Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
"MINNINGAR
■<
DAGBJÖRT
FINNBOGADÓTTIR
+ Dagbjört Finn-
bogadóttir fædd-
ist í Skarfanesi í
Landsveit 21. mars
1908. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reylg'a-
víkur í Fossvogi 17.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Finnbogi
Höskuldsson, bóndi í
Skarfanesi, f. 9.
október 1870 í
Stóra-Klofa í Land-
sveit, d. 20. apríl
1950, og Elísabet
Þórðardóttir, hús-
freyja í Skarfanesi, f. 1. desem-
ber 1877 í Gröf í Hrunamanna-
hreppi, d. 16. nóvember 1958.
Systkini Dagbjartar, öll fædd í
Skarfanesi: Magnús Víglundur,
f. 23. október 1902, d. 4. janúar
1994, magister í íslenskum fræð-
um, yfirkennari í Menntaskólan-
um í Reykjavík; Arndís, f. 1904,
d. sama ár; Þórður, f. 5. júní
1906, d. 5. janúar 1991, rafvikja-
meistari og rafverktaki í Reykja-
vík; Þóra, f. 28. apríl 1910, hús-
freyja í Reykjavík;
Anna, f. 11. júlí 1911,
kjólameistari í
Reykjavík; Arndís, f.
21. ágúst 1912, d. 24.
aprfl 1987, húsfreyja í
Reykjavík; Óskar
Höskuldur, f. 13. sept-
ember 1913, d. 24.
febrúar 1976, prestur
á Staðarhrauni á Mýr-
um, Stafholtspresta-
kalli í Borgarfirði, og
á Bfldudal; Valdimar,
f. 16. október 1915, d.
4. september 1985,
verslunarmaður í
Reylgavík; Guðmundur Karl, f. 13.
september 1917, d. 21. janúar
1997, bifreiðarstjóri í Kópavogi;
Þóra Laufey, f. 3. október 1919, d.
14. júlí 1957, hárgreiðslukona í
Reykjavík.
Hinn 11. nóvember 1933 giftist
Dagbjört Eiríki Guðmundssyni,
ættfræðingi og verslunarmanni í
Reylgavík, f. 10. mars 1896 á
Syðra-Velli í Flóa, d. 8. desember
1966. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Þorkelsson, hreppsljóri á
Syðra-Velli og í Hrútsstaða-
Norðurkoti í Flóa, f. 24. júní
1853, d. 19. desember 1928, og
Ingibjörg Stefanía Magnúsdóttir,
húsfreyja, f. 10. maí 1857, d. 8.
september 1950. Börn Dagbjart-
ar og Eiríks eru: 1) Hrafnkell,
fiskifræðingur, f. 30. nóvember
1942, kvæntur Valgerði Frank-
línsdóttur, rannsóknarmanni.
Synir Hrafnkels og fyrri eigin-
konu, Elizabeth Eiríksson, eru
Eiríkur Kristinn, f. 21. júlí 1967,
og Patrick, f. 27. mars 1972.
Börn Hrafnkels og Valgerðar eru
Ragnar Ingi, f. 19. mars 1984, og
Ingunn Gyða, f. 12. febrúar 1985.
2) Elísabet, söngkona og söng-
kennari, f. 16. júní 1946, gift Þór-
leifí Jónssyni, útibússtjóra, f. 24.
janúar 1945. Böm þeirra em
Dagbjört, f. 6. nóvember 1971,
Eiríkur, f. 12. maí 1973 og Unn-
ur, f. 7. júní 1985.
Dagbjört réð sig í vist til
Reykjavíkur um 18 ára aldur.
Hún hóf fljótlega eftir það að
læra hárgreiðslu og starfaði sem
hárgreiðslukona og rak eigin
hárgreiðslustofú ásamt tveim
öðmm hárgreiðslukonum um
árabil.
