Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 198. TBL. 87. ARG. FOSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSIN S Nyrup biður Thule-búa afsökunar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. POUL Nyrup Rasmussen forsæt- isráðherra Danmerkur bað íbúa Thule á Grænlandi í gær afsökunar á nauðungarflutningunum 1953, er þeir þurftu með fárra daga fyrir- vara að yfirgefa heimabyggð sína og flytja í aðra byggð sökum hern- aðarframkvæmda Bandaríkja- manna á Grænlandi. Nyrup hefur hingað til ekki viljað biðjast af- sökunar, en birti í gær skriflega yfirlýsingu eftir fund sinn með Jonathan Motz- feldt, formanni grænlensku landstjómarinn- ar. Er Nyrup hitti blaðamenn eftir fundinn vildi hann ekki taka orðið „afsökun" sér í munn, en vísaði í hina skriflegu yfirlýsingu, þar sem orðið kæmi skýrt fram, bæði á dönsku og á grænlensku. „I anda ríkjasambandsins og með virðingu fyrir Grænlandi og íbúum Thule vill stjómin fyrir hönd danska ríkisins koma á fram- færi afsökun til Inughuit, íbúa Thule, og til allra Grænlendinga fyrir það hvemig ákvörðunin um flutning var tekin og síðan fram- kvæmd,“ sagði í yfirlýsingunni í gær. Motzfeldt var mjög ánægður og sagðist vera sammála Nymp um að þar með væri endi bundinn á stjórnmáladeilur um Thule-málið. Thule-búar með áfrýjun í athugun Fyrir skömmu féll dómur í máli Thule-búanna, þar sem því var slegið föstu að um nauðungarflutn- inga hefði verið að ræða og þeim dæmdar bætur fyrir, en mun lægri en þeir fóru fram á. Stjórnin mun ekki áfrýja dómnum, en Thule-bú- ar eru enn að athuga þann mögu- leika. Poul Nyrup Rasmussen Reuters Nýr Danaprins JÓAKIM Danaprins og Alex- andra prinsessa sýna nýfæddan son sinn á Ríkissjúkrahúsinu i Kaupmannahöfn í gær. Prinsinn fæddist sl. Iaugardag, 28. ágúst, og hefur enn ekki hlotið nafn. Hann er þriðji að ríkiserfðum eftir Friðrik krónprins, eldri bróður Jóakims, og föður sinn. Beðið í ofvæni eftir samningi fsraela og Palestínumanna Stefnt að undirritun í Egyptalandi í dag Alcxandríu, Jerúsalem. AP. SAMNINGAVIÐRÆÐUR Israela og Palestínumanna um endurnýjað samkomulag um „land fyrir frið“ voru strandaðar í gær, og varð því ekkert úr fyrirhugaðri samnings- undirritun í Alexandríu í Egypta- landi. Madeleine Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, brá þá á það ráð að freista þess að miðla málum með því að eiga næturfund með Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, í því skyni að forða því að upp úr slitnaði í eitt skiptið enn. Amr Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands, og háttsettur erind- reki Bandaríkjastjórnar, vöktu seint í gærkvöld vonir um að af undirritun samninganna yrði í dag, fostudag. Líklegt þykir að athöfnin fari fram í orlofsdvalarstaðnum Sharm el-Sheik á Rauðahafsströnd Egyptalands. Meginásteytingarsteinninn á lokaspretti samningaviðræðnanna mun hafa verið hve margir palest- ínskir fangar skyldu látnir lausir úr ísraelskum fangelsum. Sumir þeirra sitja inni fyrir morð á Isra- elsmönnum. Afskiptum Albright vel tekið Eftir að hafa átt fund í Alex- andríu með Hosni Mubarak, for- seta Egjrptalands, átti Albright tveggja tíma viðræður við Jasser Arafat Palestínuleiðtoga, en flaug að því loknu til fundar við Barak í Jerúsalem. Fram að þessu hafði Albright haldið sér til hlés og sagt Reuters Atökum linnir ekki í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Austur-Tímor Dili. AP, Reuters. TVEIR innfæddir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna voru drepnir á Austur-Tímor í gær, er bylgja of- beldis hélt þar áfram eftir atkvæða- greiðsluna um framtíð eyjunnar sem fram fór í byrjun vikunnar. Gerðist þetta þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir embættismanna SP um að indónesísk öryggismálayfirvöld sæju til þess að öryggis fulltrúa SÞ og almennings á Austur-Tímor yrði gætt. Fred Eekhard, talsmaður