Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Golli Jón Proppé, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Þorvaldur Þor- steinsson, Hannes Sigurðsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Sjónþing Þorvalds Þor- steinssonar SJÓNÞING Þorvalds Þor- steinssonar hefst í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi laug- ardaginn 4. september kl. 13.30. Spyrlar verða Þórhildur Þorleifsdóttir og Jón Proppé og gestastjórnandi Sigmundur Ernir Rúnarsson, en umsjón hefur ART.IS / Hannes Sig- urðsson. Þorvaldur Þorsteins- son nam við Myndlistaskólann á Akureyri, Háskóla Islands og Myndlista- og handíðaskóla ís- lands áður en hann hélt til framhaldsnáms í myndlist við Jan van Eyck akademíuna í Hollandi, en þaðan lauk hann prófi árið 1989. Frá því hann lauk námi hefur Þorvaldur haldið á þriðja tug einkasýn- inga á Islandi, í Hollandi, Þýskalandi og Frakklandi, auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Meðfram myndlistinni hefur Þorvaldur líka sinnt ritstörfum og eftir hann liggja fjölmörg leikrit og þættir fyrir sjónvarp og útvarp, hátt í tug sviðsverka og nokkrar bækur, meðal ann- ars Engill meðal áhorfenda frá 1992 og Ég heiti Blíðfinnur frá síðasta ári. Hann hefur hlotið starfslaun, bæði sem mynd- listarmaður og rithöfundur og unnið til verðlauna, meðal ann- ars til verðlauna Richard Serra sjóðsins árið 1997. í kynningu segir m.a.: „Myndlist hans hefur vakið mikla athygli og aflað honum viðurkenningar, enda eru verk hans í senn frumleg og að- gengileg, gamansöm og íhug- ul... Atorka Þorvalds er slík að oft virðast mörg sverð á lofti þegar hann gengur fram og ef horft er yfir feril hans getur það virst ótrúlegt að öll þessi verk séu eftir einn og sama manninn. En þótt verkin séu mörg og fjölbreytt liggja skýrt markaðar hugmyndir að baki þeim öllum og alls staðar má greina sömu hugsunina og sama höfundinn. I verkum Þorvalds verða áhorfendur gjarnan virkir þátttakendur í atburðarásinni og það er jafnvel stundum á þeirra ábyrgð að Ijúka verkinu sem Þorvaldur hefur aðeins lagt drög að. Jafnframt miða verk hans gjarnan að því að koma á beinum samskiptum og umræðu milli áhorfenda... Verk hans eru ávallt gagnrýn- in þótt gagnrýnin sé alltaf sett fram á varfærnislegan og jafn- vel gamansaman hátt. I list sinni talar Þoivaldur til allra og skilaboðin eru einföld: Listin er ekki upphafið fyrir- bæri sem ekkert á skylt við daglegt líf, ekki frekar en trúarbrögðin, ástin, stríð eða hvað annað sem við erum sí- fellt að reyna að skilja. Allt er þetta hluti af lífi okkar allra og svörin sem við leitum eru ávallt innan seilingar ef við bara rétt- um út höndina og grípum þau.“ Islensk myndlistarsýning í Sívala turninum N áttúrutilfinningar í abstraktformi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. GAMLI og nýi tíminn tengjast á loftinu í Sívala turninum við Kaupmangaragötu í Kaupmanna- höfn eins og Vigdís Finnbogadóttir benti á er hún opnaði þar sýningu, sem nú stendur á íslenskri abstraktlist. Sýningin er í salnum sem á árunum 1657 1861 hýsti há- skólabókasafnið og um leið íslensk handrit, sem þar voru. A sýning- unni eru verk eftir listamennina Bjarna Sigurbjörnsson, Guðjón Bjarnason, Guðrúnu Kristjánsdótt- ur og Helgu Egilsdóttur. Jón Proppé listrýnir skrifar á ensku um hópinn í sýningarskránni, þar sem sýningin kallast „Elements Twists & Tums“, en hann hélt einnig fyrir- lestur á laugardaginn í tengslum við sýninguna. Helga býr að hluta í Kaupmanna- höfn og það var hún sem hafði frumkvæðið að því að koma sýning- unni í kring. Salurinn í Sívala turn- inum er stór og bjartur, hefur hýst margar athyglisverðar sýningar frá því hann var tekinn í gagnið 1987 eftir viðamiklar viðgerðir og verið miðlægur í listalífi borgarinnar. Hugmynd Helgu með því að hrinda í framkvæmd sýningu á ís- lenskri nútíma abstraktlist var að gaman væri að koma slíkri sýningu á laggimar til að sýna dönskum listaáhugamönnum hvað væri að gerast á sviði abstraktlistar. Verk hennar falla undir þá skilgreiningu