Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Yfírlit Vinnumálastofnunar yfír atvinnuástand sýnir enn minnkandi atvinnuleysi STUTTERLENT Atvinnuleysi 1,8% í júní AÐ meðaltali voru 2.645 manns á atvinnuleysisskrá í júnímánuði síð- astliðnum, samkvæmt atvinnuleys- isdögum í mánuðinum. Þetta jafn- gildir því að 1,8% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar hafi verið atvinnulaus, segir í yfirliti Vinnumálastofnunar yfir atvinnuá- stand á Islandi. Atvinnuleysi var 2,6% í júní í fyrra. Atvinnulausir karlar voru að meðaltali 953 talsins og atvinnu- lausar konur voru 2.083 í júnímán- uði. Þessar tölur jafngilda 1,1% at- vinnuleysi meðal karla á landinu og 2,8% atvinnuleysi meðal kvenna. Fjöldi atvinnulausra í júní er 0,7% minni en í maímánuði síðast- liðnum, en fækkunin er 27,8% frá júní 1998. Séu tölur um breytingu milli mánuðanna maí og júní á þessu ári skoðaðar með tilliti til landshlut- anna kemur í ljós að samdráttur atvinnuleysis var mestur á Norður- landi vestra, 0,9%, en næstmestur var hann 0,3% í Norðurlandi eystra, Austurlandi og á Suður- nesjum. Atvinnuleysi stóð í stað á Vesturlandi og á Vestfjörðum, en jókst um 0,1% á höfuðborgarsvæð- inu. Atvinnuleysi var minna í júní- mánuði í öllum landshlutum en það var í júní 1998. Mestur var sam- dráttur í atvinnuleysi 2,2% á Norð- urlandi vestra en minnstur um 0,1% á Austurlandi. Ef breytingar milli júní 1998 og júní 1999 eru kannaðar með tilliti til kynjanna kemur í ljós að atvinnuleysi var 0,3% meira meðal karla á Austur- landi nú en í fyrra, en dróst mest saman um 1,0% hjá körlum á Norð- urlandi vestra. Atvinnuleysi dróst minnst saman meðal kvenna á Vestfjörðum á þessu 12 mánaða tímabili, eða um 0,2%, en mest dróst það saman meðal kvenna á Norðurlandi vestra eða um 4,0%. Á landinu öllu var atvinnuleysi 0,4% minna meðal karla og 1,3% minna meðal kvenna í júní á þessu ári en í júnímánuði 1998. Vinnumálastofnunin spáir því að atvinnuleysi á landinu í júlí verði á bilinu 1,6-1,9%. Atvinnuleysi í júní 1997 til júní 1999 Skráð atvinnuleysi í júnímánuði skipt eftir landsvæðum og kyni Konur Karlar Alls Höfuðborgarsvæðið 3,3% 1,4% 2,3% Landsbyggðin 2,1 % 0,7% 1,3% Vesturland 1,1 % 0,5% 0,8% Vestfirðir 1,4% 0,3% 0,7% Norðurland vestra 3,2% 1,2% 2,0% Norðurland eystra 2,9% 1,1 % 1,8% Austurland 1,3% 0,8% 1,0% Suðurland 1,9% 0,4% 1,0% Suðurnes 2.4% 0.2% 1.0% Landið allt 2.8% 1.1% 1,8% Fimm mánaða rekstraruppgjör Hraðfrystihússins hf, á Hnífsdal og Súðavík Hagnaður tímabils- ins 30,5 milliónir kr. HRAÐFRYSTIHÚSIÐ hf. á Hnífsdal og Súðavík hagnaðist um 30,5 millj- ónir á tímabilinu 1. janúar til 31. maí árið 1999, að teknu tillíti til reiknaðra tekjuskatta. Rekstrartekjur námu 761,9 milljónum króna og rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnsliða 636,8 milljónum. Þetta kemur fram í fimm mánaða árshlutareikningi Hraðfrystihússins hf., en hann er með könnun- aráritun endurskoðenda, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hraðfrystihúsinu hf. Kona til æðstu metorða hjá tölvurisanum Hewlett Packard Fiorina nýr forstjóri STJÓRN Hewlett Packard hefur valið fyrirtækinu nýjan forstjóra. Fyrir val- inu varð hin 44 ára gamla Carleton Fi- orina og tekur hún við starfinu af Lewis E. Platt en Platt, sem er 58 ára, til- kynnti nýlega að hann hygðist setjast í helgan stein frá og með næstu áramót- um. Hin nýi