Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Fyrsti kvenforseti Panama Skýrsla um möguleika Færeyinga Skref í átt til sjálfstæðis Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. UM tuttugu og fímm þúsund Panamabúar fögnuðu Mireya Moscoso, nýjum forseta lands- ins, innilega á miðvikudag eftir að hún var svarin í embætti á þjúðarleikvanginum í Panama- borg. Moscoso er ekki aðeins fyrsti kvenforseti Panama heldur í raun fyrsti forseti landsins sem mun gefast tæki- færi til að stýra algerlega full- valda rfld, en Bandaríkjamenn afhenda Panamamönnum um næstu áramót öll yfirráð yfír Panamaskurði, og kalla heim herlið sitt. Moscoso er fímmtíu og þriggja ára gömul og er ekkja Arnulfos Arias, sem þrisvar sinnum var kjörinn for- seti Panama og jafnmörgum sinnum bolað úr embætti. Moscoso bar í maí síðastliðnum sigurorð af sitjandi forseta, Er- nesto Perez Balladares, í for- setakosningum og í ræðu sinni á miðvikudag hvatti hún íbúa Panama til að leggjast nú á ár- ar með sér og vinna að því að útrýma fátækt og spillingu í landinu. SKYRSLA um hvaða möguleikar á sjálfstæði blasi við Færeyingum var kynnt á mánudag. Skýrslan er unnin af fræðimönnum, sem meðal annars komast að þeirri niðurstöðu að Fær- eyjar séu ekki háðar árlegu framlagi Dana upp á 900 milljónir danskra ki-óna, um tíu milljarða íslenskra króna. Meginþema skýrslunnar virð- ist ekki vera hvort Færeyjar eigi að öðlast sjálfstæði, heldur hvernig og hvenær. Stefnt er að því að halda at- kvæðagreiðslu um málið á eyjunum á næsta ári. Samkvæmt danskri skoðanakönnun í vikunni hafa Færeyingar stuðning yfirgnæfandi meirihluta Dana í sjálfstæðismálinu. Anfinn Kallberg, lögmaður Færeyja, kynnti skýrsluna á blaða- mannafundi, en hún er unnin að beiðni landstjórnarinnar. I henni er lögð áhersla á vaxandi vægi smá- ríkja í heiminum. Slík ríki séu ekki lengur í vandræðum með að standa fyrir máli sínu og smæðin ein því ekki ástæða fyrir að halda sig frá sjálfstæði. Bent er á ýmsar mögu- legar leiðir fyrir Færeyinga, en lík- lega vekur einna mesta athygli að rækilega er rakið hvernig Færey- ingar geti verið án danska fjárfram- lagsins. Bent er á að undanfarin ár hafi viðskiptajöfnuður Færeyja við út- lönd verið jákvæður sem nemi um milljarði danskra króna. Þetta sé einstakt en búi um leið í haginn fyrir að Færeyingar geti aðlagað hagkerfi sitt minnkandi dönsku framlagi. Samkvæmt skýrslunni er talið óhætt að reikna með um tveggja prósenta hagvexti næstu árin og með þessar forsendur í huga megi gera ráð fyrir að Færeyjar geti á 15-20 árum lagað sig að minnkandi dönsku framlagi, sem síðan hverfi að þessum tíma liðnum. Með þessum hætti þyrftu Færeyingar ekki að finna íyrir tapinu, en auðvitað að- eins að því tilskildu að nauðsynlegar efnahagsráðstafanir verði gerðar á þessum tíma. Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skýrslunni er ætlað að verða und- irstaða almennrar umræðu á eyjun- um fram eftir hausti. Síðan mun lög- þingið fjalla um málið, áður en Færeyingar setjast til samninga við dönsku stjórnina, líklega um eða upp úr áramótum. Niðurstaðan úr þeim viðræðum verður síðan lögð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í Færeyjum, hugsanlega þegar næsta vor. Landstjórnin er áfram um sjálf- stæðismálið og í Berlingske Tidende lýsti Hogni Hoydal ráðherra sjálf- stæðismála ánægju sinni með skýrsluna, enda er hann sjálfur hlynntur sjálfstæði. Það mun varla standa á Dönum að samþykkja sjálf- stæði. I skoðanakönnun í Jyllands- Posten í vikunni var birt skoðana- könnun um afstöðu Dana, sem sýnir að 66 prósent Dana eru hlynnt sjálf- stæði eyjanna en 34 prósent á móti. laugardagur. Opið kl. 10 Longyr laugaroagur /15% afsláttur ^ of öllum vörutn langun , louguftlflg ttikíð og ftilleg! urvtíl ul trúlofmi(irhiint|um á fléhi< rii n.tQi Scndum trúlofuriorhtíngam|tritlí)liútí Langur STÓRÚTSALAN ER HAFIN Öruggur bílstóll bjargar mannslífum ECE 44103 Opnum ífyrramátúf ki 10 glcuilega verAun að Skóla vörðuétCg 14 Klapparstíg 27, sími 552 2522. Tílboðsdagar á bílstólum 10-30% afsláttur Man kvenfataverslun Skólavörðustíg 14, 101 Rvík., sími 551 2509. SkólavörOustíg 1B • 101 Reykjavíl!; • Síml 852-4600 (7 A I* S 7ÖBUR Á KABLMEHN m cd Visa og Euro raðgreiðslur ollt að 36 mánuðir. Visa léttgreiðslur 3 mánuðit. ðfyull Q^öllin Laugavegi 49, Reykjavik, simar 561 7740 og 551 7742.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.