Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING Ráðherrar í ríkisstjórn Björns Þórðarsonar við stofnun lýðveldisins á Þingvöllum 17. júní 1944. Frá vinstri dr. Björn, Vilhjálmur Þór, Einar Arnórsson, og Björn Ólafsson. Gísli Sveinsson í forsetastól. 100 ÁR FRÁ FÆÐINGU VILHJÁLMS ÞÓR 1. SEPTEMBER 1999 Vilhjálmur Þór, segir Jón Sigurðsson, mótaði stóran hóp stjórnenda og forystu- manna á mörgum sviðum. 1. september 1999 er aldarafmæli Vilhjálms Þór. Margir telja verðugt að minnast hans sérstaklega á þeim tímamótum. Vilhjálmur Þór var mjög óvenju- legur yfirburðamaður. Hann hófst úr sendilsstarfi án skólagöngu til æðstu metorða á mörgum sviðum. Hann var aðsópsmikill kappsmaður og umdeildur. Hann var í senn hag- sýnn rekstrarmaður, frumkvöðull og athafnaskáld. Vilhjálmur Þór lét víða til sín taka og blandaðist því í ýmiss kon- ar deilur. Hann var foringi atvinnu- málahreyfingar með almannaþátt- töku þegar enginn opinn fjár- magnsmarkaður var tU og varla um eiginlegan markað eða fjármagn að ræða í dreifðum byggðum landsins. Hann tók mikinn þátt í harðri sam- keppni og tengdist þjóðmáladeUum um skeið. Hann var í fjölmiðlum dreginn til ábyrgðar fyrir afbrot undirmanns og var lengi núið um nasir einni lánsheimild sem fór í bága við reglur haftakerfisins. Hann var hafður að skotspæni í ol- íumálinu svokallaða þótt hann væri í raun brotaþoli sjálfur. Vilhjálmur Þór var umsvifamikill forystumaður í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi um margra áratuga skeið og náði frábærum árangri. Hann var forgöngumaður um at- vinnuþróun á landsbyggðinni. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Eyfirðinga 1923-1940 og for- stjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga 1946-1954. I þessum störfum lyfti hann ótrúlegum grettistökum ásamt samstarfs- mönnum sínum. Hann var einn af upphafsmönnum íslenskrar flug- sögu og fyrsti formaður Flugfélags Akureyrar sem síðar varð Flugfé- lag íslands. Hann var um skeið bæjarfulltrúi á Akureyri og hafði m.a. forgöngu um byggingu Krist- neshælis. Vilhjálmur Þór opnaði þau nánu tengsl sem um langt skeið hafa ver- ið á síðari tímum millum fslendinga og Vesturheims. Hann var fram- kvæmdastjóri íslandsdeildar Heimssýningarinnar í New York 1939. Hann var utanríkisráðherra og atvinnumálaráðherra 1942-1944 og þá fyrsti utanríkisráðherra lýð- veldisins íslands. Sem ráðherra lagði hann grunninn að utanríkis- málastefnu íslendinga, tókst á við erfiðleika stríðsáranna og mótaði náin samráð við Bandaríkjamenn um öryggi landsins. Hann átti meg- mþátt í því að tryggja lýðveldinu íslandi alþjóðlega viðurkenningu. Vilhjálmur Þór var einn fremsti forystumaður í framþróun íslensks atvinnu- og viðskiptalífs eftir heimsstyrjöldina síðari. Hann stórjók umsvif samvinnumanna og gekkst m.a. fyrir stofnun Sam- vinnutrygginga, Skipadeildar SÍS, Olíufélagsins, Dráttarvéla, Vinnu- málasambandsins, félagsheimilis á Bifröst, Samvinnusparisjóðsins og stóð fyrir mikilli eflingu iðnfyrir- tækja samvinnumanna á Akureyri og víðar. Hann lagði grunninn að fiskvinnslu- og sölufyrirtæki sam- vinnumanna í Bandaríkjunum. Hann hafði forgöngu um stofnun Áburðarverksmiðjunnar. Hann var bankastjóri Landsbanka íslands 1940-1942, 1944-1946 og 1955-1957. Hann var Seðlabanka- stjóri í upphafi þeirrar stofnunar 1957-1964 og hann átti sæti í bankastjóm Alþjóðabankans 1964-1966 sem forstöðumaður N orðurlandadeildar. Vilhjálmur Þór mótaði stóran hóp stjórnenda og forystumanna á mörgum sviðum með fordæmi sínu, áhrifum og fyiirgreiðslu enda ýtti hann ungum mönnum