Morgunblaðið - 24.07.1999, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 24.07.1999, Qupperneq 56
% 56 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf Mogginn minn! Ég bjargaði krossgátunni þinni! Hafðu ekki dhyggjur. T(A- tTR Ljóska VOU 60 TO A FANCV (?E5TAUKANT; THE WAITEK 5AV5,''0E, .CAREFUL,5IK..THE DISH IS HOT " Þegar maður fer á fínan veitingastað segir þjónninn: “Vertu varkár, herra... diskurinn er heitur.” Vertu varkár, herra... diskurinn er úr plastiki... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sæludagar í Vatnaskógi Frá Sigurbirni Þorkelssyni: FYRIR okkur lang flesta sem höfum notið þeirra forréttinda að fá að dvelja í Vatnaskógi um lengri eða skemmri tíma er um sannkallaða sæludaga að ræða. Kærkomið frí og tilbreyting um leið og okkar andlegu batterí eru hlaðin og tekið er þátt í íþróttum og leikjum af margvísiegu tagi. Líkami, andi og sál fær að nær- ast úti í náttúrunni á friðsælum og helguðum stað þar sem drengir hafa komið til sumardvalar í 76 ár. Lært að umgangast náungann og kynnst Guði á nýjan og persónulegan hátt. Eignast samfélag við hann sem varir út lífið og um alla eilífð. Fleiri fá tækifæri Skógarmenn KFUM munu um verslunarmannahelgina bjóða fleir- um en drengjum 9-13 ára að koma og njóta þess að dvelja í Vatnaskógi. Þá verður gert hlé á dvalarflokkun- um íyrir drengina' og Skógurinn opn- aður almenningi. Eldri og yngri Skógarmenn geta komið með fjölskyldur sínar í stutt innlit eða jafnvel gist í eina til þrjár nætur. Boðið verður upp á gistingu í svefnskálum staðarins og einnig verð- ur boðið upp á tjaldstæði fyrir gesti. Veislan hefst á föstudagskvöldið 30. júlí með kvöldvöku í íþróttahús- inu kl. 22:00. Síðan verður frjáls dag- skrá fyrir alla aldursflokka í gangi alla helgina. Eitthvað við allra hæfí Boðið verður upp á skipulagða og frjálsa leiki og íþróttir. Bænastundir verða í kapellunni kvölds og morgna, en þaðan eiga margir Skógarmenn sínar eftirminnilegustu minningar frá dvöl sinni í Vatnaskógi. Kapellan verður einnig opin á daginn fyrir þá sem vilja eiga þar hijóða kyrrðar- stund með Guði. Veitingasala verður á staðnum auk þess sem Café Lindarrjóður verður opið. Boðið verður upp á sér- staka dagskrá fyrir unglinga þegar líða tekur á kvöldin, fræðslustundir um ýmis áhugaverð efni verða í boði fyrir fólk á öllum aldri, sérstök barnadagskrá, vatnafjör og bátar á Eyrarvatni, ratleikur, hæfileikadag- skrá fyrir börn, þrautakeppni, knatt- spyrna, kvöldvökur að hætti Skógar- manna, söngstundir, tónleikar, fána- hylling, kynning á kristniboðsstarf- inu í Eþíópíu og Kenýju, guðsþjón- usta, gönguferðir, furðuleikar, lof- gjörðarstundir, varðeidur auk sér- stakrar hátíðarkvöldvöku á sunnu- dagskvöldið sem tileinkuð verður 100 ára afmæli KFUM og KFUK á Islandi. Fyrir unglinga og heilu fjölskyldurnar A þessu má sjá að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið þess að dvelja í notalegu and- rúmslofti og heilbrigðum anda í Vatnaskógi um verslunarmannahelg- ina. Jafnt unglingar sem heilu fjöl- skyidurnar eru velkomnar í Vatna- skóg um verslunarmannahelgina. Hátíðin er að sjálfsögðu vímulaus. SIGURBJÖRN ÞORKELSSON, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Eftirmáli við konur og íþróttir Frá Ingólfi Hannessyni: í MORGUNBLAÐINU sl. sunnu- dag var ákaflega fróðleg grein um konur, íþróttir og kastljós fjölmiðla. Þó gætir ónákvæmni á einum stað í tilvitnun í orð undirritaðs varðandi HM í knattspyrnu kvenna. Sagt er að ég hafi látið þau orð falla að „það hafi verið mistök af hálfu útvarps- ráðs að taka þá ákvörðun að sýna ekki frá heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu..." Mín orð voru á þann veg að, eftir á að hyggja, hafi það hugsanlega verið mistök OKKAR að sýna ekki frá mótinu. Hér á ég við Sjónvarpið og alls ekki útvarpsráð sérstaklega. Einstaklingar í útvarps- ráði margítrekuðu þá skoðun sína að slíkt skyldi gert en ákváðu loks að láta vilja yfirmanna Sjónvarpsins ráða, m.a. vegna kostnaðar við slíkar útsendingar. Þarna voru fjárhagsleg og rekstrarleg rök yfirsterkari jafn- réttissjónarmiðum. Formaður handknattleiksdeildar Stjömunnar, Þorsteinn Gunnarsson, fer nokkuð hörðum orðum um áhugaleysi fjölmiðla á kvennahand- knattleik og nefnir sem dæmi að Sjónvarpið hafi verið knúið til þess að sýna þriðja leik Stjörnunnar og FH um Islandsmeistaratitil kvenna „með stanslausum innhringingum og kvörtunum". Þetta er einfaldlega rangt. Öll úrslitakeppni kvenna var sett í uppnám síðla vetrar vegna þátttöku unglingalandsliðsins í und- ankeppni HM. Þar með var ljóst að úrslitarimmur karla og kvenna færu fram á sama tímabili. Búið var að ákveða útsendingar frá karlakeppn- inni með löngum fyrirvara og þetta setti því allar okkar áætlanir úr skorðum. Fyrirhugað var að gera þriðja leik liðanna skil í handbolta- kvöldi en sýna beint ef hann myndi ráða úrslitum. Það gerðist og leikur- inn var sýndur. Uppsafnað áhorf á umræddan úr- slitaleik Stjörnunnar og FH mánu- dagskvöldið 26. apríl var 13,7%. 15,6% karla og 12,1% kvenna (!) fylgdust með leiknum. Þess má geta að kvöldið áður fylgdust 38,7% landsmanna með leik FH og Aftur- eldingar í karlaflokki. íþróttadeild RÚV hefur ákveðin og skilgreind jafnréttismarkmið í rekstri sínum. Við viljum að slíkt sjá- ist í dagskrá okkar og umfjöllun. Þá hafa fjórar konur starfað hér um lengri og skemmri tíma sem íþróttaf- réttamenn. Hins vegar hef ég ekki skýringu á því hvers vegna konur sækjast ekki eftir slíku starfi. Síðast þegar ráðinn var íþróttafréttamaður til Sjónvarpsins sóttu 40 um, 38 karl- ar og 2 konur. Önnur reyndist ekki uppfylla lágmarksskilyrði og hin hætti við. INGÓLFUR HANNESSON, íþróttastjóri RÚV. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.