Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tvær 8 ára með maríu- laxa SÍÐARI bama- og unglingaveiði- dagur SVFR í Elliðaánum var á fimmtudaginn og tókst með ágæt- um að vanda, að sögn Stefáns Á. Magnússonar stjómarmanns hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Alls vora um þrjátíu þáttakendur og varð aflinn tveir laxar og fjöldi sil- unga. Laxamir vora báðir svokall- aðir „maríufiskar" tveggja átta ára stúlkna. Það var Kristín Ásgeirsdóttir sem veiddi 6 punda hæng í Fljótinu og Hekla Karen Pálsdóttir veiddi 7 punda lax í Höfuðhyl. Auk laxanna tveggja veiddust um 30 urriðar sem vora allt að tvö pund og þrír sjóbirt- ingar á bilinu eitt og hálft til tvö pund. Athygli vakti, að einn birting- anna veiddist í Höfuðhyl, en þeir sem þekkja til Elliðaánna vita hversu óvenjulegt það er. í ánum veiðast örfáir birtingar að hausti og nánast allir frá Sjávarfossi og niður í fjöru. Höfuðhylur er efsti veiði- staður árinnar. 25 og 24 punda úr Hofsá Mikið hefur verið af stóram laxi í Hofsá í sumar. í lok dags 26. ágúst höfðu veiðst 804 laxar í ánni og þar af vora 84 frá 15 og upp í 25 pund. Átján þeirra voru frá 20 pundum upp í 25 pund. í fréttatilkynningu frá leigutökum árinnar, Stanga- veiðifélaginu Hofsá, kemur fram að 25 punda lax hafi veiðst í Netahyl 16. ágúst og 24 punda lax í Símahyl 14. ágúst. Báðir laxamir veiddust á flugu, enda er annað agn ekki leyft i ánni lengur. Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon Kristín Ásgeirsdóttir með 6 punda hæng úr Fljótinu. Þá hafa veiðimenn við ána sett talsvert af stóram löxum í kistur sem geymdar era víða við hylji ár- innar og er ætlunin að sleppa löxun- um upp fyrir fossinn. Þar efra era góð uppeldisskiiyrði fyrir laxaseiði og prýðOegar aðstæður tO hrygn- ingar. Gallinn er bara sá að þangað er ekki laxgengt. Fjöldi erlendra veiðimanna veiðir í Hofsá og margir þeirra eru hlynntir því að veiða og sleppa. Af 804 lönduðum löxum hafði 201 verið sleppt aftur. Stórlaxar Eins og fréttin hér að ofan um stórlaxafjöld í Hofsá og frétt um 27 punda hæng úr Laxá í Aðaldal í blaðinu í gær benda tO, hefur verið allmikið af stórlaxi í íslenskum ám í sumar og bætt nokkuð upp að norð- anlands og í Rangánum er mun minna af eins árs laxi en t.a.m. í fyrra. 27 pundarinn úr Laxá í Aðaldal er stærstur, en næstur kemur trúlega óveginn lax úr Vatnsdalsá, sem var 107 sentimetrar, sem gæti hafa ver- ið 25-26 pund. Laxinn, sem að ofan er getið úr Hofsá, gæti einnig hafa verið þyngri en frændinn úr Vatns- dalsá. weiar EL-531RH EL-520R 2 linur í glugi_ 183 innbyggðar reikniaðgerðir Rétt aðgerðarraöð D.A.L. (Direct Algebraic' EL-9400 2 línur f glugga 238 innbyggðar reikniá3§erðir Rétt aðgerðarraöð D.A.L. (Direct Algebraic Loglc) • Twin power: Sólar- og venjuleg rafhlaða ftgjjD er rétt aðgerðarröð sem gerlr þér kteift að leysa flókin relknlngsdæmi á sama hitt og þú skrifar þau niður á biað. Sharp notar nú ipjnjL. f fiestar gerðlr vasarelkna. • Grafísk reiknivél • Skjár 96x64 punktar • Yflr 530 Innbyggðar reikniaðgerðir • 32 kb minni U R N I B R Æ Lógmúla 8 • Simi 530 2800 Sharp reiknivélar eru fáanlegar í flestum bókaverslunum Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon Hekla Karen Pálsdóttir með 7 punda hæng úr Höfuðhyl. Ef við höldum áfram að fikra okkur niður skalann, þá veiddist 24 punda lax í Hofsá og annar á líku reki, 24-25 punda, í Hölkná. Þeim laxi var sleppt, en hann var 106 sentimetrar. Áætlanir þessar