Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 64

Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 64
* MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSirj@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Læstist úti og pottur brann Yfír 30 framleiðendur - stunda lífrænan búskap Andstaða við hugmyndir um að fá fjallalambið vottað lífrænt YFIR 30 framleiðendur á íslandi, bæði bændur og vinnslustöðvar, hafa fengið lífræna vottun frá vott- unarstöðinni Túni, sem er eina faggOta vottunarstöðin í lífrænum landbúnaði hér á landi. Virðist líf- rænum búskap vera að vaxa fiskur um hrygg hægt og bítandi eftir tals- verða byrjunarerfiðleika, og enn telja bændur sem þennan búskap stunda verðmun milli lífrænnar framleiðslu og ólífrænnar vera í minnsta lagi. Bændur í lífrænum búskap eru al- %nennt andsnúnir viðleitni stjóm- valda að freista þess að fá íslenska lambakjötið viðurkennt sem lífrænt á grundvelli vistvænni aðstæðna hér á landi en annars staðar. Samkvæmt reglum ESB getur íslenska lamba- kjötið ekki talist lífrænt, þrátt fyrir að lömbin bíti aðeins á afrétt yfir sumarið, þar sem móðirin hefur ver- ið á ólífrænum fóðrum yfir veturinn. Stjómvöld og sauðfjárbændur hafa hins vegar gert sér vonir um að hægt verði að fá undanþágur fyrir takmarkaðri notkun tilbúins áburð- ar með vísan í reglugerð ESB, sem kveður á um að við afarskilyrði í veðurfari megi nota takmarkað magn af tilbúnum áburði til að ná ræktuninni upp en fá samt lífræna vottun. Er þá bent á að vegna hins stutta gróðurtímabils á íslandi sé hlutfallslega lítill áburður notaður miðað við annars staðar í Evrópu og mælingar hafi ítrekað sýnt að ís- lenskur jarðvegur sé mun hreinni en jarðvegur annars staðar í Evrópu. Ræktendur lífrænna landbúnað- arafurða hér á landi sem einungis nota lífrænan áburð, telja þessa við- leitni fráleita og benda á að með þessu væri fótunum gersamlega kippt undan lífrænni ræktun á Is- landi þar sem lífrænir ræktendur væru þar með komnir í samkeppni við hefðbundna bændur á gjörólík- um forsendum, lífrænar ræktunar- aðferðir séu dýrari og starf líf- rænna bænda að engu gert. Guðni Einarsson, sem stundar líf- rænan búskap að hluta til að Þóris- holti í Mýrdal, segir þannig í Morg- unblaðinu í dag að fráleitt sé að gera sér vonir um að venjulegt ís- lenskt lambakjöt fái lífræna vottun, það séu draumórar einir Engir staðlar séu til erlendis um „vistvæn- ar afurðir" og þegar kjötið sé flutt út hafi slíkt ekkert að segja. Hins vegar telur hann að eini raunhæfi möguleikinn á útflutningi landbún- aðarafurða héðan sé í lífrænum af- urðum. ■ Lífræn framtíð/10 MIKILL viðbúnaður var hjá slökkviliði ísafjarðar í fyrradag þegar tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsinu Sætúni 10 á Suðureyri. Þegar slökkviliðið kom á staðinn um klukkan 18 var mikill reykur í íbúð á annarri hæð hússins og þegar inn var komið reyndist eldur vera laus í potti á eldavél. Hafði hann náð að læsa sig í eldhúsinnréttingu. Eldurinn var fljótlega slökktur og er tjónið talið minniháttar. Þrír Pólverjar búa í íbúðinni og var einn þeirra heima þegar eldurinn kom upp. Hann mun hafa kveikt undir pottum á eldavélinni og brugðið sér síðan fram á gang, einhverra erinda. Ekki tókst þó betur til en svo, að þegar hann ætlaði aftur inn í íbúðina hafði hann læst sig úti með fyrrgreindum afleiðingum. Morgunblaðið/Porkell » Kajak- keppni við Reykjavík KEPPNI í kajakróðri fór fram í gær. Fimmtán kappar reru frá Geldinganesi til Hvammsvíkur í Kjós, alls um 40 km leið. Áætlað var að róðurinn tæki 5-6 klukku- stundir. Það er Kajakklúbburinn sem stóð fyrir keppninni en hún var liður í íslandsmóti í þessari íþrótt. Urslit lágu ekki fyrir þeg- ar blaðið fór í prentun. —r ------------- Slys vegna ölvunar- aksturs TVEIR voru fluttir á slysadeild í gærmorgun eftir árekstur tveggja bíla á brúnni á Bústaðavegi. Ekki er talið að um alvarleg meiðsl hafi verið að ræða. Ökumaðurinn, sem grunað- ur er um að hafa valdið slysinu, hljóp y£if vettvangi en náðist skömmu síðar. