Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 49
Bóndadótt-
ir, spóinn
og refa-
skyttan
Frá Jóhanni Óla Hilmarssyni:
VEGNA forsíðugreinar sunnu-
dagsblaðsins 22. ágúst 1999, langar
Fuglavemdarfélagið að koma eftir-
farandi á framfæri:
I Sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins 22. ágúst sl. sagði bóndadóttir
úr Biskupstungum frá því þegar
hún fékk að fara á greni með pabba
sínum. Með í för voru tvær aðrar
grenjaskyttur, bróðir greinarhöf-
undar og Ásgeir Pálsson, fyrrv.
skólastjóri og grenjaskytta um ára-
tugaskeið. Menn þessir stunda refa-
veiðar á kostnað ríkis og viðkom-
andi sveitarfélags, en veiðistjóra-
embættið ber ábyrgð á fram-
kvæmdinni í umboði umhverfisráð-
herra. I greininni kemur fram að
reynt hafi verið að drepa alfriðaðan
fugl, spóa, til að nota sem agn fyrir
yrðlinga: ,Ekki er að undra þó Ás-
geir ætti bágt með að skilja van-
þakklæti spóans sem kom sér und-
an skotinu sem átti að breyta hon-
um í agn fyrir yrðlingana: Hvemig
gat nokkur íúgl fúlsað við þeim for-
réttindum að deyja í fegurð þessa
umhverfis?!“ spyr bóndadóttir að
lokum.
Fuglavemdarfélag íslands furðar
sig á virðingarleysi refaskyttunnar
fyrir landslögum og hvetur um-
hverfisráðherra, veiðistjóra og
sveitarfélög að sjá tO þess að þeir
sem ráðnir em til refadráps séu
starfi sínu vaxnir. Loks má minna á
að merki Fuglaverndarfélagsins er
spói á fuglaþúfu.
F.h. Fuglaverndarfélags íslands
JÓHANN ÓLI HILMARSSON,
formaður.
Dilbert á Netinu
mbl.is
—£/TTH\/A£> rJÝTT
Grandavegur ■ 4ra herb. - Skipti
Erum með glæsilega 4ra herb. íbúð á 2. hæð í
nýl. 5 hæða lyftuhúsi. Aðeins í skiptum fyrir hæð,
raðhús, parhús eða einbýli með bílskúr í vestur-
bæ (hverfi 107) eða á Seltjarnarnesi.
Áhugasamir hafi samband við Ásmund
á fasteignasölunni Höfða,
sími 533 6050 eða 895 3000.
Suður Norður
Opið hús! - Kjarrmóar 50 í Garðabæ
Til sölu er mjög skemmtilegt 160 fm endaraðhús að Kjarrmóum 50 í Garðabæ.
Húsið er í topp ástandi, nema gólfefni eru léleg að hluta. Utsýni er fagurt til norðurs.
Húsið skiptist í stofu, borðstofu, þrjú-fjögur herbergi, sjónvarpsloft, þvottahús,
eldhús, bað og bílskúr. Að auki er 9 fm hilluklæddur nýlegur geymsluskúr í garði.
Hellulögð verönd er til suðurs. Lóðin er rúmgóð og garður fallegur, auk þess að
vera léttur í umhirðu.
I dag er opið hús á milli kl. 14:00 og 17:00.
Áhugasömum er velkomið að líta inn. Upplýsingasími er 565-9502.
Sími <>(><>0 l a\ 5Ú8 <>0<>r> Síóminila 21
Einbýlishús óskast
25—35 milljónir í boði
Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 280-400 fm einbýlishús.
Lágmark 5 svefnherbergi. Æskileg staðsetning: Reykjavík, Hafnarfjörður,
Kópavogur eða Garðabær. Kaupandinn er reiðubúinn að staðgreiða rétta
eign. Húsið má kosta á bilinu 25—35 milljónir.
Nánari upplýsingar veita Óskar og Stefán Hrafn.
