Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 10

Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 10
10 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Það er opinber stefna Evrópusambandsins _______að hvetja bændur til lífrænna____ búskaparhátta. Neytendur í Evrópu spyrja í síauknum mæli eftir lífrænum landbúnaðarafurðum og æ fleiri bændur snúast til slíkra búskaparhátta. Jón Ás- geir Siffurvinsson spjallaði við nokkra ís- lenska bændur, sem stunda lífrænan bú- skap, um búreksturinn og hugmyndir um að fá fjallalambið vottað lífrænt. r RÆÐU sem Ritt Bjerregárd, framkvæmdastjóri umhverfis- mála hjá Evrópusambandinu, hélt nýverið kemur fram að í þeim löndum sem lengst eru komin á vegi lífrænnar ræktunar séu stórverslanir og stórir dreifíng- araðiiar farin að leika æ þýðingar- meira hlutverk í að koma vörunni til neytenda. Segir Bjerregárd að í þessum löndum sé lífræn fram- leiðsla orðin raunhæfur kostur fyrir meðalneytandann og auðvelt að nálgast hana, í sumum löndum sam- bandsins aukist hlutur lífræns land- búnaðar um 25% á ári. I ljósi hinna miklu kosta sem lífrænn búskapur hefur telur Bjerregárd það nauð- synlegt fyrir ESB að gera allt sem í þess valdi stendur til að spá sér- fræðinga um að lífrænt ræktarland geti numið 15-25% ræktarlands í Evrópu árið 2010 verði að veruleika. I yfirlýsingu ráðstefnunnar segir að ráðstefnan viðurkenni möguleika þess að lífrænn landbúnaður aukist frá núverandi 2% í 5-10% landbún- aðar í ESB árið 2005. Til að rækt- unarferli geti fengið lífræna vottun má í því hvorki notast við tilbúinn áburð né eiturefni. Eingöngu er leyfilegt að nota lífrænan áburð, húsdýraáburð eða t.d. fiskiúrgang sem þykir geysilega góður til áburðar. Margt fleira er lagt til grundvallar, t.d. varðandi aðbúnað húsdýra, sem verður ekki tíundað hér. Lífrænt ekki áberandi á íslandi Á Islandi hafa lífrænar afurðir ekki verið mjög áberandi á mat- vörumarkaðnum. Sala slíkra afurða hefur nánast verið einskorðuð við sérstakar heilsuverslanir en í kjör- búðum og stórmörkuðum hefur til skamms tíma ekki verið boðið upp á lífrænt ræktaðar vörur að neinu ráði. Aftur á móti hefur gæðamerk- ingin „vistvæn landbúnaðarafurð" komið til sögunnar og landbúnaðar- vörur með þessari merkingu eru orðnar nokkuð algengar. Vistvæna vottunin er upprunavottun sem sýn- ir neytandanum að unnið sé í sam- ræmi við ákveðna gæðastaðla í framleiðslunni og að ekki sé gengið of nærri náttúrunni. Gallinn er að- eins sá að ekki eru til neinir alþjóð- legir staðlar er taka til vistvænna afurða. Ekki má rugla saman hugtökun- um „vistvænt" og „lífrænt" í þessu sambandi. Vistvæn landbúnaðaraf- urð í þessum skilningi er ekki líf- ræn. Heimilt er t.d. að nota tilbúinn áburð til ræktunar vistvænna af- urða en slíkt er með öllu óheimilt í lífrænni ræktun. Lífræn ræktun er heildræn nálgun sem miðar að verndun landsins sem ræktunin fer fram á og vörugæðum sem afleið- ingu af henni. Reynt að fá undanþágur fyrir íslenskan landbúnað íslensk stjómvöld hafa unnið að því að markaðssetja íslenskt lamba- kjöt erlendis sem hreina og vist- væna landbúnaðarafurð. Samþykkt. var á Alþingi 1995 fyrir samstöðu formanna allra