Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ __________________________VIÐSKIPTI____________ Verðmat sjávarútvegsfyrirtækja á Verðbréfaþmgi íslands Jákvæð arðsemi lykilþáttur „FAGFJÁRFESTAR og fjárfest- ingar í sjávarútvegsfyrirtækjum" var yfirskrift framsöguerindis Ama Jóns Amasonar, yflrmanns rann- sókna hjá Landsbréfum, á morgun- verðarfundi sem haldinn var í tengslum við sjávarútvegssýning- una í gær. Á fundinum rakti Arai stuttlega sögu hlutabréfamarkaðar hér á landi sem hann sagði hafa gengið í gegnum mikla og hraða þróun þrátt fyrir að vera ungur að ámm og bera enn ýmis merki van- þroska. Samkvæmt tölum frá 31. ágúst sl. þá var heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja á Verðbréfaþingi Islands um 300 milljarðar króna. Þar af era fyrirtæki í sjávarútvegi nálægt 83 milljörðum eða tæplega þriðjungur. Ami benti á að fyrir síðustu áramót hafi vægi sjávarútvegsfyrirtækja verið töluvert meira en sala og skráning bankanna hafi breytt þeim hlutföllum verulega. SÍF vænlegast til sólu Af einstökum félögum tengdum sjávarútvegi, er Sölusamband ís- lenskra fiskframleiðenda vænlegast til sölu á VÞÍ, að sögn Ama. Sú nið- urstaða er fengin með því að deila veltu félagsins á síðastliðnu ári í markaðsvirði þess í lok ágúst, sem gefur seljanleika upp á 29,88%. Samkvæmt þeirri reikningsaðferð er Samherji í öðm sæti með 18,51% seljanleika og IS í þriðja sæti með 14,48%. Árni vék máli sínu að þeim fjöl- mörgu þáttum sem litið er til við arðsemismat einstakra félaga, s.s. sjóðstreymi þeirra almennt, hvers konar afurðir þau era að veiða og hvemig vinnslu- og sölumálum er háttað. Hann sagði jafnframt mikil- vægt að leggja mat á það hvort og þá hvemig hægt væri að auka fram- legð einstakra fyrirtækja og hvort forsvarsmenn þeirra væm líklegir til að stíga skref í þá átt, sem væri ekki alltaf sjálfgefið. Við mat áhættuþátta ber að taka tillit til rekstraráhættu s.s. í veiði, rekstrar- kostnaðar, afurðaverðs á hverjum tíma, reikningshaldslegrar áhættu t.d. áhrifa gjaldmiðlabreytinga á eignir og skuldir o.s.frv. Þá lagði Árni áherslu á að skoða sameining- armöguleika einstakra félaga sem sé veigamikið atriði. „Niðurstaðan er sú að fagfjárfestar leita að fyrir- tækjum þar sem væntingar til ein- stakra rekstrarþátta eru góðar. Menn sjái fram á aukinn vöxt, lækk- andi ávöxtunarkröfu og líkur á sam- runaferli sem geti aukið hagræði. Þá er mikilvægt að fyrirtæki sýni nauðsynlegan sveigjanleika í rekstri og að þau standi nærri afurðamörk- uðum,“ að sögn Árna. Morgunblaðið/Þorkell „Niðurstaðan er sú að fagfjár- festar leita að fyrirtækjum þar sem væntingar til einstakra rekstrarþátta eru góðar,“ var meðal þess sem kom fram í máli Áma Jóns Ámasonar, forstöðu- manns hjá Landsbréfum, á morgunverðarfundi í gær. Mikil viðskipti og hækkanir á hlutabréfum í Eimskip Markaðsvirðið hækkað um 3,8 milljarða á 30 dögum GENGI hlutabréfa í Eimskip hefur hækkað vemlega að undanfömu, og jafnframt hafa mikil viðskipti verið með hlutabréf félagsins, bæði á Verðbréfaþingi Islands og í utan- þingsviðskiptum. 3. ágúst síðastliðinn var lokaverð hlutabréfa Eimskips á Verðbréfa- þingi Islands 8,4 en hafði hækkað í 9,65 í gær 2. september, sem var lokaverð dagsins. Gengið hefur því hækkað um 14,88% frá 3. ágúst til 2. september. Samkvæmt lokaverði gærdagsins er markaðsvirði Eimskips 29.508,79 milljónir króna, en það var um 25.686,40 milljónir króna 3. ágúst þegar gengið var 8,4. Því hefur markaðsvirði Eimskipafélags Is- lands hækkað um rúma 3,8 millj- arða á 30 dögum. Viðskipti með 4,3% hlutafjár fyrir 1,19 milljarða að markaðsvirði Viðskipti vom einnig mjög mikil með hlutabréf Eimskipafélagsins á þessu tímabili. Þannig námu viðskipti með hluta- bréf í Eimskip á Verðbréfaþingi Is- lands samanlagt um 714,4 milljónum að markaðsvirði frá upphafi ágúst- mánaðar til dagsins í gær. Mest vom viðskiptin með bréf félagsins á Verðbréfaþingi Islands 27. ágúst síðastliðinn, en þá vom viðskipti með hlutabréf í Eimskip fyrir 153,3 milljónir króna að markaðsvirði, en um 16,06 milljónir að nafnvirði. Ut- anþingsviðskipti með hlutabréf Eimskips höfðu verið tilkynnt íyrir 474,1 milljón króna að markaðsvirði. Eimskip hf. Gengi hlutabréfa 3.8.99 til 2.9.99 10,0 Samanlögð upphæð viðskipta er því 1.188,5 milljónir króna að mark- aðsvirði á tímabilinu. Nafnverð þeirra hlutabréfa í Eim- skip sem viðskipti hafa orðið með frá 3. ágúst til gærdagsins er 79,1 milljón í viðskiptum á Verðbréfa- þingi, og 53,5 milljónir í utanþings- viðskiptum. Samanlagt nafnverð er því tæpar 132,6 milljónir króna sem jafngildir um 4,3% af heildai-hlutafé Eimskipafélags íslands. BHH Mazda 323 F Fjölsky
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.