Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 44

Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ 144 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 »SiTÆIGffAmW StML 533 6050 Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Skipholt 34 í dag dag býðst þér og þinni fjölskyldu að skoða þessa fallegu 113 fm íbúð sem er í fjórbýli á 1. hæð bakatil við Skipholtið ásamt 23 fm bílskúr. Stórar svalir. Parket og flísar á gólfúm og hús í góðu standi. Rúmgott parketlagt herb. í kjallara m. glugga. Verð 12,5 millj. Guðjón sölumaður á Höfða verður á staðnum með allar uppl. á reiðum höndum. MINNINGAR KJARTAN ÓSKARSSON Breiðavík 13 Opið hás í dag frá kl. 14—16 Höfiim í einkasölu glæsilega 3ja herb. íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr f litlu fjölbýlishúsi. Fallegar innréttingar, stórar og góðar suðursvalir. Rúmgott flísalagt baðherbergi með sturtuklefa og baðkari. Áhv. 4,5 millj. Til af- hendingar strax. Sölumaður frá Ásbyrgi á staðnum. ÁSBYRGI Sími 568 2444 - Fax 568 2446 + Kjartan Óskars- son offsetprent- ari fæddist í Reykjavík 23. mars 1951. Hann andað- ist á heimiii sinu, Hamraborg 26 í Kópavogi, mánu- daginn 23. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Lára L. Loftsdóttir húsmóð- ir, f. 10.7. 1925, og Óskar S. Ólafsson, bifvélavirki, f. 9.1. 1917, d. 28.3. 1990. Systkini hans eru Guðmunda Hjördís, f. 1941, maki Hilmar Krisfjánsson; Sólveig Margrét, f. 1943; Ólafur Kristján, f. 1944, maki Unnur R. Hauksdóttir; Anna Edda, f. 1945, maki Birgir W. Steinþórsson; Sigrún, f. 1947, maki Skæringur Georgs- son; Guðríður Ósk f. 1948. FÉLAG lítASTEIGNASALA EIGNASALAN (\ ,©530 1500 HUSAKAUP Suðurlandsbraut 52, við Faxafen • Fax 530 1501 • www.husakaup.is BYGGGARÐAR - SELTJ.NES 650 fm iðnaðar- húsnæði að mestu á einni hæð m. góðum innkeyrsludyr- um á báðum hæðum og allt að 4,5 metra lofthæð. Engar súlur á efri hæð og nýting því mjög góð. Góðar skrifstofur og lyftuop á milli hæða. Húsið stendur í enda botnlanga og er gott athafnarými kringum húsnæðið og næg bílastæði. Eignin öll í góðu standi. Getur nýst margs kon- ar iðnaði eða inn-/ útflutningsfyrirtækjum. Verð 35 millj. ENGJATEIGUR í þessu nýlega fallega húsi er til sölu 450 fm verslunarhæð. Hæðin er tvískipt og er inn- réttuð sem skrifstofuhúsnæði. Frábær staðsetning og góð aðkoma. Næg bílastæði. GRENSÁSVEGUR Mjög glæsilegt og vel innréttað 300 fm verslunarhúsnæði á þessum eftirstótta stað. Allt nýstandsett bæði að innan og utan. Húsnæðið getur losnað fljótlega. GRENSÁSVEGUR Til sölu er þessi u.þ.b. 800 fm jarðhæð sem snýr út að Skeifunni. Fyrir framan húsnæðið eru mjög góð bílastæði og aðkoma góð. Þetta er húsnæði sem býður upp á mjög mikla mögu- leika og mætti hæglega breyta í gott verslunarhúsnæði. Einnig er til sölu á sömu hæð 220 fm eining. VIÐARHÖFÐI í þessu nýlega húsi er til sölu 350 fm skrifstoufhúsnæði sem er tilbúið til innréttinga. Húsið er vel lagað og nýtist vel undir skrifstofur. Frá hæðinni er fallegt útsýni. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Verð 16 millj. Utb. 20% Kjartan var ókvæntur og barn- laus. í febrúar 1967 hóf Kjartan nám í offsetprenti hjá Lit- hoprenti, þar kynntist hann Birgi Frederiksen og saman stofnuðu þeir félagar Prent- val. Að því kom að hann langaði að breyta um starf og fór til Vestmanna- eyja og fór þar sem kokkur til sjós. En hann sneri aftur að sínu fagi í Prentvali, Kassagerð Reykja- víkur hf., Prentsmiðjunni Odda hf. og til síðasta dags í Prent- meti ehf. Útför Kjartans fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 30. