Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjávarútvegssýningunni vex fískur um hrygg Samkeppni aðal- ástæða stækkunar JÓN Hákon Magnússon, hjá Kynningu og markaði ehf., heldur því fram að vöxtur og velgengni Islensku sjávarútvegssýningarinn- ar nú sé tilkomin vegna samkeppni sem fyrirtækið Sýningar hf. veitti breska fyrirtækinu Nexus Media Ltd., núverandi eiganda sýningar- innar. Sýningar hf. háðu harða rimmu við breska fyrirtækið en hvarf frá áformum sínum um að halda sýn- inguna FishTech í Laugardalshöll á sama tíma og Islenska sjávarút- vegssýningin var fyrirhuguð, eftir að hafa orðið undir í atkvæða- greiðslu sýnenda þar sem valið var á milli sýninga. Jón Hákon segir átökin hafa orðið vegna óánægju með hversu lítið sýningin hefði stækkað og breyst í gegnum tíðina. Hópurinn sem stóð að fyrirtækinu hafi talið að Islendingar ættu að eignast sýninguna aftur, þar sem þeir mundu standa betur að henni en útlendingar. „Bretarnir höfðu bet- ur en átökin skiluðu þeim árangri að þeir fóru að vanda sig betur. Og það er ein helsta skýringin á því að hún skuli nú hafa stækkað um fjörutíu prósent frá því síðast. Það er alveg ljóst að þegar Bret- arnir fundu alvöruna í þessu tóku þeir sig taki og fóru að gera þetta almennilega. Þetta er náttúrlega aðalástæðan fyrir stækkuninni; við hristum þá í gang,“ segir Jón Há- kon. Aðspurður hvort hann væri þá sáttur við stöðu mála í dag kvað Jón Hákon svo vera. „Já, já, svona er nú bara samkeppnin í heimin- um. En við erum enn á þeirri skoð- un að sýningin sé best komin í höndum Islendinga, en það er svo allt annar handleggur." Ekki sagði Jón áform uppi um að gera aðra atlögu að fyrirtækinu á næstunni. „Ekki í augnablikinu. En ef tæki- færi skapast er aldrei að vita,“ segir Hákon. 15 manna hópur Sama frá Norður-Noregi í heimsókn , , Morgunblaðið/Árni Sæberg Fimmtán Samar komu til Islands til að kynna sér skólamál. I hópnum voru þingmenn, ráðgjafar og skólastjórnendur frá Alta og Katukeino í Norður-Noregi. Kynntu sór íslensk skólamál FIMMTÁN manna hópur Sama frá Kautokeino og Alta í Norður- Noregi flaug heimleiðis í gærmorg- un eftir fimm daga heimsókn hér- lendis. í hópnum voru þingmenn frá Samaþinginu í Kautokeino, ráð- gjafar og skólastjórnendur en til- gangur ferðarinnar var að kynna sér íslensk menntamál og skóla- starf. Að sögn Arthurs Morthens hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur heimsóttu Samarnir m.a. mennta- málaráðuneytið og skoðuðu Varm- árskóla í Borgarfirði. „Síðasta dag- inn voru þau síðan í heimsókn hjá okkur og kynntu sér meðal annars nýbúafræðslu. Við ætlum að vera í sambandi við þá í gegnum Netið og ræða nánar um nýbúafræðslu og mál minnihlutahópa," sagði Arthur. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna boðar fleiri breytingar á starfseminni Starfsmönnum fækk- ar úr 90 í rúma 40 SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna mun hætta sölu á ferskum fiski og draga sig út úr rekstri Sæ- marks ehf. en í sumar hefur verið unnið að endurskipulagningu á starfsemi félagsins í kjölfar breyt- inga sem kynntar voru í apríl sl. Forstjóri SH gerir ráð fyrir að leggja þurfi niður stöður og jafnvel segja upp starfsfólki í kjölfar þessa. Gert að ráð fyrir að um 40 manns vinni hjá SH að loknum skipulags- breytingum á næsta ári en starfs- menn voru um 90 á síðasta ári. Starfsmönnum boðinn reksturinn Meginbreytingar á rekstrarfyrir- komulagi SH fólust í ákvörðunum sem teknar voru í apríl þar sem kveðið er á um að falla megi frá þeirri afurðasöluskyldu sem ríkti milli SH og íslenskra framleiðenda. í stað þess að framleiðendum SH bæri að afhenda og SH að selja all- ar tilgreindar afurðir viðkomandi, er tekið upp nýtt fyrirkomulag. Kveður það á um frjálsa samninga milli framleiðenda og erlendra markaðsfyrirtækja. SH mun þannig draga sig út úr sölu á ferskum fiski og hætta rekstri dótturfélags í Belgíu, Icelandic Benelux, sem helgaði sig slíkri starfsemi. Verður starfs- mönnum boðið að taka við rekstrin- um. Þá hefur SH einnig hug á að draga sig út úr rekstri Sæmarks ehf., sem séð hefur um innkaup af framleiðendum sem ekki voru samningsbundnir SH, og mun vinna að því máli í samvinnu við starfs- menn. Ennfremur verður gerð breyting á rekstri Ámess Europe í HoÚandi, en starfsemi þess verður breytt úr því að vera sölufyrirtæki fyrir flatfisk í fyrirtæki sem sér um flutninga, lagerhald, umpökkun o.fl. fyrir dótturfyrirtækin þijú á megin- landi Evrópu og verður það jafn- framt í eigu þeirra. „Við gerum ráð fyrir að Sæmark starfi áfram og vi]jum gjaman og teljum betra að þeir sem standa í rekstrinum