Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Aðferðafræði I Áróðursaðferðir í stjórnmálum eða póli- tísk aðferðafræði stjómmálaflokka fyrr og síðar er af ýmsum toga. I þeim ríkjum þar sem lýðræðishefð- in hefur náð því að móta baráttuaðferðir í stjómmálum má segja að viss „kategorisk imperativ" í skilningi Kants — þ.e. ófrávíkj- anlegar siðareglur - gildi. Lygar og grófur rógburður er þar ekki við hæfi og þau stjórn- málaöfl sem iðka lyg- ar, hálfsannleika og grófustu falsanir á staðreyndum falla sjálfkrafa út sem marklaust fjas siðlausra undirmálsmanna, sem ná aðeins hljómgrunni meðal lumpen-próletara og tötra-borgara, en þær manntegundir eru sam- tvinnaðar í baráttuaðferðum og eiga sér sameiginlegan hugarheim samkvæmt útlistunum í greina- söfnum Ernst Gellners, - sbr. Conditions of Liberty, London » 4994, og Anthropology and Politics, London 1955. Ein gleggsta útlist- un þessa hugarheims er fólgin í ráðleggingu forustumanns i ís- lenskum stjómmálum á fyrri hluta þessarar aldar til ungra flokks- manna sinna, sem spurðu um áróðursað- ferðir, „það má ljúga, en ljúgið þið þannig að það gæti verið satt“. Þessi aðferð hefur nokkuð svo verið iðk- uð á undanfömum misserum einkum af forastuliði Framsókn- arflokksins í stjórn- málabaráttunni. Nýlegasta dæmið var á vordög- um eftir kosningarnar sl. vor, þeg- ar þingkona, tiltölulegur nýgræð- ingur í fjölskrúðugri þingmannaflóru Framsóknar- flokksins, hélt því ákveðið fram í blaðaviðtali að nýafstaðnar kosn- ingar hefðu fyrst og fremst snúist um „stóriðjustefnu Framsóknar- flokksins". Persóna þessi virðist hafa þarna sýnt ívið mikla einfeldni í skilningi á hinni gamalkunnu ráð- leggingu og jafnframt viljað sýna yfirmönnum sínum í flokknum, for- manni og varaformanni, fyllstu hollustu. En eins og kunnugt er eru þessir tveir einstaklingar miklir áhugamenn um stóriðju og at- hafnasemi Landsvirkjunar á há- lendi Islands. Annað dæmi um fylgni við að- ferðafræði flokksins eru yfirlýsing- ar varaformannsins um að álfyrir- tækið „Columbia Ventures“ hafi óskað eftir að fulltrúar þess færa í skoðunarferð til Reyðarfjarðar, en fulltrúarnir héldu hins vegar fram að varaformaðurinn, iðnaðarráð- herra, hefði óskað eftir því að þeir skoðuðu sig um á Reyðarfirði. Þetta er aðeins eitt dæmi um hag- ræðingu sannleikans í stíl við þær kunnu framsóknaraðferðir. Fréttir ráðherrans um umræður við Norsk-Hydro era allar ákaflega loðnar og eins má segja um frá- sagnir formanns flokksins, utanrík- isráðherrans, við sömu aðila. En hann gekk svo langt í því að leggja þeim orð í munn, að fulltrúar Norsk-Hydro lýstu því yfir að þeir tækju ekki þátt í kosningabaráttu á íslandi. Utlistanir formannsins og vara- formannsins á ágæti stóriðjustefn- unnar era byggðar á óskhyggju þeirra beggja og ákaflega hæpnum staðreyndum hvað varðar ágóða og væntanlega hagsæld. Þegar for- maður Framsóknarflokksins guðfaðir kvótans - útlistar fyrir kjósendum sínum á Austurlandi endalaus atvinnutækifæri í ker- skálum 720.000 tonna álvers á Virkjunarmál Tilgangurinn er, segir Siglaugur Brynleifsson, að geta bent á álverin sem úrlausn fyrir atvinnuleysingja úr dreifðum byggðum landsins. Reyðarfirði, skyldi hann gæta þess að nútíma verksmiðjur era allar að vinna að sjálfvirkni og í stað mann- grúa í óþverralegu umhverfi eru að koma róbótar og það er ekki langt í það að þeir taki við hlutverki „stór- iðjugreinanna". Sbr. Markus Dett- mer: Schöne neue Arbeitswelt. Das Jahrhundert des