Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Skírnarfontur Höfuðdagur Höfuðdagurinn minnir okkur á líf og starf Jó- hannesar skírara. Stefán Friðbjarnarson fer nokkrum orðum um mikilvægi skírnarinnar. í DAG er höfuðdagur. Á sjö- undu öld dagsetti páfastóll Decollatio Johannis, sem við köllum nú höfuðdag, 29. ágúst. Þetta latneska heiti finnst víða í íslenzkum fombréfum og rímna- handritum. Islenzka nafnið, höf- uðdagur, er vart eldra en frá 15. öld, segir í Sögu daganna eftir Árna Bjömsson. Þar segir og „að sú þjóðtrú hafi verið almenn að veður breyttist á höfuðdag og eigi það veðurlag að haldast í þrjár vikur, eða lengur... Veður- fræði nútímans tekur undir þennan átrúnað að því leyti að veðurskilyrði breytast mjög á norðurhveli um þetta leyti“. Hvert er heiti dagsins, höfuð- dagur, sótt? Flestir þekkja svar- ið. Þennan dag er þess minnzt er Jóhannes skírari var háls- höggvinn. Heródes konungur Antipas lét fanga Jóhannes, sem hafði það eitt til saka unnið að ávíta konung fyrir að ganga að eiga konu bróður síns, en það þótti ekki góð latína á þeim tíma. í þýðingu Odds Gott- skálkssonar frá árinu 1584 er málalyktum lýst svo: „Þar hlotnaðist og svo tiltæki- legur dagur að Herades gjörði á sinni ártíð eina kvöldmáltíð höfðingjum og höfuðsmönnum og hinum fremstu mönnum úr Galílea. Þá gekk dóttir hennar Heradádis þar inn og dansaði, og það þóknaðist Herodi og þeim er með honum sátu til borðs. Þá sagði konungurinn til stúlkunnar: „Bið af mér hvers þú vilt, og eg skal veita þér.“ - Hún gekk út og sagði til móður sinnar: „Hvers skal eg biðja?“ En hún sagði: „Höfuð Jóns baptista.“ Jóhannes skírari er talinn sá, sem Jesaja spámaður sagði íyrir um, og nefndi rödd hrópandans í eyðimörkinni. Hann predikaði á sinni tíð í óbyggðum Júdeu og skírði fólk til iðrunar í ánni Jórd- an. Eftir honum er haft: „Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá sem kemur eftir mig, er mér máttugri, og er ég ekki verður að bera skó hans. Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi.“ Matteus (3.13-16) segir: „Þá kemur Jesús frá Galíleu að Jórdan tii Jóhannesar að taka skím hjá honum. Jóhannes vildi vama honum þess og sagði: Mér er þörf að skírast af þér, og þú kemur til mín“! - Jesús svariði honum: „Lát það nú eftir. Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti." Og hann lét það eftir honum. - En þegar Jesús hafði verið skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnamir, og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig. Og rödd kom af himnum: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef vel- þóknun á.“„ Höfuðdagurinn á að minna okkur á boðskap Jóhannesar skírara, sem skírði fólk til iðmn- ar úr ánni Jórdan. Hann á að minna okkur á staðfestu skírar- ans og mikilvægi skímarinnar. Á náð skímarinnar. Á þá náð að halla mega höfði sínu í Drottins skaut. En hvað gerizt þegar barn er skírt; hvað gerðist þegar við vór- um borin böm til skímar af for- eldrum okkar? Sigurbjöm bisk- up Einarsson kemst svo að orði um það efni: „Það verður ekki útlistað á lík- an hátt og ég get gert mér eða öðram grein fyrir jarðneskum hlutum. Því síður á þann hátt sem alskyggn Drottinn þekkir og skilur allt hið hulda og eilífa. - En eitt veit ég: Þegar ég var skírður, var Jesús þar. Hann segir: Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þá er ég þar. Og víst er það að hvar sem bam er skírt þá era tveir eða þrír eða fleiri saman í Jesú nafni, auk bamsins. Skyldi Jesús svíkja fyrirheit sitt, þegar ég er skírður eða þú eða barnið okkar? Og hafi hann verið við- staddur, hefur þá ekkert gerzt? Minnast má þess, er hann forð- um sagði: Leyfið bömunum að koma til mín, slíkra er Guðs ríki. Og hann tók bömin í faðm sér og blessaði þau...