Morgunblaðið - 24.07.1999, Síða 62

Morgunblaðið - 24.07.1999, Síða 62
02 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ H i Oþarfi að loka á fimmtudögum VIÐ byrjun sjónvarpsútsendinga hérlendis voru áhorfendur öllu fegnir. Landsfeður vildu hafa stjóm á þessu nýja æði og óttuðust það mjög, eða nóg til þess að hafa ekkert sjónvarp á fimmtudögum. Þá réðu aðrar kyndslóðir í landinu en nú, þegar aldrei er nóg af gargi og afró barsmíð á trommur. Það er eins og sumt af hinni dáðu æsku sé að reyna að troðast aftur til frum- bemsku mannkyns. Nýjasti áreksturinn í Grjótaþorpi er dæmi um ungt fólk, sem gerir eins og því sýnist á götum úti eins og frummaðurinn í skóginum og öskr- ar og kvíar og hefur uppi kynferð- islega tilburði svo íbúum blöskrar. Það er ekki alltaf fínt að vera í meirihluta í borgarstjóm þegar tíðarandinn heimtar klámbúllur og eiturlyf og landa. Það sem meiri- hlutinn þyrfti að gera til að slá á sóðadíki útivistarfólks um helgar er að koma upp salemum, en það er varla nógu fínt fyrir meirihlut- ann eða spennandi fyrir erlent fjöl- miðlafólk sem kemur langar leiðir í miðbæ Reykjavíkur til að sjá frummenn á næturrölti. Hluti þessara leiðinda stafar af því að hinar ýmsu dagskrár halda fólki ekki við skemmtiefni og em yfir- leitt ekki nógu spennandi til að loka þurfi þeim á fimmtudögum. I síðustu viku vora það helst fréttir sem vöktu athygli og áttu bæði útvörp og sjónvörp þar jafn- an leik. Morð era sem betur fer ekki algeng, en nú tókst svo til á Leifsgötu. Maður undir gran náð- ist í Kaupmannahöfn. Hafa verið miklar hugrenningar í fréttum út af þessum atburði. Ber að þakka, að atgangur fréttamanna hefur þó hvergi verið eins harður og hann er meðal erlendra fréttamanna, þeg- ar slíkum atburðum er lýst. Þótt margt öpum við eftir útlendingum af hræðslu við að vera kallaðir sveitamenn, höfum við enn ekki tekið upp á því að elta fólk á rönd- um í fréttaskyni. Vestur í Amer- íku fórst sonur John Kennedy, fyram forseta Bandaríkjanna. Hvílir undarleg ógæfa yfir þeim ættmennum velflestum, sem komnir eru út af Kennedy, sendi- herra. Hann beið með skipsfarma af áfengi utan landhelgi Banda- ríkjanna, þegar leið að því áfeng- isbanninu yrði aflétt. Á slíkum auði og verðbréfabraski varð ætt- in rík. Nú er talað um látinn krón- prins. Ansi mikið er um það að Stöð 2 sýni gamlar myndir. Líklegt er að fyrirtæki Jóns Olafssonar með Chase Manhatttan Bank að bak- hjarli, ráði mestu um innflutning á þessu dóti, sem fer til sýninga á Sýn og Bíórásinni fyrir utan á Stöð 2. Við lauslegt yfirlit sést að laug- ardagsdagskrá þessarar sam- steypu bauð upp á Poseidon-slysið, Rambó III og Patton. Þessar myndir hljóta að fást mjög ódýrt, ast hendur út af sjónvarpsglápi. Það kemst að minnsta kosti í mið- bæinn og Grjótaþorpið eftir mið- nætti um helgar til að gera stykkin sín. Vel á minnst: Patton var skrautlegur hershöfðingi. Hann byrjaði ungur maður í riddaraliði bandaríska hersins, tók síðan við skriðdrekadeild og endaði sem hershöfðingi undir Eisenhover í innrásinni í Afríku og Sikiley og síðast í Normandí. Eins og sést í kvikmyndinni, þar sem Patton er leikinn af George C. Scott, var hann skrautlegasti foringi Banda- manna að Montgomery meðtöld- um. Þá, sem særðu sjálfa sig til að losna við að taka þátt í bardög- um, lét hann leiða út úr sjúkra- húsum og sjá um sig sjálfa. Mikill hvellur varð þegar hann sló óbreyttan hermann á Sikiley, sem var eitthvað að kvarta við hann. Þannig vann hann sér margt til óvildar, en hann kunni að berjast. Hann var herfræðilegur sagn- fræðingur og vildi helst vera þar sem heitast brann. Patton vildi halda áfram austur þegar hann var kominn inn í Þýskaland, en það fékk hann að sjálfsögðu ekki. Svo var hann settur til að stjórna hernumdu svæði vestast í Þýska- landi. Einn dag var hann á ferð skammt innan landamæra Lux- embourg í opnum jeppa. Þeir komu að gatnamótum í grænum, kyrrlátum hæðum. Þar hafði mjór vír verið strengdur yfir veginn. Þeir keyrðu á hann og þar lét Patton lífið. Skammt frá þessum gatnamótum eru víðir vellir þakt- ir hvítum krossum. Þeir standa í boga út frá krossi merktum Patton. Þegar spurt er hvort hann liggi þar enn er því svarað til, að hann hafi verið fluttur til Ameríku, þótt kross hans standi við hlið annarra fallinna í her hans í evrópskri jörð. