Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 19

Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUD AGUR 29. ÁGÚST 1999 19 hverfis rústir Eiríksstaða. Sumarhús það sem stendur framan við lækinn í landi Skriðukots er þeim hinsvegar óviðkomandi.“ Sá rauði bústaður blasir nú við allnærri uppgröfnu rústunum af bæ Eiríks. Ferðamannastaður Árni bóndi segir þetta rétt vera, en hann keypti aftur Stóra-Vatns- horn. Þau fengu jörðina 1957 eftir föðurbróður Árna, sem hafði lífstíð- arábúð þar þessi ár sem Oskar átti hana, en afi hans hafði áður búið þar. Þau eru með fjárbú, förguðu kúnum um 1968 þegar Mjólkurstöðin tank- væddist. Fóru þá eingöngu út í sauð- fjárrækt og voru komin með 560 fjár og búin að byggja útihús fyrir það. En búið er að éta utan af því í kvóta- vitleysu og slíku, segir Árni. Fjár- eign fór allt niður í 330 fjár, en er nú um 380 og aðeins helmingurinn af húsunum í notkun. Nóg er samt grasið sýnilega í Haukadalnum upp þessai- háu hlíðar og afréttin innaf mjög grösug. Engin ofbeit þar. Þá fóru þau að fikta svolítið við bændagistingu, segir Guðrún. Þegar flutt var í nýja húsið vildu þau ekki láta gamla húsið eyðileggjast. „Eg ætlaði reyndar ekki að standa í neinu matarstússi, fannst það mikið mál, en fólk fór að biðja um morgun- mat og það hefur undið upp á sig þótt gestir geti eldað sjálfir bæði í gamla húsinu og bústöðunum, sem geta hýst samtals hátt í 20 manns. Þegar horft er út dalinn af svölunum á húsinu blasa við tvö snyrtileg lítil hús og sérstakt hreinlætishús með góðri sturtu, sem þau reistu í fyrra- sumar. Samkvæmt deiliskipulagi mega þau reisa þrjú hús í viðbót. Eg hefi orð á að ekki veiti sjálfsagt af þegar ferðamannastraumurinn eykst í Haukadalinn á hátíðarárinu. En þau eru ekki ákveðin í hvort þau auka við ferðaþjónustuna. Þarna eru góð tjaldstæði, sem nýta þá hrein- lætisaðstöðuna og baðið. í Vatninu er silungur, eins til tveggja punda bleikja, og jafnvel slæðist lax í netin, sem þau mega leggja vissa daga. Þau geta líka leyft gestum að renna þar fyrir silung. Þegar í tal berst að uppi í hlíðinni sé mikið berjaland, sýnist viðmælanda sjálfgefið að Guðrún bjóði ferðafólki upp á silung og kartöflur úr garðin- um og berjaskyr á eftir. Allt á staðn- um. Borðskrautið hjá henni er meira að segja fallegur vöndur í vasa af þessum blómum sem voru svo al- geng í görðum við sveitabæi, blár venusvagn, kornblóm, ilmandi ram- fang og kerfill. Ekki ónýtt fyrir ferðafólk að fá slíka þjónustu inni í rúmgóðum sveitabænum. En Guð- rún segir ekki í huga sínum að fara út í slíkt í stórum stíl, við meiri um- svif kunni það að missa þennan sveitasjarma og til þess þurfi mann- skap. Áðeins ein dóttirin af 6 börn- um býr enn heima og er jafnframt í skóla. „Kannski yngra fólkið geri eitthvað slíkt. Það á eftir að koma í ljós,“ bætir hún við. Ekki telja þau ólíklegt að mikil umferð ferðamanna eigi eftir að verða þarna í framtíðinni. Strax á þessu ári hafi umferðin aukist um helming. Öll örnefni úr sögunni eru þarna og innar í dalnum eru enn bæ- irnir sem koma við sögu Eiríks rauða. Ég slæ fram minni kenningu um mikilvægi Þjóðhildar, sem dró Eirík í þennan dal. