Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 29. ÁGIJST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Stórt ævintýri með lftinn boðskap Nýtt íslenskt barnaleikrit, Ævintýrið um ástina, eftir Þorvald Þorsteinsson, verður frumsýnt í Kaffileikhúsinu í dag. Hávar Sigurjónsson átti samtal við Þorvald og leikstjórann Maríu Reyndal sem nýtekin er við listrænni stjórn í Kaffileikhúsinu. „PAÐ hefur stundum verið sagt um leikritin mín að ég velti mér upp úr klisjum og skrifi paródískan texta. Það er byggt á misskilningi," segir Þorvaldur í upphafi samtalsins. „Ástin er auðvitað klisja en þó er ekki slæmt að verða ástfanginn þótt maður viti innst inni að margir hafi orðið það á undan manni.“ Ævintýrið um ástina er skrifað í bundnu máli og ekki einfoldu þótt ætlað sé fyrir böm. María leikstjóri og Þorvaldur eru sammála um mik- ilvægi þess að ekki eigi að gefa eftir í tungutaki leiktexta þótt böm séu meirihluti áhorfenda. „Hvað tungu- takið og orðaforðann varðar held ég þeirri stefnu sem ég setti mér þegar ég skrifaði Blíðfinn, þar skrifaði ég vafalaust nokkuð þungan texta en ég geri ráð fyrir að foreldrar útskýri orð og orðasambönd fyrir börnum sínum og þannig aukist málskilning- ur þeirra.“ Gullaldarmál leikhússins Bókin Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó vakti mikla at- hygh er hún kom út á síðasta ári og hlaut bamabókaverðlaun Fræðslu- ráðs Reykjavíkurborgar í fyrravet- ur. Áður hefur Þorvaldur skrifað bamaleikritið Skilaboðaskjóðuna sem leikið var við miklar vinsældir í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkram áram. Önnur leikrit Þorvaldar era Við feðgarnir, Bein útsending og Maríu- sögur auk örleikrita sem birtust í bókinni Engill meðal áhorfenda. „Ég kann í rauninni ekki að skrifa fyrir böm heldur skrifa ég bara eins og mig langar til og það kemur svona út. Ég taldi Ævintýrið um ást- ina til dæmis leikrit fyrir fijllorðna en María vildi gera úr þessu grafal- varlega leikriti um ástina sýningu fyrir böm,“ segir Þorvaldur en gef- ur jafnframt til kynna að kannski sé honum ekki fullkomin alvara með þessu. „Þetta er auðvitað leikrit fyr- ir böm en ég held að fullorðnir muni hafa mjög gaman af því líka,“ segir María og bætir því við að þeim hafi reyndar dottið í hug að setja orð- skýringar í leikskrána. „En það var óþarfa taugaveiklun, þetta er ekki þungur texti þótt hann sé í bundnu máh, stundum skrýtinn og sérstak- lega skemmtilegur. Textinn býður líka upp á svo skemmtilega mögu- leika í leik og sviðsetningu að oft skýrist hann af sjálfu sér af sam- henginu," segir Maria. „Ég samdi þetta upphaflega fyrir þremur árum sem einleik en þegar María bað mig um leikþátt fyrir böm þá tók ég þetta U1 handargagns að nýju,“ seg- ir Þorvaldur. „Mig hafði lengi lang- að til að skrifa texta á gullaldarmáli leikhússins í anda Shakespeareþýð- inga Helga Hálfdanarsonar; skrifa á þessu upphafna ljóðræna tungutaki sem á svo vel heima á leiksviðinu í munni leikara en hefur aldrei verið talað af nokkram manni í raunvera- leikanum. Mér þætti samt lakara ef þetta yrði skilið sem háðsádeila. Þetta er samið af mikilli einlægni og í anda þess skóla í leikhúslýrík sem Helgi Hálfdanarson hefur skapað með þýðingum sínum.“ Skýrar persónur Ævintýrið um ástina segir frá Flórens Fríðleiksdóttur, fegurstu stúlkunni í dalnum, og Fróða bak- Metta sögusmetta og Púkinn félagi hennar. arasyni, sem elskar hana út af lífinu. Sögumaður og þátttakandi á ýmsa vegu er Metta sögusmetta og henni til aðstoðar er Púkinn. Við söguna kemur með afdrifaríkum hætti stór- leikarinn Belgur sem hrífur Flórens svo um munar og Fróði sér htla von fyrir ást sína að blómstra gagnvart slíkum keppinaut. „Þetta era mjög stórar og skýrar persónur og ég held að við þekkjum þær allar úr daglega lífinu. Við höfum lagt okkur fram um að gera úr þessu mynd- ræna og fjölbreytta sýningu og ég held að mér sé óhætt að segja að Kaffileikhúsið hafi aldrei lagt svona mikið í sýningu fyrir börn áður. Við höfum fengið með okkur