byggjast á þumalputtareglu sem NASF hefur lagt upp, en ljóst er að sleppingamar rugla nokkuð gamla fyrirkomulagið. Nú veit kannski enginn hver var stærstur, næst- stærstur o.s.frv. Sá úr Laxá í Þing- eyjarsýslu er þó reyndar klárlega stærstur. Að minnsta kosti tveir um það bil 23 punda era komnir úr Vatns- dalsá, báðir bíða klaktöku í kistu við ána. Tveir 22-23 punda veiddust sama daginn í Selá fyrir skömmu, báðum var sleppt. Áftur á móti veiddust 22 punda laxar í Þverá, Laxá í Aðaldal og Miðfjarðará, sem vora slegnir í rot og hengdir á vigt. 21 punds lax veiddist nýverið í Sog- inu og 20 punda laxar hafa veiðst í Þverá, tveir, Haffjarðará, Straum- fjarðará, Grímsá og Svalbarðsá, all- ir hirtir. Slatti af 20 til 21 punds löxum hefur að auki veiðst í Víði- dalsá, Vatnsdalsá, Selá og Hofsá. Ef til vill mætti nefna fleiri laxa, en þeirra verður þá getið þegar um þá spyrst. ----------------- Breytingar á reglum Kvótaþings STJÓRN Kvótaþings íslands hefur endurskoðað reglur þingsins og taka nýjar reglur gildi 1. september nk. Helstu breytingar eru þær að út- reikningur viðskiptaverðs hefst klukkan 15 í stað 15:30 áður. Aftur- köllun tilboðs þarf því að berast fyrir klukkan 15. Ekki er lengur gerð krafa um tryggingar eða stað- greiðslu vegna fasts hluta gjalds samkvæmt gjaldskrá, heldur fela breyttar reglur Kvótaþings það í sér að tilboðsgjafar veita Kvótaþingi heimild til að færa gjaldið af innláns- reikningi með undirritun sinni á til- boðseyðublaðið. Viðskiptagjald hækkar Sjávarútvegsráðherra hefur sam- þykkt tillögur stjórnar Kvótaþings um gjaldskrá þingsins fyrir fiskveiði- árið 1999/2000. Hlutfallslegt gjald vegna viðskipta á þinginu hækkar 1. september nk. úr 0,1% í 0,13% en fastur hluti gjaldsins helst óbreytt- ur, 700 krónur. Stjórn Kvótaþings hefur einnig gefið út nýtt eyðublað vegna tilboða og verður hægt að nálgast þau hjá Fiskistofu, sjávarútvegsráðuneytinu og bankastofnunum. Nýja eyðublað- ið verður tekið í notkun 1. september nk. og verður þá ekki tekið við þeim tilboðum sem berast á eldri eyðu- blöðum. Nýjung hjá utanríkisþjónustunni Viðskiptafull- trúar til viðtals ALLA næstu viku verða viðskipta- fulltrúar Við- skiptaþjónustu utanríkis- ráðuneytisins til viðtals íyrir menn í atvinnulífinu bæði hér á höfuðborgar- svæðinu og úti um land. Benedikt Höskuldsson er forstöðumaður Viðskipta- þjónustunnar. Hann var spurður hver væri til- gangurinn með þessari þjónustu. „Tilgangurinn er að efla útflutning íslenskra fyrir- tækja á mörkuðum sem Viðskiptaþjónusta utan- ríkisráðuneytisins sinnir, þ.e. þar sem Island hefur yfir sendiráðsskrifstofum að ráða.“ - Eru það mörg og stór svæði? „Þar sem við eram að sinna viðskiptaþjónustunni sér- staklega er á sex stöðum í heim- inum - það er Peking, Berlín, London, Moskva, París og New York. Á þessum stöðum veitum við sérhæfða viðskiptaþjónustu en á öðram stöðum þar sem eru sendiráðsskrifstofur veitum við ákveðna grannþjónustu.“ - Hvaða munur er þarna á? „Munurinn felst í því að á hin- um sérhæfðu þjónustusvæðum höfum við yfir að ráða sérmennt- uðum viðskiptafulltrúum, bæði íslenskum og erlendum.