þingflokka að stofna til átaksverkefnis til að kanna möguleika á markaðssetningu ís- lenskra matvæla á erlendum mörk- uðum á grundvelli hollustu, hrein- leika og gæða. Átaksverkefnið kall- ast Áform og hefur aðallega stutt við lífrænan landbúnað en einnig unnið að markaðssetningu hefð- bundinna íslenskra landbúnaðaraf- urða erlendis sem vistvænna af- urða. Stjómvöld hafa einnig reynt að fá íslenska lambakjötið viðurkennt sem lífrænt. Samkvæmt reglum ESB um lífrænan landbúnað getur íslenskt lambakjöt ekki talist líf- rænt, þrátt fyrir að lömbin bíti að- eins á afrétt yfir sumarið, þar sem móðirin hefur verið á ólífrænum fóðrum yfir veturinn. Formælendur þess að reynt verði að fá undanþágu fyrir lambakjötið halda því fram að það sé í raun lífrænt, þó að móðirin éti venjulegt hey. Stjómvöld og bændur gera sér einnig vonir um að hægt verði að fá undanþágur fyrir Morgunblaðið/RAX Margir bændur hófu lífræna ræktun í Mýrdalnum á svipuðum tíma en nú hefur fækkað í röðum þeirra. Þó eru enn nokkrir bændur sem framleiða þar h'fræna mjólk, grænmeti og kindakjöt. takmarkaðri notkun tilbúins áburð- ar í annarri ræktun, með vísan í reglugerð ESB, sem kveður á um að við afarskilyrði í veðurfari megi nota takmarkað magn af tilbúnum áburði til að ná ræktuninni upp, en fá samt lífræna vottun. Benda bændur á að vegna hins stutta gróð- urtímabils á íslandi sé hlutfallslega h'till áburður notaður miðað við Evrópu og mælingar hafi ítrekað sýnt að íslenskur jarðvegur sé mun hreinni en jarðvegur í Evrópu. Lífrænir bændur mótfallnir tilslökunum Ræktendur lífrænna landbúnað- arafurða hafa enga trú á að þetta takist og benda á að með því væri fótunum gjörsamlega kippt undan lífrænni ræktun á Islandi þar sem lífrænir ræktendur væru þar með komnir í beina samkeppni við hefð- bundna bændur á gjörólíkum for- sendum, lífrænar ræktunaraðferðir séu dýrari og starf lífrænna bænda yrði að engu gert. Einnig benda þeir á að lífræn vottun leggi ekki einungis mat á afurðina heldur leggi hún heildrænt mat á allt ræktunar- ferlið og áhrif þess á náttúruna. Samkvæmt upplýsingum frá vott- unarstofunni Túni, sem er eina fag- gilda vottunarstofan í lífrænum landbúnaði, eru yfir 30 framleiðend- ur, bæði bændur og vinnslustöðvar, sem hafa fengið lífræna vottun. Morgunblaðið ræddi við nokkra bændur sem stunda lífræna ræktun og grennslaðist fyrir um búrekstur- inn. Erfið byrjun Fyrstur varð fyrir svörum Þórð- ur G. Halldórsson, formaður VORs (Verndun og ræktun), félags bænda í lífrænni ræktun. Hann stundar yl- rækt ásamt konu sinni, Karólínu Gunnarsdóttur, á Akri í Biskups- tungum og framleiða þau tómata, agúrkur, papriku og annað græn- meti. Þau Þórður og Karólína keyptu Akur haustið 1991 og var fyrsta ræktunarár þeirra 1991-92. Þórður var spurður að því hvemig afkoman hefði verið. „Við byrjuðum með tvö gróðurhús, með lífræna ræktun í öðru en hefðbundna ræktun í hinu. Það voru eiginlega mistök að kaupa og byrja strax á lífrænu ræktuninni í stað þess að stunda hefðbundna ræktun í nokkur ár á meðan verið var að komast yfir erfiðasta greiðsluhjallann. Við þurftum í raun að byggja þetta upp frá grunni því ráðunautaþjónusta og leiðbeining- arþjónusta var náttúrulega engin og við urðum að þróa þetta sjálf. Við vorum samt í nánu sambandi við ráðunautana, því í raun er ræktun- arferlið mjög líkt hefðbundinni ræktun þótt forsendurnar séu aðr- ar. Byrjunin var mjög dýr því við vorum með afar litla uppskeru fyrstu árin á meðan við vorum að þróa aðferðina. Eg reyndi mikið fyrstu árin að fá styrld frá fram- leiðnisjóði og þeim sjóðum sem eru á vegum landbúnaðarkerfisins en fékk engan hljómgrunn þar.