Morgunblaðið - 24.07.1999, Síða 27

Morgunblaðið - 24.07.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 27 Tölvusneiðmyndun við lungnakrabbaleit Krabbameinið greinist fyrr Mcdical Tribune News Service. NYLEG rannsókn bendir til þess að hægt sé að greina lungnakrabba- mein strax á byrjunarstigi með tölvusneiðmyndun og auka þannig líkurnar á lækningu. Vísindamenn í New York og Montreal í Kanada segja í gi'ein í The Lancet að tölvusneiðmyndun, sem sameinar notkun röngtengeisla og tölvutækni, hafí reynst mun ár- angursríkari við krabbameinsleit en venjuleg röntgenskoðun. Rannsókn vísindamannanna náði til þúsund reykingamanna og fyrr- verandi reykingamanna yfir sextugs- aldri. Að meðaltali höfðu þeir reykt einn pakka af sígarettum á dag í 45 ár. Þegar þeir gengust undir tölvu- sneiðmyndun greindust 27 þeirra með illkynja æxli - fjórum sinnum fleiri en við röntgenskoðun. Hægt var að fjarlægja æxlin úr öllum nema einum þessara 27 manna með skurð- aðgerð og flest voru þau á byrjunar- stigi. Með tölvusneiðmynduninni fund- ust einnig 233 ókalkaðir hnökrar, eða bólgur sem vekja grunsemdir um krabbamein, en aðeins 68 við röntgenskoðun. Vísindamennirnir segja að þótt margir þessara hnökra reynist ekki tengjast krabbameini sé hægt að koma í veg fyrir ónauðsyn- legar skurðaðgerðir með því að end- urtaka tölvusneiðmyndunina. Samkvæmt upplýsingum Banda- ríska krabbameinsfélagsins (ACS) lifðu aðeins 41% þeirra sem greindust með lungnakrabbamein árið 1994 lengur en í eitt ár. Sú tala endurspegl- ar þá staðreynd að þessi sjúkdómur greinist yfirleitt séint. Greinist krabbameinið hins vegar á byrjunar- stigi eru allt að 70% líkur á því að sjúklingurinn lifi lengur en í fimm ár, samkvæmt fyrri rannsóknum. Of dýr tækni? Breski krabbameinssérfræðingur- inn Ian E. Smith lýsti rannsókninni sem réttu skrefi í þá átt að beita nú- tímatækni við leit að lungnakrabba- meini. Hann véfengdi hins vegar þá staðhæfingu vísindamannanna að kostnaðurinn af tölvusneiðmyndun væri aðeins ívið meiri en af röntgen- skoðun. Robert Smith, sem stjórnar krabbameinsleit ACS, sagði niður- stöður rannsóknarinnar gefa tilefni til bjartsýni en bætti við að kostnað- urinn gæti ráðið úrslitum um hversu algengt það yrði að þessi tækni yrði nýtt. Fyrirburum hætt- ara við lystarstoli Stokkhólmi. Reuters. NY rannsókn sem gerð hefur verið í Svíþjóð sýnist leiða í ljós að stúlkum, sem fæðast fyrirburar, sé mun hætt- ara við lystarstoli (anorexiu) síðar á lífsleiðinni. Lystarstol er sjúkdómur sem lýsir sér á þann veg að sjúklingurinn get- ur ekki borðað mat og sveltir sig. Þessi sjúkdómur er nokkuð algengur á Vesturlöndum og leggst einkum á unglingsstúlkur og yngri konur. Hafa menn leitt getum að því að staðlaðar vestrænar ímyndir eins og þær birtast í fjölmiðlum þar sem grannur vöxtur er lagður að jöfnu við fegurð eigi þar einhvern hlut að máli. Rannsókn sem gerð var við Karol- inska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi bendir hins vegar til þess að orsakir þessa sjúkdóms séu ekki sálrænar. Rannsókninni stýrði Sven Cnatt- inguis en niðurstöður hennar voru kunngerðai' í tímaritinu Archives of General Psychiatry sem bandarísku læknasamtökin gefa út. Fylgst var með 781 stúlku sem fæðst hafði minnst átta vikum fyrir tímann á árunum 1973 til 1984. Af þessum hópi neyddust 1,8% stúlkn- anna til að leita sér lækninga sökum lystarstols á árunum 1987 til 1994. í samanburðarhópi þar sem fylgst var með stúlkum er fæðst höfðu eftir eðlilega meðgöngu reyndist hlutfall anorexiu-sjúklinga hins vegar aðeins vera 0,6%. Heilaskaði? Sven Cnattinguis segir eina til- gátuna vera