Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 45 Elsku Daddi, það er erfitt að setj- ast niður til að skrifa til þín örfá þakkarorð. Og þakka fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og mína í gegnum árin. Já, erfitt vegna þess að við héldum öll að við ættum enn eftir að eiga langan tíma saman. Það er erfitt að sætta sig við þá stað- reynd að þú skulir vera tekin svona fyrirvaralaust frá okkur öllum sem þótti vænt um þig. Þess vegna ætla ég að gera orð Valdimars Briem að mínum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Ég bið Guð að vera með elsku ömmu, og öllum þeim sem nú syrgja góðan mann, og að okkur hlotnist styrkur á þessum erfiðu tímum. Kolbrún og fjölskylda, Þurý og Vignir. „Örvar, varstu búinn að frétta það? Kjartan prentari er dáinn.“ Þetta voru fá orð en stór, maður trúir því varla hversu stutt er oft á milli lífs og dauða. Ég byrjaði að vinna með Kjarra sumarið 1996 og við unnum saman til hans hinsta dags. Kjartan var mikill fagmaður og skilaði alltaf sínu vel, sama hvað það var, eins og hann sagði oft við mig þegar ég kom með prentplötur niður í prentsal: „Ef þetta á að vera vandað, láttu mig þá hafa þær,“ og glotti svo. Það leið varla sú vika að menn hringdu ekki eða kæmu til Kjarra og spyrðu hann um prent- vélar eða þeim tengt og ekki komu menn að tómum kofunum á þeim bænum, hann var alltaf með svörin á reiðum höndum. Kjartan, ég kveð þig með þessum aumu orðum og þakka þér fyrir alla þá daga sem við unnum saman. Megi Guð vera með þér. Örvar Þór Guðmundsson. Kjartan dó svo skyndilega, þessar fréttir komu sem þruma úr heið- skíru lofti. Við samstarfsfélagarnir vorum orðlausir og agndofa yfir þessum tíðindum. Það var fyrir þremur árum sem Kjartan hóf störf sem prentari hjá mér. Það fór ekki fram hjá neinum að þar fór fagmað- ur fram í fingurgóma sem hafði mik- inn metnað fyrir sínu starfi og fyrir- tækinu. Hann lagði mikið upp úr því að hafa allt í röð og reglu. Ég sá fljótlega hversu sjálfstæður hann var í sínu starfi og hversu mikilvægt var að láta hann njóta sín á þann hátt. Hann var mjög afkastamikill og vandvirkur fagmaður og alltaf hægt að treysta á hann þegar mikið lá við. Það er mikill missir af manni sem honum og erfitt að fylla hans skarð. Kjartan var ekki mikið fyrir að kveinka sér eða bera tilfinningar sínar á torg. Eftir því sem við kynntumst betur sá ég hversu góður drengur Kjartan var. Ég bar alltaf mikla virðingu fyr- ir honum og hef lært mikið af hon- um. Það var alltaf stutt í grínið hjá Kjartani og honum leiddist ekki að gera að gamni sínu með samstarfsfé- lögum sínum. Minningin um Kjartan verður sterk - því þar fór góður drengur allt of fljótt. Ég votta móður hans og systkin- um mína innilegustu samúð á þess- um erfiðu tímum. Guðmundur R. Guðmundsson. Sumarið hans frænda míns er á enda, hann er farinn í þá ferð er bíð- ur okkar allra, en hann fór of snemma. Þau voru bara tvö systkinin, faðir hans og móðir mín, Sigríður, d. 25.3 1978, á milli þeirra tveggja var alltaf mjög gott samband svo eðlilega var mikill samgangur milli fjölskyldn- anna á uppvaxtarárum okkar bam- anna. Daddi eins og hann var oftast kallaður af fjölskyldunni var yngstur og mjög