Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 53 lega þægilegur líkt og allt léki í lyndi. Hún umvafði fjölskyldu sína með ást og umhyggju. Ingileif var heilsteypt og heiðarleg. Hún var mikill mannvinur, víðsýn, skilnings- rík og föst fyrir. Börnum sínum, og okkur öllum, var hún einstök fyrir- mynd. Sumarið er á enda og haustið um það bil að ganga í garð. Kveðju- stund er runnin upp. Ingileif, þessi perla í mannhafinu, hefur fengið hvíldina. Viljastyrkur og æðruleysi einkenndu allt hennar fas. Henni tókst það sem hún ætlaði sér; Anna fermdist í vor og Óli varð stúdent. Það voru forréttindi að fá að eiga samleið með Ingileif Ólafsdóttur. Hún mun alltaf lifa í hjarta okkar sem þekktu hana. Guð blessi minn- ingu hennar. María Solveig Héðinsdóttir. Kæra vinkona. Mér þykir leitt að ég skyldi ekki hafa náð að kveðja þig, áður en þú lagðir upp í þína hinstu för. Kallið kom fyrr og óvæntar en okkur gi-unaði. Reyndar hafðh- þú barist hetjulegri baráttu við alvarlegan sjúkdóm í fimm ár. Þú hafðir oft áð- ur verið mikið veik. En með ein- stökum dugnaði og bjartsýni hafðir þú jafnað þig. Við sem fylgdumst með vonuðumst til að þannig yrði það líka núna. Lífíð verður sannarlega litlausara nú þegar þú hefur kvatt. í fyrsta sinn sem ég sá þig var verið að kjósa þig til forystustarfa fyrir hjúkrunarfræðinga. Þar fór mynd- arleg, glaðleg kona, full af lífi og orku. Það var reyndar engin tilvilj- un að þér væru falin forystustörf. Þú varst bæði mælsk og fylgin þeim málstað sem þú talaðir fyrii-. Ég dáðist að málefnalegri umfjöllun þinni og hve snögg þú varst að átta þig á aðalatriðum. Þú notaðir öll tækifæri sem gáfust til að kynna öðrum þitt hjartans mál, baráttuna gegn neyslu tóbaks og afleiðingar hennar. Þetta var ekki alltaf auðvelt verkefni. Tóbakið er harður hús- bóndi og reykingamenn fastir fyrir. Af ótrúlegri lagni tókst þér á mörg- um sviðum að breyta viðhorfi fólks til þessa vágests. Meðal annars átt þú heiðurinn af því að á mörgum vinnustöðum á landinu getur fólk nú andað að sér ómenguðu lofti í stað reykmettaðs. Þú átt heiðurinn af því að gerð var rannsókn á neyslu- venjum og viðhorfi fjölmennustu heilbrigðisstéttar landsins til tó- baksneyslu. Fyrir nokki-um vikum undirbjóst þú stofnun Félags hjúkr- unarfræðinga gegn tóbaki. Þú lést ekki veikindi aftra þér frá því að stuðla að tóbaksvömum. Þau verk- efni sem þú tókst að þér voru unnin af dugnaði og krafti. I veikindum þínum heyrði ég þig aldrei kvarta eða vorkenna sjálfri þér. Þú gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að verja ástvini þína og gera þeim þennan tíma bærilegri. Þú minntist oft á hve heppin þú værii- að eiga að vináttu og kærleika Gústa. Hann hafði reynst þér sér- lega vel. Börnin ykkai-, Óli og Anna, bera ást og umhyggju foreldra sinna gott vitni. Ingleif mín, þín verður sárt saknað. Með fráfalli þínu finnst mér haustið hafa komið með fyrra fall- inu. Það er erfitt að venjast tilhugs- uninni um að eiga ekki eftir að heyra dillandi hlátur þinn í bili. Ég veit að það verður tekið á móti þér með viðhöfn í himnaríki. Annað væri ekki við hæfi. Elsku vinkona, ég kveð þig með söknuði. Ég sendi fjölskyldu þinni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Olga Hakonsen. í morgun