Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR GUNNSTEINSSON + Halldór Gunn- steinsson fædd- ist í Nesi við Sel- tjörn 5. apríl 1929. Hann Iést á hjarta- deild Landsspital- ans laugardaginn 21. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sólveig Jóns- dóttir, húsfreyja, frá Vík í Innri- Akraneshreppi, f. 4.5. 1961, og Gunn- steinn Einarsson, hreppstjóri og út- vegsbóndi, frá Kerlingardal í Vestur-Skaftafellssýslu, f. 23.6. 1871, d. 17.5.1937. Þau bjuggu í Nesi við Seltjörn á Seltjarnar- nesi. Faðir hans átti tíu börn, þijú með fyrri konu sinni, Ólöfu Hafliðadóttur frá Engey, f. 20.8. 1874, d. 25.5. 1910. Börn þeirra voru: Guðríður, f. 14.5. 1903, d. 28.2. 1970; Anna, f. 5.2. 1906, d. 27.10. 1995; og Erlendur, f. 10.10. 1908, d. 23.6. 1935. Gunn- steinn og Sólveig giftust 4. maí 1912. Börn þeirra voru: Tryggvi, f. 5.7. 1913, d. 24.5. 1976; Ólöf, f. 1914, d. 24.6. 6.4. 1917, d. 31.10. 1975; Ásta, f. 10.1. 1920, d. 21.11. 1998, Guð- mundur, f. 10.12. 1921, d. 8.10. 1936; og eftirlifandi systir er Sigríður, f. 28.6. 1925. Halldór kvæntist 9. september 1950 Pá- línu Sigurbjörtu Magnúsdóttur. Pálína er fædd 3. nóvember 1926 og voru foreldrar hennar Anna Pétursdóttir, húsfreyja, f. 26.7. 1892, d. 25.9. 1975, frá Stóra- Rimakoti í Djúpárhreppi, og Magnús Stefánsson, bóndi, f. 15.5.1892, d. 18.5. 1974, frá Borg í Djúpárhreppi. Halldór og Pá- lína eignuðust sex böm, þau eru: 1) Guðmundur Sigurður, bifvéla- virki, f. 21.12. 1950, kvæntur Brynhildi R. Jónsdóttur, sjúkra- liða, og eiga þau fjögur börn, Baldur Pál, Lindu Björk, Davíð og Karen. 2) Magnús, trésmið- ur, f. 26.1. 1954, kvæntur Hildi Árnadóttur, kennara, og eiga þau þrjú börn, Halldór, Sigrúnu Pálínu og Magnús. 3) Erlendur Þráinn, bifvélavirki, f. 15.5. 1955, kvæntist Elínu Jónsdótt- ur, slitu þau samvistir. Sonur þeirra er Þráinn og fóstursonur Erlendar er Jón Alexander. 4) Gunnsteinn, kjötiðnaðarmaður, f. 9.8.1959, kvæntur Sesselju M. Blomsterberg, leiðbeinanda, og eiga þau tvö börn, Mariú Ósk og Arnar Frey. 5) Sólveig Anna, leiðbeinandi, f. 7.5. 1965, gift Magnúsi Helga Magnússyni, verslunarmanni, og eiga þau tvö börn, Pálinu Sigurbjörtu og Kristínu Helgu. 6) Halldór, við- skiptafræðingur, f. 25.10. 1969, kvæntur Sigríði Níní Hjaltested, lögfræðingi, og eiga þau eina dóttur, Helenu Birnu. Halldór hóf ungur sjálfstæð- an atvinnurekstur sem vörabif- reiðarstjóri og starfaði við það í tæp fimmtíu ár. Útför Halldórs fer fram frá SeMjarnarneskirkju á morgun, mánudaginn 30. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 15. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við tárin. (V. Briem.) Með þökk fyrir allar góðu sam- verustundimar. Þín elskandi eiginkona, Pálína. Mánudaginn 30. ágúst fer fram útför Halldórs Gunnsteinssonar, yngsta sonar hjónanna Gunnsteins og Sólveigar frá Nesi. Hann lést á Landspítalanum hinn 21. ágúst sl. eftir löng og ströng veikindi, en „oft er sannleikur eyrum beiskur" og eins og maður sé aldrei viðbúinn að taka á móti þannig fréttum þó vitað sé að hverju stefnir. Dóri, eins og hann var kallaður, var yngstur í systkinahópnum og var ekki nema sex ára er hann missti mL Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg SOLSTEINAK 564 3555 Blómabwðin om v/ 'FossvogskirkjwgarS Sfmi. 554 0500 Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einníg um helgar. Skreytingar fyrir öll tílefni. Gjafavörur. fóður sinn. Móðir hans var þá ein eft- ir með stóran bamahóp, en allir hjálpuðust að. Það kom snemma fram hversu hneigður fyrir tónlist Dóri var. Hann gekk í bamaskóla og varð gagnfræðingur, fór