Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þögn á Ljós- myndasafni Reykjavíkur Tore H. Rayneland með eitt verka sinna. LJÓSMYNDASÝNINGIN Þögn eftir norska Ijósmyndarann Tore H. Royneland verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 14. á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Borgartúni 1. Ljósmyndirnar eru teknar í íslenskri náttúru haustið 1997. Á undanförnum árum hefur Tore H. Royneland unnið við ým- is bókaverkefni í samvinnu við gallerí og myndlistarmenn. Hann hefur starfað sem auglýsingaljós- myndari í Ósló í 20 ár. Undanfar- ið hefur Tore H. Royneland tekið virkan þátt sem heimildaijós- myndari norska málarans Pat- ricks Huse í verkefninu RIFT. Árangur heimildaljósmyndunar- innar og náin samvinna við Pat- rick Huse gaf Rayneland inn- blástur tii þess að halda áfram vinnunni við ljósmyndirnar í sjálfstæðu ljósmyndaverkefni, segir í fréttatilkynningu. Eftir tökurnar á Islandi haust- ið 1997, sem voru framkvæmdar á stuttum tíma á töluvert tak- mörkuðu svæði, var niðurstaðan skýr; það varð að halda ljós- myndasýningu sem byggðist á náttúruupplifún og stemmningu. Að mæta íslenskri náttúru var ævintýri iíkast. Sýningin Þögn: Ferð um tímann „Til þess að skilja hugtakið þögn þurfum við að hafa upplifað hve hið gagnstæða - skynjað með bæði augum og eyrum - hefur truflandi áhrif á líkama og sál. Að sleppa sér lausum má líkja við sprengingu í líkamlegum skiln- ingi;“ segir Tore H. Roneland. „I landslaginu þar sem mynd- irnar eru teknar hefur öll starf- semi hljóðnað. Kannski gerðist það fyrir þúsundum ára - kannski fyrir milljónum ára. Eða var það í gær? Vitnisburðurinn um þá krafta, sem hafa notið sín, er augljós. Það lítur út fyrir að eldvirkni jarðar geti vaknað á hverri stundu. Að mæta slíkri náttúru þar sem náttúrukraftamir hafa skap- að upprifið landslag, þakið ömm, en þó heillandi og fagurt, getur fengið okkur til þess að efast um upplifanir okkar. Við vitum ekki hvernig við eigum að bregðast við áhrifum sem við höfum lært að séu siðlaus, ljót og hættuleg. Börn líta á hið sama frá öðm sjónarhorni þangað til þau verða fyrir áhrifum menningarinnar sem fullorðnir hafa tileinkað sér í lifinu í gegnum fordóma ann- arra. Að mæta íslenskri náttúm er eins og að ferðast til baka í tíma. Tilhugsunin um uppmna alls er sterk. Jafnframt hafa þjóðsögur sitt að segja. Smáatriðin í lands- laginu virðast eiga eigið líf hið innra. Stór svæði endurspegla einmanaleikann. Þögnin verður ágeng,“ segir Tore H. Royneland. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-15.30, og um helgar KVIKMYJVPIR Sljörnubfó BIG DADDY ★★ Leikstjórn: Dennis Dugan. Handrit: Steve Franks, Tim Herlihy og Adam Sandler. Aðalhlutverk: Adam Sandler, Joey Lauren Adams, Cole og Dylan Sprouse, Jon Stewart. Colombia 1999. ADAM Sandler leikur Sonny Kou- fax, lögfræðilærða kærulausa leti- bykkju sem kærastan segir upp. Til að sýna ábyrgð, í þeirri von að vinna kærustuna aftur, tekur hann að sér lausaleikskróa herbergisfélaga síns sem hann situr svo uppi með þegar stúlkan hafnar honum. Big Daddy er ekki sérlega vönduð kvikmynd og eitthvað hefur lítil meðan á sýningunni stendur frá kl. 14-16, og stendur til 26. sept- ember. Mistæk- ur pabbi vinna verið lögð í heildarhugmynd- ina í upphafí verks. Handritið er að mestu brandararuna úr hinni og þessari áttinni. Sumir þeirra eru nokkuð fyndnir, og sérstaklega þeir illkvittnu. Það er fyrirgefanlegt í grínmynd að allir brandararnir sé ekki jafn fyndir, enda áhorfendur með mjög misjafnan húmor og greinilega þessir þrír handritshöf- undar líka. Það sem er hins vegar al- gjörlega ófyrirgefanlegt er einhver óskiljanleg