úrvalsfólk, leikarana Jóhönnu Jónas, Dofra Hermannsson, Mörtu Nordal og Agnar Jón Egilsson. Leikmynd og búninga hannar Rannveig Gylfa- dóttir, umsjón með tónlist hefur Kristján Eldjám og ljósahönnuður er Kjartan Þórisson," segir María. Litill boðskapur Þorvaldur segir lítinn boðskap vera í verkinu. „Síðan Sigrún fór á sjúkrahús þótti lengi eðhlegt að efni fyrir böm innihéldi einhvers konar Morgunblaðið/Jim Smart Leikstjórinn María Reyndal og höfundurinn Þorvaldur Þorsteinsson leggja saman kraftana við Ævintýrið um ástina í Kaffileikhúsinu. Flórens Fríðleiksdóttir og Fróði bakarasonur. boðskap. En í seinni tíð hefur ævin- týrið fengið að blómstra sem aldrei fyrr. Ævintýri er sjálfstæð upplifun og inniheldur ekki beinan boðskap. Það er óháð samfélaginu og dag- legri umræðu en er um leið hlaðið merkingum fyrir manneskjuna sjálfa, siðferðilega og tilfinninga- lega. Eini boðskapurinn sem ég get fundið í þessu leikriti er að maður á að hlusta betur á hina mildu rödd sem talar innra með manni. Þetta er t.d. ekki leikrit sem heldur fram kostum þess að búa í dreifbýli fjarri heimsins glaumi þótt einhverjum gæti dottið í hug að túlka það þannig.“ „Þetta er auðvitað leikrit um stráka og stelpur og að það sé best að vera maður sjálfur og segja það sem manni finnst í stað þess að klæða orð sín í óskiljanlegan bún- ing,“ segir María. „Flórens elskar Fróða nefnilega. Hún bara skilur ekki orðskrúðið sem hann heldur að geri sig meiri í augum hennar." „Já,einmitt,“ segir Þorvaldur. „í þessu leikriti er nefnilega afhjúpuð sú aldagamla blekking að karlmenn séu gerendur en ekki þolendur. Þetta er svohtið leikrit um karlmenn sem era alltaf að þóknast konum og halda að þeir geri það með því að vera eins og þeir halda að þær vilji að þeir séu.“ Man'a hvíslar að blaðamanni að þetta sé auðvitað fyrst og fremst bráðskemmtilegt ævintýri fyrir börn. „Svona á bilinu 6-12 ái-a, en ég held að bæði yngri og eldri hafi lika gaman af því. Það skemmtilega við þetta verk er hvað merking þess er margræð, svo það höfðar líklega jafnt til fullorðna fólksins." SAGAN ENDALAUSA Prófað fyrir Raddir Evrópu NU stendur fyrir dyrum að velja 10 fulltrúa ísíands f kórinn Radd- ir Evrópu sem er eitt viðamesta sameiginlega verkefnið sem menningarborgir Evrópu árið 2000 standa fyrir á næsta ári, en verkefnið er undir sfjórn Reykja- víkur. Söngpróf fara fram í Hall- grímskirkju 10. og 11. september næstkomandi. Óskað er eftir ungu fólki sem hefur reynslu af kórstarfí og góða, almenna þekk- ingu á tónlist. Þeirra, scm valdir verða, bíður kórstarf í heilt ár og tækifæri til að kynnast menningu annarra landa og starfa mcð jafnöldrum af ólíkum uppruna, segir í fréttatilkynningu. Á aldrinu 16-23 ára Söngfólkið í Röddum Evrópu er á aldrinum 16-23 ára og koma 10 ungmenni frá hverri af borg- unum niu sem bera menningar- borgartitilinn á næsta ári. Þær eru, auk Reykjavíkur, Bergen og Helsinki, Brussel, Prag og Kraká, Bologna, Avignon og Santiago de Compostela. Skráning í söngprófið fer fram hjá Menningarborginni dagana 31. ágúst og 1. september frá kl. 14-16. Vemdari Radda Evrópu er frú Vigdís Finnbogadóttir. KVIKMYJVPIR Iláskólabfó ÓVISSAN - „LIMBO" ★★★ Leikstjóm, handrit og klipping: John Sayles. Kvikmyndatökustjóri: Haskell Wexler. Tónlist: Mason Daring. Aðal- hlutverk: Mary Elizabeth Mastrant- onio, David Stratharin, Vanessa Martinez, Kris Kristofferson, Casey Siemaszko. Screen Gems 1999. í LIMBÓ, sem fengið hefur ís- lensku þýðinguna Óvissan, heldur óháði bandaríski kvikmyndagerðar- maðurinn John Sayles áfram því sem hann hefur verið að sinna í undan- fomum myndum sínum, nefnilega mannlegum samskiptum við aðstæð- ur sem era erfiðar bæði frá náttúr- unnar hendi og einnig vegna alls þess sem fólk ber með sér úr fortíð sinni og fjölskyldu. Umhverfið gæti allt eins verið sjávarpláss hér uppi á Islandi en er lítið þorp í Alaska, heimur horfinna atvinnuhátta og breyttra lífsgilda, heimur í limbói milli fortíðar og nútíðar. Myndin er fjarska vel leikin