síðan í tón- listarskóla, en var þar ekki nema þrjú ár, en hafði gott og gaman af. Oft tók Dóri í píanóið sitt og einnig í fímmfalda harmonikku sem hann átti og því var oft glatt á hjalla hjá fjölskyldunni þegar allir sungu með. Hann Dóri var skemmtilegur maður, kátur, glaðlyndur og glett- inn, og var hrókur alls fagnaðar í vinahópi, en svo var hann líka dulur og hugsaði þannig að fæst orð bæm minnsta ábyrgð. Hann var mjög skyldurækinn, minnugur og kröfu- harður við sjálfan sig. Hann taldi ekki eftir sér snúninginn, enda var hann mjög raungóður og hjálpfús. Dóri var vinur vina sinna, en var þó ekki allra. Þegar hann hætti í tónlistarskól- anum gerðist hann vöruflutningabíl- stjóri og hóf störf við efniskeyrslu fyrir Reykjavíkurflugvöll, síðan fór hann með sinn vömbíl til Eimskips og vann þar meðan heilsan leyfði. Hinn 9. september 1950 steig hann mikið gæfuspor er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Pálínu Sigurbjörgu Magnúsdóttur. For- eldrar hennar vora Anna Péturs- dóttir húsfreyja og Magnús Stefáns- son, bóndi í Velleyfsholti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Þau fluttu í nýtt hús sem var tvíbýli við Ástu, systur Dóra, og Sigurð, mann hennar. Hús- ið var nefnt Steinnes sem nú er Melabraut 21. Síðar byggðu þau sér einbýlishús að Vallarbraut 1 og fluttu í það árið 1979 og hafa búið þar síðan. Dóri og Palla eignuðust sex böm, fímm syni og eina dóttur, sem öll hafa komist til manns. Árið 1985 fór að síga á ógæfuhlið- ina hjá Dóra er veikindi gerðu vart við sig. Hann fór í hjartaskurð til London en komst til nokkurrar heilsu og hóf aftur störf og gat unn- ið í níu ár en í júní 1995 hætti hann alveg að vinna. Við þökkum þér vináttu, einlægni og ást og allt sem ei verður hér skrifað, en geymist í minni, það mun lengi sjást þess merki að þú hefur lifað. Pöllu verður aldrei fullþakkað fyrir allt það sem hún gerði fyrir Dóra. Guð blessi hana fyrir það. Ég votta henni, dóttur, sonum, tengda- bömum og barnabömum mína inni- legustu samúð og von um góða end- urfundi á stað þar sem sársauki og þrautir em ekki til. Guðmundur Gunnarsson. Hann pabbi minn, Halldór Gunn- steinsson frá Nesi á Seltjamamesi, eða Dóri í Nesi eins og samferða- menn hans kölluðu hann, er látinn. Hann hóf ungur sjálfstæðan at- vinnurekstur sem vömbílstjóri og starfaði við það þar til hann varð að láta af störfum sökum veikinda. Pabbi var duglegur, ósérhlífinn og glaðlyndur maður. Hann naut samvemstundanna með fjölskyldu sinni sem var honum svo mikils virði. Hins vegar var hann geysilega þrjóskur, eins og flestir í föðurætt hans, og gat verið erfítt að fá hann til að skipta um skoðun. Það tók t.d. mörg ár að fá hann til að líta á kjúklinga eða sveppi, og ijúpu smakkaði hann í fyrsta sinn í jóia- boði hjá mér og konu minni, því hann neyddist til þess. Var honum tjáð að ekkert annað yrði á boðstól- um og hann yrði að gjöra svo vel! Þar sem hann var maður sem kunni sig, reyndi hann eftir fremsta megni að gera gott úr þessu, og jós yfir rjúpuna sósu og sultu. Okkur hjónunum var mikið skemmt. Pabbi elskaði tónlist. Þegar hann var ungur maður hóf hann tónlistar- nám og spilaði á píanó og harm- ónikku. Á þeim áram þótti það þó ekki vænlegasta leiðin til að fram- fleyta fjölskyldu svo að tónlistin varð að víkja. En meðan hann hafði kraft til dró hann oft upp nikkuna eða spilaði á píanóið. Hann var jafn- framt óspar á hrósyrði ef honum líkaði flutningur hinna ýmsu tónlist- armanna en sömuleiðis gagnrýninn. Átti þetta reyndar við um alla hluti. Hann var mjög líka hreinskilinn og sagði skoðun sína umbúðalaust