Morgunblaðið - 24.07.1999, Side 64

Morgunblaðið - 24.07.1999, Side 64
34 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO HASKOLABIO "íJEÍm/Jur iuujju j/.jIJuí k ií/UÍJUÍÍiJJJ JJJJJJJ '/jj/i ■ JaysJii/ á/ Lijiiwj Sýnd kl. 11. B.i. 14 ára. Verð kr. 500. Síð. sýningarhelgi. Sýnd af skjávarpa undirtónóJr cí-uicsnjj® rcúsie perez lavter bardem Hl-LO COUNTRY MASLCTTAN ,★★★ ÓHT Rás2 Hagatorgi, simi 530 1919 Snnduriun imjn risa. FUCKING AMAL 'inaliimlí Ný islensk kvikmynd gnti tl.cfii ng krnltmi] mnð iilhrai|il!ilcik www.haskolabio.is SiujiJij/jjjjj jjjiiij /jaí jJkujiirijjí jjjíjjju jhiljnjj li ií/jiicj/jjiii ijjjjjjc^Í Ja/jiiir ii kjjm. Will Smlth otj Barry Sonncnleltl smia bökum snman á ný ettir risasmcllinn MEN IN BLACK og taka áhortentlur meft sér í villta ævintýraterð tulla af gríní. hasar og spcnnu. Kl. 2.30, 4.40, 6.50, 9 og 11.10.amDIGrTAL Kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. b.í. i?Bamnif;nai Kl. 5, 7, 9 Og 11. B,í. 16ára. ESTDIGrTAL Sýnd kl. 3, 5,7, 9 og 11. SHDiGITAL www.samfilm.is ‘ Dásamlegt að koma heim til Islands Jón Laxdal hefur starfað sem leikari í Evrópu mest alla sína starfsævi. Hann rekur eigið leikhús í Kaisersthul í Sviss og er nú staddur heima á Is- landi í fyrsta sinn í fímmtán ár. Hann hitti Birnu Ónnu Björnsdóttur og spjallaði um leikhúsið sitt, fjölskyldu sína og það hvernig Reykjavík kemur -á honum fyrir sjónir eftir svona langa fjarveru. Jón Laxdal hefur starfað sem leik- ari í Evrópu mestalla starfsævi sína. Hann lék í kvik- myndunum sem þýski kvikmyndagerðar- maðurinn Hádrich gerði eftir Brekku- kotsannáli og Paradís- arheimt og lék hann Garðar Hólm og Álf- grím ungan í Brekku- kotsannáli en Steinar frá Steinahlíð í Para- ---éfísarheimt. Jón hefur hlotið fjölmörg verð- laun hér og þar í Evr- ópu fyrir störf sín en hann segir þó að allra vænst þyki sér um Fálkaorðuna sem Vigdís Finnbogadóttir veitti honum árið 1980. Fjölskylduverkefni Undanfarin fjórtán ár hefur hann rekið eigið leikhús í Kaiserstuhl í Sviss. Honum til fulltingis eru eig- inkona hans, dóttir og tendafaðir og Jiegir Jón þetta leikhús vera til ‘^egna samvinnu þeirra allra og að þetta sé sannkallað fjölskylduverk- efni. Tengdaföður sinn, Vaslav Jaros, hefur Jón þekkt lengi vel og kynnt- ist hann svo dóttur hans Katerinu og kvæntist henni fyrir sjö árum. Hún átti þá tveggja ára dóttur sem ^Jón kallar nú dóttur sína og segist mafa fengið í gjöf með hjónaband- Jón Laxdal inu. „Það var mikill fengur að henni því hún er alveg einstök stúlka og yndisleg," segir Jón og glaðnar yfir honum á meðan hann talar um Katerinu litlu. „Hún leikur í leikhús- inu hjá okkur. Fimm ára gömul sat hún á tröppunum í leikhúsinu og fylgdist með æfing- um og sýningum á Imyndunarveikinni eftir Moliere. Þá veiktist ein leikkonan og við vorum í mestu vandræðum með að finna staðgengil þegar Katerina segir „ég skal leika“. Eg hugsaði með mér að það gæti kannski bara orðið allt í lagi að reyna þetta og sagði henni að við skyldum breyta atrið- inu þannig að ég, sem var að leika pabba hennar á