Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 41
an minnar fjölskyldu er búin að
ljúka sínu lífí héma megin grafar og
komin til sinna og guðs síns.
Við áttum því láni að fagna að
kynnast ömmu Dúu á heimili Elísa-
betar mágkonu og Þórleifs bróður,
þar sem hún átti sitt heimili og við
áttum alltaf athvarf með bömin
okkar lítil og dvöldum oft svo vik-
um skipti í læknisheimsóknum og
sjúkrahússdvölum. Þá nutum við
fómfýsi, kærleika og hlýju hennar
sem hún átti svo mikið af og við
gleymum aldrei. Hún var svo sann-
arlega amman á heimilinu. Alltaf
síðan höfum við verið nánar vin-
konur. Við höfðum alltaf nóg að
spjalla og ég hlakkaði til að koma á
Selbrautina og hitta hana. Hún var
alltaf jafn hlý og góð. Við komum
úr sama umhverfí. Hún var hár-
greiðslumeistari eins og ég og rak
sína eigin stofu á sama hátt og ég
kynntist þegar ég var að læra í
Reykjavík. Hún var hæglát en
hafði góða kímnigáfu og við hlógum
oft saman að ýmsu en ekki á kostn-
að annarra. Hún mátti ekkert aumt
sjá og vildi öllum rétta hjálpar-
hönd. Ég minnist góðu daganna
þegar hún kom á sumrin með fjöl-
skyldunni til Olafsfjarðar og ömm-
urnar voru að prjóna saman á
Hornbrekkuveginum. Móðir mín
og hún áttu sömu áhugamálin, sem
voru barnabörnin og fjölskyldum-
ar, sem þær báru fyrir brjósti, lifðu
fyrir og vildu gera og gerðu allt
fyrir sem þær gátu, og svo prjóna-
skapinn, sem þær höfðu báðar
ánægju af.
Minningamar eru margar og
verða geymdar. Að leiðarlokum vilj-
um við þakka allt sem við fengum
með ömmu Dúu og biðjum góðan
guð að vaka yfir henni og blessa
minninguna.
Elsku Elísabet og Þórleifur, Dag-
björt, Eiríkur og Unnur; Hrafnkell,
Valgerður og böm. Við sendum
ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur og biðjum guð að styrkja ykkur í
sorginni. Minningin um góða
mömmu og ömmu lifir.
Guðrún, Valdimar, Pétur,
Unnur Anna og Jóna Ellen.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR GEORG ODDGEIRSSON
frá Sandfelli,
Stokkseyri,
andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu, Kumbaravogi, fimmtudaginn
26. ágúst.
Aðalbjörg Katrín Haraldsdóttir,
Erlingur Georg Haraldsson, Guðrún Þorsteinsdóttir,
Jón Karl Haraldsson, Guðleif Erna Steingrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Frændi minn og bróðir okkar,
VALDIMAR BJARNASON,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
fimmtudaginn 26. ágúst.
Svava Davíðsdóttir
og systur hins látna.
+
Okkar ástkæri,
DAN GUNNAR HANSSON,
Háteigsvegi 17,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 20. ágúst, verður jarð-
sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
1. september kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á
reikning Amnesty International, nr. 96991, Landsbanka (slands.
Brynja Dan og Líney Dan Gunnarsdætur,
Birgit Hansson,
Anita Carlánius,
Ulf Hansson,
Áke Hansson,
Snjólaug G. Stefándsdóttir.
+
Okkar ástkæra,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
frá Eyri í Kjós,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. ágúst kl. 15.00.
Haraldur Hjartason, Helga S. Bachmann,
Sigrún Hjartardóttir, Skúli Guðlaugsson,
Jón Hjartarson, Stella Bæringsdóttir,
Arnheiður Hjartardóttir, Pétur Sigurðsson,
Þorsteinn Hjartarson, Guðrún Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN H. GISSURARDÓTTIR,
Mávahlíð 21,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtu-
daginn 2. september kl. 13.30.
r
Erla Ófeigsdóttir, Ingvar Pálsson,
Ólafur Ófeigsson, Ragnhildur Björnsdóttir,
Gísli Ófeigsson, Guðrún Bjarnadóttir
og fjölskyldur.
+
Elskuleg dóttir okkar, systir og dótturdóttir,
SIGRÚN SÓLBJÖRT HALLDÓRSDÓTTIR,
Neðri-Breiðadal,
Önundarfirði,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðju-
daginn 31. ágúst kl. 13.30.
Guðrún Hanna Óskarsdóttir, Halldór Mikkaelsson,
Jóhanna Ósk Halldórsdóttir,
Óskar Halldórsson,
Ómar Halldórsson,
Jóhanna Björnsdóttir.