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Ekki að furða þótt Eiríki hafi þótt þröngt um sig á svo litlu landi Eiríksstaða og allt far- ið í illindi við nágrannana og hann hrakinn úr landi. Árni er fljótur að segja að ekki hafi þurft til að þrengt hafi að Eiríki, hann hafi verið ribbaldi fýrir, þótt heimafólk sé ekk- ert að flíka því við ókunnuga. Þau segjast ekki vera stolt af honum sem einstaklingi, en annað með syni hans. „Hann var mjög ólíkur okkur sem nú búum hér,“ segir Árni. Þau fullyrða að bændur í dalnum séu mjög friðsamir. Sigurður bóndi á Vatni, sem stungið hefur inn höfðinu, tekur undir þetta og áréttar að Þjóð- hildur hafi nú verið frá Vatni, vatns- endi sé vísast bara lýsingarorð í sög- unni. Auðheyrt er að öll kunna þau betur að meta Þjóðhildi. I Landnámu segir að eftir að þau Eiríkur settust að á Eiríksstöðum „felldu þrælar Eiríks skriðu á bæ Valþjófs á Valþjófsstöðum, en Eyjólfur saur, frændi hans, drap þrælana hjá Skeiðsbrekkum upp frá Vatnshorni. Fyrir þá sök vá Eiríkur Eyjólf saur; hann vá og Hólm-^ EIRIKSSTAÐANEFND, sem stofnuð var 1996 af Dalamönnum undir forustu Friðjóns Þórðar- sonar, fv. sýslumanns, til að vinna að uppbyggingu á Eiríksstöð- um og halda á lofti minningu Leifs Eiríkssonar, ákvað að reisa þar eft- irlíkingu af bænum, sem byggðist á rústum Eiríksstaða, og leitaði því samstarfs við Þjóðminjasafn til að kanna hvort einhverjar mannvistar- leifar væri enn að finna eftir tvær fyrri rannsóknir á staðnum og ganga úr skugga um aldur og gerð minjanna. Því er nú að ljúka og bær- inn að rísa, sem verður eins að stærð og lögun og byggist síðan á annarri þekkingu á sambærilegum hús- um, byggingarað- ferðum og þjóð- fræðilegum heim- ildum. Þarna voru mikil umsvif er blaðamaður Morg- unblaðsins kom þar í fyrri viku, enda þarf allt að vera til reiðu og sýnis á næsta ári og tilbúið fyrir hin miklu há- tíðahöld sem þar eru fyrirhuguð í ágúst árið 2000. I rústunum voru að störfum forn- leifafræðingarnir Guðmundur Ólafs- son og Sigurður Bergsteinsson frá Þjóðminjasafni, auk þess sem banda- rískir fornleifafræð- ingar spígsporuðu í kring með skrýtin tæki. Guðmundur Ólafsson sýndi og útskýrði naktar tóftirnar af Eiríksstaðabænum, sem við blöstu: Hann sagði að í sumar og fyrra- sumar hefðu þeir verið með upp- gröft þarna. Aðalrannsóknin var sumarið 1998. Þá grófu þeir upp þennan skála sem er á Eiríksstöðum og allt bendir til að sé frá tíundu öld, bæði húsagerðin og kolefnisgrein- ingar. Núna eru fornleifafræðing- arnir að fara betur ofan í smáatriðin og hnýta ýmsa lausa enda. I fyrra fundu þeir að skálinn hefur haft tvö byggingarskeið og í sumar hafa þeir verið að átta sig betur á því seinna. Hann segir að hafi Eiríkur verið til sé þetta sennilega sá staður sem hann bjó á. Þar hefur ekkert verið búið síðan. Tímatalið getur staðist ágætlega miðað við sögurnar. „Það sem við getum séð út úr fornleifa- rannsókninni er að þetta er hús, sem reist er á 10. öld og búið í skamma stund.