Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 23

Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 23 LISTIR Kræsileg dagskrá á leiklistarhátíðinni í Dublin í október Þýðingri Heaneys á verki Kaldas ber hæst ÍRSKA Nóbelsskáldið Seamus Heaney hefur snarað ljóðum tékk- neska ljóðskáldsins Kalda yfir á enska tungu fyrir nýtt verk, „The Diary of One Who Vanished", sem frumflutt verðui- á árlegri leiklistar- hátíð í Dublin á írlandi, sem haldin verður í október. Verkið verður sett á svið með tónlist Janáceks en upp- færslu ensku þjóðaróperunnar leik- stýi-h- Deborah Warner og það er tenórinn Ian Bostridge sem fer með aðalhlutverkið. I frétt The Irísh Times segir að það sé rós í hnappagat aðstandenda Dublin-leiklistarhátíðarinnar að hafa tryggt sér réttinn tO að setja þetta verk á svið, en um heimsfrum- flutning er að ræða. Það voru þau Bostridge og Warn- er sem fengu hugmyndina að upp- færslunni. Þegar þau höfðu sam- band við Heaney og fóru þess á leit að hann tæki að sér að skrifa enska útgáfu verksins, samþykkti hann umsvifalaust, jafnvel þótt hann hafi aldrei áður skrifað söngverk til flutnings á sviði. Ljóð Kaldas fjalla um innri bar- áttu skáldsins er hann reynir að komast að niðurstöðu um hvort hann eigi að hlaupast á brott frá fjölskyldu sinni með fallegri sígaunastúlku. Hann ákveður á end- anum að láta slag standa og skilur ljóð sín eftir til að skýra ákvörðun sína fyrir fjölskyldu sinni. Nýjum írskum leikverkum gert hátt undir höfði Ýmislegt annað verður á boðstólum á leiklistarhátíðinni og er nýjum írskum leikverkum gert hátt undir höfði. Frumílutt verða verk eftir Frank McGuinness og Bernard Farrell og nýtt leikverk, „Boomtown“, eftir Pom Boyd, Decl- an Hughes og Arthur Riordan verður flutt undir beru lofti en í því er fjallað um Dublin nútímans, og reynt að gera skil þeirri miklu efna- hagslegu og menningarlegu upp- sveiflu sem undanfarið hefur sett svip á borgina. Gerist leikritið einmitt í Temple Bar-hverfínu, sem vaxið hefur gífurlega á síðustu ár- um og er nú helsta skemmtana- hverfi borgarinnar. Meðal annarra viðburða á hátíð- inni má nefna uppfærslu ísraelsks leikhóps á leikriti Joshua Sobols, „The Village", sem gerist í Palest- ínu áður en Ísraelsríki var stofnað, ástralska leikritið „Cloudstreet", sem er gert eftir epískri sögu Toms Wintons og mun taka um flmm klukkustundir í flutningi, upp- færslu á Þúsund og einni nótt og verki J.M. Barries, „Peter and Wendy“, svo eitthvað sé nefnt. Kirkjulistahátíð Jon Laukvik leikur á lokatónleikum Kirkjulistarhátíð lýkur í kvöld, sunnudags- kvöld, með orgeltón- leikum norska org- anistans og prófessors- ins Jons Laukvik. Tón- leikamir hefjast kl. 20.30. Jon Laukvik hef- ur frá því árið 1980 verið prófessor í orgel- leik við Ríkistónlistar- háskólann í Stuttgart og auk þess er hann þekktur konsertorgel- leikari. Tónleikarnir hefjast á Svítu sem Jon Jon Laukvik Laukvik hefur sjálfur skrifað. I athugasemd um verkið segir hann að hún sé tilraun til að blanda saman klassískum, frönsk- um formtegundum eins og heyra má hjá Frangois Couperin og Nicolas deGrigny og hugmyndum frá djass og blús. Eftir Johann Gottfried Múthel leikur hann sálm- forleikinn 0 Traurigkeit, 0 Herzel- eid og Fantasíu í F-dúr. Eftir meistara Bach leikur hann hina þekktu Fantasíu og fúgu í g-moll sem einnig gengur undir nafninu Pi'ce d’Orgue. Þá leikur Laukvik fjóra kafla úr verkinu Studien fúr den Pedalflúgel eftir Robert Schumann. Síðast á efnisskránni er 6. sinfónía Widors. Fyrsti kaílinn, Allegro, er eins konar frjáls til- brigði, í öðrum kaflanum heyrast greinileg áhrif frá Wagner en síð- asti kaflinn, Finale, er hins vegar dæmigerð frönsk orgeltónlist, eins konar glaðleg hljómsveitarsinfónía. Bók um rómantísk orgelverk Jon Laukvik er fæddur og upp- alinn í Ósló. Hann stundaði nám í orgelleik við Tónlistarháskólann í Köln hjá prófessor Michael Schneider og f semballeik hjá pró- fessor Hugo Ruf. Þá hefur hann einnig verið í orgel- námi hjá Marie-Claire Alain í París. Árið 1977 hlaut hann bæði fyrstu verðlaun og Bach- verðlaunin í alþjóð- legu orgelkeppninni í Núrnberg og árið 1980 var hann ráðinn prófessor við Tónlist- arháskólann í Stutt- gart þar sem hann kennir orgelleik og leik á söguleg hljóm- borðshljóðfæri. Jon Laukvik hefur komið fram víða í Evr- ópu, Japan, Israel og í Bandaríkj- unum, þá hefur leikur hans verið gefínn út, þ. á .m. þar sem hann leikur eigin tónsmíðar. Hann hefur oft verið í dómnefndum í alþjóðleg- um orgelkeppnum (í Chartres, Núrnberg, Oðinsvéum) og kennt víða á námskeiðum og haldið marga „Master classes". Þá hefur hann geflð út tveggja binda kennslubók í orgelleik: Historical Performance Practice in Organ Playing. Nú er hann með aðra bók í smíðum, þar sem hann fjallar um flutning rómantískrar orgeltónlist- ar. Meðal tónsmíða hans eru ein- leiksverk fyrir orgel, einleikshljóð- færi og orgel og einsöngvara og hljóðfærahópa. --------------------- Sýning framlengd SÝNINGIN í Galleríi Listakoti, „Örlítið innskot úr fortíð“, verður framlengd til 4. september. Sýningin er opin kl. 10-18 virka daga og kl. 11—16 laugardaga. Hver Hugsar umþig •’'ön til árangurs 25 starfsmenn vinna á Planet Pulse; einkaþjálfun, hópar, „Klang“, slökun, yoga, spinning, body Max, vaxtar- mótun, tai bo, sjálfsvörn, pallar, herðanudd, maski, böð, pottar og handklæði, allt innifalið. Éf& Kymiing Mælingar o Matarraðgjöf e Finkapjalfun O Hóptímar o ÁraLngur B icuiti y^joiui ur í heilsurðekt a IsIcTiidi í 20 ðr KERSTIN FLORIAN SPA KUR E S S E N T I ALS Rccbok Hótel Esja • Sími 588 1700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.