Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 11 að markaðssetja þær en þær hafi alltaf selst. Það var í fyrsta skipti í sumar að þau komu vöru sinni inn í stórmarkað, þegar Nýkaup fór að selja grænmetið frá þeim. Áður höfðu þau einungis selt grænmetið undir lífrænum formerkjum í heilsubúðum sem eru með mjög litla umsetningu og í áskrift, beint til neytandans. Þórður segir að hvar sem þau hafi komist inn með afurðir sínar hafi þær selst. „Hvort sem sett eru 200 eða 4-500 kíló á viku inn í Nýkaup, þá selst allt. Við vit- um í raun ekki hvar mörkin liggja því það hefur ekki reynt á það. Við vitum í raun ekki hversu margir neytendur þama úti myndu kaupa þessar vörur ef þeir fengju tækifæri til.“ Gengur vel hjá Móður Jörð Eymundur Magnússon í Valla- nesi á Fljótsdalshéraði og kona hans Kristbjörg Kristmundsdóttir hafa aldrei átt í erfiðleikum með að markaðssetja sínar vörur. Þau byrj- uðu búskap í Vallanesi 1979 og héldu kýr en ræktuðu lífrænt græn- meti til heimilisnota. Síðan sáu þau að eftirspum var eftir lífrænum matvælum og hófu framleiðslu á líf- rænu grænmeti 1989 en hættu kúa- haldinu. I Vallanesi rækta þau kart- öflur, gulrætur, rófur og kál, sem og kom til baksturs. Einnig framleiða þau nuddolíur úr lífrænni olíu frá Frakklandi sem þau bæta jurtum út í, blágresi, birki og fleiri tegundum sem vaxa á jörðinni, sem er 360 hektai'ar og öll lífrænt vottuð. Kristbjörg, sem er jógakennari, framleiðir blómadropa úr ýmsum jurtum sem notaðir eru’ við lækn- ingar á fínni sviðum líkamans. Að auki hafa þau plantað 600 þúsund trjáa nytjaskógi á jörðinni auk myndarlegra skjólbelta sem mynda umgjörð um ræktunarsvæðið. Allar vörumar frá Vallanesi em seldar undir vömmerkinu Móðir Jörð. Betri afkoma Eymundur var spurður að því hvort þau hefðu fundið breytingu á afkomunni eftir að þau hófu lífrænu ræktunina. „Já, við höfum aukið umsvifin. Kúabúið sem við voram með var svo lítið að við emm í miklu betri málum með reksturinn síðan.“ - Hafíð þið þá alltaf getað selt afurð- irnar undir merkjum lífrænnar framleiðslu? „Já við höfum gert það frá upp- hafi, í Heilsuhúsinu, Blómavaii, Yggdrasli og Melabúðinni vestur í bæ, sem er okkar stærsti söluaðili og selur líka olíuna og komið, en það er þó aðallega selt í heilsuversl- unum, þar sem því er beint að ákveðnum markhópi. Olíumar fást einnig í flestum apótekum." Verður að trria á aðferðimar Eymundur hefur ekki trú á því að hvetja menn til lífrænnar ræktunar með styrkjum. „Maður er í raun bara feginn að vera ekki partur af gamla styrkjakerfinu þannig séð,“ segir Eymundur. „Auðvitað þarf að einhverju leyti að koma til móts við þessa ræktun til að örva menn til þess að fara í hana, en ég vil alls ekki að menn fari í lífræna ræktun vegna einhverra styrkja eða stuðn- ings, heldur þarf að vera ákveðin hugsjón á bak við þetta til þess að menn geri þetta rétt. Það þarf að vera aðalhvatinn að menn hafi trú á þessari ræktunaraðferð en ekki að menn fái styrk fyrir. Það era réttu forsendurnar." - En eru afíeiðingarnar ekki góðar hver sem hvatinn er? „Ja, ef menn fara út í þetta til að græða á því en hafa ekki endilega trú á aðferðinni er hætta á að menn fari að beita misjöfnum aðferðum. Auðvitað er það í öllu en menn þurfa að fara út í þetta af því þeir hafa trú á því. Vegna þess að það er þessi hugsjón, hvemig þú umgengst Móður Jörð, sem er aðalinntakið í lífrænni ræktun, ekki það hvort maður fari eftir ákveðnum reglum eða fái styrk. Menn era ekki komnir nógu langt héma, menn tala um að hefðbundinn íslenskur landbúnaður sé næstum því lífrænn, en það er ekkert til sem er næstum því líf- rænt.