Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ um færi á að ráfa um, en hann er þó ekki fær um að fara svo langt að hann týnist. Augu mín venjast smámsaman birtunni við eldinn og ég greini andlit fólksins í kringum mig. Það horfir enginn beint á mig nema yngstu börnin sem fela sig á bak við mæður sínar. Þegar Akali kemur aftur þá er tími til að biðjast fyrir og hann hverfur með Dro og mönnunum til þess. Þessar bæna- stundir hafa verið hluti af tilvist minni frá því að ég kom til Níger og raddir mannanna virka því róandi í þessu nýja umhverfi. Ég sit ein á teppinu mínu og nýt þess að geta hvílst. Þegar mennimir em sestir niður aftur við eldinn er okkur færð- ur þurrkaður ostur. Hann er mótað- ur í þunnar plötur sem maður borð- ar með því að brjóta litla bita og setja upp í sig. Akali réttir mér skál og skipar mér að borða. Ég er rétt byrjuð á fyrstu plötunni þegar eitt bai-nið stígur fram undan baki móð- ur sinnar og réttir höndina til mín. Mér er bragðið þegar ég sé hversu vannært það er. Andlitið virðist of stórt fyrir líkamann og húð þess WoDaaBe-hirðingjarnir hafa náin tengsl við nautgripi síná og hver kýr ber eigið nafn. WoDaaBe-maður í hátíðarbúningi. Heimili WoDaaBe-manna er undir berum himni. Á borðinu eru matar- skálar heimilisins og meirihluti þess sem heimilisfólkið á. Að ferðast í framandi hangir á líkamanum eins og á gam- almenni. Samt er það u.þ.b. í kring- um tveggja til þriggja ára gamalt. Ég rétti því hluta af plötunni. Annað barn kemur þá gangandi til mín og réttir einnig út höndina. Ég rétti því einnig bita af ostinum. „Borðaðu sjálf,“ segir Akali ákveðinn, og ég hvísla, þótt fólkið skilji ekki orð af því sem ég er að segja: „Sérðu ekki hvað þessi börn era vannærð?" Hann horfír á þau rannsakandi og fer svo sjálfur að rétta þeim af sín- um plötum, jafnvel enn ákafari en ég. „Þetta fólk er fátækt,“ hvíslar hann, næstum eins og hann sé að tala við sjálfan sig. Við sitjum við eldinn dágóða stund, fólkið talar saman og ég hlusta. Einn maðurinn spyr hvort ég eigi lyf handa þeim, sem er klassísk bón til hvítra manna í Afríku. „Ég er búin að gefa allt,“ segi ég við Akali, sem spurningunni var beint til. Ég hafði gefíð það sem eftir var af lyfjabirgðum mínum áður en við héldum af stað. „Getur þú ekki gefíð honum eitthvað?“ segir Akali, „Það hlýtur að vera ein eða tvær töflur eftir af aspiríni? Er ekki dálítið vítamín eftir?“ Vítamín er talið hafa næstum töfrandi lækningarmátt í þessum hluta Afríku. Fólk telur að það auki matarlyst og geri neytand- ann feitan og hraustlegan. Að gefa lyf hefur einnig táknræna rnerkingu, og gefur í skyn að maður sé tilbúinn að deila einhverju af auðæfum sín- um með öðrum. Ég er næstum sofnuð á teppinu þegar Akali segir mér að standa upp. Einn mannanna hefur boðið okkur að sofa í húsinu sínu. Við göngum með honum að kofa sem lítur alveg eins út og þeir sem ég sá fyrst. Dyraopið er lágt og lokað með klæði. Maðurinn bendir okkur að ganga inn. Þetta er lítið heimili en snyrti- legt og hlýlegt. Rúm hjónanna tekur mest allt plássið en það er búið til úr viðarsúlum sem er raðað saman á mjög einfaldan en sniðugan hátt. Við hlið þess brennur eldur, en á veggina er raðað ýmsum nytjahlutum heimil- isins. í rúminu liggur kona með barn á brjósti. Hún heilsar okkur bros- andi, og ég tek í hönd hennar. Akali breiðir úr teppinu við hliðina á rúmi hjónanna, þar sem við munum sofa með hitt teppið okkar sem ábreiðu. Næturnar era kaldar, jafnvel þótt dagamir séu hlýir og ég finn fyrir velh'ðan í heitu húsinu. Hjónin skipt- ast á nokkram orðum við Akali og svo liggjum við þögul og hlustum á snarkið í eldinum. „Mikið voram við heppin," hvísla ég að Akali. „Mi yetti Allah (ég þakka Guði),“ segir Akali lágt. „Eg bað Guð að hjálpa okkur, að leiða okkur á stað þar sem við væram öragg.