séu ennfremur eigendur fyrirtækisins og hafi ákveðið svig- Viðskiptin efla alla dáð Nýtt greinasafn um hagfræðileg efni sem kemur afar víða við, bæði hérlendis og erlendis Mái og menning ||y|l malogmenning.is iffjl rúm og sjálfstæði. Hvað varðar Ár- nes Europe á það að hjálpa dóttur- félögunum að gera hlutina á hag- kvæmari hátt. Það verður mjög lítið fyrirtæki til að byrja með en það er reyndar dótturfélaganna að ákveða hvort gerðar verða frekari breyt- ingar á fyrirtækinu," segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri SH. Gæti komið til uppsagna Starfsemi SH hf. á íslandi verður framvegis í tveimur félögum; ann- ars vegar í SH hf., eignarhaldsfé- lagi, þar sem starfa munu um fjórir starfsmenn og hins vegar í félagi sem gengið hefur undir vinnuheit- inu SH þjónusta ehf. Hjá því félagi verður framleiðendum og dótturfé- lögum þjónað með rekstri 5 þjón- ustudeilda: söludeild umbúða, sjó- frystideild, gæðadeild landvinnslu, flutninga- og skjalagerðarþjónustu og aðfangaþjónustu dótturfélaga. Reiknað er með að starfsmenn fyr- irtækisins verði 35-40 á næsta ári. Heildarstarfsmannafjöldi mun því losa 40 manns en fjöldi starfsmanna SH var á síðasta ári um 90 manns. Gunnar segir að eftir aðgerðimar í apríl hafi starfsmannafjöldi SH ver- ið um 65 manns. Síðan hafi fjöl- margir starfsmenn horfið á braut, til annarra starfa eða til náms, eða til starfa hjá dótturfélögum erlend- is. Hann segist engu að síður búast við að til einhverra uppsagna þurfi að koma þegar farið verði að vinna samkvæmt nýju skipulagi í upphafi næsta árs. Hann segir að breyting- um á starfsemi SH sé nú lokið að sinni. Rekstrarkostnaður SH gæti orðið í námunda við 350 milljónir á ári en hann hefur lækkað úr 740 milljón- um í 570 milljónir á árunum 1997 til 1999. Tekjumyndun samstæðunnar mun eftir breytingarnar fara fram í dótturfélögum erlendis og er gerð krafa um arðsemi þess eiginfjár sem í þeim er bundið. Framtíðar- markmið samstæðunnar er að ná 15% arðsemi eigin fjár. Til að örva og skerpa sýn stjómenda félaganna á hagnaðarmarkmiðið er stefnt að því að taka up launaaukakerfi sem tekur mið af arðsemi viðkomandi fé- lags. Morgunblaðið/Porkell JON Guðnason, forstöðumaður Þjónustusetursins Tryggvagötu 26, tekur við framlagi Sorpu úr hendi Ögmunds Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Sorpu. Sorpa styrkir líknar- félög um 600.000 kr. ÖGMUNDUR Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, afhenti Jóni Guðnasyni, forstöðumanni Þjón- ustusetursins, 600.000 króna styrk til uppbyggingar á starfí félaganna. Afhendingin fór fram í Góða hirðinum, Hátúni 12, sem er samstarfsverkefni Sorpu og líknarfélaganna, þar sem gamall húsbúnaður er seldur með mark- mið að styrkja líknarfélög. Fimm ár eru liðin frá því að samstarf Sorpu og nokkurra líknarfélaga hófst um söfnun á nytjahlutum; húsgögnum, búsá- höldum og fleiru sem berst á endurvinnslustöðvar Sorpu. Fyrstu skrefin voru stigin af Reykjavíkurdeild Rauða kross ís- lands, Mæðrastyrksnefnd, Hjálp- arstarfi kirkjunnar og Hjálpræð- ishernum. Um mitt ár 1997 tók Sorpa við rekstrinum og nú hef- ur starfsemin fengið nýtt nafn, sem er Góði hirðirinn - nylja- markaður Sorpu og líknarfélaga. Þjónustusetrið er sameiginleg þjónustumiðstöð sex líknarfé- laga. Þau samtök eru Parkinson- samtökin, Tourette-samtökin, Umsjónarfélag einhverfra, Félag nýrnasjúkra, LAUF, félag floga- veikra, og Samtök sykursjúkra. Ögmundur Einarsson sagði við afhendinguna í gær að ánægju- legt væri að geta styrkt félög af þessu tagi. Jón Guðnason, for- stöðumaður Þjónustusetursins, Tryggvagötu 26, tók undir það með Ögmundi og sagði framtak Sorpu til fyrirmyndar og eftir- breytni fyrir önnur fyrirtæki. Umhverfísnefnd fjallar um Laugardalinn Mikilvægj að rödd al- mennings fái að heyrast HELGI Pétursson, formaður heil- brigðis- og umhverfisnefndar Reykjavíkur, telur eðlilegt að nefnd- in ijalli um fyrirhugaðar fram- kvæmdir í Laugardal þegar þær hafa verið kynntar og viðbrögð almenn- ings liggja íyrir. Guðlaugur Þór Þórðarson borgar- fulltrúi hefur óskað eftir því að nefndin fjalli um Laugardalinn. Helgi svarar því til að samkvæmt reglu- gerð um náttúi-uverndarnefndir eigi umhverfisnefnd að fjalla um landnýt- ingu og annað hafi ekki staðið til. „Tillagan um breytta landnýtingu í Laugai’dalnum er í kynningu og mér finnst eðlilegt að nefndin fjalli um til- löguna og viðbrögð almennings þeg- ar þau liggja fyrir. Mér finnst skipta miklu máli að rödd almennings fái að heyrast og nefndin fjalli um málið í heild sinni,“ segir Helgi Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.