Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sjötíu manns a.m.k. týndu lífí í flug- slysinu í Buenos Aires Flugvöllurinn talinn mjög hættulegur SJÖTÍU manns að minnsta kosti týndu lífi er Boeing 737-farþega- flugvél frá argentínska flugfélag- inu LAPA fórst í flugtaki í Buenos Aires í fyrradag. Þar af létust 10 manns á jörðu niðri, ökumenn, sem áttu leið um veginn, sem flugvélin rann yfir áður en hún brotnaði al- elda á golfvelli rétt við flugvöllinn. Er hann inni í miðri borginni en fyrir fjórum árum var Argentínu- stjórn ráðlagt að loka honum af ör- yggisástæðum. Rannsókn á slysinu stendur nú yfir en flugvélin var 29 ára gömul, tekin í notkun 1970. Var ekki gert ráð fyrir, að hún yrði notuð nema í 20 ár og í 50.000 flugstundir en hún átti að baki 67.400 flugstundir. Andy Deutsch, eigandi LAPA-flug- félagsins, vildi þó ekki við það kannast, að vélin hefði verið orðin of gömul fyrir farþegaflug og sagði, að hann hefði séð marga safngripi í fullri notkun annars staðar, t.d. á Puerto Rico. Segir flugfélagið bera ábyrgðina Rodolfo Barra, yfirmaður argentínsku flugmálastofnunarinn- ar, sagði aftur á móti, að hann teldi, að flugfélagið bæri fulla ábyrgð á slysinu þótt ljóst væri, að Newbery-flugvöllurinn sjálfur væri hættulegur. Undir það hafa aðrir tekið og benda þeir á, að svo sé að flugvellinum þrengt, að þurfi flug- menn að grípa til einhverra neyð- arráðstafana, hafi þeir ekkert svig- rúm til þess. Erlendur flugmála- ráðgjafí lagði til 1995, að flugvellin- um yrði lokað þar sem hann væri hættulegur, jafnt þeim, sem um hann færu, og þeim, sem byggju nálægt honum. Engar kenningar eru um það enn hvað olli slysinu en flugvélin náði aðeins að lyfta sér í 10 feta hæð áður en hún skall til jarðar. Deutsch, eigandi LAPA, kvaðst ekki trúa því, að nokkuð hefði verið í ólagi og gat sér til, að fugl hefði sogast inn í hreyflana í flugtakinu. Báðir svörtu kassarnir eru fundnir en talið er, að það geti tekið sér- fræðinga nokkum tíma að komast að einhverri niðurstöðu. Farþegar aftast í vélinni komust af Það voru einkum farþegar aftast í vélinni, sem komust lífs af, en eft- ir að vélin hafði stöðvast, brotnaði hún og allur fremri hluti hennar varð strax eitt eldhaf. Meðal þeirra, sem komust af, var Carlos Bariboto. Segist hann aldrei munu gleyma skelfingunni í andliti vina sinna, sem sátu fyrir framan hann. Þeir fórust allir. Bariboto komst út með son sinn, Luciano. Gabriel Vanegas, 35 ára gamall maður, komst líka út úr vélinni heill á húfi. Finnst honum nú sem hann hafi eignast nýtt líf. „Hér eftir á ég tvo afmælisdaga á ári,“ sagði hann. Minningar- athöfn í Nova Scotia HUNDRUÐ ættingja og vina þeirra er fórust með þotu sviss- neska flugfélagsins Swissair und- an austurströnd Kanada fyrir réttu ári, söfnuðust saman í Nova Scotia í gær og minntust fómar- iambanna. AIls fómst 229 í slys- inu. Ástvinir þeirra sem létust hafa undanfarna daga komið til Nova Scotia hvaðanæva úr veröld- inni og héldu tvær þotur Swissair til Kanada gagngert til að flytja fólk til minningarathafnarinnar. I fiskiþorpinu Peggy’s Cove, nærri slysstaðnum, var afhjúpaður minnisvarði um þá sem létust. Reuters ÚTGERÐARMENN Skipstjórar - Vélstjórar - Ráðgjafar Við bjóðum til kynningar á MAN B&W dísilvélinni 27/38 Dagskrá: 1. Hr. Böðvar Bjarnason frá MAN B&W Diesel A/S, Holeby Diesel mun kynna í máli og myndum 27/38 dísilvélina frá MAN B&W svo og aðra framleiðslu frá Holeby Diesel. 2. Hlé - Léttar veitingar. 3. Hr. Aksel Eisenhardt frá MAN B&W Diesel A/S, Alpha Diesel mun kynna í máli og myndum niðurfærslugíra, skrúfubúnað og stjórntæki svo og aðra framleiðslu frá Alpha Diesel. Kynningin fer fram í hátíðarsal Sjómannaskólans í Reykjavík, föstudaginn 3. september og hefst kl. 17:15 Allir áhugamenn um aðalvélabúnað og rafstöðvar í skip og báta velkomnir. 