“ Ég vakna við að Dro segir mér að fara á fætur, allir séu vaknaðir. Ég hef sofið eins og steinn alla nóttina. Við göngum frá hlutunum okkar. Heimilisfaðirinn kemur með stóra tréskál og ég fínn hvemig hjartað í mér kippist við af ánægju við að sjá nýja og spenvolga mjólkina. Ég er ennþá ákaflega svöng og þakka ósjálfrátt íyrir á fulfulde þegar hann réttir mér hana. Ég sýp á mjólkinni, sem er svalandi og fersk í minn tóma maga. „Ekki drekka mikið,“ segir Akali lágt. „Þau eiga varla nokkrar kýr.“ Ég þakka honum í huganum fyrir að minna mig á neyð þessa fólks, og rétti manninum skál- ina brosandi í þakklætisskyni. Hann biður mig um að drekka meira, en ég þekki reglurnar og afþakka. Stuttu seinna kemur kona hans með heitan hirsigraut sem við borðum í sameiningu. Við Akali ákveðum að gefa þeim í þakklætisskyni það litla sem við megum missa af peningun- um okkar. Ég vildi óska að ég væri með meira, en það er enga aðra pen- inga að fá fyrr en ég kem aftur til höfuðborgarinnar. Þegar máltíðinni er lokið er kom- inn tími til að fara af stað. Heimilis- faðirinn ætlar að fylgja okkur á markaðinn. Hann þarf sjálfur að sinna einhverjum erindum og svo er markaðurinn ekki langt í burtu. „Þakkaðu fyrir okkur fyrir mína hönd,“ bið ég Akali og horfi á vannærðu börnin í dagsljósinu. Þau era tvö á sama aldri, en bæði með stóran maga og litla útlimi. Andlitin era gömul og horað. „Maðurinn seg- ir að þetta sé ekkert mál,“ segir Akali mér. „Þú ert langt frá þínum heimaslóðum og hann er ánægður með að geta hjálpað þér. Ef hann sjálfur væri á þínum slóðum þá mundir þú öragglega gera slíkt hið sama.“ Ég segi ekkert við þessari seinustu athugasemd hans, en sé fyrir mér svartan fátækan mann að biðja um gistingu og mat á hinu ríka íslandi. Eftir tveggja tíma reið að markaðnum, bíða okkar leirveggir markaðsbæjarins. Við þökkum manninum aftur fyrir áður en við skiljum við hann í leit að farartæki til þess að komast að næsta þorpi. Orðræður um ferðalög Við á Vesturlöndum eram mikið fyrir að segja ferðasögur af okkur sjálfum, og byggjum þar á aldagam- alli hefð könnunar- og vísindasagna. Hinir fræknu ferðamenn snúa til baka með „reynslu" í farteskinu, með sögur af ólíku fólki og siðum, af hrakningum og vináttu. Því meiri hrakningum sem við getum státað okkur af, því betri verður sú sölu- vara sem við höfum undir höndun- um. Frásagnir Vesturlandabúa mið- ast þannig oft við það að leggja áherslu á hið framandlega og hvern- ig ferðamaðurinn vinnur bug á framandleikanum, með umburðar- lyndi og góðvild. Ávallt er hinn hvíti ferðamaður í forgranni, og við- brögðum fólks gefín gildi útfrá því hversu vel það kemur fram við þennan tigna riddara Vesturlanda. Slíkar frásagnir hafa nokkra til- hneigingu til að draga úr raunvera- legum valdatengslum þeirra aðila sem um er rætt, enda væri slíkt trú- lega ekki eins ljúf lesning eins og sagnir sem undirstrika góðvild okk- ar og siðferðislegt vald. Sögur eins og þær sem ég hef birt hér að fram- an, birtast reglulega á síðum dag- blaða, eða í bókaformi, eða einfald- lega sem orð í samtölum eða frá- sögnum. Oft gleymist að hugleiða hver er reynsla þeirra sem era við- föng þessara þvermenningarlegu endurfimda. Hvað finnst þeim um að fá valdamikinn framandi gest inn á sínar heimaslóðir? Hafa þeir eitt- hvað um framgang ferðamannaiðn- aðarins að segja? Hafa þeir ein- hvern raunveralegan ágóða af kynn- unum annað en smápeninga sem breyta ekki stöðu þeirra? Gáfu þeir samþykki sitt fyrir þeim myndum sem era birtar af