sviðinu, færi með textann hennar líka. Eftir þrjár fjórar æfingar segir hún svo lágum rómi „pabbi, ég kann textann núna, þú þarft ekki að láta mig vera þegj- andi lengur“, og þá kunni hún allan textann! Hún gerði þetta svo vel og fólkið ætlaði alveg að tryllast af hrifningu." Katerina eldri er geðlæknir og vinnur á heimili fyrir geðfatlaða skammt frá þorpinu þeirra. Þrátt fyrir að hún sé í fullri vinnu þar, vinnur hún líka heilmikið fyrir leik- húsið. Vaslav er fyrrverandi ballett- dansari og að sögn Jóns var hann afbragðs dansari á sínum tíma. Nú vinnur hann einnig í leikhúsinu og segir Jón að þau vinni að öllu sam- an og þó að hann stjómi sjálfur og sé eins og nokkurs konar skipstjóri þá ákveði þau oftast í sameiningu hvað eigi að sýna, hvemig sýning- amar eigi að vera, hverjir eigi að leika og svo framvegis." Gott fyrir fjölskyldufriðinn „Samvinna sem þessi er mjög góð fyrir fjölskyldufriðinn," segir Jón og hlær við. Hann segir enn- fremur að það sé nauðsynlegt að skipta með sér verkum og hlusta á hugmyndir annarra í vinnu sem þessari. I Þýskalandi hafi hann orð- ið var við að leikhússtjórar séu oft eins og einræðisherrar sem vilji gera allt eftir sínu höfði en það séu mikil mistök í leikhúsvinnu. Það sé nefnilega mjög þýðingarmikið að hlusta á allar hugmyndir sem koma fram og með því að einblína aðeins á eigin hugmyndir geti fólk oft misst af mörgu gullvægu. Reykjavík er að springa út eins og blóm Jón er kominn heim til íslands í fyrsta sinn í fimmtán ár og til stendur að fara á ættarmót í Árnes- sýslunni. Það eru systkini Jóns og afkomendur þeirra sem hittast og verða þarna hátt á annað hundrað manns, en upphaflega voru þau systkinin tólf og eru sex enn á lífi. Mæðgumar eru að koma hingað í Morgunblaðið/Jim Smart JÓN Laxdal í faðmi fjölskyldunnar. fyrsta sinn og eru stórhrifnar af landinu. En hvernig ætli sé að koma heim til Islands eftir fimmtán ára fjar- veru? „Það er alveg dásamlegt," segir Jón og lignir aftur augum. „Eg tek að sjálfsögðu eftir gífurleg- um breytingum hér í Reykjavík og sé að þessi borg er að springa út eins og blóm. Eg má til með að minnast á það hvað ég er hrifinn af því hvað íslendingar hafa verið glettnir í því að ná í bráðskemmti- legan arkítektúr. Hann hefur húmor, skemmtOeg form og er mjög fjölbreyttur. Mér finnst Reykjavík orðin afskaplega nútíma- leg og smekkleg evrópsk borg. Borgin er orðin alveg ægilega skemmtileg og eins finnst mér and- rúmsloftið héma virkilega jákvætt og gott. Mér finnst ég verða var við svo mikla grósku og líf og líst mér alveg yndislega vel á allt héma,“ segir Jón og hann útiiokar ekki þann möguleika að snúa aftur heim einhverntímann. Hann segir að til standi að gefa út ævisögu sína og gæti hún komið út núna fyrir jólin en ef ekki þá kemur hún út fyrir næstu jól. Hann segir að það sé þegar byrjað að undirbúa bókina og að Haraldur Jó- hannsson muni skrifa hana. Það er að minnsta kosti Ijóst að Jón hefur reynt margt og hefur ömgglega frá mörgu spennandi og ævintýralegu að segja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.