Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 57 FÓLK í FRÉTTUM Ástríðuglæpir kvenna heillandi viðfangsefni MYND hinnar íslensk- ættuðu Sólveigar An- spach, Hertu upp hug- ann, verður frumsýnd á Kvikmyndahátíð Reykja- víkur í dag. Myndin fjall- ar um unga, ófríska konu sem greinist með krabba- mein og baráttu hennar fyrir lífinu. Á síðum Morgunblaðsins hafa þegar birst viðtöl við Sól- veigu vegna þeirrar myndar en minna hefur verið fjallað um heimild- armyndina Upp með hendur eða „My Mom’s a Gangster“ sem frumsýnd verður á mánudag. „f myndinni er sögð saga fímm kvenna sem unnu sér það til frægðar að ræna banka,“ útskýrir Sólveig. „Pær voru iyrsta kvenkyns þjófagengið í Frakklandi, klæddu sig sem karlar og engan grunaði að þær væru konur. Ein þeirra átti systur sem vann í banka og þegar þær komu inn með yfir- varaskegg og drógu upp byssur sagði hún: „Gerið eins og þær segja, þær eru hættulegar, látið þær fá það sem þær vilja,“ svo að þetta var fjölskyldu saga.“ .Ástæðan fyrir því að þær fóru út í að ræna banka var sú að þær voru karlmannslausar, peningalitlar og áttu böm sem þær þurftu að sjá fyrir. Þær voru fátækar og með alla þessa banka í kringum sig og hugs- uðu: „Fjandinn hafi það, við skulum ræna þessa banka!“„ Vildu ekki koma aftur inn í banka í heimildarmyndinni tekur Sól- veig viðtöl við fólk sem var viðstatt þegar konumar rændu bankana, lögreglumanninn sem rannsakaði málið og kvikmyndar konumar í bíl- um að keyra frá einum banka til annars. „Við vildum ná þeim á filmu inni í bönkunum en þær vildu ekki koma þangað inn aftur,“ segir Sól- veig og brosir. Konumar fimm fóra í fangelsi fyrir verknaðinn en aðeins í stuttan tíma. „Þær skutu aldrei af byssu og var þeim gefið annað tækifæri. Kon- umar vita það núna að ef þær reyna einu sinni enn að ræna banka fara þær í fangelsi í tuttugu ár.“ Sólveig hefur áður fengist við gerð heimildarmynda er fjalla um konur, fangelsi og glæpi sem framd- ir era af ástríðu. „Eg hrífst af þess- um viðfangsefnum, ég veit ekid af hverju. Sennilega af því að ég kem úr mjög siðavandri fjölskyldu." Fjöldi frétta birtist um konumar fimm í dagblöðum í Frakklandi og Sólveigu langaði strax að hitta þær. „Þær efuðust um mig í byrjun og spurðu hvers vegna þær ættu að treysta mér til að gera góða heim- ildarmynd um sig. Eg bað þær að horfa á aðrar heimildarmyndir sem ég hef gert og eftir það ákváðu þær að slá til og leyfa mér að gera myndina." Hertu upp hugann er fyrsta leikna mynd Sólveigar í fullri lengd og var hún frumsýnd á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í vor og fékk þá frábæra dóma. „Það var mjög spennandi að gera leikna mynd. Það er spennandi að vinna með leikur- um og sjá hvemig þeir vaxa upp í hlutverkin," segir Sólveig. I Frakklandi og víðar er þess krafist að vinna við heimildarmyndir gangi hratt fyrir sig og að þeir sem vinna að þeim geti helst klippt þær, kvikmyndað og leik- stýrt, allt í senn. „En ég vil hafa fólk í kringum mig þegar ég geri mynd. Svo vantar líka alltaf peninga. Ég held þó að eftir að hafa gert leikna mynd sé auðveld- ara að fá peninga til að gera dýra heimildar- mynd.“ Ræturnar eru í Vestmannaeyjum Heimildarmynd um V estmannaeyj agosið var útskriftarverkefni Sólveigar úr kvik- myndaskóla í París og segist hún vel geta hugsað sér að gera fleiri heimildarmyndir um Is- land. Hún segist þegar verið komin með hugmynd að nýrri kvikmynd og sé að reyna að koma henni á blað. „Ég vona að við getum tekið hana hér á íslandi. Það er einnig ástæðan fyrir því að framleiðandinn minn er á leiðinni hingað til lands.“ Faðir Sólveigar er bandarískur en móðir hennar íslensk og er Sól- veig bundin fslandi sterkum bönd- um. „Vestmannaeyjar era mjög sér- stakur staður í mínum huga því þar fæddist ég og þar liggja rætur mín- ar. Þegar fólk spyr mig hvort ég sé íslensk segist ég vera Vestmanna- eyingur,“ segir Sólveig að lokum. Meiriháttar Wrangler skór ITiiTli iFOOTWfAH Póstsendum samdægurs Kringlunni, 1. hæð, sími 568 9345, Verð: 7.995 Stærðir: 36-41 Byrjendanámskeiðín eru að hefjast! Byrjendur Fullorðnir: Friðjudaga. Fimmtudaga kl. 19 OG Föstudaga kl. 18 Byrjendur Börn: Þriðjudaga og fimmtudaga KL. 18 ALLIR KENNARAR ERU SÉRSTAKLEGA ÞJÁLFAÐIR I KENNSLU OG HAFA MIKLA REYNSLU KFR ER AÐILI AÐ KARATESAMBANDI ÍSLANDS OG ISÍ Skráning í síma: 553-5025 VlÐ ERUM STAÐSETTIR í SUNDLAUGARHÚSINU ÉAUGARDAL sunnudaginn 29. ágúst SNORRABRAUT 14:30 A Clotkwork Orange Slam 14:45 21:00 23:15 23:30 17:00 18:50 19:00 21:00 21:15 23:00 Beloved The Big Swap Lyndon Belove. The Bíg Swap A Clocftwork Orange Full Metal Jacket The Shiníng Full Metal Jacket A Clockwork Oranee The Shining Limbo Gadjo Dilo Black Cat White Cat Tango Ratcatcher Black Cat White Cat Lucky People Center Int. Bæjarbfó Hafnarfirðí 15:00 Voice of Bergman 12:00 Persona 19:00 Hvísl og hróp 21:00 Fanney og Alexander 15:00 LastDays 16:00 Happtness Arizona Dream 17:00 Chíldren of Heaven 18:30 Happiness 19:00 HalfaChange Trtck 21:00 Happiness 23:00 ThreeSeasons 23:30 Happiness Wransier Dagskrá má SAMmí ginn 30. ágúst SNORRABRAUT 16:40 TheBígSwap 17:00 BarryLyndon 18:00 Beloved 18:50 TheBtgSwap 21:00 Full Metal Jacket A Clockwork Orange The Shining 23:15 Full Metal Jacket 23:30 A Clockwork Orange The Shining 17:00 19:00 18:45 21:00 23:00 lASKQi ARIO My Mom is a Gangster Ratcatcher Oo You Remember Dolly Bell Tea Wíth Mussolmt Black CatWhiteCat Tango Lucky People C 16:00 Happiness 17:00 LastDays Three Seasons 18.30 Happiness 19:00 HaifaChartge Chíldren of Heaven 21:00 Happiness Trick 23:00 Arizona Dream 23:30 Happiness visir.is snter Int. 1 “ 4 € <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.