“ - Eru það þessir fulltrú- ar sem verða til við- tals næstu viku? „Já, ndin er að hvetja alla þá sem hafa góðar hugmyndir sem varða útflutning og hafa áhuga á að reyna fyrir sér í þeim efnum að hafa samband við okkur í síma 560-9930 og fá tíma hjá fulltrúunum, þetta gildir líka um þá sem búa úti á landi. Jafn- framt verða viðskiptafulltrúarn- ir til viðtals á sjávarútvegssýn- ingunni sem hefst í næstu viku í Smáranum í Kópavogi, þar verð- ur Viðskiptaþjónustan með sýn- ingaraðstöðu." -Hefur þessi þjónusta verið nægilega kynnt? „Nei, það hefur hún alls ekki verið. En við eram að reyna að ráða bót á því með þessari heim- komu fulltrúanna og að þeir fari um landið. Það hefur hingað til ekki verið talið við hæfi að aug- lýsa starfsemi ráðuneytisins. Það er hins vegar full þörf á því.“ - Telur þú að þetta geti leitt til mikiliar nýsköpunar í ís- lenskri framleiðslu? „Alveg örugglega. Það hefur sýnt sig nú þegar að margar af þeim hugmyndum sem einstak- lingar hafa eiga fullt erindi út á markað þar sem þær geta orðið að veruleika. Ég tel því engan vafa á því að það er ein mikil- vægasta Ieiðin til nýsköpunar að fullnýta íslenskar sendiráðs- skrifstofur sem eru ------------ lykilmörkuðum. Benedikt Höskuldsson ►Benedikt Höskuldsson fædd- ist árið 1957 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófí frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1979 og hann hefur BA-gráðu og MA-gráðu í alþjóðahagfræði og viðskiptum frá Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Kaup- þingi, hjá Útflutningsráði fs- lands og er nú sendifulltrúi og forstöðumaður Viðskiptaþjón- ustu utanríkisráðuneytisins. Við veitum sér- hæfða við- skiptaþjónustu Þótt við séum ekki stór þjónusta, utan- ríkisþjónusta Is- ________ lands, þá erum við á mikilvægustu mörkuðunum. Ekki aðeins þessar sex borgir sem ég taldi fyrr heldur fleiri staðir, svo sem á Norðm-löndun- um og víðar í Evrópu og Norð- ur-Ameríku.“ -Hvernig er þessi þjónusta sem þið veitið? „Við erum að veita það sem ég skilgreini sem markaðsaðstoð, við sjáum um að finna við- skiptaðila, önnumst grannmark- aðsrannsóknir, við aðstoðum við skilgreiningu á dreifileiðum á vöram og þjónustu. Við getum haft milligöngu um samskipti við erlend stjómvöld og fleira.“ - Hvar erum við sterk- ust á svellinu fyrir utan fískút- flutninginn? „Fiskútflutningurinn er ennþá lang mikilvægastur en þar fyrir utan er útflutningur á hugbún- aði mjög vaxandi, svo ekki sé tal- að um hátæknibúnað fyrir mat- vælaframleiðslu, þá er ég að tala um t.d. fyrirtæki eins og Marel og Borgarplast, ásamt fjölda annarra.“ - Hvað með ýmsar listgreinar, svo sem tónlist og kvikmynda- list? „Tvímælalaust viljum við stuðla að framgangi þeirra og höfum reynt að koma til liðs við þá sem era að reyna að hasla sér völl er- lendis. Ekki síst höfum við reynt að koma til liðs við kvikmynda- iðnaðinn. Við höfum beinlínis verið að vinna í því að koma er- lendum stórfyrirtækjum í kvik- myndagerð til íslands, í sam- starfi við íslensk fyrirtæki sem sérhæfa sig i kvikmyndagerð. Við tökum þennan geira mjög al- varlega því þama er um vera- lega möguleika á markaðssetn- ingu að ræða.“ - Er veitt miklu fjár- magni til þess arna? „Nei, ég mundi ekki segja það. Við fáum 32 milljónir króna á ári til þess að standa straum af --------- starfsemi viðskipta- fulltrúanna. En það eru hugmyndir uppi um að byggja þjón- ustuna upp hægt og bítandi." -Hvenær hófst þessi þjón- usta? „Fyrsta september 1997 - hún er að sleppa bleiunni, ef svo má segja.“ - Hvað með framtíðarhorfur? „Við lítum bjartsýn til framtíðar, starfsemin á þessum tíma hefur gengið vel og það hefur sýnt sig að full þörf er á þessari þjónustu og vonandi tekst að byggja hana vel upp í nánni framtíð."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.