
vera hálfhnípin. Veður var hrá-
slagalegt og gekk á með skúrum.
Þegar ég stuttu seinna frétti að
Andrés hefði látist um nóttina
fannst mér sem þetta veður væri
táknrænt og skógurinn felldi tár
annað slagið yfir daginn.
Andrés Pálsson var fæddur og
uppalinn á Hjálmsstöðum og bjó
þar alla tíð. Hann stundaði sjóinn
eins og alsiða var má segja á hans
yngri áram og lenti þar í mörgum
hremmingum og var meðal annars á
togaranum Garðari þegar hann
sökk norður af Skotlandi á striðsár-
unum. En heim kom hann alltaf aft-
ur og þar kom að hann byrjaði bú-
skap á Hjálmsstöðum í félagi við
Pálma bróður sinn - afa minn. Þeir
höfðu búið í rúm tuttugu ár áður en
ég fæddist en ég sleit bamsskónum
ef svo má segja á Hjálmsstöðum og
var þar meira og minna fram yfir
mín táningsár og heilmikið eftir
það. Allan tímann er Andrés órjúf-
anlegur hluti af minningunni. Þótt
honum yrði ekki barna auðið held
ég að við flestöll barnabörnin á
vestari bænum höfum litið á hann
sem nokkurs konar afa. Hann var
stríðinn og hafði alveg sérstaklega
gaman af að ganga fram af okkur
krökkunum þegar við vorum hjá
honum í kaffi eða mat. Þá átti hann
til að taka upp á ýmsu sem ævinlega
vakti ómælda kátínu og veit ég að
allir sem til þekkja og lesa þetta
vita hvað ég meina. Það segir til
dæmis enginn „hakkona hittína" á
sama hátt og Andrési tókst að láta
það hljóma þegar það átti við. Og ef
við minntumst á að fara eða gera
eitthvað sem honum fannst ekki
mikið til koma sagði hann einfald-
lega með glettnum tón: „Góða ferð,
bið að heilsa.“
Allan þann tíma sem afi og
Andrés bjuggu á Hjálmsstöðum
kom aldrei upp nein misklíð á milli
þeirra. Þetta tel ég vera sérstakt á
sinn hátt og bera vott um mikið
jafnaðargeð þeirra beggja.
Kannski var það að hluta til vegna
þess að það var eins og væri ákveð-
in verkaskipting á milli þeirra sem
aldrei þurfti að ræða frekar.
Andrés var tO dæmis tæknimaður-
inn og hafði vísindalegar skýringar
á öllu sem bilaði og hvernig ný
tæki unnu. Afi var svo kannski
flinkari að girða og fleira í þeim
dúr. Þeir voru með kýr og skiptu
fjósinu aðeins eftir endilöngu með
stétt eftir miðju fjósinu. Féð gekk
saman og var skipt í tvö fjárhús
sem þeir skiptust á að gefa í og var
annað heima við bæ og hitt framfrá
eins og kallað er. Þangað er nokk-
uð langt og skiptust þeir á að fara
þangað og gefa. Minningar um þær
ferðir ylja nú þegar þessir sóma-
karlar eru nú báðir gengnir. Á vor-
in var svo rúningur og sauðburður
og þá þurfti að gá að bornu eins og
kallað var. Þá var riðið um allar
mýrar neðan við veg og mörkuð
þau lömb sem komið höfðu í heim-
inn um nóttina. Alltaf dáðist ég að
því hvað Andrés var vel ríðandi en
hestarnir fengu líka á þessum tíma