saztu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislanum minngamlivinur en veizt nú, í kvöld hvernigvegirnirenda hvernig orðin nema staðar og stjörnurnar slokkna (Hannes Pétursson) í dag verður borin til grafar Ingi- leif Ólafsdóttir, sem lést langt um aldur fram eftir löng og erfið veik- indi. í dag eiga margir erfitt, en allt tekur enda - jafnvel erfiðleikamir líka. Inga sýndi einstakan dugnað og kraft í baráttu við vágest, sem læknavísindin standa oft ráðþrota gegn. Jafnvel sterkustu vígi falla í þeim átökum. Það er sárt að horfa á eftir góðum vini á þennan hátt. Vini sem átti svo margt eftir ógert. Inga var þannig að hún tók á flestu sem fyrir bar í lífinu með festu og jafnaðargeði. Leit yfirleitt á björtu hliðamar - átti sér draum á erfiðum stundum, sem því miður rættist ekki. Stundum koma þau atvik fyrir í lífinu að orðin sitja einhvers staðar föst. Ótímabært fráfall Ingu er eitt þeirra. Við vinir hennar í þorravinahópn- um kveðjum Ingu með söknuð í hjarta og þakklæti fyrir allt og allt. Það hefur verið hoggið stórt skarð í vinahópinn. Við vitum vel að á ein- um stað er sorgin mest. Elsku Gústi, Óli, Anna og Ása, þið eigið samúð okkar. Megi Guð blessa ykk- ur og styrkja í sorg ykkar. Sigtryggur, Sigrún, Sigurdór, María, Sigmundur. Elsku Inga mín, nú er þín stund komin, en því bjóst ég ekki við svo fljótt. Okkar vinátta hefur staðið í tæp fjörutíu ár og þó að við höfum ekki alltaf talað saman reglulega var vin- áttan svo sterk að þegar við hitt- umst var eins og við hefðum síðast hist í gær. Og oft hlógum við að því hvað við allt í einu höfðum mikla þörf fyrir að hittast að við fóram af stað og hittumst á miðri leið. Eða þegar ég fór að baka pönnukökur því ég átti von á þér í heimsókn þó að við hefð- um ekki rætt það og þú komst, þrátt fyrir mikið annríki. Það var ævinlega kátína í kringum þig þar sem þú hafðir svo skemmtilegan húmor að þú gast fengið fólk í kringum þig til að hlæja jafn hjart- anlega og þú sjálf, en oftast varstu að gera grín að þér sjálfri. Einu sinni sem oftar varstu að flýta þér í vinnuna og mikið að gera því þú varst orðin dálítið sein fyrir og áttir eftir að fara með barnið í pössun. Þá greipstu ruslapokann sem átti að fara í tunnuna og annan sem í var pollagalli og önnur föt barnsins. I flýtinum hentir þú pollagallanum í raslið og fórst í strætó með raslapokann og afhentir hann dagmömmunni. Af þessu hafð- ir þú bara gaman og varst ófeimin við að segja frá því. Undanfarin ár hefur þú þurft að lifa með erfiðum sjúkdómi, en þrátt fyrir þín miklu veikindi varst þú alltaf vongóð og sterk, svo sterk að þú gast miðlað til annarra. Ég fór ekki varhluta af því. Þú varst öllum stundum tilbúin að aðstoða mig og hjálpa á alla lund og ég veit að þú hjálpaðii- öllum þeim sem á þurftu að halda og til þín leituðu þó þú nýttir til þess síðustu orkuna sem þú áttir. Þú varst hjúkrunarfræð- ingur fram í fingurgóma og lést þig andlega líðan sjúklinga þinna einnig miklu máli skipta. Það sem þú tókst að þér gerðir þú vel og þegar þú varst að aðstoða mig gekkst þú í það af fullri einurð og elsku. Ég kveð þig nú, kæra vinkona, í þeirri vissu að hitta þig innan tíðai'. Guð veri með þér og öllum þeim sem þig syrgja. Sigríður Símonardóttir (Sirrý). Kveðjustundir eru oft erfiðar