Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
*
j
>
verkefnið þá formlega ep þaðan var
ferðinni heitið til Túnis. I öllum lönd-
unum hefur hópurinn unnið í lista-
smiðjum undir leiðsögn innlendra
listamanna og sett upp sameiginleg-
ar sýningar.
Fjórar listgreinar - fjögur lönd
Þema verkefnisins frá upphafi hef-
ur verið ís, eldur og snerting og áttu
ungmennin sjálf hugmyndina að því.
Reynt hefur verið að nálgast þetta
þema frá mörgum hliðum og á mis-
munandi hátt með listgreinunum
fjórum; leiklist, myndlist, tónlist og
dansi sem síðan hafa tengst innbyrð-
is á einn eða annan hátt. „Þemað á
rætur sínar að rekja til þeirra and-
stæðna sem eru milli landanna í
norðri og suðri,“ segir Hlynur Páll
Pálsson, sem er annar fulltrúi Is-
lands í leiklistinni. „En meginmark-
mið verkefnisins er að byggja
„menningarbrú" milli þessarra
íanda.“
- Hefur því takmarkí verið náð?
Fjögur ungmenni, hvert frá sínu
landinu ásamt hópstjórum er sitja
fyrir svörum blaðamanns, kinka áköf
kolli og brosa hvert til annars. „Þau
hittust fyrst í Marokkó og þeim hef-
ur tekist að blanda geði, eru orðnir
góðir vinir og vinna vel saman,“ seg-
ir Abdenour Reghay, sem fer fyrir
hópnum frá Marokkó. „Samstarfið
hefur líka gefið þeim mikið.“
Einstakir hlutar verkefnisins hafa
þróast og breyst síðan þau dvöldu í
Afríku og segir Leena Vuotovesi, úr
finnska hópnum, að allir hafi haft
gott af því að hittast aftur, fjórum
mánuðum eftir Afríkuförina og taka
upp þráðinn að nýju. „Verkefnið er
ekki tilbúið ennþá. En ég er viss um
að við náum að ljúka því sómasam-
lega í Finnlandi."
Sendiherrar og frumkvöðlar
Abdenour leggur áherslu á að þótt
þau hittist í síðasta skipti undir
merkjum verkefnisins í Finnlandi sé
því hvergi nærri lokið. „Því verður
aldrei lokið. Þátttakendur munu
verða sendiherrar þess í heimalönd-
um sínum og halda áfram að bera út
boðskap þess.“ „Við erum bara
frumkvöðlarnir en verkefnið heldur
áfram,“ segir Hlynur og allir í hópn-
um er sannfærðir um að áhrifa sé
þegar farið að gæta víða. „I byrjun
voru allir að spyrja mig hvernig við
ætluðum að fara að því að leiða sam-
an þessa ólíku menningar-
heirna," segir Soumaya
Beltifa frá Túnis. „En
núna vilja allir taka þátt
og leggja hönd á plóginn."
Leena tekur undir það og
segir það einmitt mark-
mið verkefnisins, að fá
aðra með svo að þau sem
tóku þátt í því verði ekki
þau einu sem njóta góðs
af þeirri reynslu og
þeim lærdómi sem af
því má draga. „Við
reynum að vera í sam-
starfi við fjölmiðla, háskóla og ýmsa
aðra skóla. Svo er verið að gera
heimildamynd um verkefnið," bætir
hún við. Ung finnsk stúlka að nafni
Virtanen Maija fylgir hópnum hvert
fótmál og tekur upp á kvikmyndavél
það sem fram fer og verður heimild-
armyndin hluti af lokaverkefni henn-
ar til mastersgráðu í kvikmynda-
gerð. Það er því faglega unnið að
heimildarmyndinni og vonast til að
hún geti nýst við kennslu. „Svo það
er fylgst með öllum vandamálum
sem upp koma og hvernig við leysum
úr þeim,“ heldur Leena áfram. „Von-
andi á myndin eftir að veita einhverj-
um kjark, því allir eiga möguleika.“
En skyldu einhverjar erjur hafa
átt sér stað innan hópsins? Þau fara
að hlæja og segja engin stórvægileg
vandamál hafa komið upp, helst hafi
tungumálaörðugleikar verið til vand-
ræða. „Okkur finnst mikilvægt að
fást við smá vandamál og fá tækifæri
til að leita leiða út úr þeim. Því við
getum leyst úr hvaða vandamálum
sem er,“ segir Hlynur og fær klapp á
bakið frá félögum sínum. Afríkubú-
arnir bentu líka á smávægileg
vandamál í sambandi við tímamis-
mun, matarvenjur og veðurfar en
þau hafi öll fengið farsælan endi. „I
Marokkó og Túnis er líka allt mun
meira afslappað heldur en hér norð-
ur frá,“ segir Leena. „Enginn að
flýta sér.“
- En hvernig kemur ísland ykkur
fyrir sjónir?