og maður varð bara að taka því! Hann var mikill fagurkeri og auðvitað hafði hann skoðun á því hvað væri fallegt og hvað væri það ekki. Hann átti það til að kommentera á það Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfu5borgarsvæ8inu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúðleg þjónusta s«n byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266 hversu fínar og spariklæddar kona mín og dóttir væm, en sagði ekki neitt við mig, ef ég var í jogginggall- anum! Fyrstu minningar mínar tengjast atvinnustarfsemi hans. Pabbi keyr- andi á vörabílnum, stærri bíl en aðrir pabbar áttu. Ég taldi mig því vera aðaltöffarann í götunni. Þegar ég var gutti sagði pabbi mér alltaf sögu á kvöldin - framhaldssögu. Söguna hafði hann búið til í vinn- unni á daginn meðan ekið var á milli staða. Otrúlegustu hlutir gerðust enda var sagan mjög spennandi en jafnframt með gamansömu ívafi. Þegar framhaldssagan hafði gengið í langan tíma kom að því að aðal- söguhetjan týndi lífinu. Ég man að mér fannst þetta ansi súrt en í dag skil ég hversu þolinmóður hann var gagnvart guttanum sínum, því að hann hafði auðvitað aldrei granað að vinsældir sögunnar yrðu svona miklar. Ég minnist jafnframt úti- legu- og veiðitúra fjölskyldunnar. Þegar pabbi kom heim á föstudegi var tjaldinu og öllu tilheyrandi troð- ið í bílinn og svo var lagt af stað. Einu sinni voram við í Hveragerði og lékum okkur á bamaleikvelli þar í grenndinni. Þar var rennibraut sem ég og vinur minn fóram marg- ar ferðir í. Pabbi vildi nú sýna hvemig ætti að renna sér almenni- lega, og klifraði upp. Ferðin fór nú ekki betur en svo að hann festist á miðri leið niður og gat sig ekki hreyft. Þá var mikið hlegið! Hann sagði alltaf að hann væri rík- ur maður, því að hann ætti svo stóra og samhenta fjölskyldu. Það vora hans skemmtilegustu stundir og okk- ar líka, þegar við vorum öll saman. Það var alltaf svo mikil gleði í kring- um okkur, mikið hlegið og ganntast. „Nú líður mér vel,“ sagði hann svo oft þegar hann horfði stoltur yfir hópinn, öll bömin hans og bama- bömin. I raun var þetta eins og vit- leysingahæli, þegar allir komu sam- an, en þannig vildi hann helst hafa það, enga lognmollu. Við munum halda áfram að hittast svona, pabbi minn, og munum skemmta okkur á þann hátt sem þú kenndir okkur. Ég mun minnast þín alla tíð, það var alveg sérstakt hvemig þú tókst á við þín veikindi öll þessi ár. Aldrei kvartaðir þú, gerðir frekar minna úr veikindum þínum og varst alla tíð bjartsýnn. Án efa hefur þessi að- ferð hjálpað þér mikið og þú vissir svo sannarlega að hún myndi hjálpa okkur og mömmu líka. Þinn sonur, Halldór. Hvernig ætli standi á því að mað- ur telur sig alltaf hafa nægan tíma? Nægan tíma til að segja alla þá hluti sem mann langar til að segja eða þakka fyrir alla þá hluti sem era þakkarverðir. Ég kann ekki svar við þessu, Dóri minn, en ég veit að það er svo margt sem ég vildi að ég hefði sagt við þig til að sýna þér hversu mikils virði þú varst mér. Ég hefði líka viljað þakka þér fyrir svo margt. Fyrir að hafa tekið mér opnum örmum að- eins 16 ára gamalli þegar ég og Dóri hófum sambúð á heimili ykkar Pá- línu og ég myndi líka vilja þakka fyrir öll þín einlægu orð sem þú átt- ir svo auðvelt með að segja við mig og Helenu Bimu, stelpumar þínar. Ég er þakkiát fyrir aliar þær stundir sem við gátum átt saman, þær vpra svo sannarlega mikils virði. Ég lofa þér því að Helena Bima mun fá að heyra allt um afa Dóra, sem sá ekki sólina fyrir henni. Hún mun fá að heyra það hvemig þú spjallaðir við hana eins og full- orðna manneskju og horfðir á hana