og síðan fékk hún þau Bjarna, Guð- jón og Guðrúnu í hópinn, þar sem henni þótti verk þessara lista- manna falla vel saman. Ætlunin var að Kristján Davíðsson yrði með í hópnum, en hann komst ekki. Helga býr í Kaupmannahöfn, en hefur líka bækistöð á Islandi. „Mér finnst nauðsynlegt að vinna líka á Islandi, því ég vil ekki missa tengsl- in við landið," segir hún, en bætir því við að einmitt þar sem hún búi í Kaupmannahöfn þyki henni gaman að gera eitthvað þar líka. Hún bendir á að oft sé talað um að Danir hafi ekki áhuga á íslenskri mynd- list, en álítur að það sé meðal ann- ars vegna þess að það gefist sjaldan tækifæri til að sjá íslenska nútíma- myndlist í Kaupmannahöfn. Stöku listamenn sýni þar reyndar stund- um, en það sé sterkur leikur að halda samsýningu stöku sinnum. „Ég er mjög ánægð með hvemig til tókst með sýninguna nú.“ Helga segist ekkert reyna að fela að þó hún máli abstrakt búi náttúrutengsl þar undir. „Núna er ég að fást við íslenska blámann," segir hún. Akveðnar náttúrutilfinn- ingar bærast einnig með hinum þátttakendunum. Guðrún segist í verkum sínum nota landslag. „Ég nota núna fjallshlíðar sem efnivið, tek dökk form, sem rifar í í gegnum snjóinn á vorin og vinn verk, sem geta staðið sjálfstætt, án náttúru- skírskotunar," segir Guðrún, sem þó skírir myndirnar Landslag. „Það er kannski dálítið fyndið að vera svo að sýna þær á sýningu með abstraktlist.“ Guðrún segist nota birtuna mikið í myndunum, vinnur þær í lögum þannig að verkin breyta um lit eftir dagsbirtu. „Það er stór hluti af verkunum að þau hafi breytingar- möguleika,“ segir hún. Það kom henni á óvart hve verk fjórmenn- inganna spiluðu að lokum vel sam- an í salnum, sem ekki sé alveg auð- velt að hengja upp í, því veggplássið er ekki mikið. Lokaútkomuna er hún mjög ánægð með, rétt eins og Helga. Plexígler, járn og togstreita Bjarni vinnur myndir sínar á plexígler, þar sem það er slétt og heil bakhliðin, sem snýr að áhorf- andanum, en ekki sú hlið, sem litur- inn er borinn á. Það er því botninn á málverkinu, sem sést, nokkurs kon- ar öfugsnúin sýn á verkið, sem um leið verður hin rétta sýn. Bjarni notar vatn og olíu. Þegar myndin þornar myndast línur, sem verða honum úrvinnsluefni. „Það er efnið sjálft, togstreita efnisins, sem er mér viðfangsefni," segir Bjami. Hér liggur náttúruskírskotunin því í sjálfu efninu, en rauð og blá verk vekja líka hugrenningar í átt til elds ogyatns. I litunum á gagnsæju plexígler- inu, sem ekki liggur þétt að veggn- um, heldur er haldið frá honum af gagnsæjum ramma myndast sér- stakt og nánast upphafið ljós- og litaspil. Verk Guðjóns eru hins veg- ar af öðrum toga, þétt og þung, því hann notar járnstengur, togaðar, sprengdar og höggnar í spað, sem bæði hanga á veggjum og liggja á gólfinu, en hann vinnur einnig mál- verk sem hanga uppi á vegg í saln- um í Sívala turninum. Sýningin í Sívala turninum er op- in til 19. september. Teikningar og módel í Galleríi Kambi SÝNING á teikningum og líkön- um verður opnuð í Galleríi Kambi í Landsveit á morgun kl. 15. Sýnd eru frumdrög að sex verkum Olafs Elíassonar, frá ár- unum 1996-99 sem öll eru strúktúrs gerðar og eru frumd- rögin sýnd með teikningum og líkönum sem unnin voru af Ein- ari Þorsteini til þess að unnt væri að byggja þau. Á sýning- unni eru auk þess tilvísanir í skylda hagnýta strúktúra, ferla Samvinnuverkefni Ólafs og Einars; spíralgarðhýsi í Feneyjum 1999. sem Einar Þorsteinsson hefur daga, nema miðvikudaga, og útfært. Sýningin er opin alla stendur út septembermánuð. Imyndað landslag TONLIST Sigurjónssafn SUMARTÓNLEIKAR Verk eftir Geir Rafnsson, Vine, Cahn, Raxach og Mallika & McQueen. Ama Kristín Einarsdóttir, flautur; Geir Rafnsson, slagverk. Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, þriðjudaginn 31. ágústkl. 