0 Afltækni ehf. Barónsstíg 5, IS-101 Reykjavík. - Sfml: 551 1280. Fax: 552 1280. - GSM: 897 1780/81 Alpha PROPULSION SYSTEMS Nýr framkvæmdastjóri Heimsvið- skiptastofnunariiinar tekinn til starfa Lausn á vanda þró- unarríkja fremst í forgangsröðinni Genf. AFP. MIKE Moore, fyrrverandi forsætis- ráðherra Nýja-Sjálands, tók á mið- vikudag við starfi framkvaemda- stjóra Heimsviðskiptastofnunarinn- ar (WTO). Hét hann því að standa vörð um hagsmuni þróunarlanda, og sagði fréttamönnum að nauðsynlegt væri að leysa vandamál fátækustu ríkja heims „nú þegar, en ekki eftir sjö eða átta ár“. Moore, sem er fimmtugur, lauk skólagöngu sinni á fimmtánda ári og starfaði meðal annars sem bygginga- verkamaður og innan verkalýðs- hreyfingarinnar áður en hann hóf að klífa metorðastigann í nýsjálenskum stjórnmálum. Þegar hann var kjör- inn á þing árið 1972 varð hann yngsti þingmaðurinn í sögu Nýja-Sjálands. Þótt hann sé vinstrimaður er hann eindreginn stuðningsmaður við- skiptafrelsis, en það tryggði honum stuðning Bandaríkjastjómar til að hljóta starfið. Hann þykir harður og raunsær samningamaður, en hefur verið gagnrýndur fyrir að láta stjómast af tilfinningum frekar en rökum á vettvangi stjórnmálanna. Brýnt að útrýma fátækt í yfirlýsingu Moores er hann tók við framkvæmdastjórastöðunni segir hann að það sé algjörlega óviðunandi að þrír milljarðar manna dragi fram lífið á sem svarar 150 krónum á dag. „Við þurfum öll að leggjast á eitt um að útrýma fátækt," sagði hann, og bætti við að lausn á vanda þróunar- ríkja yrði fremst í forgangsröðinni í framkvæmdastjóratíð sinni. Hann kveðst einnig hlynntur því að veita fleii-i þróunarlöndum inngöngu í WTO. Fyrsta verkefni Moores verður að undirbúa þátttöku Heimsviðskipta- stofnunarinnar í væntanlegum samningaviðræðum um frelsi í al- þjóðaviðskiptum, en þær hefjast með ráðherrafundi í Seattle í Bandaríkj- unum í nóvember næstkomandi. Þar verður tekist á um umdeild mál á borð við niðurgreiðslu landbúnaðar- afurða, skattlagningu viðskipta á Netinu og tollamál, en Moore minnti á að mikilvægt væri að fulltrúar að- ildarríkjanna leiddu hugann einnig að vanda fátækustu ríkja heims á fundinum. Nýi framkvæmdastjórinn sagðist í yfirlýsingu sinni leggja áherslu á að Kínverjar gengju í WTO, en viðræð- ur þar að lútandi hafa legið niðri eft- ir að bandarísk sprengja hæfði kín- verska sendiráðið í Belgrad í vor. Deilt um ráðningu Moores Aðildarríki WTO komust í júlí að samkomulagi um ráðningu Moores, eftir margra mánaða deilur. Moore naut stuðnings Bandaríkjastjórnar og flestra Evrópuríkja, en Asíuríki, þar á meðal Japan, stóðu að baki Supachais Panitchpakdis, aðstoðar- forsætisráðherra Taílands. Loks náðist sátt um þá málamiðlun að Moore myndi gegna starfinu í þrjú ár, og Panitchpakdi tæki síðan við og sæti önnur þrjú ár. Venjan er sú að framkvæmdastjóri WTO sé ráðinn til fjögurra ára. Gíslataka í Kirgistan Bjóðast til að leysa grslana úr haldi Bishkek. AFP. MÚSLÍMSKIR skæruliðar buðust í gær til þess að leysa fjóra japanska gísla, sem haldið er föngnum í suð- urhluta Kirgistan, úr haldi ef stjómvöld ábyrgðust að þeir kæmust óhultir úr landi til ná- grannaríkisins Úsbekistan. Kröfum skæruliðanna var komið á framfæri við ríkisstjórn Kirgistans af lög- reglumanni sem skæruliðar slepptu lausum á miðvikudag, að sögn heim- ildamanns AFP. Borís Silayev, forsætisráðherra Kirgistan, vildi ekki staðfesta þess- ar fregnir á fréttamannafundi í Bis- hkek, höfuðborg landsins, í gær en sagði að ekki væri unnt að leyfa téð- um 750-1.000 skæruliðum að halda úr landinu. Slíkt væri í trássi við ör- yggisráðstafanir og sáttmála sem ríkið hefði undirritað við nágranna sína. Japanamir fjórir sem haldið er í gíslingu hafa allir starfað sem jarð- fræðingar í Kirgistan. Þeir vom teknir af skæraliðunum þann 21. ágúst sl. ásamt túlki sínum, herfor- ingja og hermanni úr her Kirgist- ans, auk tuttugu annarra manna, í suðurhluta landsins. Japönsk stjómvöld hafa hvað eftir annað far- ið fram á aðstoð stjómvalda I land- inu og rússneskra embættismanna við að leysa gíslana úr haldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.