“ Þegar við eram borin böm til skímar er okkur mikilvægi at- hafnarinnar ekki ljóst. Þegar við staðfestum skímarheitið við fermingu náum við betur áttum, þótt enn skorti nokkuð á fullan skilning hjá mörgum okkar. Ald- ur og þroski skerpir síðan skiln- inginn.Höfuðdagur Jóhannesar skírara, hrópandans í eyðimörk- inni, minnir okkur á mikilvægi skímar í nafni heilagrar þrenn- ingar. Og öll höllum við að lokum höfði okkar í Drottins skaut - þegar kall okkar kemur. VELVAKAJMÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bensín og tryggingar HVAR mundir þú kaupa bensínið? Bensínstöð A 82,40 kr. lítrinn. Bensín- stöð B 44,28 kr. lítrinn. Hvar tryggir þú bílinn þín? Tryggingafélag A 98.313 kr. á ári. Trygg- ingafélag B 52.826 kr. á ári. Bensínverð er mjög svipað á öllum bensín- stöðvum, en öðru máli gegnir um iðgjöldin hjá tryggingafélögunum. I Morgunblaðinu 6. ágúst sl. og næstu daga, birtist mjög greinargóður samanburður á iðgjöldum bifreiðatryggingafélag- anna. Lítill munur er á gjöldunum hjá „hinum þremur stóru“ og tek ég því meðaltal af þeim, í samanburði við FIB- tryggingar, sem eru lang- lægstar. Miðað við 30% bónus hjá öllum félögunum þarf að greiða íyrir trygg- ingar hjá „þeim stóru“ að meðaltali 98.313 kr. á ári. Fyrir tryggingu á sams konar bfl, af sömu árgerð, þarf að greiða 52.826 kr. hjá FÍB. Mismunurinn á gjaldi fyrir sams konar tryggingu á heimilisbíl, er 45.847 kr. á einu ári. Með sömu hlutföllum í samanburði á bensínverði kæmi ofanritað verð út. Hvað væru gjöldin há hjá hinum „þremur stóru“ í dag ef FIB hefði ekki komið inn á markaðinn? Þegar FIB kom inn á tryggingamarkaðinn kepptust hin félögin um að lækka gjöldin og reyna að telja mönnum trú um að þau byðu lægri iðgjöld en FIB. Þeir sem ennþá tryggja hjá „hinum stóru“ þyrftu því að greiða miklu hærri gjöld í dag ef FIB- tryggingar hefðu ekki komið til. Hér sjáum við glöggt dæmi um að frjáls sam- keppni kemur neytendum alltaf til góða. Telji bíleigendur sig standa í þakkarskuld við þá aðila sem ráðist hafa í að brjóta niður harðsvíraða einokun, ættu þeir að beina viðskiptum sínum til þeirra. Með þvi lækkuðu þeir útgjöld heimilanna, auk þess að tryggja áframhaldandi samkeppni. Ó.J. Lítil saga af tveimur gulum kisum UM síðustu áramót kom í fóstur til okkar í Garðabæ- inn hálfvaxin kisa. Hún fann sig flótt mjög vel og var alsæl með vistaskiptin og við á heimilinu tókum fljótlega ástfóstri við kisu sem við kölluðum Brandon. En í mars varð hún fyrir því óhappi að verða undir bíl og deyja samstundis. I hönd fór mikill sorgartími og sökn- uðum við hennar sárt. Þá fékk ég fregnir um að bróðir hennar sem liti ná- kvæmlega eins út væri fal- ur og gætum við fengið hann. Til að slá á söknuð- inn þáðum við það með þökkum. Hann fékk sama nafn hjá