Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 39
38 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKILVÆG SJÁVARÚTVEGS- SÝNING ÍSLENZKA sjávarútvegssýningin er nú haldin í sjötta sinn, en í fyrsta sinn í Smáranum í Kópavogi. Aður var hún haldin í Laugardalshöll. Sýningunni hefur stöðugt vaxið fiskur um hrygg frá þeirri fyrstu 1984 og er hún orð- in með stærstu alþjóðlegum sýningum á sviði sjávarútvegs í heiminum. Hún er íslenzkum sjávarútvegi og efnahagslífi afar mikilvæg. Fyrirtækin fá tækifæri til að sýna á heima- velli hvers þau eru megnug, sem eykur möguleikana til út- rásar á erlenda markaði. Blómlegur iðnaður á sviði hug- búnaðar, véla, tækja og ýmiss búnaðar fyrir sjávarútveg- inn hefur risið hér á landi á undanförnum tveimur áratug- um og er svo komið að sum fyrirtækjanna á þessu sviði byggja nú orðið afkomu sína að miklu eða mestu leyti á út- flutningi. Gert er ráð fyrir að eitt til tvö þúsund erlendir gestir komi gagngert til að skoða sýninguna, auk allra þeirra sem eru sýnendur. Alls er gert ráð fyrir að gestir geti orð- ið 20.000, en sýnendur eru tæplega 900 frá 36 þjóðlöndum. íslenzka sjávarútvegssýningin, þótt haldin sé undir for- ystu erlends fyrirtækis, Nexus Media, er merki um það hve framarlega íslendingar standa í sjávarútvegi, bæði tækni og veiðistjórnun. Það er litið til okkar Islendinga í þessum efnum. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra lýsti sýninguna opna og kvað hana afar mikilvæga fyrir íslenzkan sjávar- útveg, allt íslenzkt efnahagslíf og þar með þjóðarbúið í heild. Undir það er óhætt að taka. Með ólíkindum er, hve langt íslenzk hugbúnaðar- og tölvufyrirtæki hafa náð á sviði sjávarútvegs og framförun- um virðast lítil takmörk sett. En sýningin er einnig mikil- væg fyrir það bæjarfélag, sem hýsir hana: „Menn hafa sett hér upp stórkostlega sýningu og ég tek sérstaklega eftir hvað básarnir eru fallegir og tæknin mikil. Eg vissi að um- fangið væri nær 50% meira en síðast en eftir að hafa geng- ið hérna í gegn virðast fermetrarnir vera heldur stærri,“ segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, í samtali við Morgunblaðið. LÖG UM FAST- EIGNAVIÐSKIPTI DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Sólveig Pétursdóttir, hefur gefið yfirlýsingu þess efnis, að hún sé að láta smíða lög um fasteignaviðskipti, sem taka til ábyrgðar bæði kaupanda og seljanda í slíkum viðskiptum og hvaða reglur þurfi að gilda er þau fara fram. Engin lög hafa verið í gildi um fast- eignaviðskipti og því ber að fagna þessari ákvörðun ráð- herrans. I fasteignaviðskiptum eru einstaklingar og fyrir- tæki oft og einatt með þorra eigna sinna undir og því mik- ið í húfi fyrir alla að þau fari fram samkvæmt fastmótuð- um reglum. Samkvæmt samtali við ráðherrann, sem birtist í Morg- unblaðinu í gær, var það Húseigendafélagið, sem vakti at- hygli ráðherrans á nauðsyn lagasetningarinnar. Á Norður- löndum hafa slík lög verið sett og telur ráðherrann ástæðu til að lög um fasteignaviðskipti hérlendis taki mið af þeim. í lögunum þurfa að vera skýr ákvæði um úrræði fyrir þá, sem þurfa að þola vanefndir af mótaðila sínum við samn- ingsgerðina. Lögin þurfa að tryggja réttarstöðu bæði kaupanda og seljanda og stuðla að öryggi í fasteignavið- skiptum. Lagasetning af þessu tagi er löngu tímabær hérlendis og er reyndar furðulegt, að slík lög skuli ekki hafa verið sett löngu fyrr. Lögin