Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FLUTNINGAMíÐSTÖÐ VESTMANNAEVja hf Morgunblaðið/Sigfós Gunnar Guðmundsson Boris Bjarni, þjálfari ÍBV (t.h.j, ásamt Guðfinni Kristmannssyni. Boris Bjarni Akbachev um leikina gegn Makedóníu í undankeppni Evrópumótsins Leiðin gæti reynst íslenska liðinu torsótt Borís Bjarni Akbachev, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli. Hann þjálfaði um árabil í fyrrverandi Sovét- ríkjunum en hér á landi hefur hann lengst af þjálfað Val, Hann tók nýlega við þjálfun karialiðs IBV og sinnir starfinu jafnhliða starfí sínu hjá íslenska landsliðinu. Hann segir í samtali við Gísla Þorsteinsson að íslenska landslið- ið, sem mætir Makedónum í tveimur leikjum í undankeppni Evrópukeppn- innar, verði að læra af reynslu fyrrí leikja og tryggja sér gott forskot fyrír leikinn ytra - því þar geta leikmenn átt von á margs konar uppákomum. AÐSPURÐUR um hvað hafi valdið því að hann færði sig um set frá Val eftir margra ára starf segir Boris sjálfan sig lítið gefinn fyrir að eltast við gylliboð annarra félaga og bendir á þá staðreynd að hann hafi þjálfað sama liðið [Kunzevo] í 25 ár í fyrrverandi Sov- étríkjunum. „Ég hef nær alian minn feril lagt áherslu á að kenna yngri iðkendum og efla það starf sem unnið er hjá félögum eins og Val. Ég hef því ekki gert mikið af því að færa mig um set. En er Eyjamenn höfðu samband við mig ákvað ég að slá til. Ég er því hingað kominn til þess að gera mitt besta og koma lið- inu í fremstu röð.“ Boris segir að honum hafi reynst erfitt að yfirgefa Val, enda kveðst hann hafa þjálfað nær alla flokka hjá félaginu frá því hann kom þang- að fyrst árið 1980, en segir „Mér fannst tími tíl kominn að breyta um umhverfi. Ég gerði tíu mánaða samning, er gildir út tímabilið, og er í raun nýkominn hingað út. Ég ákvað að hefjast strax handa og er búinn að vera með 15 æfingar á tíu dögum en markmiðið er að við æf- um nær alla daga fram að íslands- móti og flesta daga eftir það. Ekki veitir af, því við verðum að leggja hart að okkur ef árangur á að nást.“ Boris kveðst ekki hafa lagt neina áherslu á að forráðamenn liðsins fengju nýja leikmenn til liðsins, hann hafi þess í stað lagt til að hann fengi unga og efnilega leikmenn til þess að vinna með. „Við erum að vísu búnir að fá þokkalegan rúm- enskan markvörð og króatískan úti- leikmann, en ég hef lagt mesta áherslu á að ég fengi unga stráka til þess að vinna með. Það eru nokkrir ágætir hér í Eyjum en ég býst við að veturinn gætí reynst liðinu erfið- ur. En ég tek því sem að höndum ber.“ Enginn markvörður skarar fram úr Aðspurður um hvað honum finn- ist um stöðu íslensks handknatt- leiks á komandi vetri segir Boris að ástandið sé ekki nægilega gott og bendir á að skortur sé á góðum markvörðum. „Tólf lið eru í 1. deild en nær ekkert þeirra hefur innan- borðs markvörð sem skarar fram úr. Senn kemur að því að kynslóða- skipti verða hvað varðar markverði í landsliðinu en ég á erfitt með að sjá hvaða leikmenn geta tekið við hlutverki Guðmundar Hrafnkels- sonar. Kannski er von með ungan markvörð í Garðabæ, Birki Ivar Guðmundsson, en það á eftir að koma í ljós. Það er einnig vandamál með homamenn og skyttur. Nefndu mér til dæmis stóran leikmann í ís- lensku liði, sem er um tveir metrar á hæð, sem er góður á evrópskan mælikvarða. Hvaða lið hefur yfir slíkum leikmanni að ráða í dag? Þá eigum við í vandræðum með miðju- menn í landsliðinu því Dagur [Sig- urðsson] hefur verið meiddur og okkur vantar mann til þess að fylla skarð Arons [Kristjánssonar] ef hann meiðist einnig.“ Boris segir að ástæða þess að hörgull er á efnilegum leikmönnum sé sú að mörg félög hér á landi leggja ekki nægilega mikla rækt við bama- og unglingastarf og að efni- legir leikmenn fái ekki þá tilsögn sem þarf til þess að gera þá að betri leikmönnum. „Við getum tekið sem dæmi ÍR, sem hefur átt sæg af efni- legum leikmönnum. Ragnar Óskarsson er einn slíkra leikmanna en hann hefur ekki fengið þá tilsögn sem þarf til þess að hann fái notið sín í réttri stöðu á vellinum," segir Boris og bendir á að hætta sé á að leikmaðurinn nái ekki frekari fram- fömm með sama áframhaldi. Boris segir að félagslið geri lítið af því að láta unga leikmenn æfa með meistaraflokki. Ungu leik- mennimir missi því þolinmæðina því þjálfaraskipti séu víða tíð. „Lið- in gera lítíð af því að taka unga leik- menn og láta þá æfa með meistara- flokkum liðanna. Leikmenn missa því þolinmæðina og liðin em sífellt að skipta um þjálfara sem hafa mis- munandi áherslur. Hjá Val em teknir nokkrir yngri leikmenn í meistaraflokk á hverju ári, enda hefur félagið lítið gert af því að kaupa til sín leikmenn. Þess í stað hafa leikmenn liðsins farið til liða í Evrópu.“ Þjálfarar undirbúi leikmenn betur Er Boris tók fyrst við þjálfun hjá Val kveðst hann hafa fengið unga leikmenn úr 2. og 3. flokki til þess að æfa og keppa með meistaraflokki og nefnir landsliðsmennina Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Valdi- mar Grímsson og Jakob Sigurðsson máli sínu til stuðnings. Hann segir að þar hafi þessir leikmenn stigið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.