forstjóri félagsins hóf störf á föstudaginn var og mun jafnframt silja í stjórn félagsins. Auk þess situr Fiorina í stjórnum Kellogg-fyrirtækisins og Merck & Co. og var nýlega kosin í stjóm um viðskipti Bandaríkjanna við Kína. Ahrifamesta konan í banda- rísku viðskiptalífi Carleton Fiorina var nýlega útnefnd áhrifamesta kona bandarísks viðskiptalffs af tíma- ritinu Fortune. Hún hefur 20 ára víðtæka tækni- og fjarskipta- Carly Fiorina tekur við starfi Lewis E. Platt sem forstjóri HP. reynslu og hefúr áunnið sér gott orð við stjómun ört vaxandi stórfyrir- tækja. Síðastliðin 2 ár var hún forstjóri Lucent’s Global Service Provider, sem veltir yfir 20 milljörðum dollara á ári, og áður hafði hún starfað í nær 20 ár hjá fjarskiptafyr- irtækinu AT&T þar sem hún gegndi ýmsum ábyrgðar- stöðum. Fiorina lauk námi í miðaldasögu og heimspeki frá Stan- ford-háskólanum, þá lauk hún meistaragráðu í viðskiptafræð- um frá háskólanum í Maryland og meistaragráðu í raunvísind- um frá MIT’s Sloan skóianum. Velta Hewlett Packard nam um 3.500 miHjörðum íslenskra króna á seinasta ári og var fyrirtækið hið 13. stærsta í Bandaríkjunum, sé miðað við veltu. Fjöldi starfsmanna HP er nú 123.000. „Við erum ekki vanir að gera fimm mánaða uppgjör. En þetta er gert með þessum hætti nú vegna hinnar væntanlegu sameiningar við Gunnvöru hf. á Isafirði til að stilla af skiptihlutföll milli fyrirtækj- anna,“ segir Einar Valur Kristjáns- son, stjómarformaður Hraðfrysti- hússins hf. í samtali við Morgun- blaðið. Einar segir að ferli sameiningar- innar sé í fullum gangi. „Við erum að vona að sameiningin verði að fullu afstaðin um mánaðamótin ágúst-september. Þá verða fyrir- tækin formlega komin undir einn hatt.“ Um rekstur Hraðfrystihússins hf. segir Einar Valur að veiðar og vinnsla bolfisks gangi vel. „Rekstur rækjuvinnslunnar er í lagi en út- gerð rækjuskipanna hefur verið mjög erfið fyrstu fimm mánuðina. Það hefur verið dýrt að sækja hvert kíló. En í júní og júlí hefur aflí á út- haldsdag heldur verið að aukast," segir Einar að lokum. Hraðfrystihúsið hf. 1. janúar - 31. maí 1999 1 Rekstrarreikningur Milljónir króna Rekstrartekjur 762,0 Rekstrargjöld Rekstrarhagnaður -636,8 fyrir afskriftir 125,1 Afskriftir -67,1 Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði 58,1 Fjármagnsliðir Hagnaðuraf reglul. -20,9 starfs. fvrir skatta 37.2 Hagnaður tímabilsins 30,5 Efnahagsreikningur Fastafjármunir 2.141,9 Veltuf jármunir 720,8 Eignir samtals 2.862,6 Eigið fé 597,4 Skuldbindingar 75,2 Langtímaskuldir 1.616,5 Skammtímaskuldir Skuldir og 573,5 skuldbindingar 2.265,2 Skuidir og eigið fé samtals 2.862,6 Sjóðstreymi og kennitölur Veltufé frá rekstri 82,9 Eiginf járhlutfall 20,9% Toyota byggir á Akureyri UMBOÐSAÐILA Toyota á íslandi, P. Samúelssyni, var nýlega úthlutað lóð á Akureyri og hyggst fyrirtækið byggja þar 1300 fermetra húsnæði fyrir starfsemi sína á svæðinu. Teikningar að húsinu er tilbúnar og útboð á verkinu hefur farið fram. Tilboð sem bárust voru opnuð á fostudaginn var og nú er verið að fara yfir þau og meta. Húsnæðið á að vera tilbúið fyrir 1. maí á næsta ári. Að sögn Boga Pálssonar, forstjóra P. Samúelssonar, er nýja húsnæðið liður í að hagræða og auka þjónustustigið á svæðinu. „Við höfum í mörg ár verið með sölu- og þjónustuaðila þarna sinn í hvoru lagi en ætlum að sameina þetta núna í eitt öflugt umboð þar sem