20:30. SÍÐUSTU tónleikar Sigurjóns- safns í Laugamesi á þessu sumri fóru fram í þéttsetnum sal á þriðju- dagskvöldið undir yfirskriftinni „ímyndað landslag" með tilvísun í samnefnt verk katalónska tón- skáldsins Raxachs. í fljótu bragði gæti áhöfn flautu og slagverks virzt heldur þunnur þrettándi, unz haft er í huga hvað slagverk nútímans er í rauninni mikill og fjölskrúðugur heimur ólíkra hljóðfæra, sem skipta orðið mörgum tugum. Má eiginlega merkilegt kalla að einum slag- verksmanni sé gert að kunna full skil á jafnólíkum tjáningartólum og hvers konar hand- eða slegilbumb- um, gjöllum og málmdiskum, tré- og málmspilum auk grúa „idíófón- ískra“ hljóðgjafa allt frá hrossa- brestum í vindvélar, að ógleymdum sægi hryntækja úr t.a.m. latneskri dansmúsík. Má með sanni segja, að hvergi fyrirfinnist jafn alþjóðlegt úrval hljóðfæra og í þessari grein. Hún er jafnframt sú deild tóna- mboða sem síðust ruddi sér farveg í vestrænni listmúsík, enda mun uppistaða tónverka fyrir slagverk að yfirgnæfandi leyti frá þessari öld. Um leið og slagverksgreinin hefur þannig öðrum fremur orðið merkisberi nútímatónlistar, hefur legið í hlutarins eðli, að margir slagverksmenn láta tilleiðast að semja fyrir sitt - eða réttara „sín“ - hljóðfæri, eins og hér kom í ljós í þrem verkum eftir Geir Rafnsson, auk lokaverksins Mósaík, er dúóið samdi í sameiningu. 011 verkin á umræddum tónleik- um voru sögð flutt hér á landi í fyrsta sinn. Hið fyrsta þeirra, „Song“ fyrir flautu og marimbu, var eftir Geir. Það hófst með dún- mjúkri pentatónískri iðandi á mar- imbuna, er sýndi vel, líkt og síðar kom fram, dágóða fjórkjuðatækni við álíka mjúkleitan flautumeðleik Ömu Kristínar Einarsdóttur. Átti hún fallega einleiksaríettu í miðju verki, sem endaði síðan á þéttings: ofnum kafla í stfl við byrjunina. I næsta verki, „Hekla“ f. einleik- smarimbu og einnig eftir Geir, voru áberandi fimmundatremóló við sjálfstæða ferundasamstíga laglínu í hægri hönd í bland við tokkötuk- ennd arpeggíó við líflega rapsó- díska dýnamík; ýmist egghvasst eða gælandi og lauk á tyrknesku 2- 2-2-3 hryni. Þétt og vel samið verk og hið ágætasta flutt. Ama Kristín blés næst „Kon Tai Né“, undirleikslausa míníatúm eft- ir unga brezka tónskáldið Ian Vine, er bar nokkur einkenni japansks shakuhachi-stfls í anda austrænnar náttúruíhugunar; stutt verk en með allmiklum tilfinningasveiflum og túlkað með tilþrifum. Að því loknu flutti dúóið „Ten Pieces“ eftir W. L. Cahn frá 1997, kostulegt safn stuttra örþátta fyrir ýmist piccolo-, alt- og C-flautu ásamt nánast öllu slagverksbatteríinu, en smekklega valið eftir viðkomandi titli hverju sinni. T.d. „Echo“ (stök piccolo-tíst við látúnsklingju), „Celebration Song“ (blanda af kínversku fimm- tónalagferli og gamelanstfl), „Two Birds“ (piccolo og fuglakvak af bandi), „Circles" (í smáum sem stórum „hringferlum") eða „Ancient Song“ (lágvær flautu- harmsöngur við ýmist strokinn eða sleginn víbrafón). Hjá þessu bráðskemmtilega verki hlaut titilverk tónleikanna næst á eftir, „Imaginary Landsca- pe“ (1968) f. alt- & C-flautu og slag- verk eftir Enrique Raxach aðeins að blikna, þrátt fyrir litríkan draumaheim þess í glimrandi flutn- ingi beggja spilara, þar eð margir effektar voru orðnir gamalkunnir og á köflum heldur útjaskaðir. Hin dapra en fallega „Hugleið- ing“ (1997) Geirs Rafnssonar fyrir einleiksflautu í minningu vinar var leikin baksviðs af Örnu; fremur stutt verk en að mestu á tónölum grunni og vel og innilega leikin. Loks flutti dúóið „Mósaík" með undirtitlunum „1 samruni" og „11 mósaík“, sem í tónleikaskrá var skrifað á báða flytjendur. Verkið byggðist á spunaupplagi, og þótt viða væri stuðzt við misskarandi þrástef í á köflum mínímölskum anda, gætti töluverðrar fjölbreytni í heild, enda naut stykkið góðs af andstæðum áferðarflötum. M.a. mátti heyra marskenndan kafla sem þróaðist yfir í funheita „frum- skógarmúsík“, og síðar einnig du- lúðugan ávæning af arabískum ilm- garði. í heild hið áheyrilegasta spunaverk, þó að inntaksframlag flautunnar undir lokin væri kannski ívið of hjakk-kennt og óspennandi. Leikur var þó allur, hér sem fyrr, á háu stigi, og óhætt að spá „Malliku & McQueen" brautargengi með slíku áframhaldi. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.