melódramatísk væmnisköst sem handritshöfundur Handverk & hönnun fær fjárveitingu VERKEFNIÐ Handverk & hönnun hefur fengið fjárveitingu til ársins 2002 til að stuðla að áframhaldandi eflingu handverks, bæta menntun og þekkingu handverksfólks og stuðla að aukinni gæðavitund í greininni, eins og segir í fréttatilkynningu. Verkefnið verður rekið með fjár- hagslegum stuðningi frá forsætis- ráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og Framleiðnisjóði landbúnaðarins til fjögurra ára, þ.e. 1999-2002, og fer þá fram endurmat á verkefninu. I nýskipaðri stjórn eru Birna Kristjánsdóttir formaður, skipuð af forsætisráðuneyti, Þórey S. Jóns- dóttir, skipuð af félagsmálaráðu- neyti, og Þórhalla Snæþórsdóttir, skipuð af Framleiðnisjóði landbún- aðarins. Sunneva Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Handverks & hönnunar. fá af og til, og passa engan veginn inn í myndina. Það er í fína lagi að plokka í hjartastrengi áhorfanda grínmynda, en það verður að passa inn í stemmninguna. Tökum dæmi: Hver fellir ekki tár, eða að minnsta kosti þarf að herpa magavöðvana, þegar strákurinn er tekin frá flæk- ingnum í The Kid eftir Chaplin? Voða fáir, enda smekkmaður á ferð. Handritshöfundarnir flækjast fyrir sjálfum sér á fleiri stöðum eins og í réttarsalsatriðinu sem er óskiljan- lega skrítið og eiginlega leysist upp. Adam Sandler er býsna viðkunn- anlegur náungi sem fer vel að leika aula, og er þessi mynd aðallega gerð íyrir hann. Aðdáendum hans mun ef- laust líka hún og það er vel, en að- standendur hefðu samt mátt vanda sig aðeins betur. Hildur Loftsdóttir Súrrealískt sálfræðidrama tír kvikmyndinni Sígaunalíf. Draumkennd skemmtiferð Bæjarbíó PERSONA-^^ Ingmar Bergman Svíþjóð 1966. UNGA hjúkrunarkonan Alma (Bibi Andersson) fær það verkefni að sjá um leikkonuna Elísabetu Vogler (Liv Ullmann), sem skyndi- lega þagnaði á einni leiksýning- unni og hefur ekki mælt orð síðan. Þær dömur fara saman á eyju nokkra þar sem þær dvelja saman um hríð. Sérstakur vinskapur myndast milli þeirra, og Alma, sem talar allan tímann, fer að trúa Elísabetu, sem segir ekki orð allan tímann, fyrir sínum innstu leynd- armálum. Staðan milli kvennanna verður þannig að eiginlega er það Alma sem fær hlutverk sjúklingsins sem rasar út um eigin tilfinningar, á meðan Elísabet hlustar eins og góðum sálfræðingi sæmir. Bréf sem Elísabet ætlar eiginmanni sín- um, en Alma les, kemur ójafnvægi á sambandið, og ástin sem Alma hafði fest á Elísabetu breytist í hatur. Upp frá því skiptast þær á um að hafa yfirhöndina í samband- inu, og það er einn ótrúlegasti hluti myndarinnar, þar sem einungis önnur persónan talar alla myndina út í gegn. Þær Liv og sérstaklega Bibi eru frábærar í hlutverkum sínum, og Bergman sýnir að hann kann sitt fag. En svo auðveldlega sleppum við ekki. Myndin virkar nefnilega á tveimur plönum. Það er raunveru- leikinn, og svo hin hliðin sem er draumur, ímyndun, hugsun úr undirmeðvitundinni eða kannski raunveruleikinn? Maður spyr sig hvort Alma (sem þýðir sál. Aha!!) og Elísabet séu ein og sama kon- an; tvær hliðar á sömu konunni. Þær virðast hafa sömu langanir og þrár þótt þær séu mjög ólíkar, og í einu atriði renna andlit þeirra saman í eitt. Þegar Alma les yfir Elísabetu alla hennar galla, endar hún á því að garga: Eg er ekki Elísabet Vogler! Og þegar eigin- maður leikkonunnar kemur í heim- sókn, gerir hann ekki greinarmun á henni og hjúkkunni. Eitthvað er heldur ekki alveg á hreinu hjá hvorri þeirra hann sefur. Eða er hann bara ímyndun? Bergman notar ýmsar kvik- myndalegar brellur til að leiða okkur á milli þessara raunveru- legu og ímynduðu heima. Hann er