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Hver getur siglt án meðbyrs á sæ? Hver getur siglt án ára? Hver getur skilið við kæran vin? Án tærra saknaðartára. Eg get siglt án meðbyrs á sæ ég get siglt án ára en ég get ei kvatt minn kæra vin án tærra saknaðartára. (þýtt S.E.) Elsku Daddi minn, mig langar með fáeinum orðum að fá að kveðja þig, Þú varst yngstur af okkur systkinunum sjö, og oft létum við þig heyra það að þú hefðir getað náð öllu fram með brosi þínu, þú varst strax ljúfur og öllum góður, hvað sem á gekk, við systurnar vorum alltaf montnar af þér, fyrir hvað þú varst fallegur, og vorum mikið hreyknar af því að fá að passa þig. En tíminn leið og leið hratt. Eg veit vel að þú hefur ekki viljað að það yrði skrifuð um þig einhver „væmni“ en ég ætla samt að gera það, því í mínum huga, hafði þitt stóra hjarta ekkert annað að geyma en hlýju og ljúfmensku. Og fyrr en varði varst þú farinn að passa fyrir okkur, þegar Daddi var kominn var óhætt að fara, þú sæir um krakkana, þótt þú stríddir þeim örlítið var það allt gert í glettni og gamansemi. Það er óhætt að segja að allt frá því að þú varst unglingur hefur þú alltaf verið kletturinn sem allir gátu leitað skjóls hjá, Þú gerðir gott úr öllu, og alltaf var það „ekkert mál“ og gengið var í hlutina og var þá alveg sama hvað það var, og fyrir hvern í fjölskyldunni. I erfiðleikum varst þú kominn og bættir og gafst þér tíma til að hlusta og á gleði- stundum gast þú verið manna kát- astur og sýndir á þér þá skemmti- legu hlið sem ég ætla mér alltaf að muna. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn frá okkur svona alveg fyiirvaralaust. Og elsku bróðir, lífið verður aldrei eins eftir að þú ert farinn. Við verðum að reyna að gera það sem við getum í sameiningu til að lifa með þessari staðreynd, en verst verður þetta fyr- ir mömmu sem gat alltaf leitað til þín með allt, og daglega hafðir þú samband við hana og spurðir hvort ekki væri allt í lagi, og ef eitthvað var að varst þú kominn til að bæta og létta lund hennar. Elsku Daddi, hafðu hjartans þökk fyrir allt, já allt það sem þú hefur gert fyrir mig og börn mín og barna- börn. Er sárasta sorg okkur mætir, Og söknuður hug vom grætir Pá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgi'. J. Hallgr.) Kn systir, Gréta. Elsku Daddi, mig langar að rita þér örfá orð til að reyna að þakka allt já allt. Þó ekki sé mikill aldurs- munur á okkur var það strax á ung- lingsárum sem þú tókst nokkurs- konar ábyrð á mér og okkur systkinunum. Eg hef alltaf getað leitað til þín með öll mín vandamál og vandræði, alltaf voru þínar dyr opnar fyrir mér, þó svo ég sæi enga lausn á mínum málum var alltaf hægt að ræða við þig, þú kannski skammaðir mig örlítið til að byrja með, síðan fengum við okkur kaffi- sopa og þá sagðir þú hvernig best væri að hafa hlutina svona og svona og láttu mig svo fylgjast með, það var undantekningalaust að ég fór af þínum fundi hressari og vonbetri. Ef til vill höfum við alltaf tekið þig sem frænda sem yrði alltaf til stað- ar, tilbúinn að hjálpa og leggja okk- ur lið. Svo kemur reiðarhöggið og þú ert farinn og of seint er að segja þér allt það góða sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Ég þakka allt frá okkar fystu kynnum. Það yrði margt ef telja skyldi það, í lífsins bók það liflr samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margr. Jónsd.) Guð gefi öllum þeim styrk sem sárt sakna góðs manns. Jóhannes Mýrdal. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið það líður alltof fljótt (Vilhj. Vilhjálmsson) Þessar ljóðlínur koma upp í huga þegar sest er niður til að rita fáein kveðjuorð til vinar sem tekinn var alltof fljótt frá okkur. Sumarið er að líða og að koma haust, laufin falla 'af trjánum og blómin fara í dvala en kominn er kaldur vetur í huga okkar sem á morgun kveðjum kæran vin, Kjartan Óskarsson, sem varð bráð- kvaddur á heimili sínu 23. ágúst sl. Við erum döpur og spyrjum af hveiju hann? Hvers vegna hann? Því fékk hann ekki að vera lengur meðal okkar, margur segir að þeir deyi ungir sem guðirnir elska? Þá spyr maður á móti: Af hverju mátt- um við ekki njóta samvista við þenn- an elskulega mann lengur? Hvers vegna var hann tekinn frá okkur? Við fáum engin svör, og þótt við fengjum svör, þá yrðu þau ekki tek- in gild, því það er ekkert sem rétt- lætir þetta, ekkert sem fær okkur til að líða betur. Kjartan var yngstur barna Láru Loftsdóttur og Óskars Ólafssonar, Óskar er látinn en Lára býr í Kópa- vogi. Kjartan var ný- fluttur í íbúð nálægt móður sinni til að geta verið nærri og veitt henni hjálparhönd í veikindum hennar. Ibúðina var hann búinn að gera eins og hann vildi hafa hana og þar leið honum vel. Hann starfaði sem off- setprentari hjá Prentmeti í Reykja- vík og oft var vinnudagurinn langur. Hefði hann tíma aflögu heimsótti hann fjölskyldu sína, sem er stór, því hann á sex systkini og mörg systkinabörn. Kjartan var alltaf léttur í lund og alltaf vildi hann gera gott úr hlutunum og reyna að rétta hjálparhönd ef þörf var á. Við ferð- uðumst saman til Kanarí á síðasta ári ásamt Sólveigu Margréti systur hans. Við ferðuðumst um alla eyj- una á bílaleigubíl og hann var alltaf tilbúinn að sýna okkur og gera allt til að ferðin yrði góð og skemmtileg. Við töluðum oft um það okkar á milli hvað hann hefði mikla þolinmæði þegar við vorum að skoða eitthvað á mörkuðum eða í verslunum, alltaf nennti hann að fara með okkur og sagði ef hann var spurður: Þetta er ekkert mál, það eru allar kerlingar svona, skoða og skoða. Svo hló hann sínum smitandi hlátri. En nú heyr- um við ekki þennan smitandi hlátur oftar, ekki hans hressilegu rödd og stríðnisglampinn í augum hans er horfinn. Elsku Lára og fjölskylda, ég vildi að ég ætti einhver huggunarorð til að gefa ykkur á þessum dimmu dögum. Eg veit hvað Daddi var þér mikils virði eins og öll þín börn, því bið ég þess að ykkur verði gefinn styrkur nú á þessum erfiðu tímum. Þó vil ég aðeins segja að þótt Daddi hafi verið tekinn getur enginn tekið minningarnar frá neinum og þær lifa áfram og fylgja okkur á kom- andi árum. Dadda þakka ég allt og allt og þótt ég hefði vonað að kynni okkar yrðu lengri segir einhvers staðai' að mennirnir voni og óski en Guð ráði. Að lokum vil ég leyfa mér að gera orð Súsönnu P. að mínum: Það þarf miklu meira en orð, til þess að láta þig vita, hvers virði það var að eiga þig fyrir vin. Ég gat treyst á skilning þinn, þegar ég var ráðvillt. Ég gat treyst á huggunarorð þín þegar ég var döpur. Svo og hlátur þinn þegar ég var glöð. Þvi er ég svo þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir vin. Blessuð sé minning Kjartans Óskarssonar. Elfn Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.