Dagbjört Finnbogadóttir eða
„Dúa“ var einstök perla því hún
kunni að elska og setti ávallt vellíð-
an annarra fram fyrir sína eigin.
Áhugamál og hagsmunir Dúu voru
uppeldi og umhyggja unga fólksins.
Þegar ég dauðfeimin og full minni-
máttarkenndar hóf Melaskólaferii-
inn var ég svo heppin að lenda í
sama bekk og Elísabet Eiríksdóttir,
sem bjó handan götunnar á Kvist-
haganum, og urðum við brátt bestu
vinkonur. Það var mikið tilhlökkun-
arefni að verða Elísabetu samferða
heim úr skólanum, fara úr skónum í
holinu á íyrstu hæð á Kvisthaga 10
og klifra upp gljábónaðan stigann
að heimili Elísabetar. Þar fagnaði
Dagbjört móðir hennar komu ungu
stúlknanna eins og við værum end-
urheimtar úr ævintýraferð. Augu
Dagbjartar skinu af einlægri ástúð
og ljómandi brosið benti til að nú
væri komið að hápunkti dagsins.
Dagbjört fylgdi okkur inn í eldhús
þar sem nýbökuð súkkulaðiterta
trónaði á borðinu og tvö mjólkur-
glös, hvort við sinn stólinn. Við sett-
umst, Dagbjört hellti í glösin og
stóð síðan til hliðar og hlustaði með
óskiptri athygli á okkur tala fram
og aftur um allt sem við upplifðum í
skólanum þann daginn. Hún spurði
og hlustaði af áhuga á tal okkar og
aldrei efaðist ég um að hún styddi
okkar málstað, hvað sem á dundi.
Vinskapur okkar Elísabetar hélst í
gegnum skólaárin í Melaskóla,
Hagaskóla og Verslunarskólanum.
Dagbjört var mér sem önnur móðir
á þessum árum án þess að hallað sé
á móður mína, sem sjálf er einstök.
Þegar ég bjó í Bandaríkjunum og
skrapp til Islands kom ég ávallt í
heimsókn til Elísabetar og Dag-
bjartar. Þar ríkti alltaf sama gæsk-
an og gestrisnin. Mér hlýnar ávallt
um hjarta við tilhugsunina um Dag-
björtu Finnbogadóttur. Hún er fyr-
irmynd kærleikans og ég tel mig
heppna að hafa notið ástúðar þess-
arar einstöku konu frá unga aldri.
Sesselja Pálsdóttir.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, bróðir og afi,
HÖRÐUR M. MARKAN
pípulagningamaður,
Keldulandi 21,
verður jarðsunginn frá Krossinum, Hlíðasmára
5 — 7, mánudaginn 30. ágúst kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á hjúkrunarþjónustu Karitas.
ísabella Friðgeirsdóttir,
Helena Helma Markan, Sturla Jónsson,
ísabella María Markan, Ásmundur Arnarsson,
Karlotta Dúfa Markan,
Pétur Georg Markan,
Guðrún Markan, Ragnar Gunnarsson,
Böðvar Markan, J. Kristín Ármannsdóttir,
Hrefna Markan, Haraldur Kristjánsson,
Sigríður Markan,
Gabríel G. Markan.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HÖRÐUR VIGFÚSSON,
Sólvangsvegi 3,
áður Mosabarði 11,
Hafnarfirði,
sem lést á Sólvangi í Hafnarfirði 23. ágúst sl.,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 31. ágúst kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sólvang í Hafnarfirði.
Ævar Harðarson,
Sonja Harðardóttir, Magnús Ólafsson,
Kristjana Harðardóttir, Björn Sigtryggsson,
Þórður Harðarson, Guðrún Kristjánsdóttir,
Kristín Harðardóttir, Sigurður Runólfsson,
Ástþór Harðarson, Sigurvina Falsdóttir,
Ómar H. Harðarson, Ásdís Vignisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
iii .... .................................
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
RAGNAR SIGURÐSSON
læknir,
Sporðagrunni 17,
verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn
31. ágúst kl. 13.30.
Sigurður Ragnarsson, Inga Stefánsdóttir,
Ása Helga Ragnarsdóttir, Karl Gunnarsson,
Andrés Ragnarsson, ingibjörg Hinriksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Við foreldrar og systkini þökkum innilega fyrir
alla samúð við andlát og útför litla drengsins
okkar,
RAGNARS MÁS ÓLAFSSONAR.
Foreldrar, systkini
og aðrir vandamenn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓSK ÞÓRÐARDÓTTIR,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, miðvikudaginn
18. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
samkvæmt ósk hinnar látnu.
Þórður Jónsson, Halldóra Þorvarðardóttir,
Anna D. Ágústsdóttir, Ingólfur Halldórsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.