elskur að foreldrum sínum. Ég minnist frænda míns, sem hugljúfs manns er vildi öllum gott gera og hvers manns vanda leysa. Hann var alltaf hress er fundum okkai- bar saman, svolítið kaldhæð- inn og stríðinn en alltaf streymdi frá honum þessi hlýja sem einkenndi hann og allir vissu að hann var vinur vina sinna. Þar fór allt saman trygg- lyndi, hjálpsemi og glaðværð. Ein- hverju sinni var því kastað á milli okkar að við sætum uppi með fjöl- skylduna en við gætum valið okkur vini og gerðum við gaman úr því. Fjölskyldan öll svo stór sem hún er orðin í dag var honum mjög kær, hann fylgdist vel með öllum og stóð ekki á svari er hann var inntur frétta af ættingjunum. Hann var góður og kærleiksríkur sonur, búinn að kaupa íbúð og nýfluttur í næsta nágrenni við móður sína, sem hefur átt við vanheilsu að stríða, til að vera henni nær. Við sem þekktum hann söknum hans sárt. Bið ég þann sem öllu ræð- ur að gefa móður hans, systkinum og fjölskyldunni allri styrk. Guð blessi minningu Dadda frænda og gefi honum góða heimkomu. Þín frænka, Hulda og fjölskylda. Hinsta kveðja frá móður. Gleði mannsins, góða, vitra, geymi ég í huga mínum. Minninganna geislar glitra, gengnum yfir sporum þínum. Mannkærleikans merkið hæsta, með þér barstu vinur góði. Trúarinnar gullið glæsta, geymir þú í hjartasjóði. ÖDum varst þú góður gestur, greiðvikinn, en allra bestur, þar, sem sárast þrengdi neyðin, þangað var þér greiðust leiðin. Vertu sæll, við sjáumst bráðum, settum eftir drottins ráðum. Hann á ðllu hefur gætur. Heili á meðan, góðar nætur. (J.A.) Lára Loftsdóttir. Öllu er afmörkuð stund, og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma. (Prédikarinn 3 1-2.) Kæri bróðir, kveð ég nú þig er sumri tekur að halla Himnafaðirinn til iiðs við sig ákvað þig, tíl sín að kalla. (J.S.R.) Elsku Daddi, ég trúði því vart er síminn hringdi og mér var sagt að þú værir dáinn. Ekki Daddi bróðir, ekki núna, var mín fyrsta hugsun. Ekki tímabært... Og þannig er það. Manni finnst það sjaldnast tíma- bært, þegar kallið kemur og leiðir þurfa að skiljast, hér í þessu jarðlífi. En vegir Drottins eru órannsakan- legir. Þú sem varst farinn að sjá fram á léttari og bjartari tíma. Ný- búinn að koma þér vel fyrir í nýju íbúðinni, með draumaútsýnið yfir Snæfellsjökul og Esjuna. Kominn í kaffifæri við okkur Hilmar og mamma í næsta nágrenni, sem þú hugsaðir svo vel um og barst alltaf Nýbýlavecjur 38 — Kóp. Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 13.00—15.00 á Nýbýlavegi 38, 2. hæð. Falleg eign. Frábært útsýni. Auður og Hjörtur taka vel á móti ykkur. Eignanaust, sími 551 8000. hag hennar og líðan fyrir brjósti. Þú varst góður máður, Daddi. Állir hafa sína kosti og galla, en kostirnir þínir voru svo margir að göllunum þínum er erfitt að muna eftir. Duglegur, ið- inn og útsjónarsamur í vinnu og hjálplegur öllum sem til þín leituðu. En naust þess líka að slaka á í hreiðrinu þínu, þegar heim var kom- ið. Þú varst mikill barnakarl, en auðnaðist ekki að eignast þitt eigið bam í þessu lífi. En stoltur varst þú þegar þú eignaðist nafna þinn, Kjartan Má Óskarsson, 1980, þegar Óskar og Sigga létu skíra litla gutt- ann. Og ánægður varstu.er þú fékkst vilja þínum framgengt