Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 57

Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 57 FÓLK í FRÉTTUM Ástríðuglæpir kvenna heillandi viðfangsefni MYND hinnar íslensk- ættuðu Sólveigar An- spach, Hertu upp hug- ann, verður frumsýnd á Kvikmyndahátíð Reykja- víkur í dag. Myndin fjall- ar um unga, ófríska konu sem greinist með krabba- mein og baráttu hennar fyrir lífinu. Á síðum Morgunblaðsins hafa þegar birst viðtöl við Sól- veigu vegna þeirrar myndar en minna hefur verið fjallað um heimild- armyndina Upp með hendur eða „My Mom’s a Gangster“ sem frumsýnd verður á mánudag. „f myndinni er sögð saga fímm kvenna sem unnu sér það til frægðar að ræna banka,“ útskýrir Sólveig. „Pær voru iyrsta kvenkyns þjófagengið í Frakklandi, klæddu sig sem karlar og engan grunaði að þær væru konur. Ein þeirra átti systur sem vann í banka og þegar þær komu inn með yfir- varaskegg og drógu upp byssur sagði hún: „Gerið eins og þær segja, þær eru hættulegar, látið þær fá það sem þær vilja,“ svo að þetta var fjölskyldu saga.“ .Ástæðan fyrir því að þær fóru út í að ræna banka var sú að þær voru karlmannslausar, peningalitlar og áttu böm sem þær þurftu að sjá fyrir. Þær voru fátækar og með alla þessa banka í kringum sig og hugs- uðu: „Fjandinn hafi það, við skulum ræna þessa banka!“„ Vildu ekki koma aftur inn í banka í heimildarmyndinni tekur Sól- veig viðtöl við fólk sem var viðstatt þegar konumar rændu bankana, lögreglumanninn sem rannsakaði málið og kvikmyndar konumar í bíl- um að keyra frá einum banka til annars. „Við vildum ná þeim á filmu inni í bönkunum en þær vildu ekki koma þangað inn aftur,“ segir Sól- veig og brosir. Konumar fimm fóra í fangelsi fyrir verknaðinn en aðeins í stuttan tíma. „Þær skutu aldrei af byssu og var þeim gefið annað tækifæri. Kon- umar vita það núna að ef þær reyna einu sinni enn að ræna banka fara þær í fangelsi í tuttugu ár.“ Sólveig hefur áður fengist við gerð heimildarmynda er fjalla um konur, fangelsi og glæpi sem framd- ir era af ástríðu. „Eg hrífst af þess- um viðfangsefnum, ég veit ekid af hverju. Sennilega af því að ég kem úr mjög siðavandri fjölskyldu." Fjöldi frétta birtist um konumar fimm í dagblöðum í Frakklandi og Sólveigu langaði strax að hitta þær. „Þær efuðust um mig í byrjun og spurðu hvers vegna þær ættu að treysta mér til að gera góða heim- ildarmynd um sig. Eg bað þær að horfa á aðrar heimildarmyndir sem ég hef gert og eftir það ákváðu þær að slá til og leyfa mér að gera myndina." Hertu upp hugann er fyrsta leikna mynd Sólveigar í fullri lengd og var hún frumsýnd á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í vor og fékk þá frábæra dóma. „Það var mjög spennandi að gera leikna mynd. Það er spennandi að vinna með leikur- um og sjá hvemig þeir vaxa upp í hlutverkin," segir Sólveig. I Frakklandi og víðar er þess krafist að vinna við heimildarmyndir gangi hratt fyrir sig og að þeir sem vinna að þeim geti helst klippt þær, kvikmyndað og leik- stýrt, allt í senn. „En ég vil hafa fólk í kringum mig þegar ég geri mynd. Svo vantar líka alltaf peninga. Ég held þó að eftir að hafa gert leikna mynd sé auðveld- ara að fá peninga til að gera dýra heimildar- mynd.“ Ræturnar eru í Vestmannaeyjum Heimildarmynd um V estmannaeyj agosið var útskriftarverkefni Sólveigar úr kvik- myndaskóla í París og segist hún vel geta hugsað sér að gera fleiri heimildarmyndir um Is- land. Hún segist þegar verið komin með hugmynd að nýrri kvikmynd og sé að reyna að koma henni á blað. „Ég vona að við getum tekið hana hér á íslandi. Það er einnig ástæðan fyrir því að framleiðandinn minn er á leiðinni hingað til lands.“ Faðir Sólveigar er bandarískur en móðir hennar íslensk og er Sól- veig bundin fslandi sterkum bönd- um. „Vestmannaeyjar era mjög sér- stakur staður í mínum huga því þar fæddist ég og þar liggja rætur mín- ar. Þegar fólk spyr mig hvort ég sé íslensk segist ég vera Vestmanna- eyingur,“ segir Sólveig að lokum. Meiriháttar Wrangler skór ITiiTli iFOOTWfAH Póstsendum samdægurs Kringlunni, 1. hæð, sími 568 9345, Verð: 7.995 Stærðir: 36-41 Byrjendanámskeiðín eru að hefjast! Byrjendur Fullorðnir: Friðjudaga. Fimmtudaga kl. 19 OG Föstudaga kl. 18 Byrjendur Börn: Þriðjudaga og fimmtudaga KL. 18 ALLIR KENNARAR ERU SÉRSTAKLEGA ÞJÁLFAÐIR I KENNSLU OG HAFA MIKLA REYNSLU KFR ER AÐILI AÐ KARATESAMBANDI ÍSLANDS OG ISÍ Skráning í síma: 553-5025 VlÐ ERUM STAÐSETTIR í SUNDLAUGARHÚSINU ÉAUGARDAL sunnudaginn 29. ágúst SNORRABRAUT 14:30 A Clotkwork Orange Slam 14:45 21:00 23:15 23:30 17:00 18:50 19:00 21:00 21:15 23:00 Beloved The Big Swap Lyndon Belove. The Bíg Swap A Clocftwork Orange Full Metal Jacket The Shiníng Full Metal Jacket A Clockwork Oranee The Shining Limbo Gadjo Dilo Black Cat White Cat Tango Ratcatcher Black Cat White Cat Lucky People Center Int. Bæjarbfó Hafnarfirðí 15:00 Voice of Bergman 12:00 Persona 19:00 Hvísl og hróp 21:00 Fanney og Alexander 15:00 LastDays 16:00 Happtness Arizona Dream 17:00 Chíldren of Heaven 18:30 Happiness 19:00 HalfaChange Trtck 21:00 Happiness 23:00 ThreeSeasons 23:30 Happiness Wransier Dagskrá má SAMmí ginn 30. ágúst SNORRABRAUT 16:40 TheBígSwap 17:00 BarryLyndon 18:00 Beloved 18:50 TheBtgSwap 21:00 Full Metal Jacket A Clockwork Orange The Shining 23:15 Full Metal Jacket 23:30 A Clockwork Orange The Shining 17:00 19:00 18:45 21:00 23:00 lASKQi ARIO My Mom is a Gangster Ratcatcher Oo You Remember Dolly Bell Tea Wíth Mussolmt Black CatWhiteCat Tango Lucky People C 16:00 Happiness 17:00 LastDays Three Seasons 18.30 Happiness 19:00 HaifaChartge Chíldren of Heaven 21:00 Happiness Trick 23:00 Arizona Dream 23:30 Happiness visir.is snter Int. 1 “ 4 € <

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.