Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ekki vilji hjá ESB til frekari þróunar EES-samningsins Morgunblaðið/Golli Eva Gerner, yfirmaður EES-deildar framkvæmdastjórnar ESB, Christoph Buchel, yfirmaður EES-deildar stjórnarráðs Liechtensteins, Martin Eyjólfsson sendiráðsritari og Grétar Már Sigurðsson, sendifulltrúi í Brussel, voru meðal framsögumanna ráðstefnunnar. Ráðstefna um áhrif EES-samningsins á stjórnsýslu aðildarríkj- anna fór fram í Reykja- vík í gær, í boði utan- ríkisráðuneytisins. Rósa Erlingsddttir sat ráðstefnuna og ræddi við frummælendur, en meðal þeirra voru emb- ættismenn EFTA/EES og framkvæmdastjórn- ar ESB, auk fulltrúa stjórnarráða aðildar- ríkjanna Liechtensteins og Islands. EVA Gerner, yfirmaður EES- deildar framkvæmdastjórnar ESB, sagði það langtímamarkmið EES- samningsins að innri markaðurinn yrði að einu efnahagssvæði en hins vegar væri ekki pólitískur vilji inn- an ESB til að þróa EES-samning- inn nánar. Af ummælum hennar má því draga þá ályktun, sem fræðimenn hafa lengi haldið á lofti, að af hálfu framkvæmdastjómar Evrópusambandsins sé ekld vilji fyrir hendi til að gera frekari efnis- legar breytingar á samningnum. EES-samningurinn, sem er stærsti og flóknasti samningur sem ísland hefur gert á alþjóðavett- vangi, var að mati Gemer gerður með það fyrir augum auðvelda að- Odarríkjum EFTA að gerast full- gildir meðlimir ESB og væri hann eftir sem áður litinn þeim augum innan stofnunarinnar. Gerner sagði jafnframt að ef þjóðþing aðildar- ríkja EFTA tækju ákvörðun um að sækja um aðild að ESB stæðu þau óneitanlega betur að vígi eftir gerð EES-samningsins en ella þar sem stór hluti sameiginlegrar lagasetn- ingar ESB var færður í landslög EFTA-n'kjanna. Viðamiklar breytingar á stjórnsýslunni Stefán Haukur Jóhannesson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, reifaði í inngangserindi sínu áhrif EES- samningsins á íslenska stjórnsýslu. Sagði hann miklar breytingar hafa átt sér stað síðan hafist var handa við framkvæmd ákvæða samnings- ins fyrir fimm árum. Rekja má breytingamar til efnislegrar þró- unar EES-samningsins og efnis- legra og stofnanabundinna breyt- inga innan ESB í kjölfar Maas- tricht- og Amsterdam-sáttmál- anna. Eins fagnaði hann því að orðið hefði þjóðfélagsleg vitundarvakn- ing og sagði auknar kröfur um upplýsingaflæði og ráðgjöf vera til marks um vaxandi áhuga almenn- ings um áhrif samningsins á hin ýmsu svið samfélagsins. Sagði hann utanríkisráðuneytið, sem fer með yfiramsjón með framkvæmd ákvæða EES-samningsins fyrir hönd íslenskra stjómvalda, hafa komið á vinnuskipulagi í samræmi við stofnanakeríi EFTA-stoðar EES og sameiginlegra stofnana EES í Brassel. Nefndir sérfræð- inga innan stjómsýslunnar, sem starfa sem ráðgjafar utanríkis- málanefndar Alþingis, vinna í fimm nefndum við að undirbúa þátttöku íslands á fundum hliðstæðra undir- nefnda fastanefndar EFTA og sameiginlegu EES-nefndarinnar. Starfsemi sendiráðs íslands í Brassel var aukin til muna og starfa þar nú fulltrúar allra ís- lenskra ráðuneyta. Efnislegar breytingar eftir Maastricht og Amsterdam Þær efnislegu breytingar sem gerðar hafa verið á stofnsáttmála ESB - þ.e. þær breytingar sem samþykktar voru í Maastricht og Amsterdam - síðan að EES-samn- ingurinn var gerður var einnig við- fangsefni ráðstefnunnar. Eins var fjallað um það hvort breytingar á stofnanahlutverki ESB hefði bein eða óbein áhrif á EES-samstarfið. Hvað fyrra viðfangsefnið varðar var greint frá því að laga- og stofn- ananefnd EFTA hefði komist að þeirri niðurstöðu að gera mætti ráð fyrir að skammtímaáhrif stefnu- markandi ákvæða væru lítil en þegar til lengri tíma væri litið væri erfiðara að meta áhrifin á EES- samninginn því erfitt er að sjá fyrir hvernig stofnanir ESB komi til með að beita ákvæðunum í niður- stöðum sínum og framkvæmdum. Hefur Evrópudómstóllinn til að mynda sýnt í niðurstöðum sínum að ýmis ákvæði geti leitt til rúmrar lögskýringar í ljósi þeirra mark- miða er að var stefnt. Samningarnir mun ólíkari en áður Meðal þeirra nýlegu ESB- ákvæða sem ganga mun lengra en samsvarandi ákvæði EES-samn- ingsins má nefna ákvæði um að umhverfisvernd verði þáttur í öll- um aðgerðum ESB. í breytingun- um sem gerðar vora í Maastricht og Amsterdam er að finna sam- bærileg ákvæði um atvinnumál, menningarmál, heilsu og neytenda- vernd. Ef samningamir stofnsáttmáli ESB og EES-samn- ingurinn - þróast um of í mismun- andi áttir má búast við vaxandi