“ Eymundi finnst það fráleit hugmynd að mönnum takist að fá undanþágu til þess að nota tilbúinn áburð í lífrænni ræktun á íslandi og leggur áherslu á að lífræn ræktun tengist náttúravemd. Góðar náttrirulegar aðstæður - En eru náttúrulegar aðstæður á íslandi ekki erfíðar fyrir lífræna ræktun? „Nei, þær era í raun mjög góðar. Það era svo fáar plágur hér sem menn era að berjast við úti, fyrir ut- an það að loftmengun hér er svo lítil að lífræn framleiðsla hér á landi er allt önnur vara en lífrænt í Evrópu þar sem allt er svo mengað vegna þéttbýlisins. Við ættum að geta haft sterka stöðu hér ef okkur tekst að halda landinu hreinu af stóriðju og getum skapað okkur þá ímynd að hér höfum við hreinasta land í heimi.“ Vaxtarmöguleikar í lífrænu Úr Fljótsdalnum liggur leið suð- ur í Mýrdal þar sem Bergur Elías- son framleiðir lífræna mjólk sem Mjólkurbú Flóamanna notar til að framleiða lífrænu ab-mjólkina sem neytendur þekkja eflaust úr versl- unum. Bergur er tiltölulega nýbyrj- aður í framleiðslu lífrænu mjólkur- innar, en það var í fyrra sem hann byrjaði. Samt era þrjú ár síðan und- irbúningur framleiðslunnar hófst þar sem tvö ár tekur að hreinsa jarðveginn af tilbúnum áburði. Er þá enginn tilbúinn áburður borinn á þau tún sem ætlunin er að fáist Iíf- rænt vottuð. Þegar Bergur er inntur eftir ástæðunni fyrir því að hann hóf líf- ræna ræktun svarar hann því til að hann hafi séð vaxtarmöguleika í þessari tegund ræktunar og því ákveðið að prófa. Aðeins smári og hrisdýraáburður Bergur notar eingöngu náttúraleg- an áburð á túnin eins og lög gera ráð fyrir. Til að byrja með dreifði hann miklu af fiskimjöli á þau en það er afar næringarríkt. Síðan sáði hann smára í túnin en smárinn myndar köfnunarefni sem er gróðr- inum nauðsynlegt. Eftir að smárinn náði sér á strik hefur Bergur ekki notað fiskimjölið heldur aðeins hús- dýraáburð. Bergur hefur að mestu verið sjálfum sér nógur með hús- dýraáburð. Hann hefur lítillega þurft að fá áburð annars staðar frá, aðallega í fyrravor, vegna þess að hann gat ekki geymt allt sem hann þurfti hjá sér, en með nýju fjósi og haughúsi ætti sá vandi að vera úr sögunni. Bergur er með blandaðan bú- skap; auk mjólkurframleiðslunnar ræktar hann kartöflur og gulrætur, er með fáeinar kindur og einnig geldneyti. „Öll mjólkin er lífræn og um 15% af kartöflunum," segir hann. „Gulrætumar og féð era al- veg ólífræn. Eg hef verið að gæla við að breyta geldneytabúskapnum, Stjórnvöld hafa einnig reynt að fá íslenska lambakjöt ið viðurkennt sem lífrænt. Ef opinbera kerfið sér hag sinn í því að efla lífræna ræktun, fjölga framleiðendum og auka afurðamagn, þá stendur veður- farið ekki í vegi fyr- ir því. Þegar talað er um mismuninn á vist- vænu og lífrænu er um að ræða eðlis- mun. Markmið líf- ræna landbúnaðar- ins er að vinna með frjósemi jarðvegs- ins og jarðvegurinn er megininntakið, að byggja upp og viðhalda frjósem- inni í jarðveginum sem við ræktum í. og má segja að það sé hafið. Það tekur dálítinn tíma og ég veit ekki hvað úr því verður, það er spuming hvað ég fæ fyrir kjötið. Það er nú kannski