inn- an vinahóps, þá sérstaklega er erfitt að horfa á eftir stórvinkonu okkar Ingileif Ólafsdóttur burt úr þessu jarðlífi. Þegar gamli vinahópurinn kveður Ingu þá leiftra ótal minning- ar úr litríkum ferðalögum, sam- kvæmum, kaffibollarabbi og hinu daglega lífi. Eitt af því sem stendur upp úr var einurðin, ákveðnin og engin eftirgjöf við mótlæti. Frá- sagnarhæfileiki yfir kaffibolla var einstæður hjá Ingu og gerði oft ein- faldar búðaferðir að eftirvæntingar- fullum spennusögum. Um árabil ferðaðist vinahópurinn saman. Ferðalögin vora öll minnisstæð á einhvern hátt og er það efni í heilan bókaflokk. Minningabrot renna fyr- ir hugskotssjónum okkar frá gleði- stundum og óvæntum uppákomum. Má þar nefna að fyrir 16 áram tjölduðum við öll í perlunni í Þjórs- árdal. Við undraðumst allan þann farangur sem Inga tók meðferðis, sérstaklega fyrir Öla Bjarka, en það jafnaðist á við heilan fataskáp. Fljótlega sýndi sig að Inga þekkti sína. Aður en tjöldin vora komin upp þá var strákur tvisvar búinn að detta í nærliggjandi læk. Að lokum stóð það á endum að öll fötin voru gjömýtt. Inga var alla tíð starfsöm, ötul baráttukona og leið engan yfir- gang gagnvart sjálfri sér og fjöl- skyldu sinni. Stundum lét Inga okk- ur fá það umbúðalaust sem áttum það skilið og skömmu síðar tók hún upp hanskann fyrir viðkomandi ef hann var órétti beittur. Innan vina- hópsins vora ekki alltaf allir á einu máli en lærðu fljótlega að bera virð- ingu fyrir skoðunum hvers annars, sem þroskaði vináttuböndin og gerði þau nánari. Ógleymanlegur vai- stuðningur Ingu við Svövu og fjöl- skyldu þegar Svava greindist með hvítblæði. Þá sýndi Inga þann mikla styrk sem hún hafði til að bera og hve mikið hún hafði að gefa. Þar kom skýrt fram hið blíða eðli Ingu. Það var mikið áfall þegar Inga greindist með krabbamein. Öll viss- um við að bragðið gat til beggja vona. Seiglan var alltaf söm við sig þrátt fyrir áfallið. Við erfiðar að- stæður lauk hún meira að segja við háskólanám. Einn daginn var Inga í erfiðri meðferð vegna sjúkdómsins og næsta dag var hún komin í fyrir- lestraferð út á land um reykingafor- varnii'. Gestgjafahlutverk hennar var alltaf stórt í sambúðinni með Gústa og nutum við spilafélagarnir góðs af því alla tíð. Þegar litið er til baka þá er aðdáunarvert að hugsa til þeirrar elju sem lá að baki undir- búningi fermingar Önnu Drafnar og síðan útskriftar Óla Bjarka. Ein- hvern veginn lét Inga okkur halda alla tíð að hún væri ósigrandi jafn- vel á þeim tíma sem hún gat ekki ferðast um án hjálpartækja. I viss- um skilningi var Inga ósigrandi, sterkur persónuleiki hennar er eitt- hvað sem hverfur ekki þó jarðvist- inni sé lokið. Elsku Gústi, Óli Bjarki, Anna Dröfn, Ása og aðrir ástvinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Lífið heldur áfram og minningin um Ingu kemur ávallt til með að fylgja okkur. Svava, Ásgrímur, Heimir, Gróa, Theódór, Helga Margrét og Qölskyldur. Það er sárt til þess að vita að hjúkrun hafi misst slíkan liðsmann sem Ingileif Ólafsdóttir hjúkrunar- fræðingur var. Áhugi hennar á málefnum sjúklinga og forvörnum var einstakur. Hún var leiðandi í ýmsum nýjungum varðandi for- varnir og fræðslu um þau mál. Orð hennar og athafnir vógu þar þungt. Minnisstæðir era margir fundir þar sem hún