Morgunblaðið - 21.07.1999, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 17
LANDIÐ
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Flakkarar á ferð
um Flateyri
Flateyri - Misjafnii- að stærð og
lengd, sumir með glugga báðum
megin og aðrir með stakan glugga,
óku þeir um götur Flateyrar og
íbúarnir innandyra skimuðu for-
vitnir út um regnvota glugga á
mannlífið á götunni. Hér voru á
ferð aðeins örfáir meðlimir húsbíla-
félagsins Flakkarar á ferð um Flat-
eyri, en í allt eru 45 húsbflar á ferð
á vegum félagsins um Vestfirði
þetta árið.
Ekinn var dágóður rúntur um
bæinn og menn gáfu sér tíma til að
virða fyrir sér hina gríðarlegu vam-
argarða sem óneitanlega setja svip
á umhverfið. Að lokum var stillt upp
fyrir myndatöku áður en haldið
skyldi tfl Isafjarðar þar sem dvalið
var næturlangt.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
ÓLAFUR Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði og aðdáandi núm-
er eitt, tók létta sveiflu á dansgólfinu en hann var meðal þeirra sem
stigu á svið.
Rolling Stones í Hnífsdal
Flateyri - Eftir vel heppnað Roll-
ing Stones-kvöld í Vagninum á
Flateyri fyrir skemmstu, þar sem
margir þurftu frá að hverfa
vegna mikillar aðsóknar, kom upp
sú hugmynd að halda annað,
stærra og veglegra Rolling
Stones-kvöld seinna í sumar.
Sú hugmynd varð að veruleika
17. júlí þegar á sviðið stigu ekki
ómerkari menn en aðdáandi núm-
er eitt, Ólafur Helgi Kjartansson,
sýslumaður á Isafirði, keflvíska
poppgoðið Rúnar Júlíusson og
lcstina rak síðan Ólafur Páll Gunn-
arsson, dagskrárgerðarmaður á
Rás tvö. Það var siðan hljómsveitin
COR frá Flateyri, undir dyggri
handleiðslu læriföður hljómsveit-
arinnar, Kristins „Keith“ Níelsson-
ar, sem framkallaði allar helstu
perlur Rollinganna.
Að sögn aðstandenda kvöldsins
var aðsóknin með ágætum en
talið var að hátt í 250 manns
hefðu verið þegar leikar stóðu
sem hæst. Margt aðkomufólk sótti
kvöldið víða að.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
STEFÁN Benediktsson þjóðgarðsvörður, Siv Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra, Ragnar F. Kristjánsson, settur þjóðgarðsvörður, og vaskur
hópur landvarða, þau Björk Bjarnadóttir, Ólafur A. Jónsson, Marta
Birgisdóttir, Þorsteinn M. Björnsson og Elín Bergsdóttir.
Gestastofa, móttaka og
upplýsingamiðstöð
Hnappavöllum - Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra opnaði 17. júlí
sl. Gestastofu í þjónustumiðstöðinni
í Skaftafelli þar sem veitingasalimir
voru áður. Þar er nú móttaka og
upplýsingamiðstöð, salur sem sýnd
eru í myndbönd, t.d. um náttúru-
hamfarir í Vatnajökli 1996 og afleið-
ingar þeirra. Svo er sýning á spjöld-
um í máli og myndum um sögu
Öræfa, til dæmis um mannlíf, eld-
gos, þróun jökla, gróðurfars og
samgangna. Náttúruvemd ríkisins
sá um uppsetningu stofunnar og
rekur hana.
Eftir opnun Gestastofunnar var
gestum boðið í stutta gönguferð um
nágrennið. Skaftafell skartaði sínu
fegursta í blíðskaparveðri þennan
dag en um 60 þúsund ferðamenn
heimsækja Skaftafell árlega.
Einlit áklaeði
JVleð óhreinindavörn
SUÐURLANDSBRAUT 22 - Sími 553 6011 / 553 7100
ehí.
Hornsófatilboð
295 cm
79.700
St.gr
69.900
St.gr
84.500 |
St.gr
77.700
St.gr
..Við viljum að 25% - 30 %
Afsláttur aðeins
í skamman tíma...
...nú er ástæðulaust að draga lengur
að eignast vandað IŒFOX FJALLAHJÓL.
Mikið úrval hjóla fyrir "stóra menn"
Allt að 23 tommu stell - fyrir stóra menn
allir geti hjólað
..fyrir þig
lækkum við verðið
# Ál í hnakkröri
# ryðgar ekki
# ál gjarðir
0Þ #21 gír
# V-bremsur
# öruggari
# léttari fyrir hendur
# meira átak á gjörð
# Shimano Altus
# Grip Shift gírar
# þægilegra
# Dempari ^
# minni högg á hendur
# aukið öryggi
BUUbiWlEHF.
Smiðjuvegi 4c - Sími 587-9699
afsláttur á barnahjólum