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI enda komnar til ára sinna. Það er því liðin sú tíð, að fólki þurfi að fall- FÓLK í FRÉTTUM 100 hylki E-PLUS NAI H HUtGI E-VÍTAMIN 200 a»; E-vítamín eflir Varnir líkamans áj, fástk IBIneilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri Góð leið til að kynnast náttúru og mannlífí >landa er að ferðast einn um á hjóli. Þýski ljósmyndarinn, Jurgen Goldberg skoðaði ----------^ — .... ...... — — sig um á Islandi með myndavélina og tjald- ið í bakpokanum og var alsæll með veðrið. „ÉG VEIT ekki hvar ég kem til með að enda ferðalagið, það er opið í annan endann," sagði Jiirgen dag- inn áður en hann kvaddi Island en hér dvaldi hann í þrjá mánuði. «3Iúna er ferðinni heitið til Himala- yafjallanna og þaðan til Nýja-Sjá- lands og Suður-Ameríku. Mér finnst mjög mikilvægt að hafa góð- an tíma í hverju landi og geta kynnst fólkinu. Svo vil ég geta beðið eftir réttri birtu til að taka myndir.“ - Hefurðu notið dvalarínnar hér? „Já, mjög svo. Ég hef farið um allt landið á hjóli og fór um hálendið á jeppa í nokkra daga. Ég er mjög hrifinn af Skandinavíu en það var frábært að koma til Islands. Ég á eftir að ferðast um allan heiminn en ég er viss um að ég kem aftur hing- að, fýrr eða síðar.“ - Hvað fínnst þér um veðríð hérna? , „Ég er ánægður með það því að þegar það er þungskýjað og geislar sólarinnar ná örlítið í gegn þá er frábært að taka myndir.“ - Ertu menntaður íIjósmyndun? „Nei, ég hef lært Ijósmyndun upp á eigin spýtur. Ég vinn fyrir mér í ÍSJAKI speglast í lóninu. JÚRGEN hefur ferðast víða og þessi mynd er tekin í Svíþjóð. Ljósmyndir flakkarans FJÖLLÓTT lönd eins og Noregur eru eftirlætisstaðir JUrgens. ferðinni með því að senda blöðum í Þýskalandi myndirnar mínar og þær eru síðan birtar þar jafnóðum. Þegar hafa verið birtar myndir frá Bláa lóninu í blöðum þar.“ Kann vel við fjöllin - Ferðastu aðallega til landa sem eru utan fjölfarínna ferðaleiða? „Já, ég kann vel við lönd sem era strjálbýl og pínulítið einmanaleg. Svo era það fjöllin sem heUla mig, geri ég ráð fyrir. Noregur, ísland, Tíbet, Nepal og Bólivíaera öll fjöll- ótt lönd og þar er að finna frekar ósnortin svæði.“ - Ferðastu alltaf einn? „Já, það er erfitt að ferðast með öðram þegar maður er ljósmyndari. Ég vU kannski bíða í nokkra daga eftir að rétt birta komi á ákveðið fjall og það er örugglega mjög leið- inlegt að bíða ef maður er ekki sjálf- ur ljósmyndari. Ef ég hitti aðra Ljósmynd:Jurgen Goldberg. JÖKULSÁRLÓN heillar marga ljósmyndara og var JUrgen engin undantekning þar á. þýska ferðamenn slæst ég oft í för með þeim í nokkra daga. Það er líka einfaldara að kynnast fólki þegar maður er einn á ferð.“ - Núna ferðu úr fjöllunum á Is- landi til Himalaya? „Já, ég ætla að vera í Nepal og Tíbet í fjóra mánuði. Ég hef enn ekki ákveðið hvað ég ætla að gera þar en ég hef reyndar hugsað mér að búa í klaustri í svona mánuð og taka þar myndir. Ég veit ekki alveg hvað tekur við þegar ég kem heim tU Þýskalands en vonandi fæ ég vinnu við Ijós- myndun. Það er draumurinn. Kannski fer ég heldur ekkert aftur heim. Ef mér býðst frábær vinna á Nýja-Sjálandi þá gæti ég alveg hugsað mér að taka henni.“ JÚRGEN var ánægður með dvölina á íslandi. H

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.