Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 21 Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Imyndað landslag DÚÓIÐ mallika & mcqueen, skipað þeim Örnu Kristínu Einarsdóttur flautuleikara og Geir Rafnssyni slagverksleikara, kemur fram á tón- leikum í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Á efnisskránni eru tónverk eftir Geir Rafnsson, Ian Vine, W.L. Ca- hn og Enrique Raxach og tónleik- unum lýkur með spunaverkinu Mósaík, sem er fyrsta sameiginlega tónsmíð dúósins. Yfirskrift tónleik- anna er Imyndað landslag. Ama Kristín og Geir, sem bæði starfa við kennslu og hljóðfæraleik á Englandi, halda tvenna tónleika hér á landi að þessu sinni, í Deigl- unni á Akureyri í gær og í Sigur- jónssafni í Reykjavík á þriðjudags- kvöld. Ekkert verkanna á efnis- skránni hefur verið flutt áður opin- berlega á Islandi. Sænsk dúkka og skoskt ættarnafn Nafn dúósins, mallika & mcqueen, kallar á útskýringu, sem Arna Kristín veitir fúslega: „Geir er hálfur Skoti og ættamafnið hans er Mcqueen. Mallika er aftur á móti nafnið á uppáhaldsdúkkunni minni sem ég fékk þegar ég var þriggja ára og átti heima úti í Svíþjóð. Pað var ofsalega falleg dúkka.“ Þau hafa komið fram undir þessu nafni síð- asta árið og er það m.a. komið til af því að enginn gat sagt íslensk nöfn þeirra ytra, að sögn Ömu. Elsta verkið á efnisskránni er frá árinu 1968, Imaginary Landscape eftir Enrique Raxach. „Hann er fæddur í Barcelona en búsettur í Hollandi og þetta verk hans er eitt af okkar uppáhaldsverkum," segir Arna. Hún segir heilmikið til af tón- list fyrir flautu og sþagverk en afar misjafnt að gæðum. I raun séu ekki svo mörg slík verk sem séu góð og krefjandi fyrir bæði hljóðfærin, mörg þeirra séu skrifuð af slag- verksleikuram sem ekki kunni að skrifa fyrir flautu og öfugt. Ókunnar slóðir kannaðar Kon tai né er einleiksverk fyrir flautu efth' Ian Vine, ungt breskt tónskáld, og Ten Pieces er eftir Dúóið mallika & mcqueen, einnig þekkt sem Geir Rafnsson slagverksleikari og Ama Krist- ín Einarsdóttir flautuleikari. slagverksleikarann W.L. Cahn. „Petta verk er svolítið flippað, við eigum að ganga hringi kringum hvort annað og gera alls konar hluti, Geii1 á til dæmis að spila á flautu og ég á bassatrommu. Það er óhætt að segja að það sé leikrænt og reyni á ýmsa hæfileika,“ segir Arna. Eftir Geir verða flutt þrjú verk; Song, fyrir flautu og marimbu, Hekla, fyrir einleiksmarimbu, og Hugleiðing fyrir einleiksflautu. Spunaverkið Mósaík er fyrsta sam- eiginlega tónsmíð dúósins. Geir hef- ur fengist töluvert við tónsmíðai', eins og raunar margir slagverks- leikarar. Arna skýrir það með því að slagverkið sé svo nýtt hljóðfæri að það sé ekki til svo mikið af tónlist fyrir það. Þess vegna verði menn að skapa tónlistina sjálfir. Þó að hún hafi lagt stund á tónlist allt frá barnsaldri segir hún að sér hafi fram undir þetta ekki svo mikið sem dottið í hug að semja sína eigin tón- list en vissulega hafi verið gaman að prófa að fara inn á ókunnar slóðir. Bendir jafnframt á að það þyki al- veg sjálfsagt í poppheiminum að tónlistarmenn spHi eigin verk. Nýr bæklingur á ensku um menningarborgina 95% dagskrárinnar nú þegar skipulögð ÚT er kominn yfirgripsmikill bæk- lingur á ensku um Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000. Bæklingurinn er 64 síður og hefur að geyma upplýsingar um helstu viðburði menningarborgarársins hér á landi. Að sögn Þórannar Sig- urðardóttur, stjómanda menningai'- borgarinnar, liggur dagskrá ársins nú að mestu fyrir og síðar í haust kemur út enn ítariegri bæklingur um dagskrána