okkur en kunni sannarlega ekki eins vel við vistaskiptin og hinn hafði gert og gekk okkur illa að hæna hann að okk- ur. Það var síðan ekki fyrr en í mai að dóttir mín kom með lítinn hnoðra inn á heimilið; aðeins 8 vikna kettling að Brandon tók gleði sína á ný. Hann tók þann litla í fóstur og gerð- ist mjög ábyrgur gagnvart þessum litla vini. I sumar hafa þeir verið óaðskiljan- legir og báðir afar sælir og veittu okkur í fjölskyld- unni ómælda gleði. Um mánaðamótin júlí ágúst fluttum við úr hús- inu á Flötunum og í hönd fór sumarleyfi í byrjun ágúst. Það varð því úr að systir mín sem búsett er í Lækjarfit tók þá báða að sér á meðan. Þeir undu sér vel hjá henni og fóra jafn- an ekki langt út fyrir garð- inn við húsið. Þar til um miðjan ágúst það gerðist að Brandon skilaði sér ekki. Systir mín hóf strax leit og hafði uppi spurnir og það bar þann árangur að hún fékk þær upplýs- ingar að til hans hafði sést á gamla staðnum. Þegar ég kom heim fyrir rúmri viku hóf ég einnig leit og talaði við Kattholt og aug- lýsti eftir honum í Velvak- anda. Auk þess höfum við leitað hans um allar Flat- irnar og ég hef komið dag- lega að gamla heimilinu og kallað á hann án árangurs. Því langar mig að biðja Garðbæinga að hafa augun hjá sér og láta mig vita ef þeir hafa minnsta grun um að um Brandon sé að ræða. Hann er gulbrönd- óttur; fremur smár og fal- lega vaxinn köttur. Feldur hans er óvenju mjúkur en hann er styggur og hefur ekki fram til þessa svarað kalli nema frá fjölskyld- unni. Mér finnst því ólík- legt að hann hafi fundið sér annað heimili, nema hungrið hafi farið að sverfa að. Hann bjargar sér vísast enn úti í náttúr- unni á meðan ekki er kald- ara en þegar fer að líða á verður það erfiðara. Okkur líður afar illa að vita ekki hvar hann er og sá stutti sem fékk nafnið Snúlli kallar reglulega á hann. Ef einhver verður var við hann er hinn sami vin- samlega beðinn að hringja í síma 897 2221 eða í syst- ur mína sem hefur síma 565 7643. Með þakklæti og von um árangur. Bergljót Davíðsdóttir. Dýrahald Támína er týnd HÚN fór að heiman frá Holtsbúð 36, Garðabæ, laugardaginn 21. ágúst sl. Hún er eyrnamerkt ROH 108. Hvít og svört með hvítar loppur en ein svört tá (kló). Támína er tæp- lega 10 ára. Hún er mjög forvitin og á til að fara inn í bílskúra eða koma sér vel við fólk. Ef einhver getur gefið upplýsingar er hann beðinn að hafa samband í síma 565 6402 eða 553 2940. Köttur í óskilum HVÍTUR kettlingur með svarta flekki og svarta rófu fannst við Brávalla- götu mánudaginn 23. ágúst. Þeir sem kannast við gripinn vinsamlegast hafi samband við Hildi í síma 863 2465. Kettlingnr óskar eftir heimili YNDISLEGUR svartur og hvítur fress, 8 vikna, kassavanur, óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 554 4045. Víkveiji skrifar... MJÖG athyglisverður þáttur var á dagskrá Sjónvarpsins á fimmtudagskvöldið, Böm og sæt- indi, (De „s0de“ born), dönsk heim- ildarmynd um sykumeyslu baraa og unglinga sem eykst ár frá ári og kann að valda heilsubresti á fullorð- insárum, eins og það var orðað í dagskrárkynningu. Greint var frá því að sykur þurfi ekki að vera óhollur í sjálfu sér en í ljós hafi komið að fimmta hvert 10 ára gamalt bam í Danmörku neyti of mikils sykurs og holl fæða, þar á meðal ávextir