Morgunblaðið - 24.07.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.07.1999, Qupperneq 28
Hallkels- staðahlíð Trölla- kirkja Vatnaleiðin Smjör- hnjukur Hólmur Klirsandur Hrauns- ne£s- öxl Svörtu- Tihdar Kolbeins- >,staða- fjajl Stækka . svæðj Vikrafell ■ Hítardalur Staðar-. hnúkur 28 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ \ c ^ Hnappa- '-,^ ,;f . dalur lands V atna- leiðin Vatnaleiðin er þriggja daga gönguleið, sem farin er árlega --------——--------7------ á vegum Ferðafélags Islands. --j,. . ,. .. I ár var farið frá Hlíðarvatni að Hítarvatni, þaðan að Langa- vatni og á þriðja degi að Hreða- vatni. Gerður Steinþórsdóttir rifjar upp ferðasöguna og lýsir leiðinni. SÉÐ í austur yfír Hítarvatn. Fyrir miðju handan vatnsins sér inn Þórarinsdal. Til vinstri Smjörhnúkur og lengst til hægri sér á Háleiksmúla. FERÐAFÉLAG Islands skipulagði fyrir nokkrum ár- um þriggja daga gönguleið, sem hlaut nafnið Vatna- leiðin. Hún hefur verið farin í byrj- un júlí. í fyrstu var gengið frá Hreðavatni að Hlíðarvatni en síð- ustu tvö sumur í öndverða átt og hefur leiðin jafnframt verið einföld- uð. Er gengið á fyrsta degi frá Hlíðarvatni að Hítarvatni, á öðrum degi að Langavatni og á þriðja degi að Hreðavatni, alls um fimmtíu km. í sumar var Vatnaleiðin farin 3. til 5. júlí í blíðskaparveðri undir ágætri fararstjóm Sigríðar H. Þor- bjarnardóttur. Við vorum alls ellefu konur. Farangur var fluttur að Hít- arvatni fyrsta daginn þar sem við gistum fyrri nóttina í fjallhúsi Hraunhreppinga en síðan gengið með allan farangur í tvo daga. Tjaldað var síðari nóttina í Langa- vatnsdal. í lok ferðar var snæddur kvöldverður á Bifröst áður en hald- ið var til Reykjavíkur. Hér verður Vatnaleiðinni lýst, en vísað til ítarlegrar umfjöllunar um svæðið í árbók FÍ 1997 „í fjallhög- um milli Mýra og Dala“ sem Árni Björnsson og Guðrún Ása Gríms- dóttir rituðu. í klettum Rögnamúla Rútan ók í norður meðfram Gull- borgarhrauni, veg 55. Framundan voru vötn á báðar hendur, Odda- staðavatn til vinstri, Hlíðarvatn til hægri. Rútan sveigði norður með Hlíðarvatni þar sem mosavaxnir hraunhólar rísa fagurlega upp úr vatnsborðinu. Gangan hófst við bæ- inn Hallkelsstaðahlíð, sem kallast Hlíð. Þar er myndarlegt hús í bygg- ingu, bóndinn var að mála húsið og ungur sonur hans til aðstoðar. Við gengum léttar í spori meðfram vatninu, mest í fjöruborðinu og hlustuðum á gjálfrið í öldunum. Hlíðarvatn er allstórt silungsvatn. Hlýr austanvindur blés og sól skein í hádegisstað. Við okkur blasti Geirhnúkur, 898 m að hæð, ávalur með ferhyrndan tappa á hábung- unni. Einhver nefndi geirvörtu. Eftir skamma stund vorum við komnar að austurenda vatnsins, þar sem áður stóð bærinn Hafurs- staðir. Hér rennur Fossá í Hlíðar- vatn og fjær fellur Háifoss í nokkrum stöllum. „Einhvern tím- ann ætla ég að ganga Fossaveg," sagði fararstjórinn og leit upp með ánni löngunaraugum. En það var ekki á dagskrá núna og við héldum för okkar áfram eftir að hafa vaðið grunna ána og klæðst stuttbuxum. Sandfell, sem liggur að Hlíðarvatni, var á hægri hönd, svart á lit, eins og raunar mörg fjöll á þessari leið. Við sveigðum upp Hellisdalinn og síðan inn á Rögnamúla. Klettar hans eru einkennilegir, bólstralag- Heimur viðskiptanna er á mbl.is Fylgstu með viðskiptalífinu á Viðskiptavef mbl.is v^mbl.is V -ALLTAf= eiTTHVAO FJÝ7 /
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.