fram. Þegar leið á ævina þótti hann fálátur og stóð sumum hálfgerð ógn af honum. Hann hafði gaman af því að svara mönnum þannig að þeir þyrftu ráð- rúm til að átta sig á honum og glotti þá stundum. Vilhjálmur Þór valdist ungur tD forystu fyrir samvinnustarfi og vann drjúgan vinnudag á þeim vett- vangi. Samvinnufélögin voru eina opna mótvægið gegn lokaðri fá- mennisstétt í atvinnulífinu og tryggðu því í reynd eiginlega sam- keppni. Hann taldi eðlilegt að sam- vinnufélögin tækju fullan þátt í framþróun athafnalífsins yfirleitt og hefðu forystu á mörgum sviðum Vilhjálmur Þór við hlið annarra fyrirtækjaforma. En hann sá líka að hlutafélög hent- uðu vel og efndi m.a. til samstarfs við einkafyrirtæki í ýmsum verk- efnum. Hann taldi t.d. að skatta- reglur fyrirtækja ættu ekki að fara eftir rekstrarformi heldur eftir rekstrarháttum og hann fagnaði myndarlegri samkeppni af hálfu kaupmanna. Fyrir hönd samvinnu- manna var hann stórveldissinni en enginn einokunarsinni. Vilhjálmur Þór fæddist á Æsu- stöðum í Eyjafirði 1. september 1899, af eyfirskum ættum og ólst upp þar og á Akureyri. Hann lést 1972. Hann kvæntist Rannveigu Elísabet Jónsdóttur og áttu þau þrjú börn. Hann var eitt sinn í við- tali spurður hvort hann teldi sig sjálfan hamingjumann. Hann svar- aði: „Já, það hef ég verið. Sá sem á góða móður og eignast góða konu hefur öll skilyrði til að vera ham- ingjusamur". Oðru sinni var hann í viðtali spurður hvar og hvaðan hann heyjaði sér hugmyndir til um- brota og nýjunga. Hann svaraði: „Slíkt kemur alls staðar að, uppi- staða þess alls er í starfinu og reynslunni. En þótt ýmislegt hafi verið gert, hefur það jafnan hvflt þyngra á mér sem ógert er og sú mikla skylda að velja rétt úr öllu því sem við blasir.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins. „Það hefur aldrei verið beygur í mér...„ Matthías Johannessen skáld og ritstjóri átti langt persónulegt við- tal við Vilhjálm Þór og birtist það íyrst í Morgunblaðinu árið 1959 og síðar í viðtalsbók Matthíasar: M - Samtöl IV sem út var gefin 1982. Hér verða nokkrir kaflar birtir úr þessu samtali, með góðfúslegu leyfi Matthíasar. Fyrst ræddu þeir um bernsku og mótun Vilhjálms. Um móður sína segir Vilhjálmur: „Já. Hún hafði gríðarmikil áhrif á mig og mótaði mig frá blautu barnsbeini og blés í mig krafti. Hún minntist oft á það við mig að tvennt væri nauðsynlegt: að vera skyldurækinn og duga vel í starfi sínu. „Þú skalt alltaf gera þér grein fyrir hverju eina,“ sagði hún, „og hafa ætíð það sem þú veizt réttast, sannast og bezt.“ Hún gaf mér mörg holl ráð og lagði mér lífsregl- ur. „Sumir drengir segjast ætla að verða flugmenn, aðrir lögreglu- þjónar eða strætisvagnastjórar. Mér dettur í hug hvort þér hafið ekki verið ákveðinn í að verða ráð- herra?“ „Nei, því fer fjarri, mig langaði aldrei neitt til þess. Fyrir 40 árum var það að vísu mín heitasta ósk að verða langskólagenginn, eins og sagt er. Helzt vildi ég verða læknir. En það varð ekki. Ég byrjaði að vinna 12 ára og held það hafi hjálp- að mér síðar.“ „Hvað fóruð þér að gera 12 ára?“ „Ég gerðist sendill hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga og næstu árin var ég búðarloka eins og það var kall- að, þá skrifstofumaður, fulltrúi 18 ára og framkvæmdastjóri KEA, 23 ára.“ „Það var skjótur frami.