fjallaði af áhuga um forvarnir og lágu leiðir okkar á þeim vettvangi síðast saman á ráð- stefnu um heilsufar kvenna árið 1998 þar sem hún fjallaði um reyk- ingavarnir. Ingileif var áhugasöm um mál- efni hjúkrunar og hjúkrunarfræð- inga og skoðaði allar hliðar þeirra mála með opnum og jákvæðum huga. Á félagsvettvangi hjúkrunar- fræðinga var hún öflugur liðsmað- ur. Hún sá fljótt hve miklu skipti að hjúkranarfræðingar röðuðu sér saman í eina heild. Hún var óskipt- ur stuðningsmaður sameinaðs fé- lags hjúkranarfræðinga og lagði sitt af mörkum til að svo mætti verða. Hún kunni að fagna áföngum og velgengni annarra og sýndi það í verki. Hjúkrun á Islandi á henni mikið að þakka. Blessuð sé minning Ingileifar Ólafsdóttur. Vilborg Ingólfsdóttir. Það er ekki fjarri sanni að nær- vera dauðans færi okkur nær lífinu. Við lítum okkur nær þegar hann knýr dyra og hugleiðum hvað skipt- ir okkur mestu máli. Og spyrjum jafnvel: Hver er tilgangur lífsins? Svörin eru án efa í samræmi við vitsmuni og þroska hvers og eins. En staðreyndin er eflaust sú að flest okkar lifa lífinu með lokuð augun og við sneiðum framhjá sannri gleði án þess að vera meðvit- uð um að við séum að missa af ein- hverju. Það er ekki fyrr en í lífinu eftir lífið sem við geram okkur grein fyrir því hvers við fóram á mis. Þá iðrumst við þess að hafa ekki leitað að ljósinu innra með okkur í stað þess að eltast við kast- ljós táls og hégóma. Og við iðramst þess að hafa ekki séð ljósið í augum barna okkar, lært að lesa lífið af sömu einlægni og þau. Ingileif sá ekki einvörðungu ljósið í augum bai’na sinna, eins og mann- kostir þeirra bera vitni um, heldur vai' henni annt um öll börn. Frá henni geislaði einlægur vilji til að ráða bót á meinum þjóðfélagsins þegar um brot á börnum, í skjóli úr- ræðaleysis, var að ræða. Hún lagði sig alla fram til að forða þeim frá því að verða fórnarlömb tóbaks- framleiðenda. Hún var eldhugi í þeim efnum, en skilningi þeirra, sem geta breytt rétt með hagsmuni barna að leiðarljósi, er ábótavant. Hugsanlega vegna þess að þeir sjá ekki lífið í víðu samhengi og telja að málefni framtíðarinnar sé á ábyrgð annarra. Ingileif var stöðugt vak- andi fyrir nýjum leiðum í forvörnum og sinnti starfi sínu af kostgæfni. í vinnunni spurði hún reglulega eitt- hvað á þessa leið: „Jæja, hvað er að frétta? Er eitthvað spennandi á döf- inni?“ Henni var mikið í mun að skapa almenningi og ekki síst börn- um lífvænlegt umhverfi. I Spámanninum stendur: „Hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í. sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá sem drekkur af vatni þagnarinnar mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ Það er sárt að missa góðan vin. Og það er sárt að sjá á eftir ástvini. En við megum ekki gleyma því að missir þeirra, sem hverfa á vit nýrra heimkynna og eru í þann mund að hefja fjallgönguna, er einnig mikill. Ingileif hefur horfið inn í sólskinið og er nú umlukin Ijósi heimsins. Það er án efa þyngra en tárum taki að fá ekki að fylgja börnum sínum nema örstutt spor. Að fá ekki að njóta þess að halda í hönd þeirra, hlæja með þeim eða gráta og umvefja þau kærleik. Að fá ekki að upplifa framtíðina með þeim eða njóta nærveru þeirra. Sporin sem Ingileif steig með þeim^ Óla Bjarka og