Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tvær 8 ára með maríu- laxa SÍÐARI bama- og unglingaveiði- dagur SVFR í Elliðaánum var á fimmtudaginn og tókst með ágæt- um að vanda, að sögn Stefáns Á. Magnússonar stjómarmanns hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Alls vora um þrjátíu þáttakendur og varð aflinn tveir laxar og fjöldi sil- unga. Laxamir vora báðir svokall- aðir „maríufiskar" tveggja átta ára stúlkna. Það var Kristín Ásgeirsdóttir sem veiddi 6 punda hæng í Fljótinu og Hekla Karen Pálsdóttir veiddi 7 punda lax í Höfuðhyl. Auk laxanna tveggja veiddust um 30 urriðar sem vora allt að tvö pund og þrír sjóbirt- ingar á bilinu eitt og hálft til tvö pund. Athygli vakti, að einn birting- anna veiddist í Höfuðhyl, en þeir sem þekkja til Elliðaánna vita hversu óvenjulegt það er. í ánum veiðast örfáir birtingar að hausti og nánast allir frá Sjávarfossi og niður í fjöru. Höfuðhylur er efsti veiði- staður árinnar. 25 og 24 punda úr Hofsá Mikið hefur verið af stóram laxi í Hofsá í sumar. í lok dags 26. ágúst höfðu veiðst 804 laxar í ánni og þar af vora 84 frá 15 og upp í 25 pund. Átján þeirra voru frá 20 pundum upp í 25 pund. í fréttatilkynningu frá leigutökum árinnar, Stanga- veiðifélaginu Hofsá, kemur fram að 25 punda lax hafi veiðst í Netahyl 16. ágúst og 24 punda lax í Símahyl 14. ágúst. Báðir laxamir veiddust á flugu, enda er annað agn ekki leyft i ánni lengur. Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon Kristín Ásgeirsdóttir með 6 punda hæng úr Fljótinu. Þá hafa veiðimenn við ána sett talsvert af stóram löxum í kistur sem geymdar era víða við hylji ár- innar og er ætlunin að sleppa löxun- um upp fyrir fossinn. Þar efra era góð uppeldisskiiyrði fyrir laxaseiði og prýðOegar aðstæður tO hrygn- ingar. Gallinn er bara sá að þangað er ekki laxgengt. Fjöldi erlendra veiðimanna veiðir í Hofsá og margir þeirra eru hlynntir því að veiða og sleppa. Af 804 lönduðum löxum hafði 201 verið sleppt aftur. Stórlaxar Eins og fréttin hér að ofan um stórlaxafjöld í Hofsá og frétt um 27 punda hæng úr Laxá í Aðaldal í blaðinu í gær benda tO, hefur verið allmikið af stórlaxi í íslenskum ám í sumar og bætt nokkuð upp að norð- anlands og í Rangánum er mun minna af eins árs laxi en t.a.m. í fyrra. 27 pundarinn úr Laxá í Aðaldal er stærstur, en næstur kemur trúlega óveginn lax úr Vatnsdalsá, sem var 107 sentimetrar, sem gæti hafa ver- ið 25-26 pund. Laxinn, sem að ofan er getið úr Hofsá, gæti einnig hafa verið þyngri en frændinn úr Vatns- dalsá. weiar EL-531RH EL-520R 2 linur í glugi_ 183 innbyggðar reikniaðgerðir Rétt aðgerðarraöð D.A.L. (Direct Algebraic' EL-9400 2 línur f glugga 238 innbyggðar reikniá3§erðir Rétt aðgerðarraöð D.A.L. (Direct Algebraic Loglc) • Twin power: Sólar- og venjuleg rafhlaða ftgjjD er rétt aðgerðarröð sem gerlr þér kteift að leysa flókin relknlngsdæmi á sama hitt og þú skrifar þau niður á biað. Sharp notar nú ipjnjL. f fiestar gerðlr vasarelkna. • Grafísk reiknivél • Skjár 96x64 punktar • Yflr 530 Innbyggðar reikniaðgerðir • 32 kb minni U R N I B R Æ Lógmúla 8 • Simi 530 2800 Sharp reiknivélar eru fáanlegar í flestum bókaverslunum Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon Hekla Karen Pálsdóttir með 7 punda hæng úr Höfuðhyl. Ef við höldum áfram að fikra okkur niður skalann, þá veiddist 24 punda lax í Hofsá og annar á líku reki, 24-25 punda, í Hölkná. Þeim laxi var sleppt, en hann var 106 sentimetrar. Áætlanir þessar