og persónurnar fallega mótaðar úr ein- manakennd og tómleika. Mastrant- onio á táningsdóttur og fjöldamörg sambönd að baki og ferðast úr ein- um stað í annan. Dóttir hennar, Va- nessa Martinez, er fjarska leið orðin á flökkulífi og vanrækslu og á veru- lega bágt andlega. Sjómaðurinn, sem David Strathairn leikur, er hæglætismaður, traustvekjandi en virðist enn plagaður af harmleik sem hann lenti í á sjónum fyrir mörgum áram. Örlögin haga því svo til að þau verða strandaglópar og verða að komast af við erfið skilyrði þar sem reynir ekki síst á samband- ið milli þeirra. Limbó er fjarska áhrifarík mynd um samband miðaldra fólks sem er að kynnast og um samband móður og dóttur sem þarfnast veralega mikillai- viðgerðar. Limbó gefur til kynna fljót- andi ástand; þetta er fólk sem lifir í einskonar limbói milli fortíðar og nú- tíðar en eygir von um betri framtíð. Sayles lýkur þessari örlagasögu á sérstaklega djarflegan hátt. Nýi samstarfsaðili hans er Sony-fyrir- tækið, eigandi Columbia Pictures, og er Limbó fyrsta myndin í áraraðir sem Sayles gerir innan Hollywood- kerfisins og virðist hvergi hafa slegið af þeirri kröfu sem hann hefur alltaf gert um fullkomna og endanlega stjórn á sínum myndum. Endirinn er einskonar yfirlýsing frá hans hendi um algert sjálfstæði og eftir á að hyggja á hann ágætlega vel við „sögulokin". Stóra búningadramað Bfóborgin „BARRY LYNDON" ★★★Vz eftir Stanley Kubrick. Erfitt er að ímynda sér aðra mynd eftir Stanley Kubrick, nema „2001: A Space Odyssey“, sem nýtur sín betur á hvíta tjaldinu en „Barry Lyndon“ og þar sem tónlistin er notuð jafn markvisst til þess að gefa frásögn- inni vigt. „Barry Lyndon“ er hið stóra, sögulega búningadrama Ku- bricks, búið fjöldasenum og litafeg- urð sem aðeins breiðtjaldið getur komið til skila. Undir tónlist Schuberts, Vivaldis, Mozarts, Bachs og Hándels segir hann sögu W.N. Thaekerays um írska almúgamann- inn sem fikrar sig upp metorðastig- ann meðal enskra aðalsmanna. Stjarna þess tíma, Ryan O’Neal, er kannski veikasti hlekkurinn auk þess sem myndin er fjarska löng en hún sýnir vel fullkomnunaráráttu Ku- bricks. „Barry Lyndon“ er næstum of fullkomin í glæsileik sínum. Næst- um vélræn. Eins og klukkuverk. Arnaldur Indriðason Martraðarleg Arizona It e g n b o g i n n ARIZONA-DRAUMAR - „ARIZONA-DREAMS“-ÁÁ eftir Kusturica. Kusturica er ekki óumdeilanlegur frekar en aðrir menn, það sannar þessi undarlega, draumkennda enda- leysa um fisksala og skýjaglóp (Johnny Depp), sem býðst að hætta í slorinu og taka við blómlegu fyrirtæki frænda síns (Jerry Lewis), bílasala í Arizona. Vera svaramaður hans í leið- inni. Ruglingsleg og ófullnægjandi þó tilburðir hafi verið til að hefja hana til skýja. Margt flækir framvinduna. Sísnöktandi brúðurin, pælingar fisk- salans um draumaheim fiska, mæðgumar Faye Dunaway sem verð- ur ástkona fiskmangarans og dóttir hennar (Lili Taylor), með gamla slag- ara á heilanum. Frumleg, furðuleg en heldur leiðinleg. Sumir vilja meina að hún lagist við aðra skoðun Afdrif byssufóðurs Bfnborgin FULL METAL JACKET irtrk eftir Stanley Kubrick. Næstsíðasta verk Stanleys Ku- brick er þrískipt lífsreynslusaga úr Víetnamstríðinu, sem meistarinn tók reyndar rétt utan við London - án þess að nokkur geti sér þess til - og er talandi dæmi um fi-æga fullkomnun- aráráttu leikstjórans. Fyrsti hlutinn er á meðal þess besta sem hann gerði. Gerist í þjálfunarbúðum hersins í Bandaríkjunum, þar sem nýliðum er breytt miskunnarlaust í drápsvélar og byssufóður úr bláeygum sveita- drengjum, undir vökulu auga fants- ins, yfirliðþjálfans, sem R. Lee Er- mey leikur fyrirhafnarlaust; þetta var hans gamla starf. Adam Baldwin er lítið síðri sem græningi sem stenst ekki álagið/ Næsti kafli gæti heitið These Boots Are Made For Walking, þá er atburðarásin horfin í svikulan heim spillingar og glæpa á öngstræt- um Saigon. Lokakaflinn óvægin hern- aðarátökin, slakasti hluti misjafnrar en áhugaverðrar myndar. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.