með nafn (draumanafn) á einni lítilli ft-ænku, annari dúllunni hennar Stínu, henni Söru Diljá og hélst á henni undir skírn, rígmontinn og glaður. Þér var umhugað um stór- fjölskylduna og spurðir ætíð frétta og hvernig gengi hjá systkinaböm- unum og bömunum þeima. Og það var stríðni og gleði í þér, þegar þú eignaðist litlu bróðurdótturina okkar í vor. Það var alltaf notalegt að detta inn í kaffi til þín og ræða aðeins um lífið og tilveruna. Þú varst raunsær og hafðir þínar ákveðnu skoðanir. En sammála vorum við orðin um að lífinu ættum við ekki að sóa í nei- kvæðar hugsanir og erjur. Heldur læra af erfiðleikunum og reyna að leysa vandamálin. Tvær kynslóðir fengu að njóta þess að eiga Dadda frænda prentara að, þegar þurfti að fá einhver blöð, renninga eða af- klippur til að teikna og krota á. Mörg lítil og stór listaverk hafa ver- ið sköpuð á blöðin þín gegnum árin. Ég veit að með brottför þinni, Daddi, héðan til æðri heima, vekur þú okkur öll til umhugsunai’ um hversu lífið er stutt og hverfult. Og að kveldi skyldi hvern dag lofa. Vera þakklát fyrir það sem við eigum og höfum. Og að við ættum að hafa að leiðarljósi frið, kærleika og fyrir- gefningu í hjörtum okkar. Og elska, virða og vemda allt sem er. Sérstak- lega ættum við að hlúa að bömunum með ást, umhyggju og hóflegum aga. Þau era jú, framtíðin. Ást og kærleikur hafa þann mátt meir en nokkum mun gruna. Græðandi, umvefur alla í sátt Og eftir því skulum við muna. (J.S.R.) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku bróðii’, mágur og frændi. Birtan bjarta fylgi þér, inn í himneskan roða. Hinsta kveðja. Þín.systir, Guðmunda Hjördís, Hilmar, börn, tengdaböm og barnabörn. Vantar sjávarlóð í Reykjavík Höfum fjársterkan kaupanda aö sjávarlóð í vesturbæ, Seltjarn- arnesi eöa Skerjafirði. Rétt eign staðgreidd. Allar nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason, sölustjóri. Valhöll, fasteignasala, Síðumúla 27, sími 588 4477. Vöruskemma Til sölu góð og vel staðsett vöruskemma í vesturbænum Húsnæðið, sem er um 600 fm, er nýstandsett með góðri aðkomu og mikilli lofthæð. Laust strax. Upplýsingar veitir Guðmundur Þórðarson hdl. hjá Firmasölunni, Ármúla 20, sími 568 3040. Opið hús í dag Bjargarstígur 16 — eixibýli Vorum að fá í sölu á þessum eftirsótta stað í hjarta Þingholt- anna gott 162 fm einbýli á þremur hæðum með bílskýli. Húsið er mikið endurnýjað s.s. ofnar, vatnslagnir, rafmagn, eldhús- innr. og þak. Húsið býður upp á mikla möguleika. Áhv. 2,4 millj. byggsj. Verð 14,1 millj. Hans og Anna taka á móti ykkur á milli kl. 14 og 16 í dag. Gimli, Þórsgötu 26, síml 552 5099. Alltaf rífandi sala! FJALLALIND Kópavogi ^100 90 955100 90-tatSU9091 Skipholti 50 b - 2 hcð t.v Pw Im £9 1«. tiiii; 16 I- S9 ~ Stórskemmtileg 168 fm raðhús á þremur pöllum sem standa reisulega í þessu skemmtilega hverfi. Verð frá kr. 12,0 millj. fokh. (6800) Til sölu er öll fasteignin Skúlagata 51 samtals 2.636 fm. Traust og vel byggð fasteign á frábærum útsýnisstað við miðborgina. Góð bílastæði. Viðbyggingaréttur. Laus skv. samkomulagi. Vagn Jónsson ehf., fasteignasala Skúlagötu 30, sími 561 4433. Stórhýsi við ströndina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.