SÞ í höfuðstöðvum samtakanna í New York, greindi frá því að starfs- mennirnir sem drepnir voru hefðu verið felldir í bænum Maliana, um 140 km vestur af höfuðstaðnum Dili, en þar hafa róttækii- fylgis- menn áframhaldandi indónesískra yfirráða á Austur-Tímor haft sig hvað mest í frammi með ofbeldis- verkum síðustu daga. Fleiri starfs- menn SÞ vegnir í fyrradag lágu að minnsta kosti þrír í valnum eftir harkaleg átök fylgismanna sjálfstæðis eyjunnar og andstæðinga þess nærri skrif- stofu SÞ í Dili. Nú hafa fjórir starfsmenn SÞ verið vegnir frá því atkvæðagreiðslan fór fram á mánu- dag. Búizt er við að spennu linni ekki næstu daga, á meðan talning atkvæða stendur yfir, en líklegast þykir að meirihluti hafi greitt fullu sjálfstæði atkvæði sitt. Indónesíustjórn skýrði frá því í gær, að sér þætti til greina koma að friðargæzlulið á vegum Sameinuðu þjóðanna kæmi til Austur-Tímor, en fram að þessu hafði stjórnin ít- rekað lýst því yfir að hún ein myndi sjá um öryggisgæzlu á eyjunni, sem áður var portúgölsk nýlenda en var hemumin af Indónesíuher árið 1.976. Öryggisráð SÞ yrði að veita sam- þykki sitt fyrir friðargæzluliði á Austur-Tímor, og að sögn vest- rænna stjórnarerindreka mun að svo stöddu ekki vera einróma stuðningur innan ráðsins við slíka að það væri alfarið í höndum samn- ingamannanna að „taka erfiðu ákvarðanirnar". En þegar í það stefndi að ekkert yrði úr undirrit- un tók hún til sinna ráða. „Það er eðlilegt að ég reyni að gera það sem ég get fyrst ég er hérna,“ sagði hún. Egyptalandsstjórn fagnaði afskiptum bandaríska ut- anríkisráðherrans. „Við teljum að áframhaldandi nálægð Bandarikj- anna í friðarumleitununum sé mjög mikilvæg," sagði utanríkisráðherr- ann Moussa. Moussa hafði áður lýst stöðunni í samningaviðræðunum þannig, að einungis minniháttar ágreinings- efni væru enn óleyst milli Israela og Palestínumanna, og „fangamál- ið“ væri „því sem næst leyst“. Dennis aft- ur á land PALLBÍLL liggur á hvolfí, graf- inn í sand, við veginn norður af bænum Buxton í Norður-Kar- ólínuríki í Bandaríkjunum í gær, eftir að hitabeltislægðin Dennis hélt aftur inn á land með steypiregni og miklum vind- hraða. Stormurinn, sem áður var fellibylur að styrkleika, hafði lónað úti fyrir ströndinni og safnað í sig vatni í fimm daga. tillögu. Að sögn heimildamanna AP í höfuðstöðvum SÞ álíta sumir með- limir öryggisráðsins það mikilvægt að indónesísk yfirvöld fái tækifæri til að sanna að þau geti staðið við fyrirheit sitt frá því í maímánuði sl. um að tryggja öryggi á Austur- Tímor. Eðlilegt að SÞ taki síðar við öryggishlutverki Phil Reeker, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði það eðlilegt að Sameinuðu þjóðirn- ar tækju við öryggishlutverki á A- Tímor ef niðurstaðan verður sú að eyjan hljóti sjálfstæði frá Indónesíu, en krafan væri sem stendur enn sú, að Indónesíustjórn stæði við fyrirheit um að tryggja friðinn og binda enda á ofbeldis- verk öfgafullra stuðningsmanna indónesískra yfirráða. Heims- höfín sögð sjúk London. The Daily Telegraph. HÖF heimsins eru sjúk og eiga við nýtilkomna sjúkdóma að etja, sem valda lífinu í sjón- um stórfelldum skaða. Þetta fullyrðir hópur vísindamanna í grein sem birtist í dag í vís- indatímaritinu Science. Spá greinarhöfundar því, að sýkingar eigi eftir að fara vax- andi, að hluta vegna loftslags- breytinga og að hluta að til- stuðlan mannsins. Hækkandi hitastig í loft- hjúpi jarðar og mengun valda því að gamalkunnir sjúkdómai- finna nýja hýsla, til dæmis hafa selir smitazt af hundafári úr sleðahundum og sardínur sýkzt af herpesveiru úr eldis- fiski. „Samanlögð áhrif hækkandi hitastigs, mannlegra athafna og mengunar eru að skapa hættulega blöndu sem ógna hitabeltiskóröllum sem og sjávarlífí í kaldari sjó,“ segir einn aðalhöfundur greinarinn- ar, Drew Harvell við Cornell- háskóla í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.