á íslensku. Enska bæklingnum er dreift í 20.000 eintaka upplagi og er hann að sögn Þórannar aðallega ætlaður ferðaþjónustunni og öðram þeim sem vilja kynna landið erlendum gestum. „Við vorum að heyra frá Brassel og fengum þá að heyra að Reykjavík væri eiginlega fyrst menningarborganna til þess að koma út svona bæklingi. Kannski er það vegna þess að þetta er ekki eins svakalega stórt í sniðum hér og það er í sumum hinna borganna - og svo tökum við heldur ekkert sumarfrí héma og höfum því getað nýtt tím- ann vel meðan skrifstofumar í hin- um borgunum hafa verið lokaðar vegna sumarleyfa." Þórann segir enska bæklinginn ekki rúma alla dagskrána en engu að síður meginþorrann. Hún segir að nú þegar sé búið að skipuleggja um 95% dagskrárinnar og allar dag- setningai' séu um það bil að smella. „Þetta era yfirleitt mjög fín verk- efni og mikil breidd í þeim. Og flest þeirra eru verkefni sem munu hafa eitthvert framhaldslíf að menning- arborgarárinu loknu,“ heldur hún áfram. Þórann hélt af stað til megin- landsins í gær og hugðist fyrst heimsækja Weimar, sem er menn- ingarborg Evrópu þetta árið, en þar er um þessa helgi haldið upp á 250 ára afmæli Goethes. „Þar ætlum við Ómar Einarsson hjá Iþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur að hitta götuleikhúshóp sem til stendur að fá hingað næsta ár. Frá Weimar fer ég tO Berlínar, þar sem verið er að undirbúa opnun sendiráðsins. Þang- að hefur sendiherrann boðið mér að koma og halda fyi'irlestur um menningarborgina á fundi með ræð- ismönnum," segir Þórann, sem tek- ur þaðan stefnuna á Prag, eina af menningarborgum næsta árs. Þar mun hún sitja fund um eitt af sam- eiginlegum verkefnum menningar- borganna níu, sjónvarpsverkefnið Telelink. Einu sinni var lftil stúlka sem hét Aðalheiður BÆKUR Smásögur SAGAN AF AÐALHEIÐI OG BORÐINU BLÍÐA eftir Elísabetu Jökulsdóttur, Viti menn bókaútgáfa, Reykjavík, 1998, 24 bls. EINU sinni tíðkaðist að gefa út stakar smásögur í litlu broti, eins- konar bæklingum. Þetta hafði ýmsa kosti: sagan vai- ekki hluti af heild heldur fékk að njóta sín, standa ein og sér - og útgáfan var ódýr. Og þetta vora fallegir ritlingar; sögur eftir Dylan Thomas komu margar hverjar fyrst fyrir almenningssjónir stakar í örsmáu broti og eru eiguleg- ir gripir. Elísabet Jökulsdóttir hefur valið sér þessa leið í nýjustu bók sinni því Sagan af Aðalheiði og borð- inu blíða er smásaga. Heilmikið er lagt upp úr frágangi. Á blaðsíðunum eru gylltar rendur og blómamynstur sem einnig er á forsíðu; í bókinni er prýðismynd upp úr sögunni og á baksíðu er ljósmynd af höfundi með hrafn (skyldi hann vera uppstoppað- ur eða lifandi?). Ef til vill er „ævintýri“ réttnefni fremur en „smásaga“. Sagan hefst með „Einu sinni var“: „EINU SINNI var lítil stúlka sem hét Aðal- heiður og hún þótti nokkuð undarleg í háttum“ (11). Aðalheiður er ættuð úr ævintýram og súrrealisma: „Aðal- heiður var gráhært barn og batt hár- ið í fléttur11 (12). í fórum sínum hefur Aðalheiður dúk sem er gæddur töfr- um og kertastjaka sem hún með- höndlar af fjölkynngi. Aðalheiður býr í skúr eða jafnvel öllum skúrum borgarinnar. Hún bankar upp á hjá fólki og fær jafnan kjötsúpu. Hún er fámælt í meira lagi, segist vera kom- in þegar hún kemur og farin þegar hún fer. I húsi sínu hefur fólk frátek- ið herbergi með borði fyrir Aðalheiði og í því herbergi gerast mikil undur - lesandinn er beðinn að segja eng- 55$ r Frábærir teamkvæmiskjólar og dragtir til sölu eða leigu, í öllum stærðum. Ath! eitt í nr. Fataleiga Garðabæjar Sími 565 6680 Opið 9-16, lau. 10-12 um, „þetta er algjört leyndannál“ (24). Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða er furðu- saga og í rökréttu íram- haldi af því sem Elísa- bet Jökulsdóttir hefur verið að gera frá og með Dansi í lokuðu her- bergi, ljóðum frá 1989 en einkum þó í nýlegri bókum eins og Galdra- bók Ellu Stínu: hjarta- sögum og Lúðrasveit Ellu Stínu. Ákveðin þemu birtast endurtek- ið, tilfinning fyrir rými, galdur, framandleiki. Sömu persónur skjóta endurtekið upp koilin- um og Elísabet hefur gefið út þrjár aðrar sögur um Aðalheiði meðfram þessari: Aukaheiður: þrjár sögur af Aðalheiði og borðinu blíða. Enda er spurning hvort Sagan af Aðalheiði eins og hún birtist hér sé ekki efni- viður í meira, til dæmis bálk, því mér virðist hún bjóða upp á það. Innsláttarvillur era heldur margar og eins hefði, finnst mér, mátt fækka þökkum í upp- hafi bókar: þó að þakkir séu ágætis siður geta þær drepið efni bókar á dreif fyrir hinn almenna lesanda, ekki endilega vegna þess að þær virki útilokandi heldur vegna hins að þær beina at- hyglinni annað. En Sagan af Aðal- heiði og borðinu blíða er vel heppnuð bók vegna þess, meðal annars, að formið, stök saga í litlu broti, er gott og ef til vill vannýtt, vegna þess að hún vinnur með ævintýri og annar- leika og er bæði fyrir börn og full- orðna. Hermann Stefánsson Elísabet K. Jökulsdóttir Málþing á vegum Rf og INJýsköpunarsjóös atvinnulífsins i Tónlistarhúsinu i Kópavogi. Symposium-September 1999 E_______ PkHHtch IG Gl O sumers Frá veiðum til vjðskipta- vina 1. september frá kl. 9.00 til 12.00 Meðhöndlun afla um borð í fiskiskipum Áhrif veiðarfæra á gæði. Magnús Freyr Ólafsson, Rf. Meðhöndlun fisks um borð í fiskiskipum. Sigurjón Arason, Rf. Upplýsingatækni og vöruþróun í sjávarútvegi. Stella Marta Jónsdóttir, Abrahamsen & Nielsen A/S Consulting, Danmörku. Góð meðhöndlun og upplýsingakerfi skapa samkeppnisforskot. Kristján G. Jóakimsson, Hraðfrystihúsið hf. Verð kr. 2.000 2. september frá kl. 9.00 til 12.00 Global trends on the marketplace for seafood Seafood and the consumer (focus on the UK market). Paul Gentles, Taylor Nelson Sofres, Great Britain. Consumer attitudes and trends in the European seafood market. Roger Richardsen, Norway. Preferences of U.S. seafood consumers. Implications for seafood markets. Cathy R. Wesselss, University of Rhode Island, USA. Selling lcelandic seafood products and the icelandic experience of marketing fish abroad. Kristján Hjaltason, SH. Verð kr. 3.000 Verð fyrir báða dagana er kr. 4.500 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Nnmirisndsbraui 4 • IU8 Kcvlqavik • stmi öiu ixiii. Hlíðarmeyjar á öllum aldri! Hííðin meL grœmjum Rifjast upp gamlar og góðar minningar? Manstu eftir kvöldvökum, brennó, lœknum og öðrum góðum stundum í Vindáshlíð? Efsvo er, vœri þá ekki gaman að upplifa þetta allt á ný með dóttur þinni eða mömmu? Mæögnaflokkur verður í Vindáshlíð, helgina 3. - 5. september. Flokkurinn er fyrir stúlkur 6 til 99 ára, (fæddar 1993 og fyrr). Fjölbreytt dagskrá: Kvöldvökur, hugleiðingar út frá Guðs orði, gönguferðir, leikir og margt, margt fleira. Verð er 4.900 kr. á mann. Veittur er 10% systraafsláttur. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu KFUK í síma 588 8899. Rútuferð verður frá aðalstöðvum KFUK við Holtaveg í Reykjavík, föstudaginn 3. sept- ember kl. 17:30. Einnig er frjálst að fara á einkabílum. KFUK hefur rekið sumarstarf í Vindáshlíð í 50 ár. Er þetta í fyrsta sinn sem mæðgna- flokkur er í boði. HCölílaim ti£ að .y á yltlair 1 HCíðarmeyjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.