og grænmeti, verði útundan fyrir bragðið. Böm og ung- lingar hafi nú meira fé handa á milli en áður og auglýsendur nýti sér það. Þar að auki hefur dönskum sykurframleiðendum tekist betur að efla jákvæða ímynd vöra sinnar en heilbrigðisyfirvöldum að leggja áherslu á holla fæðu. xxx ÁTTURINN, sem áður er neftidur, var einkar fróðlegur og merkilegur, en Víkverja fannst hann á slæmum tíma í dagskránni. Þátturinn hófst nefnilega ekki íyrr en kl. 22.30 og lauk laust fyrir kl. 23. Fjallað var um grafalvarlegt mál og því ekki nóg fyrir foreldra að hafa séð þáttinn. Böm - sem flest era væntanlega lögst til hvílu svo seint að kvöldi - hefðu gott af því að sjá umfjöllun Dananna. Víkverji heyrði af tveimur ungum stúlkum sem horfðu á þáttinn og lýstu yfir, strax að honum loknum, að þær væru hættar að borða sælgæti! Víkverji skorar á Sjónvarpið að endursýna þáttinn, á þeim tíma dags sem búast má við að böm og unglingar séu við skjáinn. xxx ISLENDINGAR eru gjarnan efstir á lista, miðað við höfðatölu, þegar heimsmælikvarðanum marg- umrædda er brugðið á hin ólíkleg- ustu fyrirbæri, og Víkverji man ekki betur en hann hafi einhvem tíma séð að það ætti við varðandi sykurneyslu. Að hver íslendingur borði sem sagt meiri sykur en þekkist með nokkurri annarri þjóð í heiminum. Enda hefur Víkverji oft furðað sig á ótrúlegu sælgæt- isáti íslenskra bama, að ekki sé tal- að um gosþamb landsmanna - ekki síst fullorðinna - sem er með hreinum ólíkindum. Það er auðvit- að ekkert annað en hneisa að þjóð sem hefur aðgang að besta og tærasta vatni á jarðarkringlunni skuli ekki nýta sér það í ríkari mæli til drykkju en gert er. Þegar búið er að blanda vatninu saman við erlenda sykurleðju og það kom- ið á flöskur, er það hins vegar sér- lega ljúffengt að mati landans. Er þetta ekki umhugsunarefni fyrir þjóðina? x x x DRENGUR sem Víkverji þekk- ir sótti fyrir skömmu nám- skeið á vegum Golfklúbbs Reykja- víkur að Korpúlfsstöðum. Eftir- væntingin var mikil áður en haldið var af stað, en þegar á leið nám- skeiðið var gamanið heldur farið að kárna. Þótti drengnum, og foreldr- um hans - sem gerðu sér ferð til að fylgjast með gangi mála, eftir að sonurinn kvartaði - sem heldur lít- ill metnaður væri hjá leiðbeinend- unum. Gekk reyndar svo langt að drengurinn og vinur hans neituðu orðið að fara að heiman og upp á Korpúlfsstaði, þótt þeir hafi reynd- ar fallist á það, eftir fortölur, að ljúka námskeiðinu. Leiðbeinend- umir voru nokkrir unglingar, en þeir þóttu ekki sýna starfi sínu mikinn áhuga. Foreldrunum fannst til dæmis undarlegt að sjá þá liggja í sólbaði á æfingasvæðunum á með- an krakkarnir munduðu kylfur sín- ar og slógu kúlumar. Þegar krökk- unum var skipt upp í nokkra hópa, sem hver æfði sig á mismunandi stað á vellinum, áttu leiðbeinend- umir það líka til að ferðast saman á golfbíl á milli hópa í stað þess að vera krökkunum til aðstoðar einn og einn. Drengirnir hafa ekki mikinn áhuga á golfi eftir námskeiðið hjá GR og ekki líklegt að þeir spreyti sig í þessari skemmtilegu íþrótt aftur, a.m.k. ekki alveg á næstunni. Námskeið sem þetta getur því varla talist vel til þess fallið að laða böm að íþróttinni, ef ekki er betur staðið að málum en raun ber vitni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.