þurfa að vera skýr og nefndi dóms- málaráðherra, að þau þurfi að kveða á um rétt kaupanda, þegar gallar koma fram í hinni seldu eign, svo og ákvæði um upplýsingaskyldu seljanda um ástand eignarinnar. Óhagræði mótaðila við vanefndir á samningum getur oft verið mikið og úrræði, er hann getur gripið til í slíkum til- fellum, þurfa að vera afdráttarlaus og skýr. Tilgreina þarf hvernig tjónþoli getur brugðist við til að lágmarka fjár- hagslegt tjón sitt bjáti eitthvað á í viðskiptunum. Bandaríkjamenn vinna að því að vernda búsvæði kyrrahafslaxins 24 laxategundir í útrýmingarhættu Ástand lífríkis Elliðaánna hefur verið til um- fjöllunar undanfarið og er nú stefnt að aðgerðum svo koma megi í veg fyrir áhrif mannsins á lífríkið, eins og kostur er. --7-------------—------- I Bandaríkjunum standa menn þegar frammi fyrir þeim vandamálum sem nú er reynt að koma í veg fyrir hérlendis. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér ástandið í Washington-fylki þar sem reynt er að bæta fyrir þær skemmdir sem þegar hafa verið unnar á lífríki áa og búsvæði laxategunda. PressLink Bóndi í Washington-fylki heldur fyrir andlit sér því hann fær ekki lengur vatn til að veita á akra sína. Afturköllun áveituleyfa til bænda er hluti af aðgerðum til að vernda laxategundir í útrýmingarhættu. Chinook- (sá neðri) og Coho-laxar eru meðal þeirra laxategunda sem eru á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. VESTURSTRÖND Banda- ríkjanna standa menn frammi fyrir þeim vanda- málum sem nú er reynt að fyrirbyggja hér. Sífelld stækkun þétt- býlissvæða, skógarhögg, mengun, virkjanir og aðrar framkvæmdir mannsins hafa haft þau áhrif á bú- svæði laxins að nauðsynlegt var að grípa til róttækra aðgerða. Fyrr á þessu ári voru níu laxategundir frið- aðar með lögum og aðgerðir til að bæta ástand þeirra hafnar. Aðgerð- irnar hafa víðtæk áhrif í fylkjunum og valda deilum meðal ólíkra hagsmuna- hóga. Árið 1973 settu Bandaríkjamenn lög um tegundir í útrýmingarhættu. Höfðu þá þegar nokkrar tegundir dýra, plantna og fiska dáið út vegna ágangs mannsins á náttúruna. í lög- unum um tegundir í útrýmingarhættu segir að yfirvöld skuli beita öllum til- tækum ráðum til þess að koma í veg fyrir útdauða fleiri tegunda. Yfir 700 tegundir plantna og dýra eru þegar á listanum og voru Náttúruverndar- stofnun Bandaríkjanna (United States Fish and Wildlife Service) og Hafrannsóknarstofnun Bandaríkj- anna (National Marine and Fisheries Service) stofnaðar til þess að sjá um að fylgja lögunum eftir. Áhrifamesta aðgerð vegna dýra í útrýmingarhættu í lengri tíma I mars síðastliðnum var 9 tegund- um kyrrahafslax bætt á lista dýrateg- unda í útrýmingarhættu. Heimkynni tegundanna eru í Washington og Oregonfylkjum á vesturströnd Bandaríkjanna og hefur listinn haft ákaflega mikil áhrif á flesta íbúa og fyrirtæki á svæðinu, en alls eru 24 laxa- og silungstegundir friðaðar sam- kvæmt þessum lögum. „Listinn frá því í mars er áhrifa- mesti listi um dýr í útrýmingarhættu sem tekið hefur gildi í langan tíma. Þetta er eitt fyrsta skiptið sem lögin um tegundir í útrýmingarhættu skar- ast við hagsmuni stórra þéttbýlis- svæða á við Seattle, Portland og byggðir þar í kring. Listinn hefur áhrif á mjög stóran hluta íbúanna," segir Joe Scordino fulltrúi svæðis- skrifstofu Hafrannsóknarstofnunar Bandaríkjanna í Washington fylki. Að sögn Scordino er stofnunin skuldbundin til þess