kapitalismus: Die moderne Fabrik. Spiegel 26. júní 1999. Áætlun stóriðjusinnans og áhugamanns um nýtingu Miklu- gljúfra og Eyjabakka og hags- munahóps Landsvirkjunar og verktaka þeirrar stofnunar um byggingu álvera sem atvinnutæki- færa fyrir „stóriðjugreinar“ - orðið er mótað af faktor selstöðuálsins í Straumsvík - er og verður endan- legt ragl. Þeir ættu fremur að fjár- festa í róbótum. Þessi stefna formanns Fram- sóknarflokksins og varaformanns tengist byggðastefnu þeirra, sem virðist vera í raun að eyða byggðum við ströndina með einokun veiði- heimilda - kvótans - svo að þrátt fyrir fiskgengd, má ekki veiða. Skrípatilburðir Byggðastofnunar um svonefndan byggðakvóta dæma sig sjálfir, skipta byggðina engu máli, sé litið á landið sem heild. Þessi stefna er mótuð af stjórnvöld- um og Byggðastofnun sett undir yf- irráð varaformanns Framsóknar- flokksins og gjörvallt hálendi Islands að auki. Tilgangurinn er að geta bent á álverin sem úrlausn fyrir atvinnu- leysingja úr dreifðum byggðum landsins. Þessi áætlun um skipulag byggðar í landinu undir forsjár- hyggju þeirra einstaklinga sem lifa í hugarheimum sem minna mjög svo á iðnvæðingaráhuga sovéskra lumpen-próletara á dögum Stalíns um 1930. Þar var í gildi reglan „að ljúga þannig að það gæti verið satt“ og þeir voru ekki fáir sem trúðu fölsununum og lygastaglinu. Höfundur er rithöfundur. Siglaugur Brynleifsson ATVINNU HÚSIMÆOI Suðurlandsbraut — Vegmúli — til leigu Verslunar- og lagerhúsnæði, samtals 263 fm, á jarðhæð til leigu. Húsið skiptist þannig að verslun er ca 130 fm en lager 133 fm. Húsið er vel innréttað og laust nú þegar. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 893 4628. FUNOIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Hauka fyrirtímabilið '98—'99 verður haldinn föstudaginn 10. septem- ber kl. 20. Á dagskrá fundarins eru venjuleg að- alfundarstörf. Allir félagsmenn eru velkomnir. Virðingarfyllst, stjórnin. KENNSLA Skráningu fer að Ij'úka í: Grafíska hönnun, mán.— mið. kl. 8.15 til 12.15. 2—3 sæti laus. Hefst 6. sept. Grafíska hönnun, mán.—mið. kl. 18.00 til 22.00. Nokkur sæti laus. hefst 13. sept. Hægt er að skrá sig í dag og um helgina í síma 555 1144. ®e-mail: oaha@oaha.is, heimasíða: www.oaha.is. Ó, AHA, tölvu- og hönnunarskóli, Bæjarhrauni 22, 220 Hafnarfirði. ^Kvikmyndaskóli íslands hefst 1. október 1999. Skráning í síma 588 2720. Bóklegt og verklegt nám. Farið verður í allar undirstöðugreinar kvikmyndagerðar undir leiðsögn fagfólks. Framleiddar verða fjórar stuttmyndir á önninni. Kvöld- og dagnámskeið. Kvikmyndaskóli íslands, Ármúla 38, 108 Reykjavík. ÁJppboð NAUÐUNGAR5ALA Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Jörðin Litla-Fljót I, Biskupstungnahreppi, þingl. eig. Þórður J. Halldórs- son, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands hf., aðalbanki, þriðjudaginn 7. september 1999 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 2. september 1999. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Isafirði, þriðjudaginn 7. september 1999 kl. 14.00 á eftirfar- andi eignum: Austurvegur 12, 0102, [safirði, þingl. eig. Ingibjörg Hallgrímsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Fiskimjölsverksmiðja á Þingeyrarodda, Þingeyri, þingl. eig. Rauðsíða ehf., gerðarbeiðendur ísafjarðarbær og Set ehf. Góuholt8, ísafirði, þingl. eig. Arnar Kristjánsson, gerðarbeiðendur (safjarðarbær og Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Hafnarstræti 6, 0301, ísafirði, þingl. eig. Mikael Rodriguez Algarra og Guðbjörg Ásgerður Överby, gerðarbeiðendur Byggingarsj. ríkisins húsbréfadeild og ísafjarðarbær. Hjallavegur 3,1. h. Flateyri, þingl. eig. Sigurður H. Garðarsson, gerð- arbeiðandi Isafjarðarbær. Hlíðarvegur 9, 0103, bílskúr nr. 3, ísafirði, þingl. eig. Kristján Finnboga- son, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands hf., Self. og íslandsbanki hf. höfuðst. 