„Mér finnst skrítið að það sé bjart
langt fram eftir kvöldi,“ segir
Soumaya. „í Túnis er orðið dimmt
mun fyrr. Þar er líka þrjátíu gráðum
heitara en hér,“ bætir hún við og
hryllir sig en skellir svo upp úr. „Þar
er svo margt fólk, hér er ekkert
fólk!“
Abdenour segist vera snortinn af
Veg-farendum. gan^and<
HAUSTIÐ ER HEÍTTS
NÁMSKEIÐ HEFJAST 6. SEPTEMBER.
SIMI
551 5103
OG
551 7860
vinsemd og velvild allra sem hann
hefur hitt á íslandi. „Við höfum haft
það gott hérna og erum mjög þakk-
lát. Við erum yfir okkur ástfangin af
þessu landi.“ Ummæli Abdenour
falla í góðan jarðveg hjá Ásu og
Hlyni en þau minna á að Marokkó og
Túnis hafi sömuleiðis haft mjög mikil
áhrif á þau.
En þrátt fyrir ólíkan uppruna, siði
og menningu kemur listafólkinu
unga mjög vel saman og hafa aðlag-
ast menningu hinna ótrúlega vel.
„Þau læra eitthvað nýtt á hverjum
degi og iða í skinninu að fræðast
hvert um annað og að segja frá lönd-
um sínum og þjóð,“ segir Nizar
Chemingui sem er hópstjóri Tún-
isbúanna. „Þau virða hvert annað og
eiga eftir að miðla þeirri reynslu
sinni víða.“
Ólíkur bakgrunnur en
sömu tilfinningar
- Hvað hafíð þið lært af verkefn-
inu?
„Eg held að það mikilvægasta sem
þau hafa uppgötvað er að þótt þau
séu frá ólíkum stöðum í heiminum
og því ólík að ýmsu leyti þá séum við
samt öll lík á svo margan hátt,“ segir
Nizar. Um það eru allir í hópnum
sammála. „Við komumst að þvi að
það skiptir engu máli hvaðan maður
kemur, úr hvaða menningu eða
hvaða landi. Gi'unntilfinningar fólks
eru alls staðar þær sömu,“ segir
Leena. „Ef við getum fundið þessar
tilfínningar innra með okkur mun
takast að byggja brúna, menningar-
bnina.“ Amraoui Adel frá Marokkó
tekur undir þessi orð og segir listir
bestu leiðina til að sameina fólk.
„Með þeim höfum við nálgast tak-
markið, að byggja brá milli menn-
ingarheima. Eg hef leikið á hljóðfæri
síðan ég var lítill en ég hefði aldrei
getað ímyndað mér að ég myndi
nokkurn tíma spila hér á íslandi.
Þetta verkefni hefur gert mér kleift
að kynnast tónlistarmönnum frá öðr-
um löndum og ólíkri tónlist. Ég vona
að fleira ungt fólk í Marokkó og
Túnis fái tækifæri til að gera það
sem ég hef upplifað. Þetta hefur gef-
ið mér mjög mikið.“
Amraoui spyr Hlyn hvort hann
hafi einhverju við að bæta og hann
svarar brosandi að bragði: „Nei, í
rauninni ekki. Ég er hamingjusam-
ur,“ og það virðist einmitt vera and-
inn meðal þessara tápmiklu ung-
menna. Þau eru hamingjusöm, já-
kvæð og full vonar um betri heim.
urlandanna og ríkja Aíríku væru jafn frá-
ungt listafólk af ólíkum uppruna sem telur
listina hið alþjóðlega tungumál sem sam-
einað geti mismunandi menningarheima.
„LISTIN er lykillinn að betri heimi“
er yfirskrift verkefnisins SAGA-eld-
ur/ís sem fulltrúar frá Finnlandi, Is-
landi, Túnis og Marokkó vinna sam-
an að. Verkefnið er á vegum áætlun-
arinnar „Ungt fólk í Evrópu“ og mið-
ar að því að auka menningarleg sam-
skipti milli ungs fólks frá þessum
ólíku löndum. Átta ungmennum úr
fjórum listgreinum frá hverju landi
fyrir sig var boðið að taka þátt í
verkefninu og var allur hópurinn
staddur á Islandi í vikunni en er nú
farinn til Finnlands þar sem verk-
efninu lýkur. „Það var mjög erfitt að
velja þátttakendur," segir Ása
Hauksdóttir, verkefnastjóri menn-
ingarsveitar Hins hússins og hóp-
stjóri íslenska listafólksins. „Þau
sem urðu fyrir valinu hafa stundað
sína listgrein lengi.“ Hópurinn hittist
fyrst í Marokkó í lok apríl og hófst
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hluti hópsins á góðri stund meðan á Islandsdvölinni stóð.
Á myndbandi 31. ágúst
EF ÞÚ FÆRÐ HANA EKKI HJÁ OKKUR
ÞÁ ER HÚN EKKI m
Amarbakka, EddufeHi, Grimsbae, HóögafJt, Sólvallagðtu, Þoriákshöfn og Sheí Selfossi
557-6611 587-0555 553-9522 557-4480 552-8277 483-3966 482-3088
brugðnir og eldur og ís en annað kemur á
daginn. Sunna Osk Logadóttir spjallaði við
I listinni mæ
eldur og ís
Við fyrstu sýn mætti halda að íbúar Norð-