erf- iðleikum við að verja meginregluna um samleitni sem verður til þess að réttaróvissa getur skapast. Eftir þær breytingar sem gerðar vora á stofnanakerfi ESB í Ma- astricht og Amsterdam kom eðlis- munur EES-samningsins og Róm- arsamningsins glögglega í ljós. EES-samningurinn er það sem kallað er efnislega lifandi samning- ur því stöðugt er unnið að efnisleg- um breytingum á samningnum með innleiðslu nýrra gerða, þó einkum að því er varðar málefni innri markaðarins. Stofnanalega séð breytist hann hins vegar lítið sem gæti skapað viss vandkvæði þar sem stofnanafyrirkomulag ESB, sem tekið var mið af við gerð EES-samningsins, tekur stöðugum breytingum. Maastricht og Amsterdam sátt- málarnir gjörbreyttu til dæmis valdajafnvægi stofnana ESB, sem að hluta til var gert á kostnað framkvæmdastjórnarinnar sem nú sætir auknu eftirliti Evrópuþings- ins. Áhrif þessa era töluverð fyrir EFTA-ríkin því einn helsti styrk- leiki EES-samningsins er fólginn í greiðum aðgangi þeirra að starf- semi framkvæmdastjórnarinnar. Ráðherraráðið er nú aðallöggjafi ESB og þegar mál hljóta afgreiðslu þess hafa EFTA-ríkin ekki áheyrn- ar- eða þátttökurétt. Krafan um aukið lýðræði við ákvörðunartöku og að flytja stofn- anir nær kjósendum var aðalá- stæða stofnanabreytinganna sem íbúar EFTA-ríkjanna munu eflaust einnig njóta góðs af því að þingið starfar nú fyrir opnum tjöldum og því auðveldara að fylgjast með störfum þess. Samfara breytingun- um hafa þjóðþing ESB einnig reynt að eíla hlutverk sitt innan stoftiana ESB og opna nú skrifstof- ur hjá Evrópuþinginu með það íyr- ir augum að tryggja upplýsinga- flæði og til að veita framkvæmda- valdinu stöðugt og betra aðhald. Svigrúm til breytinga mjög lítið EES-ríkin vinna nú í sameiningu að stofnanalegum breytingum til samræmingar þeim er gerðar hafa verið innan ESB, en eins og áður sagði er svigrúm til breytinga mun minna innan EES en raunin er hjá Evrópusambandinu. Ef ráðist er í breytingar sem sprengt gætu það svigrúm er samningurinn gefur er náið samstarf við ESB nauðsynlegt á báðum sviðum þ.e. á sviði efnis- legra breytinga sem og á sviði þró- unar stofnana. Hins vegar er ljóst að ESB er nú upptekið af öðram viðfangsefnum eins og væntanlegri stækkun þess til austurs og lítill áhugi á að gera miklar breytingar á EES-samn- ingnum. Ef framkvæmdastjórnin lítur til EES-samningsins sem tímabundins samningaverks, eins og greint var frá hér að ofan, eru litlar líkur á því að hún ákveði að ráðast í endurskoðun hans. Enda væri um mjög tímafreka samninga- gerð að ræða sem hljóta þyrfti samþykki allra aðildaríkja ESB og myndi beiðni um endurskoðun á EES-samningnum því væntanlega ekki falla í góðan jarðveg um þess- ar mundir. Loftmyndir ehf, mynduðu stóran liluta hálendisins í sumar á tveimur flugvélum FYRIRTÆKIÐ Loftmyndir ehf. hefur í sumar myndað stóran hluta hálendis Islands og áform- ar að ljúka við að mynda það næsta sumar. Myndirnar á að nota til þess að byggja upp gagnagrunn um hálendið. Fyrir- tækið, sem er í eigu Hönnunar og ráðgjafar ehf. á Reyðarfirði og ísgrafs ehf. í Reykjavík, hafði tvær loftmyndatökuflugvélar á leigu í sumar og vann verkefni í Færeyjum auk Islands. Önnur flugvélanna, af gerðinni Turbo-Commander, var notuð til töku mynda af hálendinu úr 7.600 metra flughæð. Úr henni voru myndaðir um 23.000 fer- kílómetrar lands. Iðnaðar- og Umhverfisráðuneyti, Orkustofn- un, Landsvirkjun og Náttúru- fræðistofnun hyggjast nota myndirnar til að byggja upp gagnagrunn um hálendið. Ör hinni vélinni, Cesna 402, var myndað úr 1.000 til 3.000 metra hæð. Mynduð voru svæði vegna vegagerðar og suðvestur- Gagnagrunnur um hálendið Flugvélar Loftmynda á Egilsstaðaflugvelli. horn landsins, frá Reykjanestá, austur að Hellu og norður í Staf- holtstungur. Þær myndir eru til dæmis grunnur undir gerð svæðaskipulags á höfuðborgar- svæðinu. Samvinna við Færeyjar og Grænland Loftmyndir ehf. fengu á síð- asta vori norrænan styrk til þess að hafa forgöngu um samvinnu milli Islands, Græn- lands og Færcyja um töku loft,- mynda og úrvinnslu þeirra. Myndirnar eiga að nýtast við uppbyggingu á tölvutækum loft- myndagrunni. Þegar hafa verið teknar myndir af sunnanverðum Færeyjum. AHar myndir sem teknar eru á vegum Loftmynda eru nú í Iit og skannaðar á tölvutækt form. Til stendur að opna almenningi myndasafn fyrirtækisins. Það hefur að geyma um 5.000 lit- myndir og um 2.000 svarthvítar myndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.