“ Það er endurbætt einu sinni og rétt eftir að endurbótum var lok- ið hefur verið flutt úr bænum. „Bær- inn hefur semsagt verið í eyði í rúm þúsund ár. Þarna má sjá vel undirstöðurnar undir veggina, að innanverðu og ut- anverðu, 2-3 grjótlög neðst í veggj- um. Eftir þessu grjóti má nú sjá ná- kvæmlega hvernig bærinn var. Ein- kenni á þessum skálum eru boga- dregnir langveggir og langeldur í miðjunni. Skálinn er um 12 14 m langur og 4 metra breiður þar sem hann er breiðastur um miðjuna. Skálanum hefur verið skift í þrennt. Fyrst er anddyri þar sem komið er inn. Síðan hefur verið þil sem mark- aði sjálfan skálann. Það er stærsti hluti vistarverunnar. Þá telja menn að vestasti hlutinn hafi verið búr. Ekki hafa fundist neinar leifar inni nema steinhrúgur þar í hominu. Guðmundur segir að þar geti hafa verið sár, sem eru keröld, grafin nið- ur að hluta og steinum hlaðið í kring. Þama hefur þá líklega verið súrmatur Þjóðhildar húsfreyju. Þá hafa fundist ummerki um að set hafi verið meðfram veggjunum. „En vegna þess að þessi rúst var rannsökuð og grafin upp 1895 af Þorsteini Erlingssyni skáldi, sem gróf burtu mannvistarlögin inni í skálanum, hefur það skemmt svolít- ið fyrir okkur. Fyrir vikið höfum við ekki fundið nein ummerki um innri byggingu hússins, stoðarsteina, stoðarholur eða slíkt. Hafi það verið, hefur það verið grafið burtu. Við höfum ekki fundið neina muni, nema einn lítinn nagla. Matthías Þórðar- son gróf hérna líka 1938. Hann fann 20-32 sm bollastein, sem er á Þjóð- Upppisa Eipíksstaða Morgunblaðið/Epá Fornleifafræðingarnir Guðmundur Ólafsson og Sigurður Bergsteinsson í rústunum af bæ Eiríks rauða. minjasafninu. Það var því búið að grafa tvisvar sinnum í tóftina. Þetta er semsagt þriðja rannsóknin." Ætlunin er að ganga frá þessu þannig að veggirnir verði hlaðnir rétt svo sjáist móta greinilega fyrir þeim. Það verður væntanlega gert nú í haust fyrir veturinn, svo þeir verði grónir næsta sumar. Reynt verður að hlífa rústinni með því að byggja upp veggina og leggja hlífð- arlag yfir. Þannig eiga gestir því að geta séð útlínurnar á rústinni eins og þær voru. Á að vera aðgengilegt að horfa yfir þær af þar til gerðum palli, segir mér Einar E. Sæmund- sen, landslagsarkitekt, sem hefur með höndum umhverfismótun svæð- isins. Síðan munu gestir hafa til samanburðar svokallað „tilgátuhús“, sem fylgir þessu eins nákvæmlega og hægt er. í tilgátuhúsinu er reynt að sýna hvernig húsið var þegar það var í fullri notkun. Fagnefnd Þjóð- minjasafns tryggir að tilgátuhúsið sé í samræmi við niðurstöður forn- leifarannsókna, en hana skipa Guð- mundur Ólafsson deildarstjori fom- leifadeildar, Hjörleifur Stefánsson minjastjóri Þjóðminjasafns og Guð- rún Sveinbjarnardóttir fornleifa- fræðingur. „Miðað við hve búið er að grafa hér oft er þetta furðu vel varðveitt," segir Guðmundur. „Það er auðvitað óskaplega spennandi að hafa fundið þetta og geta gert sér svo góða grein fyrir hvernig þessi rúst leit út, þannig að við getum t.d. notað nið- urstöðurnar til að byggja á tilgátu- húsið. Þótt þetta sé lítill skáli, er það nokkuð dæmigerð víkingarúst. Nán- ast alveg eins og skálinn sem við grófum upp á Grænlandi fyrir nokkrum ámm, sem er frá svipuðum tíma, aðeins yngri. Héðan fara þeir með nákvæmlega þessa húsagerð til Grænlands. Elstu húsin þar em byggð svona.