Utför Dagbjartar fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun,
mánudaginn 30. ágúst, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Dagbjört Finnbogadóttir,
tengdamóðir mín, var 91 árs þegar
hún lést og hafði lifað ótrúlega
breytingatíma. Hún var ein ellefu
systkina sem fæddust í Skarfanesi í
Landsveit. Eitt þeirra lést á fyrsta
ári. Ólust hin upp í Skarfanesi þar
tO þau fóru smám saman úr föður-
húsum til að takast á við lífíð á eigin
spýtur. Af minningabrotum sem
faðir þeirra, Finnbogi Höskuldsson,
skildi eftir sig má ráða að oft hefur
lífsbaráttan verið hörð í þá daga,
sem hann og kona hans, Elísabet
Þórðardóttir, voru að hefja búskap.
Nýlega höfðu Suðurlandsskjálftam-
ir gengið yfír með gífurlegri eyði-
leggingu og búfjárfelli. Afleiðingar
gríðarlegra sandstorma og upp-
blásturs voru næstum óyfirstígan-
legar hindranir fyrir unga stoftiend-
ur heimilis og var uppblástur af
völdum sandfoks raunar lengst af
mikið vandamál á meðan þau
bjuggu í Skarfanesi. Auk þess
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN j
SÓLARHRINGINN
ADAm'RÆ I I 4B • 101 REVKJAVÍK 1
Ddvú) higcr ()lafur j
apuha). 1/i.jon ujmunij. J
l ,ÍK KISTUVINN USTOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR |
brann nýbyggt hús þeirra þegar
Dagbjört var á fyrsta ári. Þar sem
húsið var óvátryggt þurfti gríðar-
legt átak til að endurbyggja það.
Naut fjölskyldan þá mikillar aðstoð-
ar góðra granna sem hjálpuðu til við
mjög erfiða flutninga á byggingar-
efni. Foreldrar Dagbjartar tókust á
við þessar aðstæður af mikilli ósér-
hlífni, dugnaði og æðruleysi og
bjuggu bömum sínum hlýlegt og
kærleiksríkt heimili, sem hún
minntist ávallt með hlýju og vænt-
umþykju. Þegar hún minntist þess-
ara daga lagði hún alltaf áherslu á
að þau hefðu aldrei liðið skort og
ætíð liðið vel, enda umvafin kærleik
foreldranna, mikilli náttúmfegurð
og landinu sem þau unnu mjög
heitt.
Þessar aðstæður allar mótuðu líf
hennar til æviloka. Eins og nærri
má geta þurftu hún og systkini
hennar snemma að læra til allra
verka. Heimilisstörf hvers konar og
umönnun urðu henni eins sjálfsögð
og að draga andann. Meðfædd hlýja
hennar, umhyggja fyrir vellíðan
annarra og ósérhlífni birtust m.a. í
einstakri gestrisni og leið henni
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
V
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavlk
si'mi: 587 1960, fax: 587 1986
gjaman illa ef hún taldi sig ekki
eiga nóg með kaffinu, ef einhver
rækist inn. Hún var mjög félags-
lynd og glaðvær og hafði jafnframt
ríka og góða kímnigáfu og nærvem.
Hún var með afbrigðum þægileg í
viðmóti og ræddi við alla á jafnrétt-
isgrundvelli. Breytti þá aldur við-
mælandans engu. Fólk laðaðist því
að henni. Fjölskylduböndin sem
hnýttust á æskuheimili hennar urðu
að auki til þess að hún vildi helst
sem oftast hafa ættingja sína og vini
nálægt sér, og þá leið henni best er
þeir komu í heimsókn. Það kom því
eins og af sjálfu sér eftir að hún
hafði stofnað sitt eigið heimili í
Reykjavík með Eiríki Guðmunds-
syni, að þar varð eins konar miðstöð
fyrir fjölskyldur þeirra og vini. Og
vist er um það að margir leituðu til
Dúu, eins og vinir hennar og ætt-
ingjar kölluðu hana, bæði ef eitt-
hvað bjátaði á og ef fagna skyldi
einhverju. Var henni alltaf sérstak-
lega mikils virði að geta liðsinnt,
hvort sem var í blíðu eða stríðu.