að gæta hags- muna tegunda í útrýmingarhættu. Niðurstöður rannsókna hafi sýnt fram á slæmt ástand umræddra laxateg- unda og nauðsynlegt hafi verið að bregðast við því. Stofnunin hafi í nokk- ur ár bent á vandamálið, en það hafi ekki verið fyrr en í mars á þessu ári að bandarísk stjórnvöld samþykktu að bæta tegundimum á listann. Að mati sérfræðinga liggja margar ástæður að baki hnignun laxastofna við Norðvesturströnd Bandaríkjanna. Sumar orsakir, eins og slæmt ástand sjávar, eru náttúrulegar og skapast ekki af mannavöldum. Aðrar orsakir og mun fleiri eru hins vegar beinar af- leiðingar af verkum mannanna og má þar nefna óhóflega nýtingu vatns, skógarhögg, landbúnað, vatns- og loftmengun, vöxt þéttbýlis, stíflur, virkjanir, veiði og fiskeldi. Aukin fólksfjölgun og ofnýting náttúruauð- linda hefur stuðlað að búsvæðamissi fyrir laxinn og þrengt að honum og hrygningarstöðvum hans. Áveitur bænda lagðar af Markmið laganna er að ná þeim laxategundum sem eru í hættu á heil- brigt stig með því að bæta búsvæði þeirra. Aðgerðir þess efnis eru hafnar og krefjast þær samstarfs alríkisyfir- valda, viðkomandi fylkjastjórna, einkafyrirtækja, íbúa og annarra hagsmunaaðila. Allar aðgerðir og framkvæmdir sem á einhvem hátt geta haft áhrif á búsvæði laxins eru nú takmarkaðar. Vegagerð, áveitur og byggingaframkvæmdir, sem áður fengu nánast fyrirvaralaust samþykki yfirvalda, eru nú tvisvar sinnum leng- ur að fara í gegnum kerfið, segir í ný- legri grein í dagblaðinu The Seattle Times. Engum framkvæmdum hefur þó enn verið neitað um leyfí, en svo gæti farið með sumar þeirra, ef sýnt er fram á að þær hafi neikvæð áhrif á laxinn. Bið umsókna eftir afgreiðslu lengist sífellt og álag á þær stofnarnir sem taka þær fyrir sömuleiðis. Framkvæmdir við breikkun einnar helstu hraðbrautar við Seattle voru stöðvaðar vegna hugsanlegra áhrifa á ár sem laxinn gengur í. Fjórtán aðrar vegaframkvæmdir í Washington fylki bíða þess að fá afgreiðslu hjá líffræð- ingum sem eru uppteknari en fyrr við að fara yfir umsóknir um fram- kvæmdir og meta áhrif þeirra á lax- inn. Bændur fara ekki varhluta af áætl; uninni um endurreisn laxategunda. I maí afturkallaði Hafrannsóknarstofn- unin leyfi sex bænda til að nota vatn sem þeir hafa notað til að veita á akra sína sl. 100 ár, og jafngildir svæðið 1000 hekturum. Forsendur leyfis- sviptinganna eru þær að vatnið sé nauðsynlegt fyrir laxinn og eftir birt- ingu nýja listans hafi laxinn forgang. Þetta kom fram í The Seattle Times í maí, og tjáðu nokkrir bændur reiði sína í blaðinu. Byggingariðnaðurinn höfðar mál Bændur eru ekki einir um að vera reiðir vegna áhrifanna sem endur- reisn laxastofnanna hefur. Samtök byggingariðnaðar Washington fylkis, nokkrir þingmenn fylkisins og fjöldi annarra samtaka hafa myndað hátt í 70.000 manna samtök sín á milli sem kallast „Common Sense Salmon Recovery", og hafa þau höfðað mál gegn Hafrannsóknarstofnuninni vegna listans. Samtökin byggja lög- sókn sína á því að Hafrannsóknar- stofnunin hafi brotið lög með því að leyfa ítrekað ofveiði og ofnýtingu á Washington laxategundum. Samtökin nefna dæmi þess að 56-59% af sumum tegundum hafi verið veiddar í hafinu áður en þær ganga í árnar. Auk þess- ara leyfa hafi ættflokkar indíána á svæðinu veiðileyfi. „Níu af hverjum tíu löxum eru veiddir í hafinu áður en þeir komast í árnar. Við bendum á að ofveiði á lax- inum verði að stöðva. Meðan hún