“ Þórður segir þau hafa þurft að bera allan kostnað við uppbyggingu ræktunarinnar sjálf, það hafi ekki verið fyrr en eftir 3-4 ár að þeim tókst að fá Garðyrkjuskólann í Hveragerði í smáverkefni en í kjöl- far þess var settur á fót tilrauna- hópur sem að komu Bændasamtök- in, Garðyrkjuskólinn, Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins og þau hjónin. Þá var annað gróðurhúsið tekið til handargagns og vigtað inn í það og vigtað út úr því. Þetta verk- efni hefur verið í gangi síðan og ver- ið styrkt af Áformi. Framleiðslan á tómötum hjá Akri er nú komin upp í hefðbundið meðaltal tómata sem eru ræktaðir í jarðvegi en á Akri eru nú framleidd 24 kíló á fm að meðaltali. Þórður bendir þó á að hefðbundnir bændur séu sífellt fleiri að fara yfir í að rækta í stein- ull, sem gefi allt upp í 30 kíló á fm. Vistvænt ekki sama og lífrænt Talið berst að vistvænni vottun á landbúnaðarvörum en að sögn Þórðar á sú vottun ekkert skylt við lífræna ræktun. Hann segir mark- mið vistvæns landbúnaðar að að- greina sig frá verksmiðjubúskap, t.a.m. megi varphænur ekki vera í búrum o.s.frv., ýmisleg dýravernd- unarsjónarmið séu í heiðri höfð en að öðru leyti sé um hefðbundinn landbúnað að ræða. Þróunin í yl- ræktinni sé t.d. sú að það hafi meira og meira verið farið að rækta í því sem er kallað óvirkum ræktunar- dýnum, þ.e. steinull, fljótandi upp- lausn og þar fram eftir götum, til að ná fullkominni stýringu á ræktun- inni og auka þar með uppskeruna. Þetta fellur jafnt undir vistvænt og hvað annað, að sögn Þórðar. „En fyrir mig sem neytanda set ég ekki samasemmerki á milli steinullar- ræktunar og vistvænnar ræktunar," segir hann. „Þegar talað er um mis- muninn á vistvænu og lífrænu er um að ræða eðlismun. Markmið líf- ræna landbúnaðarins er að vinna með frjósemi jarðvegsins og jarð- vegurinn er megininntakið, að byggja upp og viðhalda frjóseminni í jarðvegnum sem við ræktum í.“ Þórður segir að í lífrænni ræktun sé verið að hugsa til framtíðar, ekki verið að hugsa um hámarksupp- skeru eða hámarkshagkvæmni, heldur sé meginmarkmiðið að rækta í heilbrigðum jarðvegi og með því rækta betri afurðir. Náttúran ekki vandamál Þórður samþykkir ekki að íslenskar aðstæður standi í vegi fyrir lífrænni ræktun umfram það sem gerist í hefðbundnum landbúnaði. Vissu- lega sé afurðamagnið minna í líf- rænni ræktun en verðmunurinn ætti að vega þar á móti. „Ef opin- bera kerfið sér hag sinn í því að efla lífræna ræktun, fjölga framleiðend- um og auka afurðamagn, þá stendur veðurfarið ekki í vegi fyrir því.“ Markaðssetningin erfið Aðspurður um hvemig neytendur hafi tekið vörunum þeirra segir hann að það hafi verið þrautaganga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.