Þrátt fyrir glaðværð og hláturmildi
var hún tilfinningarík og viðkvæm.
Hún bar fyrir brjósti velferð alls
sem anda dregur og hrökk oft illa
við ef hún heyrði fréttir af slysför-
um eða hörmungum, þótt alls óskylt
fólk ætti í hlut. Jafnframt því sem
hún var ákaflega umtalsgóð kona
þótti henni jafnan leitt ef henni
fannst of mikið gert úr göllum fólks
eða hallað var á aðra að ósekju. Hún
hafði afskaplega mikið yndi af tón-
list og naut þess að hlusta bæði á
góða hljóðfæratónlist og söng. Hún
var sjálf mjög tónviss, spilaði á org-
el (harmonium) á unga aldri og
hafði alla tíð gaman af að syngja.
Eftir að Dagbjört flutti til
Reykjavíkur um átján ára aldur réð
hún sig í vist, eins og þá var al-
gengt. Síðan lærði hún hárgreiðslu
hjá hinni merku konu Kristínu
(Guðmundardóttur) í Holl, eins og
hún var kölluð, en hún rak Hár-
greiðslustofuna Hollywood. Fyrir
tilstilli Kristínar kynntist Dagbjört
fjölbreyttri flóru mannlífsins í höf-
uðborginni, enda var Kristín vel
kunnug mörgum þekktum og litrík-
um persónum, s.s. Erlendi í Unu-
húsi, sem eins og kunnugt er laðaði
að sér allt frá landsfrægum mönn-
um til undirmálsmanna sem hvergi
áttu höfði sínu að halla. Hún setti á
stofn eigin hárgreiðslustofu með
tveimur öðrum hárgreiðslukonum,
sem hún rak um árabil. Hún hætti
rekstri fljótlega eftir að börnin,
Hrafnkell og Elísabet, komu í heim-
inn og helgaði sig alfarið heimilinu,
enda hennar æðsta takmark í lífinu
að hlúa að ungviðinu, koma því til
þroska og vaka yfir velferð fjöl-
skyldunnar. Hjónaband þeirra Ei-
ríks var einstakt, einkenndist af
gagnkvæmri ást, virðingu og sam-
takamætti. Það varð því Dúu mikið
áfall þegar hann féll frá um aldur
fram og hún varð ekkja aðeins 58
ára gömul. Vann hún þá um tíma að
verslunarstörfum og gerðist einnig
um tíma meistari á hárgreiðslustofu
hjá systurdóttur sinni og kenndi
m.a. ungum hárgreiðslunemum þá
gömlu list að leggja bylgjur í hár. I
öllum störfum hennar kom berlega í
ljós hvemig allt lék í höndum henn-
ar og hve listræn og útsjónarsöm
hún var. Komu þeir hæfileikar ekki
síst í ljós í prjónuðum afurðum
hennar, en að prjóna úr íslenskum
lopa var henni alla tíð í senn mikið
áhugamál og drjúg tekjulind.
Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast samfélaginu á heimili
þeirra hjóna á Kvisthaga 10 áður
en Eiríkur féll frá og fá að taka
upp þráðinn með Elísabetu eftir að
við fléttuðum lífssveig okkar sam-
an. Að slíta fjölskylduböndin sem
þau Eiríkur höfðu bundið hefði
verið nánast synd. Elísabet og Dúa
höfðu alla tíð verið mjög samrýnd-
ar og í rauninni ekki síður vinkon-
ur en mæðgur. Framhaldið var því
nánast sjálfgefið og bjó Dúa á
heimili okkar alveg þar til hún
þurfti á spítalavist að halda sl. vor.
Einnig var alltaf mikill samgangur
við fjölskyldu Hrafnkels sem bjó í
sama húsi og við fyrstu sjö árin og
síðar hér á Reykjavíkursvæðinu.