ekkert feiminn við formið, teygir það og togar. Bræðir filmuna í miðri mynd, sýnir okkur kvik- myndavél sem kviknar á og slokknar í upphafi og enda mynd- arinnar þar sem hann kemur einnig inn ýmsum öðrum furðuleg- um myndbrotum. Myndir úr und- irmeðvitund? Hver er þessi ungi strákur sem vaknar upp á líkstofu og strýkur skuggamynd af konun- um tveimur? Bamið sem Alma lét eyða eða drengurinn hennar Elísa- betar sem hún hefur óbeit á? Það er undir hverjum og einum áhorfanda komið hvernig hann vill túlka þessa óráðnu tilburði Berg- mans. Ég verð að segja að mér finnst myndin skemmtilega útpæld hjá karlinum, flott, vel gerð og áhrifarík. Hún er hinsvegar sneydd allri frásagnargleði og mun seint komast á lista yfir skemmti- legustu myndir sem ég hef séð. Hildur Loftsdóttir lláskólabfó SÍGAUNALÍF „DOM ZA VESANJE“*^-A"A- Emir Kusturica Júgóslavía 1988. SÍGAUNALÍF er dansandi draumur sem liðast um furðuver- öld þar sem kalkúnn er besti vinur mannsins, þar sem hús lyftast og hús brenna. Það sem niðursuðu- dósir hreyfast úr stað, skeiðar mjakast upp veggi, og eldkestir fjóta eftir ánni. Perhan býr í þessari veröld. Hann hugsar vel um Daniru systur sína með veika fótinn sinn og hann vill giftast Azra hinni fögru sem elskar hann líka. En fyrst verður hann að fylgja Daniru á sjúkrahús- ið í borginni. Á leiðinni rænir glæpadóninn Ahmed honum Perh- an og lætur hann stela fyrir sig í Milanó. 0, Perhan, hann er svo yndisleg- ur. Amma hans er líka stórkost- lega mannvera, svo sæt og góð, og Danira eins og lítið lukkutröll. Og vondu karlarnir. Af hverju þurfa þeir að vera svona grimmir, selja og kaupa fólk og nota það? Áf hverju geta þeir ekki borið virð- ingu fyrir neinu? Ekki einu sinni sakleysingjunum og fegurðinni sem býr í hjörtunum þeirra hreinu. Þeir þurfa að skíta allt út. 0, Perhan, hann er svo yndislegur. Þetta eru nú meiri vandræðin sem hann þarf að komast í gegnum. Þótt honum verði smávegis á, þá stendur sig eins og hetja. Hann er það líka. Tónlistin er bæði svo sorgleg og glöð, en mest bara falleg. Sker sig samt einhvern veginn inni í mann. Hvernig ætli myndin væri án hennar? Kannski varð tónlistin til á undan myndinni. Þó. Myndavélin dansar við tónlistina, leiðir mann úr sígaunaþorpi í Júgóslavíu í for- arpytt úthverfa MQanó, úr ham- ingju yfir í vansælu með viðkomu milli draums og veruleika, hláturs og gráts. Þetta er furðuleg og fal- leg skemmtiferð sem lætur manni líða svo vel. Hildur Loftsdóttir Undarlegur samsetningur K (‘onhoo i iin HELMINGSLÍKUR „UNE CHANCE SUR DUX“ ★ eftir Patrice Leconte ÞESSI gamanspennumynd frá Frökkunum er undarlegur sam- setningur. Vekur nokkra furðu að tveir ástsælustu leikarar Frakka á síðustu áratugum, Alain Delon og Jean Paul Belmondo, skuli gefa sig í aðra eins dellumynd. Jafnvel enn meiri furðu vekur að B-mynd eins og þessi skuli yfirleitt sýnd á kvik- myndahátíð þar sem aldrei er nóg pláss fyrir vandaðar, listrænar myndir. Ung stúlka, tukthúslimur reynd- ar, kemst að því þegar móðir henn- ar deyr að faðir hennar er annað- hvort ríkisbubbinn Alain Delon eða ríkisbubbinn Jean Paul Belmondo. Hún fer og hittir þá tvo en blandast inn í viðskipti við rússamafíu í leiðinni og þeir verða að bjarga henni. Sem er minnsta mál, því Delon og Belmondo eru einskonar atvinnuhermenn! Ef leikstjórinn Patrice Leconte ætlaði að gera virkilega bjánalega ameríska hasarmynd tókst honum það með sprengjuregni, bflaelt- ingaleikjum, skotbai’dögum og hlægilegum hasarmyndapersón- um. Ef Delon og Belmondo ætluðu að sýna hvað í þeim býr, komnir á virðulegan aldur, völdu þeir kol- ranga mynd. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.