“ „Já, en óvæntur. Allt var þetta tilviljun. Ég sóttist ekki eftir fram- kvæmdastjórastöðunni, en ég vann vel. Ég hef alltaf verið skylduræk- inn og viljað vinna starf mitt sam- viskusamlega. Mér hefur verið gef- ið mikið vinnuþrek og alltaf haft mikla gleði af að vinna. Það hefur aldrei verið beygur í mér við að gera það sem aðrir hafa trúað mér fyrir. Ég held að það sé ekki sjálfs- traust. Það er eitthvað annað: starfslöngun og trú á það að mér yrði gefinn til þess kraftur að vinna verk mitt sómasamlega. Þegar ég tók við KEA, var fyrir- tækið í mjög þröngu og ófullnægj- andi verzlunarhúsnæði. Þegar versta kreppan sem geisað hafði var liðin hjá, var ákveðið að reisa nýtt verzlunarhús. Þetta var stórt hús, svo stórt að bankastjóri einn í Reykjavík sagði: „Hvað ætlið þið að gera við svona stórt hús utan Reykjavíkur?" Þegar verið var að ljúka við grunninn kom til mín, þar sem ég stóð og fylgdist með verk- inu, einn elzti kaupmaður Akureyr- ar, Sigvaldi Þorsteinsson, greindur maður, gætinn, en einbeittur kaup- maður og sagði með sinni venju- legu ró og hægð: „Hér er verið að grafa gröf kaupmannanna á Akur- eyri.“ Ég leit á hann og svaraði: „Ekki þarf svo að vera, það ætti- að vera nóg rúm fyrir báða til að veita fólkinu góða verzlunarþjónustu." Þannig hef ég alltaf litið á. „Þér hafið ekki gengið í marga skóla?“ „Nei, skólaganga mín er ekki löng, aðeins fjórir vetur í barna- skóla Akureyrar og síðan engin saga af skólabekk. En ég hef alltaf verið í skóla, alltaf verið að læra og held það sé mest gaman að nema af lífínu, það er minnsta kosti bezti kennarinn.“ „Hafið þér alla tíð verið sam- vinnumaður?“ „Já, frá blautu barnsbeini. Þegar ég var lítill drengur sannfærðist ég um að það væri góður og nauðsyn- legur félagsskapur til að koma efnahag almennings á réttan kjöl. Ég kynntist kaupmannaverzlun- inni eins og hún var þegar ég var að alast upp og fann sárt til þess að geta þar engu um bætt. Ég komst ekki hjá að heyra oft um það talað á heimili mínu hvemig kaup- mannavaldið skipti við bændur og verkamenn, hvemig fátækur bóndi varð að þola annað af kaupmannin- um en sá sem betur var stæður, hvernig lágt tímakaup verkamanns var „lagt inn á reikning" hans og „taka varð út vöru“ á vinnulaunin, þó varan væri dýrari en annars staðar, eða ef hún væri greidd með peningum. Mér varð fljótt ljóst að samvinnufélögin gætu bætt verzl- unina og kjör fólksins með því að koma á heilbrigðri samkeppni. Það sem ég hef lagt til samvinnumála hefur verið byggt á þessu, og að mínum dómi eru samvinnufélögin til þess eins að bæta kjör fólksins og gera lífið bjartara. En heilbrigð samkeppni um að bæta lífskjörin á að vera stefna samvinnufélaganna. Samkeppni er nauðsynleg til að kalla fram það bezta í verzlun og framkvæmdum, ekki síður en t.d. í íþróttum." „Finnst yður samvinnufélögin rekin á forsendum „heilbrigðrar samkeppni?" „Ég vona að svo sé.“ „Álítið þér ekki að það eigi að af- nema skattfrelsi samvinnufélag- anna?“ „Nei, en ég hef verið talsmaður þess í mörg ár að einstaklingsfram- takinu sé gert kleift að stofna félög sem uppfylla viss skilyrði og yrðu þá skattlögð eftir sömu eða svipuð- um reglum og samvinnufélögin. Með því mundum við losna við þann ófrið sem nú herjar.“ „Þér hljótið að hafa einhverja ánægju af pólitík fyrst þér fóruð að skipta yður af henni?“ „Nei ekki svo mikla. Hún hefur aldrei kitlað hégómagirnd mína.“ „En hver var þá meiningin með þessu?“ „Er nema ein meining með að bjóða sig fram að vinna kjördæmi og komast á þing? Mér tókst að vísu ekki að komast á þing, kannski vegna þess að ég er ekki nógu mik- ill áróðursmaður eða nógu pólitísk- ur. Leið flestra upp í ráðherraemb- ætti liggur um Alþingj, en mín leið lá fram hjá Alþingi. Ég hefði ekki orðið ráðherra 1942 ef ég hefði náð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.