það sem skiptir máli í því hvað fáir hafa farið út í þetta að verðmunurinn á lífrænu og ólífrænu er of lftdlL“ Fólk tilbriið að borga meira - Heldurðu að ástæðan sé sú að neytendur séu ekki tilbúnir til að borga hærra verð? „Nei, mér heyrist nefnilega á mörgum neytendum að þeir séu til- búnir til að borga mun hærra verð, þeir sem á annað borð era á þeirri línu að borða þessar vörar, en samt sem áður var farið af stað með kannsld fulllítinn mun og það er erf- iðara að hækka en lækka. Eg geri ráð fyrir því að þessi munur freisti manna ekki mjög mikið,“ en lífræna mjólkin selst á um 30% hærra verði en sú venjulega. Bergur segist hafa haldið að sú þróun að íslenskir bændur hæfu lífræna ræktun tæki styttri tíma en hún hefur gert. Þarf stærri trin Hann var spurður að því hvernig hann teldi aðstæður til lífrænnar ræktunar vera íslandi. „Það fer eft- ir því hvemig menn era í sveit sett- ir, má segja. Ég held að víða hérna á Suðurlandi sé það allt í lagi, ég þekki nú minna til norðanlands, en maður verður að hafa möguleika á að stækka túnin sín. Það er alveg ljóst, menn þurfa að hafa stærri tún ef þeir era í þessu. Það er erfiðara fyrir landlitla bændur að hefja líf- ræna ræktun nema með því að minnka aðeins bústofninn. Það er mín reynsla." -En hvernig hefur þetta gengið, hvernig hafa neytendur tekið þessu? „Þetta selst alltaf upp, það situr aldrei neitt eftir,“ segir Bergur sem framleiðir 60 þúsund lítra á ári en stefnir á að auka framleiðsluna með tilkomu nýs haughúss og aðstöðu fyrir kálfana, en þeir vora í fjósinu áður. Lífrænar ær í sömu sveit og Bergur búa bræð- umir Guðni og Grétar Einarssynir sem era með blandaðan búskap í Þórisholti. Auk þess að vera með hefðbundinn kúabúskap, mjólkur- og kjötframleiðslu, og gulrótarækt, halda þeir 170 ær á lífrænt ræktuð- um fóðram og fær því kindakjötið frá þeim lífræna vottun. Aðspurður segir Guðni þá bræður hafa byrjað að laga sig að lífræna búskapnum 1995. Þeir tóku á leigu jörð sem losnaði í næsta nágrenni og nýta hana eingöngu undir lífræna bú- skapinn. Tilbúinn áburður hefur ekki verið borinn á þau tún síðan 1994, þannig að þau hafa öll fengið lifræna vottun. Guðni var spurður hvemig sprettan í lífrænu túnunum væri. „Hún er að koma til, er bara þokka- leg. Hún var mjög léleg fyrstu þrjú til fjögur árin en bæði núna í ár og í fyrra var mjög góð spretta." - Þannig að það tekur nokkur ár fyrirjörðina aðjafna sig? „Já, það gerir það. Við beram ein- göngu lífrænan áburð, þ.e. skít, á þetta. Fyrst báram við fiskimjöl og þaramjöl á en síðan hættum við því og notum nú eingöngu skít.“ - Sáið þið kannski smára í túnin? „Jú, við höfum aðeins prófað það, en það er mjög mikill náttúralegur smári í túnunum sem kemur upp þegar hætt er að bera tilbúinn áburð á þau.“ Lífrænt eini ritflutningsmöguleikinn Guðni er þeirrar skoðunar að frá- leitt sé að gera sér vonir um að venjulegt islenskt lambakjöt fái líf- ræna vottun. Engir staðlar séu til Morgunblaðið/Halldór Lífrænar landbúnaðarafurðir hafa hingað til aðallega fengist í heiisuverslunum en eru nú að verða algengari á hinum almenna matvörumarkaði. erlendis um „vistvænar afurðir" og þegar kjötið sé flutt út hafi slíkt ekkert að segja. Að gera sér vonir um að kjötið fái lífræna vottun í Evrópu séu draumórar. Hins vegar haldi hann að eini raunhæfi mögu- leikinn á útflutningi