við- gengst þýðir lítið að grípa til jafnrót- tækra aðgerða og Hafrannsóknar- stofnunin hefur gert til þess að bjarga laxinum frá útdauða," segir Trent Matson talsmaður samtakanna sem standa að lögsókninni. Samtökin gagnrýna einnig starfs- aðferðir stofnunarinnar og segja til- lögu hennar um að auka fjölda veiði- leyfa um 300%, úr 22.500 í 79.900, sem fram kom eftir að listinn um tegund- imar í útrýmingarhættu var birtur, fáranlega í Ijósi verndaraðgerðanna. Matson bendir að síðustu á að auk tregðu í kerfinu öllu sem lagasetning- in veldur, hafi hún áhrif á lóða- og húsnæðisverð í fylkinu. „Lóðaverð var mjög hátt fyrir hér í Washington en nú mun það hækka enn frekar.“ Friðunin hefur gríðarleg efnahagsleg áhrif Byggingariðnaðurinn hefur gengið hvað harðast fram gegn aðgerðum Hafrannsóknarstofnunarinnar. Fyrir- tæki sem stunda skógarhögg og fram- leiðslu pappírs verða einnig fyrir áhrifum af verndaraðgerðunum. Tals- menn Weyerhouser Corporation, stærsta skógarhöggsfyrirtækis svæð- isins, segja að fyrirtækið hafi í nokkur ár fylgt strangi-i umhverfisstefnu þar sem meðal annars sé haft að leiðar- ljósi að vinnuaðferðir fyrirtækisins rýri ekki með neinu móti gæði bú- svæða laxins. Sú stefna hafi gert fyr- irtækinu auðveldara um vik að bregð- ast við þeim breytingum sem urðu eftir að listinn var tilkynntur í mars. „Vandamálið við lögin um tegundir í útrýmingarhættu er hversu sterk þau em. Þau eru hafin yfir öll önnur lög, em mjög ósveigjanleg og hafa þegar haft gríðarleg efnahagsleg áhrif. Við höfum hafið nána samvinnu við bæði yfirvöld og aðra hagsmuna- aðila til þess að komast sem best í gegnum þessa erfiðleika og við tráum því að við munum finna sameiginlega lausn,“ segir Kay Ga- briel hjá Weyerhouser Corporation. Vatnsaflsvirkjanir em meðal þess sem hefur haft töluverð áhrif á laxa- stofnana. Washington og Oregon fylki hafa látið gera hagkvæmniathuganir á því að láta fjarlægja virkjanir úr ám til þess að laxinn komist á ný óhindr- aður upp þær. Rannsóknir sýna að verði stíflurnar rifnar niður auki það líkur á bættu ástandi tegundanna. Þegar hafa verið reyndar aðferðir sem eiga að hjálpa laxinum að komast fram hjá stíflunum en þær hafa ekki gengið sem skyldi, að sögn Scordino. Segir hann að það séu stórar ákvarð- anir að rífa stíflurnar niður, sem lík- lega verði ekki teknar á næstunni, þar sem ekki sé nægilegur pólitískur stuðningur við þær aðgerðir. Ástandið í Washington-fylki ætti að vera íslensku þjóðinni og öðmm þjóð- um sem skemmra eru á veg komnar með nýtingu á náttúranni og út- breiðslu þéttbýlissvæða víti til varn- aðar. Hér glímum við ekki við jafnstór vandamál og þeir vestra, en dæmið frá Washington sýnir að fara þarf fram með varúð þegar sambúð manns og lífríkis er annars vegar. FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 39 - Torleiv Brattegard og Jörundur Svavarsson veiða botndýr upp úr formalín-botndýrasúpunni. Milli þeirra situr Sigmar A. Steingrímsson. Morgunblaðið/Rristinn Ingvarsson Þetta botndýr, sem nefnt er á íslensku marflækja, finnst á allt að 1.850 metra dýpi. FYRIR rámlega hundrað ár- um fóm vísindamenn í tvær rannsóknarferðir um hafs- svæðið í kringum ísland á danska varðskipinu „Ingolf" og könn- uðu meðal annars botndýralífið. Fjöl- margar ritgerðir byggðar á gögnum úr rannsóknarleiðangrinum birtust á næstu áratugum, sú síðasta sextíu ár- um eftir að ferðimar vom farnar. Á