Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 15 IÞROTTIR sín fyrstu skref. „Það er fjarri lagi að íslenskir þjálfarar séu ekki starfi sínu vaxnir heldur það að margir þeirra undirbúa ekki leikmenn sína nægilega vel til þess að keppa með meistaraflokki. Félög verða að koma á skipulagi sem felst í að leik- menn geti axlað þá ábyrgð að leika í meistaraflokki. Það er ekki nóg að hafa góðan þjálfara hjá meistara- flokki heldur verða þeir einnig að vera fyrir hendi í yngri flokkum fé- laga.“ Hann segir að sem betur fer fari þeim félögum vaxandi sem vilji leggja sérstaka áherslu á unglinga- starf og bendir á Hauka, sem hafa fengið Georgi Larim, er starfaði með honum hjá Kunzevo í 15 ár, til þess að starfa með yngri flokkum félagsins. Torsótt leið gegn Makedóníu Jafnhliða starfi er Boris aðstoðar- maður Þorbjamar Jenssonar lands- liðsþjálfara, en því hefur Boris sinnt frá 1995. Islenska landsliðið mætir Makedóníu í tveimur leikjum í und- ankeppni Evrópumótsins, er fram fara í september, en sá fyrri fer fram hér á landi hinn 12. septem- ber. Boris segist gera ráð fyrir erf- iðum leikjum, enda hafi íslenska lið- ið ekki sitt sterkasta lið - Dagur Sigurðsson og Valdimar Grímsson hafi verið meiddir og óvissa sé með fleiri leikmenn. Þá hafi hann áhyggjur af því hvaða leikmenn komi til með að fylla í stöður homa- leikmanna. „Það sem mestu máli skiptir er að við vinnum heimaleik- inn og höfum gott forskot á Ma- kedóníu er við keppum síðari leik- inn ytra. Það er ekki nóg að vinna heimaleikinn með tveimur til þrem- ur mörkum, eins og kom í ljós gegn Ungverjum í fyrra. í þeim leik var íslenska liðið með sjö marka forskot er skammt var til leiksloka, en við glutmðum þessu forskoti niður á skömmum tíma með óöguðum sókn- arleik. Það er ótrúlegt að slíkt skuli geta gerst hjá leikmönnum, sem margir hverjir hafa atvinnu af því að leika handknattleik. Við höfum ekki efni á að gera samskonar mis- tök gegn Makedóníu og við gerðum gegn Ungverjalandi," segir Boris og flettir í svokallaðri svartri bók, er hann hefur meðferðis í leikjum landsliðsins og skráir niður frammi- stöðu leikmanna. Hann flettir upp leik íslands og Sviss ytra í for- keppni Evrópukeppninnar og segir að þai- hafi margt bragðist. „Leikmenn era ekkert alltof hrifn- ir af þessari bók, enda hefur hún að geyma ýmislegt sem þeir vilja helst gleyma. Má þar nefna mistök leik- manna, hve mörgum skotum þeir skjóta, hve mörg rata rétta leið, feil- sendingar, hraðaupphlaup sem fara forgörðum og annað sem máli skiptir í leiknum," segir Boris og bendir á upplýsingar úr öðram leikjum. „Þessa bók hef ég lengi haft hjá mér og skrifað niður alla leiki sem ég tek þátt í sem þjálfari.“ Boris segist vita að heimavöllur Makedóníu sé liðinu mikilvægur og vitnar í landsleiki þar sem liðið tap- aði með 14 mörkum á útivelli en vann með 16 mörkum heima. „Ég veit að fenginni reynslu að Ma- kedónar verða erfiðir ■ heim að sækja. Er ég bjó í Sovétríkjunum sálugu þurfti ég oft að fara til gömlu Júgóslavíu til þess að keppa með lið á mínum vegum. I þeim löndum er áður tilheyrðu Júgóslavíu gera heimamenn allt til þess að koma andstæðingum sínum úr jafnvægi, ekki síst ef útileikir hafa endað iila að þeirra mati. Við getum því átt von á alls konar uppákomum ytra, svo sem slæmum aðbúnaði á hóteli og lélegum samgöngutækjum. Þá kann okkur að verða gert erfitt fyr- ir að æfa fyrir leikinn sjálfan. Það kæmi mér ekki á óvart ef Makedón- ar tækju upp á því að beita alls kon- ar bellibrögðum til þess að koma okkur úr jafnvægi - en við þurfum að vera viðbúnir öllu þessu. Jafn- framt verða íslensku leikmennirnir að átta sig á því að þeir verða að leika með eðlilegum hætti hér á landi. Við sem þjálfum liðið verðum því að laða það besta fram í leik- mönnum fyrir þessa leiki og fá at- vinnumennina og þá sem leika hér á landi til þess að spila saman sem ein heild.“ Auður Leifsdóttir er cand. mag. og hefur að baki margra ára reynslu í dönskukennslu við m.a. Námsflokka Reykjavíkur, Háskóla íslands, Kennaraháskóla íslands og hefur síðastliðin 5 ár rekið Dönskuskólann. Dönskuskólinn Skeifunni 7 í Dönskuskólanum, Skeifunni 7, hefst kennsla á ný 15. september og verður þar áfram kennd danska fyrir alla aldurshópa, bæði byrjendur og þá sem vilja læra meira. Fyrir fullorðna fer kennslan fram í litlum samfalshópum þar sem aukinn orðaforði og hagnýt málnotkun er þjálfuð markvisst, ýmist einu sinni eða tvisvar í viku. Þessi námskeið henta vel þeim sem eru þátttakendur í hverskonar norrænum samskiptum og þurfa að geta tjáð sig á dönsku og skilið aðra Norðurlandabúa. Bókmenntanámskeið verður einu sinni í viku og einnig er boðið upp á hádegistíma fyrir þá sem vilja nýta sér matartímann í „snarl og dönsku". Sérstök barnanámskeið verða haldin fyrir börn sem tala dönsku og þau sem ekki eru byrjuð að læra tungumálið. Fyrir þá unglinga sem vilja bæta sig í málfræði og orðaforða eru sérsniðin námskeið. Innritun er þegar hafin í síma 510 0902 og einnig eru veittar uppl. í síma 567 6794. Sjálfstæðismenn í Reykjavík Mumin surrukrhúitíð'iruíL í ' % 11 Jr HEIt&MÖRk (HjaiLdaf) í "33% k(. M-17 Vörður - Fulltrúaráð jþ i sjálfstæðisfélaganna í Reylcjavík Spennandi umferð Allir á völlinn! 13. UMFERD 30. ágúst Valur - Breiðablik 18:00 31. ágúst Grindavík - ÍA 18:00 31. ágúst ÍBV - Fjölnir 18:00 31. ágúst Stjarnan - KR 18:00 J8& i LANDS SÍMADEILD KVENNA www.simi.is Réttu eru gtakkarnir mbl.is Fylgstu með boltanum á íþróttavef mbl.is ^mbl.is CITTHVOXO A/Y>7 7 GOTT FÓLK • SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.