Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 23 LISTIR Kræsileg dagskrá á leiklistarhátíðinni í Dublin í október Þýðingri Heaneys á verki Kaldas ber hæst ÍRSKA Nóbelsskáldið Seamus Heaney hefur snarað ljóðum tékk- neska ljóðskáldsins Kalda yfir á enska tungu fyrir nýtt verk, „The Diary of One Who Vanished", sem frumflutt verðui- á árlegri leiklistar- hátíð í Dublin á írlandi, sem haldin verður í október. Verkið verður sett á svið með tónlist Janáceks en upp- færslu ensku þjóðaróperunnar leik- stýi-h- Deborah Warner og það er tenórinn Ian Bostridge sem fer með aðalhlutverkið. I frétt The Irísh Times segir að það sé rós í hnappagat aðstandenda Dublin-leiklistarhátíðarinnar að hafa tryggt sér réttinn tO að setja þetta verk á svið, en um heimsfrum- flutning er að ræða. Það voru þau Bostridge og Warn- er sem fengu hugmyndina að upp- færslunni. Þegar þau höfðu sam- band við Heaney og fóru þess á leit að hann tæki að sér að skrifa enska útgáfu verksins, samþykkti hann umsvifalaust, jafnvel þótt hann hafi aldrei áður skrifað söngverk til flutnings á sviði. Ljóð Kaldas fjalla um innri bar- áttu skáldsins er hann reynir að komast að niðurstöðu um hvort hann eigi að hlaupast á brott frá fjölskyldu sinni með fallegri sígaunastúlku. Hann ákveður á end- anum að láta slag standa og skilur ljóð sín eftir til að skýra ákvörðun sína fyrir fjölskyldu sinni. Nýjum írskum leikverkum gert hátt undir höfði Ýmislegt annað verður á boðstólum á leiklistarhátíðinni og er nýjum írskum leikverkum gert hátt undir höfði. Frumílutt verða verk eftir Frank McGuinness og Bernard Farrell og nýtt leikverk, „Boomtown“, eftir Pom Boyd, Decl- an Hughes og Arthur Riordan verður flutt undir beru lofti en í því er fjallað um Dublin nútímans, og reynt að gera skil þeirri miklu efna- hagslegu og menningarlegu upp- sveiflu sem undanfarið hefur sett svip á borgina. Gerist leikritið einmitt í Temple Bar-hverfínu, sem vaxið hefur gífurlega á síðustu ár- um og er nú helsta skemmtana- hverfi borgarinnar. Meðal annarra viðburða á hátíð- inni má nefna uppfærslu ísraelsks leikhóps á leikriti Joshua Sobols, „The Village", sem gerist í Palest- ínu áður en Ísraelsríki var stofnað, ástralska leikritið „Cloudstreet", sem er gert eftir epískri sögu Toms Wintons og mun taka um flmm klukkustundir í flutningi, upp- færslu á Þúsund og einni nótt og verki J.M. Barries, „Peter and Wendy“, svo eitthvað sé nefnt. Kirkjulistahátíð Jon Laukvik leikur á lokatónleikum Kirkjulistarhátíð lýkur í kvöld, sunnudags- kvöld, með orgeltón- leikum norska org- anistans og prófessors- ins Jons Laukvik. Tón- leikamir hefjast kl. 20.30. Jon Laukvik hef- ur frá því árið 1980 verið prófessor í orgel- leik við Ríkistónlistar- háskólann í Stuttgart og auk þess er hann þekktur konsertorgel- leikari. Tónleikarnir hefjast á Svítu sem Jon Jon Laukvik Laukvik hefur sjálfur skrifað. I athugasemd um verkið segir hann að hún sé tilraun til að blanda saman klassískum, frönsk- um formtegundum eins og heyra má hjá Frangois Couperin og Nicolas deGrigny og hugmyndum frá djass og blús. Eftir Johann Gottfried Múthel leikur hann sálm- forleikinn 0 Traurigkeit, 0 Herzel- eid og Fantasíu í F-dúr. Eftir meistara Bach leikur hann hina þekktu Fantasíu og fúgu í g-moll sem einnig gengur undir nafninu Pi'ce d’Orgue. Þá leikur Laukvik fjóra kafla úr verkinu Studien fúr den Pedalflúgel eftir Robert Schumann. Síðast á efnisskránni er 6. sinfónía Widors. Fyrsti kaílinn, Allegro, er eins konar frjáls til- brigði, í öðrum kaflanum heyrast greinileg áhrif frá Wagner en síð- asti kaflinn, Finale, er hins vegar dæmigerð frönsk orgeltónlist, eins konar glaðleg hljómsveitarsinfónía. Bók um rómantísk orgelverk Jon Laukvik er fæddur og upp- alinn í Ósló. Hann stundaði nám í orgelleik við Tónlistarháskólann í Köln hjá prófessor Michael Schneider og f semballeik hjá pró- fessor Hugo Ruf. Þá hefur hann einnig verið í orgel- námi hjá Marie-Claire Alain í París. Árið 1977 hlaut hann bæði fyrstu verðlaun og Bach- verðlaunin í alþjóð- legu orgelkeppninni í Núrnberg og árið 1980 var hann ráðinn prófessor við Tónlist- arháskólann í Stutt- gart þar sem hann kennir orgelleik og leik á söguleg hljóm- borðshljóðfæri. Jon Laukvik hefur komið fram víða í Evr- ópu, Japan, Israel og í Bandaríkj- unum, þá hefur leikur hans verið gefínn út, þ. á .m. þar sem hann leikur eigin tónsmíðar. Hann hefur oft verið í dómnefndum í alþjóðleg- um orgelkeppnum (í Chartres, Núrnberg, Oðinsvéum) og kennt víða á námskeiðum og haldið marga „Master classes". Þá hefur hann geflð út tveggja binda kennslubók í orgelleik: Historical Performance Practice in Organ Playing. Nú er hann með aðra bók í smíðum, þar sem hann fjallar um flutning rómantískrar orgeltónlist- ar. Meðal tónsmíða hans eru ein- leiksverk fyrir orgel, einleikshljóð- færi og orgel og einsöngvara og hljóðfærahópa. --------------------- Sýning framlengd SÝNINGIN í Galleríi Listakoti, „Örlítið innskot úr fortíð“, verður framlengd til 4. september. Sýningin er opin kl. 10-18 virka daga og kl. 11—16 laugardaga. Hver Hugsar umþig •’'ön til árangurs 25 starfsmenn vinna á Planet Pulse; einkaþjálfun, hópar, „Klang“, slökun, yoga, spinning, body Max, vaxtar- mótun, tai bo, sjálfsvörn, pallar, herðanudd, maski, böð, pottar og handklæði, allt innifalið. Éf& Kymiing Mælingar o Matarraðgjöf e Finkapjalfun O Hóptímar o ÁraLngur B icuiti y^joiui ur í heilsurðekt a IsIcTiidi í 20 ðr KERSTIN FLORIAN SPA KUR E S S E N T I ALS Rccbok Hótel Esja • Sími 588 1700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.