Morgunblaðið - 03.09.1999, Side 16

Morgunblaðið - 03.09.1999, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Búnaðarbankinn kaupir hlut Akureyrar í ÚA á tæpar 1.250 milljónir króna Fjármununum verður varið til atvinnumála BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sín- um í gær að taka tilboði Búnaðarbanka Islands hf. í 20% eignarhlut bæjarins í Utgerðarfélagi Akureyringa hf. og var Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra falið að ganga frá sölunni. Nafnvirði bréfa bæjarins í UA var 183,6 mOljónir króna og fyrir þau borgar bankinn rúmar 1.246 milljónir króna, á genginu 6,79. Kristján Þór sagðist mjög ánægður með það verð sem fékkst fyrir eignarhlut bæjarins í UA. „Eg hef aldrei haft efasemdir um að þessi bréf væru góður fjárfestingarkostur og ég hef heldur ekld haft áhyggjur af því að ekki fengist viðun- andi verð fyrir bréfin. Nú þurfa menn að fara að taka ákvarðanir um það hvernig fara á með þessa fjármuni og til hvaða verkefna á sviði atvinnu- mála þeim skuli varið. Þegar við erum að tala um atvinnumál verðum við að hafa í huga að hluti af atvinnumálum og verkefnum sveitarfélagsins á Bréfin góður fjárfest- ingarkostur, segir bæjarstjóri sviði atvinnumála er m.a. að skapa fyrirtækjum innan sinna vébanda samkeppnishæf skilyrði á við önnur sveitarfélög. Það tekur til uppbygging- ar í skólum, leikskólum og fleiri þátta.“ ÚA fullkomlega sjálfbjarga og gengur vel Kristján Þór sagði jafnframt að Akureyrarbær hefði með beinum hætti lagt fjármuni í atvinnu- starfsemi og að bærinn og bæjarbúar hefðu ávaxtað þessa fjármuni í ÚA í nokkuð langan tíma. „Það fyrirtæki er fullkomlega sjálfbjarga og gengur vel og það er einfaldlega kominn tími til að verja þessum fjármunum í þágu bæjarbúa með öðrum hætti. Eg hef heldur enga trú á að nokkur breyting verði á rekstri ÚA við þetta.“ Að auki bárust tilboð í hluta af eignarhlut bæj- arins í ÚA, frá Kaupþingi hf. annars vegar og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, hins vegar og voru þau einnig lögð fram á fundi bæjar- ráðs í gær. Kaupþing gerði tilboð í bréf að nafn- virði rúmlega 42,1 milljón króna og vildi greiða 263,4 milljónir króna fyrir þau. FBA bauð 218,8 milljónir króna í bréf í félaginu að nafnvirði 34 milljónir króna. Að frádreginni tilboðsþóknun var kaupgengi beggja félaganna í bréfin um 6,25. Bréfin hækkuðu á Verðbréfaþingi Hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa hækk- uðu um 3,5% á Verðbréfaþingi íslands í gær, úr 6,55 í 6,87 en viðskipti með bréf félagsins námu rúmum sex milljónum króna. Jólatáknið 1999 JÓLATÁKNIÐ, tákn komandi jóla, er orðið fastur liður í starfsemi Jólagarðsins í Eyjafirði. Árlega fær hann til liðs við sig fólk sem er þekkt af hagleik og vönduðu hand- verki. Viðkomandi vinnur siðan úr því efni sem honum er tamt og hann helst kýs. Jólatáknið er framleitt í einung- is 110 tölusettum eintökum. Áður hefur verið unnið í leir, tré og gler. Táknið kemur að þessu sinni úr dyngju Ágústínu G. Jónsdóttur á Dalvík. Um er að ræða „bróder- að kramarhús". Gripurinn er sann- kölluð gersemi þar sem saman fara einkar fínlegt handbragð og fullkomin smekkvísi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Myndlist á heimasíðu LAUGARDAGINN 4. septem- ber verður formlega opnuð heimasíða Stone Art and Paint- ings á veraldarvefnum, þar sem sjá má verk eftir myndlist- armennina Alexöndru Cool, Jónas Viðar og Sólveigu Bald- ursdóttur og fá fréttir af starf- seminni, sýningardagskrá og fleira. Stone Art and Paintings var stofnað árið 1996 af Jónasi Við- ari og Sólveigu og hefur það að markmiði að kynna og koma á framfæri áhugaverðri myndlist hér heima og erlendis, ásamt því að standa að sýningum og útgáfustarfsemi ýmiss konar. Heimasíða Stone Art and Pa- intings er á slóðinni: http:www.islandia.is/~jvs. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Svalbarðskirkju sunnu- daginn 5. september kl. 11.00. Guðsþjónusta sama dag í Grenivík- urkirkju kl. 21.00. Sóknarprestur. BÆGISÁRKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta sunnudaginn 5. september kl. 21.00. Kór Bægisárkirkju syng- ur, organisti Birgir Helgason. Að- alsafnaðarfundur eftir guðsþjónust- una. Sóknarprestur. Morgunblaðið/Kristján Grisjað í Vaðlareit Sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð V erkefnisstj óri ráðinn til starfa VINNUFLOKKUR frá Skógrækt- arfélagi Eyfirðinga hefur að undan- förnu unnið að grisjun í syðsta hluta Vaðlareits austan Akureyrar. Hallgrímur Indriðason fram- kvæmdastjóri félagsins sagði orðið tímabært að hirða skóginn, sem þurfti nauðsynlega á grisjun að halda. Elstu trén í reitnum eru frá árinu 1936 og sagði Hallgrímur að trén þar þyrftu vaxtarými, auk þess sem verið væri að grisja íyrir göngu- leiðum. Hann sagði að víða væri mik- ið verk óunnið við grisjun. Efnið sem til fellur er svo notað í kurl í göngu- stíga og föndurefni. I vinnuflokki Skógræktarfélagins var finnskur námsmaður í skógrækt- arfræði, Esko Tainio frá Helsinki, og er hann mjög öflugur með sögina, að sögn Hallgríms. Esko hefur dvalið á íslandi í sumar og unnið víða um land við eitt og annað sem lýtur að skógrækt. Hann lét vel af dvöl sinni Morgunblaðið/Kristján hér á landi og mun nú í september halda til vinnu á Mógili á Kjalarnesi. Á myndinni er Esko Tainio við vinnu sína í Vaðlareit. Busa- dans á Ráð- hústorgi NÝNEMAR í Verkmenntaskólan- um á Akureyri voru teknir form- lega inn í samfélag nemenda skólans í árlegri busavígslu í gær. Elstu nemendurnir stóðu fyrir herlegheitunum og fóru um bæinn með busana eftir að þeir höfðu m.a. verið málaðir og klæddir upp. Fjöldi fólks fylgdist með uppákomunni á Ráðhústorgi en þar voru busarnir látnir dansa og syngja fyrir viðstadda og tókst þeim bara nokkuð vel upp. Á eftir var þeim svo boðið í grill- veislu. STARFSHÓPUR um samþættingu skóla- og félagsþjónustu við utan- verðan Eyjafjörð hefur ráðið Bene- dikt Sigurðarson M.Ed. sem verk- efnisstjóra við undirbúning og skipulagningu sérfræðiþjónustu skóla, málefna fatlaðra og eflingu heilsugæslu. Ráðning Benedikts kemur í kjöl- far samstarfssamnings sveitarfélag- anna þriggja, Dalvíkurbyggðar, Ólafsfjarðarbæjar og Hríseyjar- hrepps, sem undirritaður var í Hrís- ey í byrjun júlí sl. Verkefnisstjóri mun starfa á grundvelli samstarfs- samningsins og fyrirliggjandi skýrslu starfshóps frá því í apríl í vor sem sveitarstjórnir sveitarfé- laganna þriggja hafa samþykkt. Verkefnisstjóri mun í upphafi vinna að fjölmörgum forgangsverk- efnum en auk þess vinna að öðrum verkefnum sem tilgreind eru í skýrslu starfshópsins og samningi sveitarfélaganna. Skrifstofuaðstaða á Sólborg Benedikt er ráðinn í starfið frá 1. október nk. en fram að þeim tíma mun hann taka að sér tiltekin undir- búningsverkefni. Gerður verður samningur við Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri um skrif- stofuaðstöðu verkefnisstjóra en hann skal hafa fasta viðveru á skrif- stofu á Sólborg á Akureyri en auk þess hafa aðgang að vinnuaðstöðu á skrifstofum sveitarfélaganna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.