Fjarlægðin var því aldrei mikil.
Það var lýsandi dæmi um persónu-
leika Dúu, að eftir að ég kom inn í
líf þeirra mæðgna var fjölskylda
mín þegar í stað orðin hluti af til-
veru hennar. Foreldrum mínum og
systkinum og systkinabörnum tók
hún eins og þau væru af hennar
eigin holdi og blóði, og kölluðu
systkinabörnin hana gjarnan
ömmu Dúu. Við Elísabet áttum 30
ára brúðkaupsafmæli daginn áður
en hún kvaddi þessa jarðvist. Á
hverju sumri í öll þessi 30 ár fór
hún með okkur norður í Olafsfjörð
í sumarleyfi og stundum oftar til að
taka þátt í gleði- og sorgarstundum
fjölskyldu minnar. Er hennar þar
sárt saknað.
Fjölskyldumynstur okkar hefur
um margt verið sérstakt miðað við
það sem algengast er nú á dögum.
Böm okkar Elísabetar hafa ekki
þekkt annað heimilislíf en að hafa
ömmu Dúu á heimilinu. Það hefur
verið þeim og okkur foreldrum
þeirra ólýsanlega mikils virði og ör-
yggi. Víst er um það að þau hafa
aldrei þurft að koma að lokuðum
dyrum þrátt fyrir oft á tíðum mikið
annríki okkar foreldranna utan
heimilisins. Mér hefur hún ávallt
verið allt í senn góð og skilningsrík
tengdamóðir, vinur og félagi. Engin
þakkarorð kann ég nógu sterk að
leiðarlokum, en bið þann sem öllu
ræður að launa henni fyrir mína
hönd og bamanna okkar, sem hafa
svo mikils að sakna. Þau kveðja
hana um sinn með bæninni sem hún
las svo oft með þeim.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Guð blessi okkur öllum minningu
hennar.
Þórleifiir Jónsson.
Látin er í hárri elli elskuleg móð-
ursystir mín, Dagbjört Finnboga-
dóttir. Dagbjört fæddist í Skarfa-
nesi á Landi og var hin fjórða í ald-
ursröð ellefu systkina; hið næst
elzta lézt í frumbernsku, en hin tíu
komust upp. Nú lifa eftir einungis
tvö þeirra, systumar Anna og móðir
mín Þóra. Ung hleypti Dagbjört
heimdraganum og hélt til Reykja-
víkur, lærði hárgreiðslu og rak um
árabil hárgreiðslustofu. Árið 1933
gekk hún að eiga Eirík Guðmunds-
son, verzlunarmann og ættfræðing,
og eignuðust þau tvö böm, Hrafn-
kel og Elísabetu Finnborgu. Það
varð Dagbjörtu mikið áfall, er Ei-
ríkur féll óvænt frá um aldur fram
árið 1966. Var Hrafnkell þá við nám
erlendis, en Elísabet var enn í for-
eldrahúsum. Þegar Elísabet gekk í
hjónaband þremur árum síðar,
fylgdi Dagbjört dóttur sinni, og átti
Dagbjört síðan allt til æviloka heim-
ili með henni, tengdasyni sínum,
Þórleifi Jónssyni, og börnum þeirra.
Dagbjört var afar félagslynd að
eðlisfari. í æsku þóttu henni þeir
sunnudagar dauflegir í Skarfanesi,
er enginn kom gesturinn og ekki
var farið til kirkju. Heimili hennar í
Reykjavík varð enda gestkvæmt
með afbrigðum. Til marks um það
má nefna, að eitt sinn á frumbýl-
ingsárunum í bænum mátti telja 22
skóhlífar í forstofunni heima hjá
henni, þótt rúmhelgur dagur væri
og ekkert sérstakt tilefni til gesta-
komunnar. Var þetta engan veginn
einsdæmi. Það var heldur engin
furða, að til hennar leituðu vinir og
vandamenn. Hún var einkar gest-
risin og tók hverjum manni, skyld-
um og óskyldum, sem þar færi höfð-
ingi. Hún var tilfinninganæm,
hjartahlý og skilningsrík og vildi
hvers manns vanda leysa. Aldrei
heyrði ég hana segja styggðaryrði
um nokkum mann, heldur færði
hún öllum allt til betri vegar. Þar að
auki var hún viðræðugóð og sögu-
fróð. Heimili hennar var því alla tíð
eins konar miðstöð stórfjölskyld-
unnar, Skarfanessystkinanna og af-
komenda þeirra, og jafnvel enn
fleira frændfólks.