byggjast á þumalputtareglu sem NASF hefur lagt upp, en ljóst er að sleppingamar rugla nokkuð gamla fyrirkomulagið. Nú veit kannski enginn hver var stærstur, næst- stærstur o.s.frv. Sá úr Laxá í Þing- eyjarsýslu er þó reyndar klárlega stærstur. Að minnsta kosti tveir um það bil 23 punda era komnir úr Vatns- dalsá, báðir bíða klaktöku í kistu við ána. Tveir 22-23 punda veiddust sama daginn í Selá fyrir skömmu, báðum var sleppt. Áftur á móti veiddust 22 punda laxar í Þverá, Laxá í Aðaldal og Miðfjarðará, sem vora slegnir í rot og hengdir á vigt. 21 punds lax veiddist nýverið í Sog- inu og 20 punda laxar hafa veiðst í Þverá, tveir, Haffjarðará, Straum- fjarðará, Grímsá og Svalbarðsá, all- ir hirtir. Slatti af 20 til 21 punds löxum hefur að auki veiðst í Víði- dalsá, Vatnsdalsá, Selá og Hofsá. Ef til vill mætti nefna fleiri laxa, en þeirra verður þá getið þegar um þá spyrst. ----------------- Breytingar á reglum Kvótaþings STJÓRN Kvótaþings íslands hefur endurskoðað reglur þingsins og taka nýjar reglur gildi 1. september nk. Helstu breytingar eru þær að út- reikningur viðskiptaverðs hefst klukkan 15 í stað 15:30 áður. Aftur- köllun tilboðs þarf því að berast fyrir klukkan 15. Ekki er lengur gerð krafa um tryggingar eða stað- greiðslu vegna fasts hluta gjalds samkvæmt gjaldskrá, heldur fela breyttar reglur Kvótaþings það í sér að tilboðsgjafar veita Kvótaþingi heimild til að færa gjaldið af innláns- reikningi með undirritun sinni á til- boðseyðublaðið. Viðskiptagjald hækkar Sjávarútvegsráðherra hefur sam- þykkt tillögur stjórnar Kvótaþings um gjaldskrá þingsins fyrir fiskveiði- árið 1999/2000. Hlutfallslegt gjald vegna viðskipta á þinginu hækkar 1. september nk. úr 0,1% í 0,13% en fastur hluti gjaldsins helst óbreytt- ur, 700 krónur. Stjórn Kvótaþings hefur einnig gefið út nýtt eyðublað vegna tilboða og verður hægt að nálgast þau hjá Fiskistofu, sjávarútvegsráðuneytinu og bankastofnunum. Nýja eyðublað- ið verður tekið í notkun 1. september nk. og verður þá ekki tekið við þeim tilboðum sem berast á eldri eyðu- blöðum. Nýjung hjá utanríkisþjónustunni Viðskiptafull- trúar til viðtals ALLA næstu viku verða viðskipta- fulltrúar Við- skiptaþjónustu utanríkis- ráðuneytisins til viðtals íyrir menn í atvinnulífinu bæði hér á höfuðborgar- svæðinu og úti um land. Benedikt Höskuldsson er forstöðumaður Viðskipta- þjónustunnar. Hann var spurður hver væri til- gangurinn með þessari þjónustu. „Tilgangurinn er að efla útflutning íslenskra fyrir- tækja á mörkuðum sem Viðskiptaþjónusta utan- ríkisráðuneytisins sinnir, þ.e. þar sem Island hefur yfir sendiráðsskrifstofum að ráða.“ - Eru það mörg og stór svæði? „Þar sem við eram að sinna viðskiptaþjónustunni sér- staklega er á sex stöðum í heim- inum - það er Peking, Berlín, London, Moskva, París og New York. Á þessum stöðum veitum við sérhæfða viðskiptaþjónustu en á öðram stöðum þar sem eru sendiráðsskrifstofur veitum við ákveðna grannþjónustu.“ - Hvaða munur er þarna á? „Munurinn felst í því að á hin- um sérhæfðu þjónustusvæðum höfum við yfir að ráða sérmennt- uðum viðskiptafulltrúum, bæði íslenskum og erlendum.