leika sér, því ekki hafðir þú kraft til þess að taka hana í fang þitt. Gleði þín var ávallt mikil þegar þið hittust og þú táraðist stundum af hlátri þegar hún og Tinni börðust um at- hygli þína, því það gekk svo mikið á. Hún togaði í skottið á honum og hann hljóp um eins og vitleysingur og reyndi að hrista ófétið af sér. Elsku Dóri minn, það era sann- kölluð forréttindi að hafa kynnst manni eins og þér. Þín tengdadóttir, Sigríður. Elsku besti afi okkar. Nú ertu kominn til Guðs og laus við allar þjáningar. Þú varst veikur í mörg ár en þrátt fyrir öll veikindi reynd- ir þú alltaf að brosa framan í heim- inn. Að vissu leyti er gott að þú hefur öðlast frið en samt söknum við þín ofboðslega mikið. Við get- um þó huggað okkur við góðar minningar. Þér fannst til dæmis gaman að spila og hafa mikið af fólki í kringum þig. Þú varst alltaf jafn þakklátur fyrir allt, sama hversu lítið það var. Daginn sem þú fórst frá okkur, fóram við að heimsækja þig á spítal- ann. Þú varst svo hress og gerðir að gamni þínu. Við héldum að þú værir allur að koma til og fóram öll bjart- sýn heim af spítalanum. Seinnipart- inn eftir heimsóknartímann lagð- irðu þig og sofnaðir, glaður og þján- ingarlaus. Drottinn mun sjálfur fara fyrir þér, hann mun vera með þér, hann mun eigi sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Ottast þú eigi og lát eigi hugfallast. (5. Mós. 31:8) María Ósk, Amar Freyr, Pálina Sigurbjört, Kristín Helga og Þráinn. Elsku afi Dóri. Síðasti laugar- dagur, þann 21. ágúst, var einn versti dagur í lífi mínu. Hann afi Dóri andaðist. Eftir löng og erfið veikindi fékk hann hvíldina. Ég heimsótti þig á fímmtudaginn og þú varst svo hress, vildir vita allt um sumarfríið mitt. Amma Palla sat og hélt í höndina á þér og þú hlakkaðir svo til að fara heim og hitta Tinna. Þú fagnaðir því að vera búinn að fá öll bömin þín heim heil frá Spáni. Minningar um þig skjóta sér í sí- fellu upp. Ég man hve stolt þið amma vorað af mér þegar ég kom til ykkar daginn eftir að ég útskrif- aðist. Við sátum og töluðum um hvað framtíðin ætti eftir að bera í skauti sér, þú varst svo ánægður með að ég ætlaði að halda áfram í skóla. Elsku afi minn, ég mun varðveita allar minningamar um þig. Nú legg ég aupn aftur, ó, guð þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir iáttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (S. Egilsson.) Elsku amma Palla, pabbi, Maggi, Elli, Gunnsteinn, Sólveig og Halldór og fjölskylda, megi guð gefa okkur styrk í sorg okkar. Linda Björk. Frændi minn, hann Dóri í Nesi hefur nú fengið hvíldina. Allar góðu minningarnar sem ég á um hann streyma fram í hugann; þeg- ar við vorum í heyskapnum í Nesi, þegar stórfjölskyldan fór í töðu- gjöldin á hverju hausti og allar fjöl- skyldusamkomurnar þar sem Dóri var alltaf hrókur alls fagnaðar. Nikkan hans var oftast innan seil- ingar og greip hann þá til hennar öllum viðstöddum til mikillar ánægju. Hann Dóri var svo léttur í skapi að það var alltaf gaman að vera í návist hans. Hann var greið- vikinn og hjálpsamur svo eftir var tekið. Það var gott að leita til hans, hann var boðinn og búinn að hjálpa hvenær sem var. Hann var góður maður og mér þótti vænt um hann. Ég þakka honum samfylgdina. Ég kveð kæran frænda minn með þessum orðum: Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lifsins nótt. Ng umvefji blessun og bænir, ég bið þess þú sofir rótt Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt og ný. (Þórunn Sig.) Við Margrét sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Gunnar Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.