Arnarnes — sjávarlóð
Vorum að fá í einkasölu stóra og góða eignarlóð á Arnarnesi.
Verð 6,5 millj.
Grófarsmári — glæsil. parhús
Vorum að fá í einkasölu stórglæsilegt ca 190 fm parhús með
góðum innb. bílskúr. Lítil einstaklingsíb. með sérinng. á jarð-
hæð. Á efri hæðinni eru glæsil. innr., 4 svefnherb. Parket.
Glæsilegt útsýni. Eign í sérflokki. Verð 19,5 millj.
Allar upplýsingar veittar á skrifstofu.
Valhöll, fasteignasala,
Síðumúla 27, sími 588 4477.
HEILSUBOT
KYNNING OG RAÐGJOF UM
NOTKUN ZINAXIN™ OG REVENA®
Engifer
09 gigt
Zinaxin
TM
<r„ ^
Það er munur á engifer. Zinaxin inniheldur
staðlaðan engifer-extrakt sem tryggir jafnan
styrk virku efnanna í hverri framleiSslu.
KYNNTU ÞÉR MALIN í eftirföldum
apófekum milli kl. 14-18
Apótekið Smiðjuvegi þri. 31. ágú.
Apótekið Spönginni mið. 1. sep.
Revena fótakrem vi& þreytu,
bólgu og pirringi í fótum.
Apwtekið
Apótekið Iðufelli fim. 2. sep.
Hafnarfjarðar apótek fös. 3. sep.
Apótekið Suðurströnd mán. 6. sep.
ÍSL€NDINGAR7f7rXr
Verðum í London eftir 9/9 til að kynna -L-ínOI 1LJ. kJI 1
nýjungáviðskiptasviði. Ef þiðviljið hitta okkur vinsamlegast
sendið nafn og símanr. á netfang: maria@hofdi.ls eða til
auglýsingadeildar MBL. fyrir 7/9 1999 merkt„S)á dagar koma".
Asgeir Hjartarson hefur hafið
störf að nýju á VEH SALON
eftir árslangt starfsnám i Milano.
sjáumst!
VEH SALON
HÚSl VERSIUNARINNAR.S: 5687305
Karlakórinn Þrestir
óskar eftir söngmönnum.
Við bjóðum:
a) Reglulegar æfingar í eigin
húsnæði.
b) Mjög góðan söngstjóra.
c) Söngþjálfun fyrir nýliða sem
og lengra komna.
Það sem þú þarft er:
a) Söngrödd og tóneyra.
b) Tíma til æfmga.
c) Gott skap (aðrir þrífast ekki í kór).
Söngur göfgar og léttir lund.
Ahugasamir hafi samband við Sigurð í síma 555 3232/
861 1132 eða Halldór í síma 565 0404, vs. 565 3320.
Clíl
I nýi tónlistarstólinn
Frá Nýja tónlistarskólanum
Innritun lýkur mánudaqinn 30. áqúst.
Inntökupróf
verða fimmtudaginn 2. september.
Upplýsingar og tímapantanir
í síma 553 9210 frá kl. 14.00 til 18.00.
Skólinn verður settur
föstudaginn 10. sept. á Sal skólans kl. 18.00.
Skólastjóri
Nú eru að hefjast námskeið í grasalækningum
og nálastungum.
I boði er:
Eins árs nám þar sem kennd verður kínversk heimspeki,
sjúkdómsgreining og meðferð á sjúkdómum með
lækningajurtum og nálastungum.
Stutt námskeið þar sem kennd verður meðal annars
sérhæfð meðferð á ákveðnum sjúkdómum, greining á
púlsum og fæðingarhjálp með nálastungum.
Upplýsingar eru gefnar i Skóla hinna fjögurra árstíða,
Klapparstíg 25, Reykjavik. Simi 552 5759.
heimasíða: http://www.islandia.is/~kinv-lækningar