síðustu ámm hefur hópur vísinda- manna frá ýmsum löndum fylgt í kjölfar Ingolf á norska rannsóknar- skipinu „Hákon Mosby“ og mun lík- lega útvega sjávarlíffræðingum dags- ins í dag rannsóknarefni til næstu áratuga. Rúmum áratug eftir ferð Ingolf, árið 1908, vom birtar niðurstöður rannsókna á ögnum, einum ættbálki krabbadýra, sem tekin voru sýni af í ferðinni. Torleiv Brattegard, sjávar- líffræðingur við Háskólann í Björgvin í Noregi, segir að sú skýrsla sé ennþá „Biblían" á hans sérsviði. Brattegard og aðrir sjávarlíffræð- ingar frá Norðurlöndum og Bretlandi kanna nú dýralífið sem leynist á botninum á 100-1700 metra dýpi í ís- lenskri löggsögu. í gær kom rann- sóknarskipið til hafnar í Reykjavík eftir sjötta leiðangur sinn á hafs- svæðið út af Vestfjörðum og Norður- landi. Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson hefur farið jafnmargar ferðir um svæðið suður af landinu og færeyska skipið Magnús Heinason hefur auk þess farið um hafið milli Is- lands og Grænlands. Að sögn Brattegard vom það hann og Jömndur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Líffræðistofnun Háskólans, sem áttu frumkvæði að verkefninu, sem nefnist Botndýr á ís- landsmiðum, eða BIOICE, þegar þeir unnu saman að öðru svipuðu rann- sóknarverkefni við Færeyjar. Fjölda- margir aðrir hafa síðan á einn eða annan hátt unnið að verkefninu, með- al annars dr. Jon-Ame Sneli frá Há- skólanum í Þrándheimi, dr. Ole Ten- dal frá Háskólanum í Kaupmanna- höfn, Færeyingurinn dr. Arne Nor- revang, og ýmsir nemendur þeirra og samstarfsmenn. íslensk botndýr send um allan heim í þetta sinn vom það tólf fræði- menn og námsmenn frá Noregi, ís- landi, Danmörku, Svíþjóð og Bret- landi sem fóra með Hákon Mosby og sóttu marflær, sæbjúgu, krossfiska, slöngustjörnur og marflækjur í und- irdjúpin. Afraksturinn er síðan settur í plastdósir með formalíni og fluttur í land, flokkuð í rannsóknarstöð verk- efnisins í Sandgerði og loks verða sýni send víða um heim, til fræði- manna á Norðurlöndum, I Evrópu, Norður-Ameríku, og jafnvel í Ástral- íu og Kína sem bíða spenntir eftir að * Islenskar mar- flær í pósti til Astralíu Ovenjulegum farmi var skipað í land í Reykjavíkurhöfn af norska rannsóknarskip- inu Hákon Mosby fyrr í vikunni, nefnilega marflóm, sæbjúgum, krossfískum, slöngu- stjörnum og öðrum dýrum sem þrífast á 100-1700 metra dýpi norður af Islandi. Helgi Þorsteinsson ræddi við vísindamenn sem safna botndýrum sem síðan eru send til sérfræðinga um víða veröld sem bíða spenntir eftir því að fá að krukka í kvikindin. Morgunblaðið/Jörundur Svavarsson Sækúngulær em einkennandi fyrir kalda sjúinn fyrir norðan Iand og finnast á allt að 1.000 metra dýpi. Þær sjúga næringu úr sæfíflum. fá að krukka í þessi kvikindi úr Norð- ur-Atlanshafinu. „Hafssvæðið fyrir norðan okkur er mjög merkilegt. Sjórinn er mjög kaldur, til dæmis er hann á 1700 metra dýpi um mínus 0,9 gráður, nærri frostmarki sjávar. Það er sér- kennilegt lífríki sem þrífst þarna,“ segir Jörundur Hjálpar til við að greina innihald fiskmaga Brattegard segir að rannsóknimar þjóni einkum fræðilegum tilgangi, en geti þó jafnframt orðið hagnýtar, ekki síst til að átta sig á hegðun fiski- stofna. „Þegar við höfum kortlagt botndýralífið verður miklu auðveld- ara fyrir fiskifræðingana að greina innihaldið í maga fiskanna. Fiskarnfr éta alls kyns fæðu, og breyta gjaman háttum sínum eftir aldri. Botndýrin geta einnig gefið vísbendingar um langtímabreytingar á hitastigi á ákveðnum svæðum, því samsetning dýralífsins þar breytist smám saman með hitastigsbreytingunum.