500. Hrannargata 8, 0101, (safirði, þingl. eig. Sölvi Magnús Gíslason og Kanjanapron Gíslason, gerðarbeiðendur Byggingarsj. ríkisins hús- bréfadeild og ísafjarðarbær. Mjallargata 6, 0101, Isafirði, þingl. eig. Rósmundur Skarphéðinsson, Kamilla Thorarensen og Lífeyrissjóður Vestfirðinga, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rikisins. Neðra fiskhús, sambyggð skreiðarhús á Oddanum, Þingeyri, þingl. eig. Rauðsiða ehf., gerðarbeiðandi ísafjarðarbær. Skreiðargeymsla Þingeyrarodda, Þingeyri, þingl. eig. Rauðsíða ehf., gerðarbeiðandi Isafjarðarbær. Sæból II, Mýrahreppi, ísafjarðarbæ, hluti Elísabetar Pétursdóttur, þingl. eig. Elísabet Ánna Pétursdóttir og Ágúst Guðmundur Pétursson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Vátryggingafélag íslands hf. Þvergata 3,0101, Isafirði, þingl. eig. Ragnar Ingólfsson, Vignir Guð- mundsson og Anna Málfríður Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins og ísafjarðarbær. Sýslumaðurinn á fsafirði, 2. september 1999. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Asparlundur 2, ásamt 1.600 fm lóð úr landi Miðfells, Þingvallahreppi, þingl. eig. Þb. Ólafur Benedikt Þórðarson, gerðarbeiðendur Samvinnu- sjóður Islands hf. og Þingvallahreppur, fimmtudaginn 9. september 1999 kl. 14.00. Hjarðarholt 15, Selfossi, þingl. eig. Baldur Valdimarsson, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður Suðurlands, fimmtudaginn 9. september 1999 kl. 9.30. Jörðin Arabæjarhjáleiga, Gaulverjabæjarhreppi, undansk. 2 ha lands ehl. gþ. þingl. eig. Gunnar Kristinn Þorvaldsson, gerðarbeiðandi fslandsbanki hf., höfðust. 500 fimmtudaginn 9. september 1999 kl. 10.15. Strandgata 5, Stokkseyri, íb. 0102 og 0202, þingl. eig. Jóhannes Helgi Einarsson, gerðarbeiðandi Ingvar Helgason hf., fimmtudaginn 9. september 1999 kl. 11.30. Sýslumaðurinn á Selfossi, 2. september 1999. Lagerútsala — barnavara Dagana 2. til 5. september verður haldin lager- útsala á barnavöru í Smiðsbúð 8, Garðabæ. Til sölu verða m.a. barnarúm, kerrur, kerru- vagnar, bílstólar o.m.fl. Einnig verður mikið úrval af barnafatnaði og leikföngum og skóla- töskum. Ath.: Allt að 50% afslátturfrá heildsöluverði! Opið fimmtud. og föstud. frá kl. 11.00—17.00, laugard. og sunnud. frá kl. 10.00—16.00. Lagerútsalan, Smiðsbúð 8, Garðabæ. Ódýrt — Ódýrt Lagerútsala Leikföng, gjafavörur, sportskór. Opið kl. 13 til 18 fimmtudag og föstudag. Skútuvogi 13 (við hl. á BÓNUS). Ný símanúmer Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur fengið ný símanúmer: Aðalnúmer 570 5600. Kennarastofa 570 5601. Húsvörður 570 5621. Starfsdeild 570 5624. Trésmiðja 570 5626. Listasmiðja 570 5627. Bókasafn 570 5630. Óbreytt númer Fax 567 0389. Nemendafélag 557 8330. Bóksala nemendafélags 587 1058. Veffang: www. fb.is. Netfang: fb@fb.is. SMÁAUGLÝSINGAR Mömmur athugið ef barnið pissar undir. Undraverður árangur með óhefðbundnum aðferðum. Sigurður Guðleifsson, svæða- nuddfræðingur, sími 587 1164. ÝMISLEGT Dilbert á Netinu mbl.is <\LL.TAf= eiTTH\SA& NÝTT~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.