þeim? Þannig ein- kennast slíkar orðræður og sam- skipti oft meira af hugmyndum „okkar“ um „hina“, hvernig „við“ viljum að „þeir“ séu, í stað þess að bregða upp raunveralegri mynd af lífí þeirra. Vesturlandabúar búa því til í huga sínum rómantíska mynd af „hinum“ sem búa í framandi löndum og halda fast í siði sína og menningu, án nokkurra tengsla við umheiminn. Peningar era þá oft notaðir sem mælistika á hversu frumstætt og framandi landið er. Ef það er ódýrt að lifa þar og versla, þá hlýtur það að vera frumstætt og spennandi. Ferðamannadraumur Vesturlanda- búa er goðsagan um fólk sem er svo framstætt að það hefur ekki einu sinni áhuga á peningum. Augunum er lokað fyrir þeirri fátækt og vald- leysi sem fólk í þriðja heiminum býr við og þá sérstaklega í samskiptum sínum við Vesturlöndin. Ljósmyndir era ekki síður mikil- vægar en textar í að breyta fólki í viðföng sem tekin eru með heim og sanna að viðkomandi ferðalangur var „raunveralega“ þarna. Gildi ljós- mynda getur auðvitað verið fræð- andi (rétt eins og texti auðvitað) en oft virðast þær samanstanda af hin- um skínandi hvíta heimsborgara, í bakgranni margskonar reynslu og minnisvarða. Eins og sumir lesend- ur hafa kannski áttað sig á þá birt- ast engar myndir frá ferðinni sem ég hef lýst hér að framan, en ástæð- an fyrir því er einföld og kannski ögn hlægileg. Þegar á ferðalaginu stóð, leit ég ekki á það sem neitt annað en það sem það var á því augnabliki: ferð frá hættulegu svæði í aukið öryggi. Mér datt einfaldlega ekki í hug að taka neinar myndir! Ég hafði einungis tekið myndir sem við komu rannsókn minni, og fannst á þeirri stundu að þessi ferð hefði ekkert með slíkt að gera. Kannski sýnir það best muninn á valdi og valdleysi að hafa eitthvað sem við köllum „seinna“, þegar reynsla get- ur verið dregin fram í myndaformi og skoðuð. Það er einnig merkilegt að velta fyrir sér hversu okkur, sem komum frá heimi allsnægtanna, finnst furðulega einfalt að njóta gestrisn- innar í fátækustu löndum heimsins. Við erum ekki tilbúin að greiða sama verð fyrir þjónustu og vörur eins og í okkar eigin löndum og fínnst gestrisni og gjafmildi vera jafn sjálfsögð eins og loftið og vatnið í kringum okkur. Við svolgram í okkur það sem gestgjafarnir hafa upp á að bjóða, eins og ég mjólkina, án þess að hugsa um hverju var fórnað, án þess að hugsa um þá fyr- irhöfn sem gestgjafarnir hafa af okkur og þeirra vætinga sem þeir hafa til okkar. Ferðir til framandi landa era sagðar auka alþjóðlegan skilning og samskipti, þegar stað- reyndin er sú að það era bara sumir sem hafa möguleika á að ferðast, og aðrir sem eru fastir í sömu sporan- um. Það gleymist oft að þeir sem búa í þessum löndum og era okkur til svo mikillar ánægju með því að vera efniviður í myndir og sögur, eru fastir í sinni fátækt án nokkurr- ar vonar um betra líf. Þegar ég fer frá hirðingjasvæðinu þá er ég að nota þau forréttindi sem fylgja því að vera hvítur Vestm-landabúi. Jafn- vel þótt ég ferðaðist ekki í sömu glerkúlunni og margir ferðamenn gat ég samt stigið út úr ferðalaginu þegar mér þóknaðist. Vinir mínir sem höfðu fætt mig og séð um mig, sátu eftir, því fyrir þeim var þetta jú ekki spennandi ævintýri, heldur líf þeirra. Það sem verður „reynsla" hjá mér, og ég get seinna birt á síð- um blaða, eru þær aðstæður sem þeir þurfa að búa við á hverjum degi. Höfundur er að skrifa dokíorsrit- gerð í mannfræði, en þessi frásögn gerist A meðan doktorsrannsókn hennar stendur yfir. Rannsóknin var styrkt af Alþjóðlegu Rotary- samtökunum og Norrænu Afríku- stofnuninni (sem Þróunarsamvinnu- stofnun íslands er aðili að).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.