þá að fyrirburar geti orðið fyrir örlitlum heilaskaða sem aftur hafi áhrif á sjón og matarlyst. Þessi tilgáta geri þannig ráð fyrir því að orsakir lystarstols séu líf- fræðilegar. í máli prófessorsins kom og fram að sú skýring hefði einnig verið sett fram að hér væru einkum sálrænir þættir að verki sem rekja mætti til þess áfalls sem fyrirburar yrðu fyrir er þeir væru aðskildir frá mæðrum sínum við fæðingu og tengdir marg- víslegum slöngum til að fá meðtekið Reuters Geðheilsa barnanna er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega og frammistaðan í skólanum. Geðheilsa barna sögð vanrækt RÁÐAMENN og fjölmiðlar í Bret- landi eru orðnir svo gagnteknir af námsárangri og líkamlegri heilsu bama og unglinga að þeir hafa van- Reuters Díana heitin prinsessa grcindi á sínum tíma frá því að hún hefði þjáðst af lystarstoli. næringu. Kvaðst hann telja að þessi skýring gæti einungis átt við um lít- inn hluta lystarstols-tilfella. Díana heitin prinsessa af Wales er trúlega þekktust þeirra kvenna sem glímt hafa við lystarstol. Svíar þekkja einnig vel þennan sjúkdóm þar eð Viktoría prinsessa hefur skýrt frá því opinberlega að lyst- arstol þjaki hana. rækt geðheilsu þeirra, að sögn breskrar geðvemdarstofnunai-. Geðheilsustofnunin (MHF) áætl- ar að fimmtungur Breta undir 20 ára aldri eigi við geðræn vandamál að stríða, allt frá kvíða tU alvarlegra geðtmflana. Hún segir að yfirvöld þurfi að leggja sömu áherslu á geð- heUsu bama og prófin og líkamlegu heUsuna. Breska stjómin tUkynnti nýlega að hún hygðist verja 84 milljónum punda, andvirði tæpra 10 milljarða króna, í að bæta geðvemdarþjónust- una við böm. Stofnunin segir ólík- legt að þetta dugi þar sem geðheUsa barnanna hafi verið vanrækt svo BANDARÍSKA lyfjafyrirtækið Johnson and Johnson telur sig hafa fundið lausn fyrir þær fjöl- mörgu konur, sem eiga í erfið- leikum með að muna eftir að taka inn getnaðarvarnarpilluna á réttum tíma. Sérfræðingar á vegum fyrirtækisins vinna nú að þróun getnaðarvarnarplásturs, sem ekki hefur verið til áður í heimi hér. Plásturinn mun minna um margt á þá, sem reykinga- menn nota til að slá á tóbaksþörf sína. Plásturinn mun vera á stærð við á að giska hálfan peningaseð- il. Miðað er við að hver plástur dugi í viku en hann mun skila lengi og vandamálin séu svo algeng. Að sögn BBC hefur stofnunin birt skýrslu um tveggja ára rannsókn á þessu sviði þar sem m.a. er lagt tU að kennarar fái meiri fræðslu um hvemig bregðast eigi við geðrænum vandamálum bama strax á byrjun- arstigi. Stjómvöld em ennfremur hvött tU að spoma við því að vinnu- tími foreldra sé svo langur að þeim g'efist ekki nægur tími til að sinna bömum sínum. Þá leggja skýrslu- höfundamir tU að sérstakar ráðstaf- anir verði gerðar tU að tryggja að feður taki meiri þátt í uppeldi bam- anna, þeim verði m.a. gert kleift að fara í feðraorlof á launum. efnunum í gegnum húðina. Talsmenn Johnson and John- son kveða stefnt að því að leita eftir samþykki yfirvalda við vamingi þessum snemma á næsta ári. Er þá gert ráð fyrir að heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkj- unum fylgist með prófunum á plástrinum í eitt ár hið minnsta áður en hann kemst á markað- inn, fáist leyfi til að hefja á hon- um sölu. Johnson and Johnson er stærsti framleiðandi „pillunnar". Að sögn talsmanna fyrirtækisins hefur plásturinn sömu efni að geyma og „pillan" og greinir sig í engu frá henni. Getnaðarvarnarplástur Associated Press. íþrótta, og Þd ^aetir unnið mil^ónir i röð sem þlí borg^p efefei/ 12.-31. júlí fasrðu 11. röðin^. í fcaupbasfci/ , PRAUA1URINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.