landbúnaðar- vara sé í lífrænum afurðum. - Eru náttúrulegar aðstæður fjand- samlegar lífrænum búskap hér á landi að þínu mati? „Nei nei, þær era það ekki. Það sýnir sig að þar sem menn reyna þetta er það alveg mögulegt. Hins vegar þarf að koma dálítið meiri reynsla á lífrænan búskap til að hægt sé að fara að stunda hann markvisst." Guðni og Grétar vora með sauðfé áður en þeir hófu lífræna búskapinn og hafa náð að halda svipaðri af- komu og áður. „Já, já, það er ekkert minni frjósemi eða minni fallþungi, það er ekkert vandamál." - Og fáið þið ekki hærra verð fyrir afurðina? „Jú, við höfum fengið 15%, það er svo sem ekki nóg, en við geram okkur vonir um að fá kannski upp undir 20% núna, því kjötið verður allt flutt út til Danmerkur. Það er mikil spurn erlendis eftir lífrænum vöram, þannig að ég reikna með að Sláturfélagið flytji megnið af þessu út.“ - Hafíð þið góða reynslu af lífrænu ræktuninni? „Já já, eftir þvi sem líður lengra frá byrjuninni höfum við ágæta reynslu af þessu.“ - Byrjunin hefur verið erfíð? „Já hún var mjög erfið.“ Guðni telur vanta opinbera stefnu í þess- um málum og að menn séu styrktir til að fara út í þetta eins og gert sé í löndunum allt í kringum okkur, þar séu veittir veralegir aðlögunar- styrkir til að gera mönnum kleift að breyta sínum búskap. „Ef mönnum er einhver alvara með þessu þarf slík staða að koma til.“ Enginn áhugi Ekki hafa allir bændur sem hafa byrjað í lífrænni ræktun fundið fyr- ir miklum áhuga á þeim búskapar- háttum. Norður í Arnameshreppi, á bænum Arnarnesi, var Jósavin Ára- son með framleiðslu á lífrænni mjólk um þriggja ára skeið en er hættur henni nú. Hann hefur snúið sér að vélaútgerð en verður jafn- framt næstu tvö árin með kjötfram- leiðslu, og segir hann að það verði lífræn framleiðsla því hann beri ekki tilbúinn áburð á túnin frekar en hann hafi gert. Jósavin segir túnin hafa verið bú- in að taka vel við sér, gróður farinn að breytast í þeim og smáraræktin mikil. Heilsufar gripanna hafi líka verið einstaklega gott en hann og kona hans, Eygló Jóhannesdóttir, hafa ekki gefið lyf sl. fimm ár held- ur notað reikiheilun gegn kvillum og sem forvöm. Hann segir að af- urðirnar hans hafi ekki verið seldar sem lífrænar og hann hafi ekki fengið hærra verð fyrir þær, vegna áhugaleysis manna í mjólkursam- laginu og sláturhúsinu. Finnst hon- um það einkennilegt þar sem þeir fyrir sunnan, Kristján á Neðra- Hálsi og Bergur í Vestri-Pétursey, hafi fengið hærra verð fyrir sínar afurðir. Hann segir afstöðuna í landbún- aðarkerfinu ekki nógu góða gagn- vart lífrænu ræktuninni, hann hafi ekki hitt frammámann í bændastétt eða ráðunaut sem sé hlynntur henni nema Ólaf Dýrmundsson, sem er ráðunautur lífrænna ræktenda, og spyr hvort þetta sé ekki dálítið furðulegt, það sé nú t.d. yfirlýst stefna hjá ESB að auka veg líf- rænnar ræktunar. Óviss árangur Hvemig til tekst við markaðs- setningu íslenskra landbúnaðaraf- urða erlendis undir merkjun vist- vænnar eða lífrænnar vottunar á eftir að koma í Ijós. Ljóst er að skiptar skoðanir era um tilraunir í þá vera og að lífrænum bændum finnst að hefðbundna landbúnaðar- kerfið sé að reyna, með litlum til- kostnaði, að smeygja sér bakdyra- megin inn á markað sem þeir hafa byggt upp með æmu erfiði og ná- kvæmri eftirfylgni við reglur líf- rænnar ræktunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.