“ - Eru það þessir fulltrú- ar sem verða til við- tals næstu viku? „Já, ndin er að hvetja alla þá sem hafa góðar hugmyndir sem varða útflutning og hafa áhuga á að reyna fyrir sér í þeim efnum að hafa samband við okkur í síma 560-9930 og fá tíma hjá fulltrúunum, þetta gildir líka um þá sem búa úti á landi. Jafn- framt verða viðskiptafulltrúarn- ir til viðtals á sjávarútvegssýn- ingunni sem hefst í næstu viku í Smáranum í Kópavogi, þar verð- ur Viðskiptaþjónustan með sýn- ingaraðstöðu." -Hefur þessi þjónusta verið nægilega kynnt? „Nei, það hefur hún alls ekki verið. En við eram að reyna að ráða bót á því með þessari heim- komu fulltrúanna og að þeir fari um landið. Það hefur hingað til ekki verið talið við hæfi að aug- lýsa starfsemi ráðuneytisins. Það er hins vegar full þörf á því.“ - Telur þú að þetta geti leitt til mikiliar nýsköpunar í ís- lenskri framleiðslu? „Alveg örugglega. Það hefur sýnt sig nú þegar að margar af þeim hugmyndum sem einstak- lingar hafa eiga fullt erindi út á markað þar sem þær geta orðið að veruleika. Ég tel því engan vafa á því að það er ein mikil- vægasta Ieiðin til nýsköpunar að fullnýta íslenskar sendiráðs- skrifstofur sem eru ------------ lykilmörkuðum. Benedikt Höskuldsson ►Benedikt Höskuldsson fædd- ist árið 1957 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófí frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1979 og hann hefur BA-gráðu og MA-gráðu í alþjóðahagfræði og viðskiptum frá Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Kaup- þingi, hjá Útflutningsráði fs- lands og er nú sendifulltrúi og forstöðumaður Viðskiptaþjón- ustu utanríkisráðuneytisins. Við veitum sér- hæfða við- skiptaþjónustu Þótt við séum ekki stór þjónusta, utan- ríkisþjónusta Is- ________ lands, þá erum við á mikilvægustu mörkuðunum. Ekki aðeins þessar sex borgir sem ég taldi fyrr heldur fleiri staðir, svo sem á Norðm-löndun- um og víðar í Evrópu og Norð- ur-Ameríku.“ -Hvernig er þessi þjónusta sem þið veitið? „Við erum að veita það sem ég skilgreini sem markaðsaðstoð, við sjáum um að finna við- skiptaðila, önnumst grannmark- aðsrannsóknir, við aðstoðum við skilgreiningu á dreifileiðum á vöram og þjónustu. Við getum haft milligöngu um samskipti við erlend stjómvöld og fleira.“ - Hvar erum við sterk- ust á svellinu fyrir utan fískút- flutninginn? „Fiskútflutningurinn er ennþá lang mikilvægastur en þar fyrir utan er útflutningur á hugbún- aði mjög vaxandi, svo ekki sé tal- að um hátæknibúnað fyrir mat- vælaframleiðslu, þá er ég að tala um t.d. fyrirtæki eins og Marel og Borgarplast, ásamt fjölda annarra.“ - Hvað með ýmsar listgreinar, svo sem tónlist og kvikmynda- list? „Tvímælalaust viljum við stuðla að framgangi þeirra og höfum reynt að koma til liðs við þá sem era að reyna að hasla sér völl er- lendis. Ekki síst höfum við reynt að koma til liðs við kvikmynda- iðnaðinn. Við höfum beinlínis verið að vinna í því að koma er- lendum stórfyrirtækjum í kvik- myndagerð til íslands, í sam- starfi við íslensk fyrirtæki sem sérhæfa sig i kvikmyndagerð. Við tökum þennan geira mjög al- varlega því þama er um vera- lega möguleika á markaðssetn- ingu að ræða.“ - Er veitt miklu fjár- magni til þess arna? „Nei, ég mundi ekki segja það. Við fáum 32 milljónir króna á ári til þess að standa straum af --------- starfsemi viðskipta- fulltrúanna. En það eru hugmyndir uppi um að byggja þjón- ustuna upp hægt og bítandi." -Hvenær hófst þessi þjón- usta? „Fyrsta september 1997 - hún er að sleppa bleiunni, ef svo má segja.“ - Hvað með framtíðarhorfur? „Við lítum bjartsýn til framtíðar, starfsemin á þessum tíma hefur gengið vel og það hefur sýnt sig að full þörf er á þessari þjónustu og vonandi tekst að byggja hana vel upp í nánni framtíð."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.