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Báðir bílarnir voru fluttir á brott með kranabfl. í fyrrinótt varð árekstur á Löngu- hlíð þegar ökumaður ók yfir gatna- mót á rauðu ljósi og hafnaði á annarri bifreið. Hann hlaut minni- háttar meiðsl og var fluttur á slysa- —leiki. Hann er grunaður um að hafa ^ekið undir áhrifum áfengis og lyfja. Kúabændur telja sterkari vísbendingar um eignarlegt tilkall innleggjenda til mjólkursamlaga Vilja að samlög komist í eigu framleiðenda LANDSSAMBAND kúabænda telur að fram hafi komið sterkari vísbendingar en áður um að innleggjendur mjólkursamlaga á vegum kaupfé- laga eigi eignarréttarlegt tilkall til mjólkursam- laganna. Á aðalfundi sambandsins sem lauk fyrir helgi var stjóm LK falið að stuðla að því að mjólkursamlög sem enn eru starfrækt innan kaupfélaga, komist formlega í eigu framleiðenda og undir stjóm þeirra. Var stjóminni jafnframt heimilað að „styðja samtök mjólkurframleiðenda, eða einstaklinga í umboði þeirra, með fjárframlögum eða á annan hátt ef nauðsynlegt reynist að fara með slík mál fyrir dómstóla“, segir í ályktun fundarins. Heimild og fyrirmæli Þórólfur Sveinsson, formaður LK, segir að Þorgeir Örlygsson prófessor hafi verið fenginn í fymavetur til að gera álitsgerð um stöðu fram- leiðenda gagnvart eignarrétti á mjólkursamlag- inu á Húsavík, þegar bændur í Suður-Þingeyjar- sýslu lentu í hremmingum vegna þrenginga Kaupfélags Þingeyinga. „Landssambandi kúabænda hefur ávallt verið umhugað um mikilvægi þess að afurðastöðvar í mjólkuriðnaði væru í eigu og stjóm mjólkur- framleiðenda, til að tryggja hagsmuni kúa- bænda. Ályktun fundarins er í senn viljayfirlýs- ing og opin heimfld fyrir stjórn LK til að greiða götu manna, annaðhvort með lögfræðiáliti af svipuðu tagi, hvort sem fleiri er þörf eða ekki, eða veita mönnum lið ef til málareksturs kemur um eignarhald á mjólkursamlögum i blönduðum rekstri. Þau eru nú ekki orðin nema þrjú eftir, þ.e. á Sauðárkróki, Hvammstanga og Akureyri. Þessi mál brenna fyrst og fremst á innleggjend- um mjólkur á hverjum stað og landsfélag á borð við LK getur aldrei gengið fram fyrir félag sem starfar á viðkomandi svæði, t.d. samtök fram- leiðenda, þannig að þetta er fyrst og fremst heimild og fyrirmæli til að styðja menn með ráð- um og dáð eftir því sem þeir óska eftir,“ segir Þórólfur. Þórólfur kveðst telja að tengslin á milli sam- lagsins á Húsavík og Kaupfélags Þingeyinga annars vegar og tengslin á milli annarra mjólkur- samlaga og kaupfélaga, séu ólíkari en hann hafi talið lengst af. „Eg verð að viðurkenna að mér varð ekki ljós þessi mismunur fýrr en álit Þor- geirs lá fyrir. Eg geri mér ekki grein fyrir hvort hann skipti máli, en svo virðist sem samtök fram- leiðenda hafi í uppbyggingunni haft rneiri rétt gagnvart samlaginu á Húsavík en gerðist al- mennt gagnvart samlögum í blönduðum rekstri. Valdskipting á milli aðalfundar innleggjendafé- lagsins annars vegar og aðalfundar kaupfélagsins hins vegar virðist ekki hafa verið hin sama og al- gengast er í þessum blönduðu félögum. Hvort þetta hefði gildi fyrir dómi er hins vegar eitthvað sem enginn getur svarað nema ef á reynir,“ segir Þórólfur. 20 mánuðir í afnám Eins og áður sagði kemst Þorgeir að þeirri nið- urstöðu að ýmislegt styðji að innleggjendur mjólkursamlaga á vegum kaupfélaga eigi eignar- réttarlegt tilkall til mjólkursamlaganna. Þórólfur segir að málið eigi sér einnig sögulegar rætur í gamla verðmiðlunarsjóðnum sem var hluti af verðlagningunni og væntanlega tilkominn vegna hagsmuna framleiðenda. „í dag, samtímis því sem ytri aðstæður eru að breytast, sjá menn ástæðu til að knýja enn frekar á um þessi mál. Það eru ekki nema 20 mánuðir þangað til heildsöluverðlagning á mjólkurvörum verður felld niður af þeim sem enn eru í opin- berri verðlagningu. Það er búið að fella niður alla lögbundna smásöluverðlagningu og hún orðin öll frjáls, og þegar heildsöluverðlagningin verður felld niður standa annars vegar eftir verðtilfærsl- ur á milli afurða til að við getum framleitt mis- jafnlega framleiðniháar mjólkurafurðir og síðan lágmarksverð til bænda. Það er Ijóst að eftir því sem þessum málum er stýrt í minna mæli með ákvörðunum löggjafans, reynir meira á hvaða tök bændur hafa á að fylgja afurðum sínum eftir,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.