“ Brattegard segir að rannsóknfrnar hafi gefið sterkar vísbendingar um það að stór hluti botndýranna sé bundinn ákveðnum hafssvæðum, eða sjógerðum, sem eru í kringum landið. Ákveðið hitastig og magn salts, súr- efnis og næringarefna einkennir hvert þeirra fimm til sex sjógerða sem talin em vera innan íslensku landhelginnar. Efnahernaður botndýranna gæti gagnast við lyfjagerð „Gmnnrannsóknarhlutinn lýtur að því að fá upplýsingar um það hvaða tegundir em á Islandsmiðum, og hvar þær lifa,“ segir Jömndur. „Upp- lýsingar um þetta hafssvæði hafa verið af skomum skammti, sérstak- lega hafa dýpri svæðin verið lítt þekkt. Það er einnig hagnýtur undir- tónn, því allar þessar lífvemr em étn- ar af öðmm, meðal annars fiskum. Þannig getum við fengið aukinn skilning á umhverfi fiskanna, hvað þeir hafa til ráðstöfunar. Einnig má búast við að hluti af þessum lífveram verði nýttur í framtíðinni. Margar þeirra nota einhvers konar efnahem- að til að verjast öðmm dýmm, og ég býst við því að menn muni í auknum mæli fara að leita að verðmætum efn- um úr þeim, einkum til að nota í lyfja- iðnaði. Okkar verkefni er kortlagn- ing, en ef menn seinna finna einhver efni sem hægt er að nýta, er hægt að nota hana sem gagnabanka, og sjá hvar þessar lífverar er helst að finna." Gefa vinnu sína í skiptum fyrir sýni Jörandur segir að flestar lífverarn- ar sem finnast séu sendar til útlanda. „Þar er fjöldi sérfræðinga sem gefa vinnu sína í verkefnið, það er að segja þeir njóta þess að fá skemmtileg sýni frá okkar, en í staðinn greina þeir þau eftir tegundum fyrir okkur og lýsa þeim ef þetta eru áður óþekktar tegundir." Rannsóknarverkefnið nýtist ekki aðeins fræðimönnum, heldur hafa námsmenn frá ýmsum löndum einnig nýtt hluta þess sem meistaraprófs- verkefni í sjávarlíffræði. í nýafstað- inni ferð skipsins vora tveir norskir námsmenn, einn danskur, einn sænskur og einn breskur. Þeir sem þátt taka í rannsókninni em að jafnaði sendir á kostnað heimalanda sinna. Ferðir rannsókn- arskipsins Hákon Mosby em greidd- ar af Háskólanum í Bergen, en hver ferð kostar um fimm milljónir ís- lenskra króna. Aðrir sem styrkt hafa verkefnið em Evrópusambandið, Rannís, Norræna ráðherranefndin, Lýðveldissjóður og Fiskveiðasjóður. Af íslands hálfu taka þátt í rannsókn- inni Hafrannsóknarstofnun, Líffræði- stofnun Háskólans, Náttúmfræði- stofnun íslands, Sjávarátvegsstofnun Háskóla Islands og Sandgerðisbær, og það er unnið undir umsjón um- hverfisráðuneytisins. 75% rannsúknarinnar lokið, en sýnin áratuga efniviður Brattegard segir að rannsakaðir hafi verið um þrír fjórðu hlutar þess svæðis sem BIOICE-rannsóknin beinist að. „Það sem vantar er aðal- lega djúpsvæði sunnan og norðaustan íslands og grannsvæði suðaustan við landið. Síðastnefndi hlutinn er einn sá áhugaverðasti því þar mætist kalt vatn sem kemur að norðan og hlýtt vatn frá Suður-Atlantshafi. Þar er því mikill breytileiki í dýralífinu." Áætlað er að rannsókninni verði lokið árið 2002, en þá er enn eftir að rannsaka sýnin. Líklegt er að það verkefni muni endast vísindamönn- unum um langt skeið. Enn hefur ekki verið lokið rannsóknum á öllum þeim sýnum sem Ingolf kom með úr ferð- um sínum 1895-96.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.