“ Guðmundur segir nú augljóst að rannsóknin í sumar hafi verið nauð- synleg. Án hennar hefði tilgátuhúsið orðið nokkuð frábmgðið skálarúst- inni á Eiríksstöðum og ekki hægt að sýna fram á beina samsvörun nýja hússins við fornminjarnar. Stjörnustríðsmenn Meðan við sitjum þarna á þúfu með útsýni yfir rústina af bæ Eiríks hafa verið að stjákla í kring menn með furðutæki, svo þeir líkjast mest persónum út störnustríðskvikmynd- um og við þurfum að færa okkur því enginn málmur má vera í tiltekinni fjarlægð frá þeim. Þarna era komnir fjórir bandarískir fornleifafræðing- ar, með ýmsar yfirborðsmælingar, viðnámsmælingar, segulmælingar og fosfatsmælingar til að kanna hvort þeir geti séð steina eða mis- fellur ofan í jarðveginum, þótt það sjáist ekki á yfirborði. Markmiðið er að athuga hvort þeir geti með sínum tækjum séð hvort era rústir ein- hvers staðar undir yfirborðinu, sem ekki sjást nein merki um á yfirborð- inu, e.t.v. einhver útihús. Þeir segja geysilega þróun hafa orðið í slíkri tækni, sem þeir hafi verið að prófa sig áfram með á undanfornum áram í Danmörku og Bandaríkjunum og telja að það gæti komið að gagni á Islandi líka. Hér byrjuðu þeir að at- huga hvort þetta virkaði 1995. Þar sem fornleifauppgröftur er mjög dýr getur komið sér vel að vita hvar útsláttur sýnir misfellur undir yfir- borðinu, sem er þá vísbending um hvar reynandi sé að grafa. Þeir segja að þessi tækni sýni þarna kring um rústina eitthvað sem gæti verið lítil hús, e.t.v. útihús. Þær upp- lýsingar ganga til Þjóðminjasafns- ins, og gæti hjálpað til við að átta sig á hvar bera skal niður, ef síðar verð- ur farið í meiri uppgröft þarna. Nýr bær risinn Nokkra neðar í hlíðinni og utar en fornleifamar er að rísa hinn nýi bær, sem að granni er byggður á leifum síðara byggingarskeiðs Ei- ríksskála. Og því fylgt svo nákvæm- lega að á miðjum hlöðnum veggnum hafa verið endurgerð ummerkin um innganginn sem fannst í sumar en hlaðið hafði verið upp í þegar gerður var annar aðalinngangur í austur- enda skálans, þar sem nú er líka gengið inn í tóftina. Þetta útskýrir fyrir mér arkitekt hússins (ásamt Grétari Markússyni), Stefán Örn Stefánsson og verkfræðingurinn Gunnar St. Ólafsson frá verktakan- um Gamlhus EHF. Vill svo til að þeir eru þarna staddir og geta miðl- að fróðleik. Hinn reyndi hleðslumaður Guðjón Kristinsson frá Ströndum var vant við látinn austur á landi, en aðstoð- armenn hans og lærisveinar, Robert Jaeob frá Tóbagó-Trínídad, Jón Ragnar Benjamínsson og Steinar Þór Ragnarsson kepptust við að hlaða torfveggina af mikilli alúð. Þeir era fallegir, hlaðnir úr streng og klömbram, hreinasta listaverk. Enda mun þarna einstaklega gott hleðsluefni að fá. Tilgátuhúsið svonefnda byggist á öllum tiltækum heimildum um slíka bæi, formað eftir grunni Eiríks- staðabæjar og farið eftir öllum upp- mælingum. Neðst eru steinalögin tvö sem þar sjást, en þar sem upp- grefrinum sleppir tekur tilgátan við. Verður þá að reiða sig á þær al- mennu upplýsingar í fomum bygg- ingararfi um slíka bæi. Miðað er við að þarna sé reglulegt langhús. Set- bekkir til dæmis eins og annars staðar. I samræmi við rústirnar era veggirnir sveigðir þannig að húsið mjókkar til