Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Pómur í Thulemálinu Nyrup harmar nauðungarflutn- inga en biðst ekki afsökunar Danska stjórnin hyggst ekki áfrýja Thuledómnum, segir Sigrún Davíðsdóttir, en Thulebúarnir hugsa sinn gang og málið mun vísast hafa áhrif víða. Græn- lenska landstjórnin er þegar farin að nýta sér málið til að þrýsta á dönsku stjómina. Ragnar Axelsson ljósmyndari heimsótti Thule-svæðið fyrr á þessu ári. SKAÐABÆTUR upp á 1,2 milljónir danskra króna og viðurkenning á að um nauðungarflutninga hafi ver- ið að ræða 1953 er það sem 63 íbúar frá Thule á Grænlandi fengu með dómi Eystri landsréttar á föstudaginn eftir að hafa stefnt dönsku stjórninni. Fyrstu viðbrögð Poul Nyrup Rasmussens forsætisráðherra voru stuttaraleg og þrátt fyrir pólitískan þrýsting um helgina hefur hann ekki viljað bera fram afsökun til Thule- búanna, heldur aðeins harmað hið liðna. Grænlenska heimastjómin hefur áður látið í veðri vaka að málið verði notað til að herja fé út úr Dönum og Jonathan Motzfeldt, formað- ur grænlensku heimastjórnarinnar, sagði eftir dóminn að hann yrði notaður sem áminning. Danska stjórnin hefur hafnað því að um nauðungarflutninga hafi verið að ræða að kröfu Bandaríkjamanna, heldur hafi flutning- amir verið með samþykki íbúanna. í dómnum var því slegið föstu að svo hafi ekki verið, en skaðabótakröfur hópsins vom skornar mjög niður. Fjórir dagar til að flytja Thulemálið má rekja til hernaðarfram- kvæmda Bandaríkjamanna á 6. áratugnum er kalda stríðið var að komast í algleyming. Mál- ið hefur einnig snert mjög danska utanríkis- stefnu, því það hefur þótt sýna að hún fól í sér tvískinnung gagnvart umsvifum Bandaríkj- anna á Grænlandi. Hluti af umsvifum Bandaríkjamanna á Grænlandi var bygging flugvallar við Thule 1953. Þá vora 105 grænlenskir veiðimenn og fjölskyidur þeirra fyrir og þeir fluttu til nýrra byggða 150 kílómetram norðar í maí það ár. I heimildaþætti danska sjónvarpsins um málið sagði kona í hópi Thulebúa að einn daginn hefðu komið boð um að íbúarnir yrðu að flytja byggð sína innan íjögurra daga, en að þeim tíma liðnum yrðu heimili þeirra jöfnuð við jörðu. Það er því tæplega hægt að segja að mjúklega hafi verið farið að íbúunum, sem lifðu á veiðum eins og flestir aðrir landar þeirra. Málið var höfðað fyrir hönd tæplega sex hundrað þeirra, sem teljast til Thulebúanna, en margir þeirra era látnir. Þeir sem nú fá skaðabætur era 63 Thulebúar eða afkomend- ur þeirra. Kröfurnar námu alls 156 milljónum danskra króna, tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í skaðabætur. Bæði var tekið tillit til glataðrar veiði á þessum tíma og flutninganna sjálfra og áttu 25 milljónir að vera til hópsins sameiginlega, en afgangurinn bætur til einstaklinga. Ríkislögmaðurinn danski hafnaði kröfunum á þeim forsendum að ekki væri hægt að tala um eignamám samfara flutningunum í maí 1953, því íbúarnir hefðu verið með í ráðum. Eins hefði danska stjórnarskráin og um leið ákvæði hennar um eignarrétt ekki tekið gildi fyrr en með nýrri stjómarskrá 5. júní það ár. Lögmenn Grænlendinganna vísuðu hins veg- ar meðal annars til þess að danska stjómin hafi hvað eftir annað fullyrt á vettvangi Sa- meinuðu þjóðanna að öll dönsk borgararétt- indi giltu einnig um Grænlendinga. Niðurskornar skaðabætur Með dómnum á föstudaginn var því slegið i föstu að um nauðungarflutninga hafi verið að |f ræða og fyrir þá skyldu koma bætur. Fjár- ‘ kröfum Thulebúa upp á samtals 156 milljónir danskra króna var hafnað. Ekki var heldur tekið tillit til þess að „Civildirektoratet" danska hafði mælt með að hver íbúi fengi 250 þúsund danskar krónur í bætur. Þess í stað var hópnum í heild dæmdar 500 þúsund danskar krónur, 32 íbúar fá 25 þúsund krón- ur, sem era til jafns við þokkaleg mánaðar- laun í Danmörku og 31 fær 15 þúsund dansk- j ar krónur. Þeir sem vora yngri en fjögurra | ára þegar flutningarnir fóra fram fá ekki || skaðabætur. Christian Harlang, lögmaður Thulebúanna, fagnaði því að dómurinn staðfesti að um nauðungarflutninga hafí verið að ræða, en var hins vegar langt í frá sáttur við skaðabætum- ar, sem væra alltof lágar. Hópurinn mun á næstunni ákveða hvort hann áfrýjar dómnum til að fá hærri skaðabætur, eða láti það sem nú fékkst nægja. m Dómurinn mun bergmála víða Fyrstu viðbrögð Nyrups voru stuttaraleg * fréttatilkynning, þar sem forsætisráðherra sagðist ánægður með að nú hefði loksins fengist dómur í málinu og að hann féllist á niðurstöðurnar. Strax blossaði upp gagn- rýni á Nyrup fyrir að taka ekki sterkar til orða. Afsökun hefði verið betri eins og Grænlendingar hafa farið fram á. Um helg- ina sagði Nyrup svo að hann hefði aðeins verið barn, þegar flutningarnir fóru fram, é en hann harmaði að til þeirra hefði þurft að g koma. Harlang lögmaður er einn þeirra sem telja að Nyrup ætti að biðjast afsökunar fyrir hönd Dana. Orð Nyrups um að hann hefði sjálfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.