viðskiptavinir okkar geta fengið aðgang að allri þjónustu, hvort sem það er sala nýrra og notaðra bíla, varahlutir eða viðgerðaþj ónusta. Umboðsaðilinn okkar á Akureyri, Bílasalan Stórholt, kemur til með að vera með rekstur á þessu umboði okkar. Við byggjum sem sagt húsið og búum tO aðstöðuna en reksturinn verður í höndum heimamanna," segir Bogi. Hagnaður Microsoft jókst um 62% Seattle. Reuters. • HAGNAÐUR Microsoft jókst um 62% á síöasta fjóröungi fjárhagsárs- ins miðaö viö sama tíma á síðasta ári. Sérfræöingar höföu ekki búist við svo mikilli hagnaðaraukningu en hún er fyrst og fremst talin vera sölu á Office 2000-pakkanum aö þakka. Hagnaöur Microsoft á tímabilinu var tæpir 163 milljarðar íslenskra króna, eöa 40 sent á hlut. Á sama tímabili í fyrra var hagnaöurinn um 100 milljöröum tslenskra króna. Fjármálastjóri Microsoft haföi uppi varnaöarorð um framhaldiö. Hann sagöi hagnað fyrirtækisins myndi ekki aukast svo mikiö á komandi ári vegna minnkandi eftirspurnar á einkatölvumarkaðnum, auk þess sem 2000-vandinn heföi áhrif á fólk. Á Netið um myntsíma • NÝIR myntsímar eru væntanlegir á markaö í Bretlandi en um þá er hægt aó tengjast Netinu, hraöar en áður hefur tíökast, aö því er fram kemur á fréttavef BBC. Talsmenn fjarskiptafyrirtækisins British Telecom segja fyrsta lands- kerfi margmiðlunarmyntsíma vænt- anlegt á næsta ári, meö uppsetn- ingu 1000 símtækja í mars nk. Fyrsti síminn hefur þegar verið tek- inn í notkun á Waterloo stöðinni í Lundúnum. Lágmarksgjald fyrir að vafra um vefinn í 10 mínútur um myntsíma er eitt pund eöa 117 íslenskar krónur. Þetta verö hefur veriö gagnrýnt en sama gjald hefur veriö tekiö fyrir klukkustundina þegar fólk tengist um símalínu aö heiman. Talsmenn BT sögðu gjaldiö nauö- synlegt vegna mikils kostnaöar við þróunarvinnu en sögðu verkefnið einstakt fyrir þær sakir aó öllum gæfist nú kostur á að komast á Netiö á öllum tímum sólarhringsins. Kaffi vinnur á i Bretlandi London. Reuters. • TE er ennþá vinsælasti drykkurinn meöal Breta en kaffidrykkja vinnur á, samkvæmt könnun sem nýveriö var þirt í Bretlandi á vegum Datamoni- tor. Nú drekkur hver Breti 1.016 te- bolla á ári en kaffibollarnir eru 204. Tedrykkja, sem hlutfall af allri neyslu á drykkjum án áfengis í Bret- landi er nú 56,1%. Hlutur kaffis á sama mælikvarða er nú 11,3% og hefur aukist um 1,6%. Kaffihúsum hefur fariö ört fjölgandi í Bretlandi síöustu ár og hafa þau notið mikilla vinsælda hjá ungu kyn- slóðinni. Teframleiöendur hyggjast kynna tehefðina fyrir unga fólkinu og nýir testaðir eru farnir aö skjóta upp kollinum. Konum i stjórn- unarstöðum fjölgar i Japan Tokyo. AP. • KONUM í stjómunarstöðum hefur fjölgaö nokkuö í Japan og eru nú í fyrsta skipti yfir 60.000. Þrátt fyrir fjölgunina eru japanskar konur enn fámennar I æöstu stöðum innan fyrir- tækja. Konur eru yfirmenn 60.593 af 1,14 milljónum fyrirtækja í Japan, eöa hjá 5,3% fyrirtækja. Hlutfall kvenna hefur aukist um 3,3% frá sama tíma í fyrra. Japanskar konur hafa ekki komist til metoröa hjá stórum fyrirtækjum en eru fjölmennar í yfirmannsstööum hjá smærri fyrirtækjum. Mörg fyrirtæki hafa þrýst á konur um aö hætta störfum þegar þær gifta sig eöa nálg- ast fertugt og hafa þær því mætt ýmsum hindrunum í metoröastigan- um hingað til. Jafnréttislög hafa nú veriö rýmkuö talsvert í Japan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.