Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Búnaðarbankinn kaupir hlut Akureyrar í ÚA á tæpar 1.250 milljónir króna Fjármununum verður varið til atvinnumála BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sín- um í gær að taka tilboði Búnaðarbanka Islands hf. í 20% eignarhlut bæjarins í Utgerðarfélagi Akureyringa hf. og var Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra falið að ganga frá sölunni. Nafnvirði bréfa bæjarins í UA var 183,6 mOljónir króna og fyrir þau borgar bankinn rúmar 1.246 milljónir króna, á genginu 6,79. Kristján Þór sagðist mjög ánægður með það verð sem fékkst fyrir eignarhlut bæjarins í UA. „Eg hef aldrei haft efasemdir um að þessi bréf væru góður fjárfestingarkostur og ég hef heldur ekld haft áhyggjur af því að ekki fengist viðun- andi verð fyrir bréfin. Nú þurfa menn að fara að taka ákvarðanir um það hvernig fara á með þessa fjármuni og til hvaða verkefna á sviði atvinnu- mála þeim skuli varið. Þegar við erum að tala um atvinnumál verðum við að hafa í huga að hluti af atvinnumálum og verkefnum sveitarfélagsins á Bréfin góður fjárfest- ingarkostur, segir bæjarstjóri sviði atvinnumála er m.a. að skapa fyrirtækjum innan sinna vébanda samkeppnishæf skilyrði á við önnur sveitarfélög. Það tekur til uppbygging- ar í skólum, leikskólum og fleiri þátta.“ ÚA fullkomlega sjálfbjarga og gengur vel Kristján Þór sagði jafnframt að Akureyrarbær hefði með beinum hætti lagt fjármuni í atvinnu- starfsemi og að bærinn og bæjarbúar hefðu ávaxtað þessa fjármuni í ÚA í nokkuð langan tíma. „Það fyrirtæki er fullkomlega sjálfbjarga og gengur vel og það er einfaldlega kominn tími til að verja þessum fjármunum í þágu bæjarbúa með öðrum hætti. Eg hef heldur enga trú á að nokkur breyting verði á rekstri ÚA við þetta.“ Að auki bárust tilboð í hluta af eignarhlut bæj- arins í ÚA, frá Kaupþingi hf. annars vegar og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, hins vegar og voru þau einnig lögð fram á fundi bæjar- ráðs í gær. Kaupþing gerði tilboð í bréf að nafn- virði rúmlega 42,1 milljón króna og vildi greiða 263,4 milljónir króna fyrir þau. FBA bauð 218,8 milljónir króna í bréf í félaginu að nafnvirði 34 milljónir króna. Að frádreginni tilboðsþóknun var kaupgengi beggja félaganna í bréfin um 6,25. Bréfin hækkuðu á Verðbréfaþingi Hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa hækk- uðu um 3,5% á Verðbréfaþingi íslands í gær, úr 6,55 í 6,87 en viðskipti með bréf félagsins námu rúmum sex milljónum króna. Jólatáknið 1999 JÓLATÁKNIÐ, tákn komandi jóla, er orðið fastur liður í starfsemi Jólagarðsins í Eyjafirði. Árlega fær hann til liðs við sig fólk sem er þekkt af hagleik og vönduðu hand- verki. Viðkomandi vinnur siðan úr því efni sem honum er tamt og hann helst kýs. Jólatáknið er framleitt í einung- is 110 tölusettum eintökum. Áður hefur verið unnið í leir, tré og gler. Táknið kemur að þessu sinni úr dyngju Ágústínu G. Jónsdóttur á Dalvík. Um er að ræða „bróder- að kramarhús". Gripurinn er sann- kölluð gersemi þar sem saman fara einkar fínlegt handbragð og fullkomin smekkvísi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Myndlist á heimasíðu LAUGARDAGINN 4. septem- ber verður formlega opnuð heimasíða Stone Art and Paint- ings á veraldarvefnum, þar sem sjá má verk eftir myndlist- armennina Alexöndru Cool, Jónas Viðar og Sólveigu Bald- ursdóttur og fá fréttir af starf- seminni, sýningardagskrá og fleira. Stone Art and Paintings var stofnað árið 1996 af Jónasi Við- ari og Sólveigu og hefur það að markmiði að kynna og koma á framfæri áhugaverðri myndlist hér heima og erlendis, ásamt því að standa að sýningum og útgáfustarfsemi ýmiss konar. Heimasíða Stone Art and Pa- intings er á slóðinni: http:www.islandia.is/~jvs. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Svalbarðskirkju sunnu- daginn 5. september kl. 11.00. Guðsþjónusta sama dag í Grenivík- urkirkju kl. 21.00. Sóknarprestur. BÆGISÁRKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta sunnudaginn 5. september kl. 21.00. Kór Bægisárkirkju syng- ur, organisti Birgir Helgason. Að- alsafnaðarfundur eftir guðsþjónust- una. Sóknarprestur. Morgunblaðið/Kristján Grisjað í Vaðlareit Sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð V erkefnisstj óri ráðinn til starfa VINNUFLOKKUR frá Skógrækt- arfélagi Eyfirðinga hefur að undan- förnu unnið að grisjun í syðsta hluta Vaðlareits austan Akureyrar. Hallgrímur Indriðason fram- kvæmdastjóri félagsins sagði orðið tímabært að hirða skóginn, sem þurfti nauðsynlega á grisjun að halda. Elstu trén í reitnum eru frá árinu 1936 og sagði Hallgrímur að trén þar þyrftu vaxtarými, auk þess sem verið væri að grisja íyrir göngu- leiðum. Hann sagði að víða væri mik- ið verk óunnið við grisjun. Efnið sem til fellur er svo notað í kurl í göngu- stíga og föndurefni. I vinnuflokki Skógræktarfélagins var finnskur námsmaður í skógrækt- arfræði, Esko Tainio frá Helsinki, og er hann mjög öflugur með sögina, að sögn Hallgríms. Esko hefur dvalið á íslandi í sumar og unnið víða um land við eitt og annað sem lýtur að skógrækt. Hann lét vel af dvöl sinni Morgunblaðið/Kristján hér á landi og mun nú í september halda til vinnu á Mógili á Kjalarnesi. Á myndinni er Esko Tainio við vinnu sína í Vaðlareit. Busa- dans á Ráð- hústorgi NÝNEMAR í Verkmenntaskólan- um á Akureyri voru teknir form- lega inn í samfélag nemenda skólans í árlegri busavígslu í gær. Elstu nemendurnir stóðu fyrir herlegheitunum og fóru um bæinn með busana eftir að þeir höfðu m.a. verið málaðir og klæddir upp. Fjöldi fólks fylgdist með uppákomunni á Ráðhústorgi en þar voru busarnir látnir dansa og syngja fyrir viðstadda og tókst þeim bara nokkuð vel upp. Á eftir var þeim svo boðið í grill- veislu. STARFSHÓPUR um samþættingu skóla- og félagsþjónustu við utan- verðan Eyjafjörð hefur ráðið Bene- dikt Sigurðarson M.Ed. sem verk- efnisstjóra við undirbúning og skipulagningu sérfræðiþjónustu skóla, málefna fatlaðra og eflingu heilsugæslu. Ráðning Benedikts kemur í kjöl- far samstarfssamnings sveitarfélag- anna þriggja, Dalvíkurbyggðar, Ólafsfjarðarbæjar og Hríseyjar- hrepps, sem undirritaður var í Hrís- ey í byrjun júlí sl. Verkefnisstjóri mun starfa á grundvelli samstarfs- samningsins og fyrirliggjandi skýrslu starfshóps frá því í apríl í vor sem sveitarstjórnir sveitarfé- laganna þriggja hafa samþykkt. Verkefnisstjóri mun í upphafi vinna að fjölmörgum forgangsverk- efnum en auk þess vinna að öðrum verkefnum sem tilgreind eru í skýrslu starfshópsins og samningi sveitarfélaganna. Skrifstofuaðstaða á Sólborg Benedikt er ráðinn í starfið frá 1. október nk. en fram að þeim tíma mun hann taka að sér tiltekin undir- búningsverkefni. Gerður verður samningur við Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri um skrif- stofuaðstöðu verkefnisstjóra en hann skal hafa fasta viðveru á skrif- stofu á Sólborg á Akureyri en auk þess hafa aðgang að vinnuaðstöðu á skrifstofum sveitarfélaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.