beggja enda og tekur á sig bátslag. Að hluta til er notað stafverk, innstafir og útstafir og standa stafirnir á sillum. Húsið er jafnstórt bæ Eiríks og eins innrétt- að. Beggja megin í skálanum era þiljuð af minni herbergi, geymslu- loft þar yfir og svefnloft með stiga upp. Langeldurinn verður á sínum stað og ljóri í þakinu svo og setbekkir eins og annars staðar. Hrís liggur þarna tilbúið til að setja ofan á raftana, sem síðan verður tyrft yfir, en grindin er tilhöggv- in úr rekaviði frá Dröngum. Verður bátslag á þakinu. Það verður sett á í haust og verður sýnilega mjög fal- legt í formi. Era tvær útgönguleiðir úr húsinu í sam- ræmi við það sem fornleifafræðing- arnir hafa talið að kunni að hafa verið. Stefán Örn segir að hugmyndin sé að tilgátuhúsið hér geti verið lifandi staður fyrir gesti, svipað og víkingahúsin á L’anse aux Mea- dows sem draga til sín áhugafólk og ferðafólk. Verði sviðsett svipað, þar sem gengið er inn á heimili víkings- ins Björns og Þóru, hann að gera að vopnum sínum og hún að vefa. Sýn- ingin verði svo opin a.m.k. einhvern tíma dagsins. Vonandi gæti þetta þá orðið dálítið leiðandi sýningarstaður. Gestavænt víkingaumliverfi Einar E. Sæmundsen landslags- arkitekt hefur á hendi mótun um- hverfísins, bæði að svæðið verði sem líkast því sem það var á dögum Ei- ríks og Þjóðhildar og sýningarsvæð- ið einnig aðgengilegt nútímafólki. Hefur verið búinn til áningarstaður og ferðamannastaður, því ekkert var þarna fyrir á staðnum. Til dæmis hefur verið gert rúmgott bílastæði fyrir einkabíla og rútur niðri við veginn. Þar verða líka snyrtingar og lítið kynningar- eða sýningahús með upplýsingum. Og þaðan er svo göngustígur upp að rústinni, þar sem hægt verður að horfa yfir hana af þar til gerðum palli. Þá er verið að finna lausn á því að gera rústina aðgengilega fyrir fatlaða með hjóla- stólabraut upp brekkuna. Einnig verður gott aðgengi að tilgátuhús- inu. Reynt að hafa þetta gestavænt. Af frásögnum má ráða að skógur hefur verið þarna sem víðar á land- námstíð, talað um að Eiríkur hafi þurft að ryðja bæjarstæðið til að geta byggt bæinn. Og Einar sýnir mér til sannindamerkis væna trjá- dramba sem komu þar upp úr mýr- inni. Hann segir að ætlunin sé að móta tilgátu um hvernig þarna leit út í nánd við rústirnar. Og þarna í hlíðinni í kringum húsið er ætlunin að koma upp birkiskógi. Segir Einar mér að tekið hafi verið birkifræ í hlíð dalsins, sem sé í uppeldi á Mógilsá og eigi að gróðursetja á næsta vori. Ailt á þetta að vera til- búið í haust, fyrir veturinn, reiðubú- ið til að taka á móti ferðamönnum næsta sumar. Þegar ég ek af staðnum blasir við á hól há útskorin öndvegissúla og ber við himin. Enginn hefur minnst á hana. Þessa súlu hefur hleðslu- meistarinn Guðjón haft með sér og reist þarna. Hinir brosa þegar spurt er og segja að gott sé að hafa Öðin þama til að hafa auga með þeim og vaka yfir verkinu. Og mikið rétt. Hann var guð þeirra sem þarna bjuggu 15-20 árum fyrir kristnitök- una á Islandi. Ekki er þó svo að sjá að hann hafi dugað þeim Eiríki og Þjóðhildi vel þegar þau hröktust til Grænlands eftir stutta búsetu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.