Dagbjört og móðir mín, Þóra,
voru afar nánar systur; raunar var
Dagbjört eina manneskjan, sem átti
trúnað hennar allan. Þegar móðir
mín hélt suður til Reykjavíkur um
1930, fluttist hún til Dagbjartar og
bjó hjá henni og síðan hjá þeim Ei-
ríki, þangað til hún gekk í hjóna-
band árið 1945. Og á heimili Dag-
bjartar kynntist móðir mín manns-
efni sínu, síðar eiginmanni og fóður
mínum, Haraldi V. Olafssyni. Vom
þeir Eiríkur og faðir minn skóla-
bræður, nánir vinir og samstarfs-
menn. Enda varð samgangur milli
heimilanna mikill. Eiríkur og faðir
minn unnu saman, og varla leið sá
dagur, að þær systur töluðust ekki
við eða hittust. Og færu foreldrar
mínir í siglingu á uppvaxtarárum
mínum, dvaldist ég að sjálfsögðu
hjá Dagbjörtu og Eiríki. Voru þess-
ar utanlandsferðir foreldra minna
mér mikið tilhlökkunarefni, því að
dvölin hjá þeim Dagbjörtu var
ávallt ánægjulegri en nokkurt frí. Á
hinn bóginn fóru þau Dagbjört að-
eins einu sinni til útlanda, - árið
1937 til Danmerkur og Noregs, og
var móðir mín einnig með í för.
Hugði Dagbjört, að hamingjan væri
ekki fólgin í eirðarlausu flakki um
heiminn, eins og margir virðast
telja nú um stundir.
Dagbjört var mikil gæfumann-
eskja. Á fyrsta ári auðnaðist henni
að forða öllu heimilisfólkinu í
Skarfanesi frá bráðum bana. Kom
upp eldur að næturlagi á bænum, í
nýbyggðu íbúðarhúsinu, sem var úr
timbri, og varð enginn var við nema
ungabamið, sem vakti fólkið með
háværum gráti sínum. - í annan
stað var það gæfa Dagbjartar að
eignast einstakan sómamann og
heilsteypt og trygglynd böm og
tengdaböm. - Loks var það gæfa
Dagbjartar að mega njóta samvista
við sína nánustu alla ævi, búa með
dóttur sinni, tengdasyni og barna-
bömum til hinztu stundar. En það
var ekki einvörðungu gæfa Dag-
bjartar, heldur er það einnig lán
barnabarnanna að hafa fengið að al-
ast upp með ömmu sinni, og munu
þau gera sér það æ betur ljóst sem
fram líða stundir.
Ég minnist Dagbjartar með þökk
og virðingu. Við fráfall hennar votta
ég og fjölskylda mín Hrafnkeli og
Valgerði, Elísabetu og Þórleifi og
bamabömunum öllum dýpstu sam-
úð.
Kolbrún Haraldsdóttir.
Trúr er minn Guð, sem treyst' eg á,
trúr er Jesús, minn Herra,
hans blessuð forsjón bezt mun sjá,
nær böl og eymd mín skal þverra.
Sem bylgjur hafs við sjávarströnd
sín takmörk ei forláta,
eins skammtar Drottins hægri hönd
hverri sorg tíð og máta.
(H. Pétursson)
Dagbjört Finnbogadóttir er dáin
og við stöndum hljóð eftir. „Amma
Dúa“ eins og við kölluðum hana inn-