Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 29 Játvarður reitir Breta tii reiði Fór niðrandi orðum um breska þjóð í dagblaðsviðtali í Bandaríkjunum London. Reuters. JÁTVARÐUR Bretaprins var gagnrýndur harðlega í breskum fjölmiðlum í gær fyrir að hafa farið niðrandi orðum um breskan al- menning í blaðaviðtali við banda- ríska stórblaðið The New York Times á miðvikudag. I viðtalinu sagði Játvarður að Bretar fyrirlitu þá sem nytu velgengni í lífinu. Breska pressan fór hamförum í um- fjöllun sinni í gær um þessi ummæli prinsins og jafnframt gagnrýndu nokkrir þingmenn Játvarð. „Þeir hafa ímugust á þeim sem ná árangri," sagði Játvarður við blaða- mann The New York Times þegar hann var spurður hvort munur væri á því hvernig viðtökur vinna hans hjá sjónvarpsfyrirtækinu Ardent fengi í Bretlandi og í Bandaríkjun- um. Sagði Játvarður að í Bandaríkj- unum kæmu menn hlutunum í verk, en prinsinn hefur undanfarna daga átt fundi með kvikmyndaforstjórum í Hollywood og ku hafa náð ágætum samningum fyrir hönd Ardent um framleiðslu sjónvarpsefnis. Hann lýsti Hollywood jafnframt sem „ferskum vindblæ" samanborið við breskt samfélag. „Menn voru mun opnari og viljugri til að ræða við okkur for- dómalaust," lét Játvarður hafa eftir sér við lítinn fögnuð breskra fjöl- miðla, sem hann sakar um að ein- blína um of á ættamafn sitt í stað þess að taka mið af störfum hans sem sjónvarpsframleiðandi. Bresku dagblöðin reka upp ramakvein „Og hvenær náði hann [Játvarð- ur] svo sem ái-angri í lífínu?" spurði slúðurblaðið The Sun í leiðara í gær. „Hann hrökklaðist úr sjóhem- um. Hann reyndist harla gagnslaus í starfi sínu hjá fyrirtækinu Really Useful (afar gagnlegur). Og sjón- varpsfyrirtæki hans, Ardent, hefur á sex ára tímabili aldrei skilað hagn- aði, eða getað búið til áhugavert sjónvarpsefni." Reuters Játvarður Bretaprins fékk orð í eyra í gær fyrir ummæli sín í Bandaríkjunum. „Hvemig vogar hann sér að valsa um í Bandaríkjunum og ráðast að eigin þjóð eins og uppstökk baller- ína með prik í sokkabuxunum," spurði leiðarahöfundur The Star. Blaðið bætti síðan heldur meinfýsis- lega við: „Sem betur fer þarf Ját- varður prins ekki að hafa áhyggjur af því að við ráðumst á hann fyrir velgengni hans, því hann hefur fram að þessu engum árangri náð í líf- inu.“ Nokkrir breskir þingmenn gagn- rýndu einnig prinsinn fyrir ummæli hans og sögðu algerlega óviðunandi að hann færi niðrandi orðum um breskan almenning sem ynni hörð- um höndum fyrir tekjum sínum. Umfjöllun The New York Times um Játvarð var annars mjög á vinsam- legum nótum og honum var þar lýst sem hinum „skyndilega afar vin- sæla fjölmiðlabarón". Játvarður mun hafa náð góðum árangri í viðræðum við Hollywood- menn en nokkrir viðsemjenda hans viðurkenndu fyrir The New York Times að þeir hefðu ákveðið að ganga til samninga við hans af því hann væri „sannur prins“. Ertu orkulaus? Þá færðu þér náttúrulega ORKU. Kynning á ORKU bætiefnum og vitamínum verður í Lyfju Lágmúla i dag kl. 14 • 18. KAUPAUKI FYLGIR KAUPUM Á VÍTAMÍNUM! ORKU HhtYFJA Lyf á lágmarksverði Tony Blair og William Hague í hár saman London. Reuters. BRESKI forsætisráðherrann Tony Blair lýsti í gær óánægju sinni með gagnrýni Williams Hagues, leið- toga breska íhaldsflokksins, á hvernig breska stjórnin hefur brugðist við erfiðleikum í friðarum- leitunum á Norður-írlandi. Sakaði Blair íhaldsmenn um að grafa und- an tilraunum til að tryggja varan- legan frið á N-írlandi. Fréttaskýrendur sögðu í gær að Blair hefði mjög sámað árás Hagu- es og að hann teldi að hún bæri vott um tækifærismennsku. Hague sak- aði Blair á miðvikudag um að svíkja loforð, sem hann gaf íbúum N-Ir- lands í fyrra, þess efnis að öfga- mönnum og hryðjuverkahópum yrði ekki leyft að vaða uppi með áframhaldandi ódæðisverk. Fór Hague fram á að stjórnin hætti þeg- ar að sleppa úr fangelsi mönnum sem nú afplána dóma fyrir ódæðis- Deila hart um málefni Norður- Irlands verk á vegum n-írsku öfgahópanna. Án þess að nefna Hague á nafn sagði Blair í viðtali við dagblaðið The Times í gær að sumir í Ihalds- flokknum hefðu aldrei verið stuðn- ingsmenn friðarsamkomulagsins á N-írlandi og sakaði þá um að vOja grafa undan því. Sagði hann jafn- framt að Hague hefði rofið það óskráða lögmál í breskum stjórn- málum að stjórnarandstaðan styddi stefnu stjórnarinnar í N-ír- landsmálum, og gerði ekki tilraunir til að hagnast pólitískt þótt á móti blæsi í N-írlandsmálum. ,Á-ður en fólk segir: „rífum allt friðarferlið í tætlur“, sem er í raun það sem íhaldsmenn eru að segja, þá ætti það virkilega að leiða hug- ann að framtíð Norður-írlands, framtíð barnanna sem búa á Norð- ur-írlandi, og hvort það sé virki- lega ábyrgt að láta slík orð falla,“ sagði Blair í The Times. Hague ver ummæli sín Hague bar hönd fyrir höfuð sér í gær og neitaði því að ummæli sín í fyrradag hefðu verið tækifær- issinnuð. Kvaðst hann standa við gagnrýni sína á Blair fyrir að hafa lýst þvi yfir að hann teldi vopnahlé Irska lýðveldishersins (IRÁ) enn halda. Og Hague varaði við því að stjórnarandstaðan myndi ekki bara gefa stjórnvöldum „frítt spil“ í N- Irlandsmálum, stuðningur stjórn- arandstöðunnar ylti auðvitað á því að aðgerðir stjórnvalda bæru vott um skynsemi. Dixie hornborð Tecno tölvuborð 17.720,- lutterfly sC^JI ^5740,- Polon sekkur Office Line þessi samstæða 36.670 Monsa stóll 6.280, Victor fataskápur 22.140,- Nina svefnsófi 41.450,- HÚSGAGNAHÖLUN Raögreiðslur i allt að 36 mán Bíldshöfði 20 - 112 Reykjavík Síml 510 8000 Ráðgjöf f Lytju kl. 14 -18: Lágmúla mánudag, þriðjudag og föstudag. Hamraborg f Kópavogi miðvikudag. Setbergi f Hafnarfirði, fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.