Önnu Dröfn munu* þau varðveita í hjarta sínu til eilífð- arnóns. Þau voru og verða áfram gimsteinar móður sinnar. Og það hlýtur að vera tregafullt að fá ekki að njóta samvistar maka síns nema stutta stund. Er við öðra að búast en að spurt sé um réttlæti eða til- gang lífsins? Ingileif kann svörin við þeim spurningum sem brenna á vöram allra þótt hún hefði kosið að bíða með að fá vitneskju um hinn stóra sannleika. Ég votta fjölskyldu Ingileifai' samúð mína. Megi minningin um” yndislega konu lifa í hjörtum okkar. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert eitt ykkar spor snertir mig og kvelur - þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur. Og ég - þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir Ufínu. (Höf.óþ.) Þorgrímur Þráinsson. I myndinni af Ingileif Ólafsdótt- ur eru margir skýi-ir drættir - og"*' einn hvað augljósastur: Hún var hetja. Það duldist ekki þegar hún stóð frammi fyrir áheyrendahópi hvort heldur var í skóla, á vinnustað eða á félagsfundi og fræddi og rökræddi um tóbaksvarnir og önnur baráttu- mál krabbameinssamtakanna og allra veðra von; röddin ekki mildl en málflutningur öraggur og sann- færandi; tilsvör við andmælum hressileg og gátu verið hvöss ef þess þurfti. * Það leyndi sér enn síður þegar hún kvaddi sér hljóðs úr ráðstefnu- sal, innan lands eða utan, og bar einarðlega fram fyrirspurnir og at- hugasemdir sem jafnan báru vott um kjark, glöggskyggni og rök- festu. Það kom ekki síst fram í snörp- um viðbrögðum þegar henni þótti vegið gegn tóbaksvörnum af ráðn- um hug eða kæruleysi eða slælega unnið að framgangi þeirra. Þó lýsti það sér skýrast í sjald- gæfri hugprýði hennar þegar hún varð sjálf, í blóma lífs síns, að horfast í augu við dauðann og heyja við hann langvinnt stríð. Allir semf fylgdust með þeim átökum hlutu að undrast og dást að því hve keik og víllaus hún gat staðið til síðustu stundar. Nú er hennar sárlega saknað. Við þökkum Ingileif margra ára samstarf, vináttu og ógleymanleg kynni. Ástvinum hennar biðjum við allrar blessunar. Þorvarður og Anna. UNNUR VILMUNDSDÓTTIR + Unnur Vil- mundsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 20. nóvember 1915. Hún lést á St. Jós- efsspítala 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þjóðkirlqunni í Hafnarfirði 23. ágúst. Elsku amma. Við systkinin ætlum að skrifa nokkur orð í minningu um þig. Okkar fyrstu minningar um þig eru þegar þú og afi bjugguð i stóra húsinu á Kross- eyrai’veginum. Þau ævintýri sem við áttum í garðinum í kringum húsið og öll okkar jól sem voru með þér og afa munu aldrei gleymast. Fyrir átta árum fluttuð þið svo á Hjallabrautina þar sem þú bjóst með afa til æviloka. n» Þegar við komum í heimsókn tókstu alltaf á móti okkur með ást og hlýju sitjandi í stólnum með kaffiboll- ann þinn. Um leið og við kveðjum þig í hinsta sinn viljum við þakka þér fyrir allar þær samverustundir sem við áttum og alla þá ást og hlýju sem þú gafst okkur. I huga ng^g hjarta okkar eru ótal minningar sem aldrei munu hverfa. Megi Guð styrkja okkur öll í sorginni og þá sérstaklega afa. Elsku amma, við munum sakna þín en vitum að þú vakir yfir okk- ur. Þín barnabörn Jóhann Unnar, Guðniundur Böðvar og Fjóla Sigrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.